Landið - 02.03.1917, Blaðsíða 4
36
LANDIÐ
Il læðnr! ©ðiðjið Raupmcnn yéar avatí um ' Rina alRunnu sœísafí Jrá aléin* ■ sqfagcréinni „Sanifas" i dlcyRjavíR.
Reglugjörð
um notkun m|ölvöru. og um sölu á lundssjóðs-sykri,
Samkvæmt lögum i. febrúar- 1917, um heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út
af Norðurálfuófriðnum, eru sett eftirfarandi ákvæði.
I gr
Rúgmjöl mega bakarar ekki nota til brauða, nema blanda það að einum fjórða hluta með
maismjöii. Ekki mega heldur aðrir gera brauð úr rúgmjöli til sölu, nema það sé blandað maismjöli
eins og á undan greinir.
2. gr.
Hveiti mega bakarar aðeins nota til að baka súrbrauð, franskbrauð, vanalegar tvfbökur og
algengar bollur, Ekki mega heldur aðrir nota hveiti til baksturs tii sölu, annars en þess, er að
framan getur.
3- gr.
Bannað er að nota rúg og rúgmjöl, hveiti og haframjöl til skepnufóðurs.
4- gr.
Bakstur þann, sem bannaður er í reglugjörð þessari, en gerður hefur verið áður en hún öðlaðist
gildi, má þó selja eftir að hún gekk í gildi, en ekki hærra verði en áður.
5- gr-
Sykur þann, sem landsstjórnin útvegar og selur kaupmönnum eða fjelögum til útsölu til almenn-
ings eða félagsmanna, mega þeir eðá þau aðeins selja út aftur gegn afhendingu sykurseðla og með þvf
verði, sem stjórnarráðið hefur ákveðið. Bæjarstjórn útbýtir sykurseðlum til almennings og setur nánari
ákvæði því viðvíkjandi með samþykki stjórnarráðsins.
Sykurseðla þá, sem seljendur sykursins taka á móti, er þeim skylt að geyma og afhenda, þegar
krafist er, þeim, sem bæjarstjórn setur til þess að heimta þá inn.
Kaupmenn og félög, sem sykurinn selja almenningi eða félagsmönnum, mega ekki binda söluna
neinum öðrum skilyrðum en þeim, sem á undan greinir.
6. gr.
Brot á móti ákvæðum reglugjörðar þessarar varða sektum alt að 500 kr. og fer um mál út af
þeim sem almenn lögreglumál.
7- gr. ‘
Reglugjörð þessi öðlast þegar gildi fyrir Reykjavíkurkaupstað og Hafnarfjarðarkaupstað. Með
auglýsingu getur stjórnarráðið látið reglugerðina öðlast gildi fyrir aðra kaupstaði og önnur sveitarfélög,
og annast þá sveitarstjórn þau störf, sem bæjarstjórnum er ætluð.
Þetta birtist öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli.
í stjórnarráði fslands, 17. febrúar 1917.
Signrðnr Jónsson.
Jón Hermannsson.
Saltkjöt
fæst í
Kaupangi
Ófriðurinn leiðir ýmislegt gott með sér, þrátt fyrir alt. Á Eng-
landi hafa stór landflæmi verið algerlega óræktuð, og einungis notuð
fyrir veiðilönd og þvíuml. af eigendunum, sem oftast eru hábornir
aðalsmenn. Nú á að hætta slíkri eyðslu og rækta Iandið upp.
Og meira að segja ætla Englendingar að plægja upp nokkra afar-
fagra skemtigarða í London og rækta þar kálmeti.
Á myndinni sést partur af slíkutn skemtigarði. Er þar einkum
fjörugt um helgar.
Vér viljum
vekja athygli lesendanna á
öllum auglýsingum, sem í
blaðinu standa.
V
18
þá báða fyrir hershöfðingjann og hyggur að
nú sé öllu borgið. En Piso bregst reiður við
og segir við þá: „Te morte plecti jubeo,
quia jam damnatus es; te, quia causa dam-
nationis commilitoni fuisti; te, quia jussus
occidere militem imperatori non paruisti".1)
— En þótt slík dæmi þekkist, þá mun það
mála sannast, að heragi Rómverja hefur verið
höfuðstoð undir sigursæld þeirra og á sigur-
sældinni hvíldi veldi þeirra.
10. Mannvit og kunnusta var á háu stigi
hjá Rómverjum. Þeir kunnu alt til atvinnu-
rekstrar og annara framkvæmda, sem þá var
kunnugt. En auk þess gerðu þeir sér sjálflr
hernaðarfræði og mannvirki til hernaðar, enda
stóðst þá engi borg er þeir sóttu að, hlóðu
garða í kring, óku turnum að og brutu
múrana með hrút sínum. Eitt ágætt dæmi
þessarar kunnáttu er brú sú, er Cæsar lét
gera yflr Rín. Var hún gerð af hagleik mikl-
um og hugviti. Og alivíða gefa lýsingar Cæs-
ars á um'sátrum hans ágæta hugmynd um,
1) Þig býð ég að lífláta af því að þíi ert þegar
dœmdur; þig af því að þú varðst orsök í dórafelling
samherja þíns; þig af þvi að þú hlýddir eigi hers-
höfðingjanum, er þér var boðið að lifláta hermann-
inn.
19
hve hátt stóð hernaðarkunnátta hjá Róm-
verjum.
Fróðleiksfýsn og vísindi voru í góðu lagi
hjá hærri stéttunum, því að þær höfðu heim-
iliskennara og námu sveinarnir höfuðatriðin
af því, sem þá heyrði til þess að vera ment-
aður maður. Cæsar kunni alt, sem menn
kunnu á þeim tíma, stjörnufræði hvað þá
annað. Þeir Sosigenes komu einmitt tíma-
talinu í lag (Julianska tímatalið). En alþýða
manna var ómentuð.
Frumleikur í menning var eigi á háú stigi,
því að byrjun sú, sem komin var, til bók-
menta og Tista druknaði í því menningar-
flóði, er streymdi frá Grikklandi þangað, því
að hið hernumda Grikkland sigraði þar sig-
urvegarann. Hin æðri menning var því að-
flutt menning. En það varð þó eigi nein
sníkjumenning. Því að flutningsmenn voru
beztu menn og meltu þekkinguna og héldu
eigi að síður við rómverska siðu og háttu,
— á meðan blómaöldin stóð, eða meðan
þjóðin gleymdi eigi viðhaldsdygðunuaa.
11. Drengskaparmenn voru Rómverjar i
meðallagi, nokkuð sleipir í samningum, en
rufu síður heit. Er Regulus þar fagurt dæmi.
12. Þjóðrækni eða öllu heldur ríkisrækni
20
Rómverja var mikil. Menn töldu þar ættir
sínar til guðanna, t. d. Cæsar, er rakti ætt
sína til Æneasar, sonar Afrodite (Venusar),
og á hina hliðina gerðu þeir forfeður sína
að guðum. Auk þess höfðu menn þar mikla
helgi á leifum þeirra, eða ösku, sem þeir
geymdu vel og tignuðu. Má vel sjá þetta á
skömmum Horazar um skáldfíflin,1) er hann
finnur engi verri brigsl en að þau hafl farið
illa með ösku feðra sinna.
Rómverjar voru lengi fastheldnir við siðu
feðra sinna, en hin aðflutta menning losaði
þó um þetta um síðir og auk þess hinn
mikli fjöldi manna órómverskra að þjóðerni,
sem öðluðust smátt og smátt rómverskan
borgararétt.
Rómversk eða latnesk tunga var íullkomin
og vel varðveitt og létu þjóðveldistímarnir
þar fagran grip og góðan í hendur framtíð-
arinnar. Má þar til nefna Cæsar, er ritaði
gullfagurt mál, og Cicero hinn mikla ritsnill-
ing og afkastamann. Hann ritaði mjög mikið
um heimspeki og mest eftir grískum ritum,
1) Non satis apparet, cur versus factitet, utrum
miuxerit in cineres patrios, an triste bidental mo-
verit incestus. == Eigi er Ijóst, hvers vegna liann
er að yrkja, hvort hann hefir migið í ösku feðra
sinna, eða gerst svo guðlaus að snerta hryggilegan
eldingarstað.
„Landið“
kemur út einu sinni í viku
og kostar 3,00 kr. árgang-
urinn, ef fyrirfram er greitt,
en 4,00 kr. ef greitt er eftir á.
í kaupstöðum má borga á
hverjum ársfjórðungi. Útgef-
andi: Félag í Reykjavík.
Afgreiðslan er á Hverfisg.
18. Opin á hverjum degi
kl. 1—4. Pósthólf 353.
Sími 596. Um alt sem að
hcnni lýtur, eru menn beðn-
ir að snúa sér til afgreiðslu-
mannsins.
Ritstjóri og ábyrgðar-
maður: Jakob Jóh. Smári,
mag. art., Stýrimannastíg 8
B. Venjulega heima kl. 4—5
e. h. Talsími 574
Vanskil á blaðinu.
Ef vanskil verða á blað-
inu, eru kaupendur beðnir
að gera afgreiðslunni að-
vart um það svo fljótt
sem hægt er.
jEfanóié cr ágœtí
auglýsinga6lað.
Prentsmiðjan Gutenberg.