Landið


Landið - 16.03.1917, Page 1

Landið - 16.03.1917, Page 1
RiUtJiri: Jnktb Jéh. Smárl maglitcr arttam Sttrimannastlg 8 B. LANDIÐ JCaupirðu góðati hlut, þá munðu hvar þú Jékkst hann. iMiæri »• oi kaupa menn ódýrast hjá Sig-urjóni. Vélaoliur og Sxuljeiti er seld með afarlágu verði. Allir §jóinenn þurfa að nota liin heimsfrægu ameríkönsku olíuföt, sem allir hrósa, er reynt hafa. Munið að þurrasti bletturinn á sjó og landi er undir » olíufötunum frá Sigurjóni. S XomiS i netaversl. Sigurj. péturssonar, Hafnarstræti 16. Þar, og hvergi annarsstaðar, fáið þið mest fyrir peninga yðar. & ^ ^ I 7? ^ ^ ^ ^ I ^ I ^ I ^ jOanóið. XaupenSur btaðsins ern vinsamlega beðnir að greiía anðvirði þess sem allra jyrst. Vanskil á blaðinu. Ef vanskil verða á blað- inu, eru kaupendur beðnir að gera afgreiðslunni að- vart um það svo fljótt sem hægt er. Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálaílntningsmaðnr. Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12—i og 4—6 e. m. Talsími 250. Ijugletöingar um skattamál og jleira. Eftir Jóhannes L. L. Jóhannsson. (Frh.). ----- Sala sannfæringar fyrir þingsæti. Meinið stóra er, að sumir þing- menn virðast láta múta sér með þingsætinu. Þegar svo er, þá gefa þeir sannfæringu sfna í staðinn til að þóknast kjósendum. Að siðréttu lagi, eiga mennirnir þó að fara eftir sannfæringu sinni einni og segja skýrt: Þetta er mín skoðun á mál- inu, og ef þið fallist á hana, þá óska ég, að þið kjósið mig fyrir fulltrúa, en ef eigi, þá vil ég eigi lita við að vera þingmaður ykkar, svo framarlega sem þið metið þenna skoðanamun svo mikils. Þið ráðið hvað þið gerið, því aldrei vil ég vinna á móti sjálfs mín sannfær- ingn, og yrði víst lítt nýtur að vera málpípa annara*. Það er nú öll- um vitanlegt, að þingmenn eru að lögum eingöngu bundnir við sína sannfæringu, en eigi kjósendaregl ur, en að þessu er stundum illa gætt. Fari hvorttveggja saman, þá er alt í góðu lagi, en ávalt er vissara, að trúa hreinlynda og sjálf- stæða manninum fyrir málefnum sínum, þótt eigi sé hann í öllum efnum samdóma þeim, er senda hann, heldur en manni, sem er ósjálfstæður og breytir skoðunum eftir velþóknun annara, og þá oft f hag fyrir sjálfan sig. Það var hin heiðarlega frambjóðanda-aðferéi og trúmenska við eigin sannfær ingu, sem við sfðustu kosningar varð Jóhanni í Brautarholti að falli, og hafi hann heiður og hrós fyrir vikið; þótt ég sé honum ósam- dóma um útflutningstollinn og sé eigi flokksbróðir hans, skal hann njóta sannmælis hjá mér, því ráð- vendnin er fyrsta dygð allra og eigi sízt þingmannsins. Það var því slæmt fyrir Mýramenn og þjóð- ina, að missa sltkan mann, sem Jóhann, af þingi. — Þegar iögbrjót- ar eru kosnir á þing, og þingið sjálft gengur á undan, með því að brjóta sín eigin lög, þá er auð- sætt, að voðaleg og hættuleg sið- spilling er kotnin inn í alt stjórn- málalít iandsins. Samt er eigi rétt, að ávíta þingið eitt sér, heldur þjóðina, eða kjósendurna, því hver þjóð hefur það þing, er hún á skilið, og vitanlega er það eigi annað en spegill hennar. Spilling í þinginu er því vottur um spilling hjá þjóðinni, sem reyna þarf að lækna. Og sannarlega er það sælla, að vera ekki þingmaður og þora að taia um málin sem frjáis maður, en að ná þingmensku og þora svo ekkert af auvirðilegum ótta fyrir mönnum. Verst er samt það, að þessi siðspilling getur oft orðið til sess, að beztu mennirnir draga sig í hlé við afskifti af opinberum mál- um, því við það versnar ástandið. Munaðarvörutollur og nauðsynjavörutollur. Eftir útúrdúrinn, sem óneitanlega verða margir hjá mér í þessari rit gerð, sný ég mér aftur að skatta- málunum sjálfum. Þegar þá talað er um aðflutningstolla, þá er þar tvenns kyns vörur um að ræða, nefnilega munaðarvöru og nauð- synjavöru. Fyrnefndu vöruna er sjálfsagt að'tolla tii að afla lands- sjóði tekna af henni, því án hennar geta allir vel lifað og eru sjálfráðir um, hvort þeir greiða þar gjaldið eða eigi. Tollurinn er þar og hálf- gert neyzluhaft til að draga úr kaupum á óþörfum varningi. Um þenna sjálfsagða toll þarf ég hér því eigi meira að tala og hverf því að tolli á nauðsynjavörum. Það er hann, sem er alveg óhæfi- legur, og með honum er mest níðzt á þeim, er minsta hafa getuna. Þannig er kaffi- og sykurtollurinn, og umfram ait vörutoliurinn, sem þingið neyddist til að demba á þjóðina af tekjuskorti, þegar vín- fangatollurinn hvarf við aðflutn- ingsbannið. Hér er ekki um neitt smáræði að tefla, þótt sumir kunni að halda þáð, og ímyndi sér, að þessir tollar séu léttari á bændum og fleiri gjaldendum, heldur en hæfiiegur eignaskattur og tekju- skattur. Eftir núgildandi fjárlög- um verður kaffi- og sykurtoilurinn árið 1917 samkvæmt áætiun um 58 kr. á hvert 10 manna heimili og vörutollurinn um 42 kr. á sama heimili. Það gerir 100 kr. á heim- ilið fyrir utan öll önnur opinber gjöld til landssjóðs og annara sjóða. Nú tek ég dæmi, sem mér er kunnugt, og slfk dæmi finnast um allar jarðir: „Það eru 2 bændur, sem báðir hafa 9 manns í heimili V. B. K. Vandaðar vörur. Ódýrar vömr. Léreft, bl. og óbl. Tvisttau. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Kjólatau. Cheviot. Alklæði. Cashimire. Flauil, silki, ull og bómull. Gardinutau. Fatatau. Prjónavörur allsk. Regnkápnr. Gólfteppi. Pappír og ritföng. Sólaleðnr og Skósmíðavörur. Heildsala. Smásala. Verzinniit jjjörn Xristjánsson. 9 Arni Biríksson. LHeMdsalaJ Tals. 265 og 554. Pósth. 277. l smásaia. i — 'Vefnaöarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. — Saumavélar með fríhjóli og S ára verksmiðjuábyrgð. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Pvotta- og lirelnlætisvörur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjafir — Jólagjafir — Leikföng. hvor. Annar hefur gott bú á góðri jörð og á líklega um 15000 kr. skuldlaust f föstu og lausu, og fólkið alt er vinnandi menn, og enginn er ómaginn. Hinn berst áfram bláfátækur og á fráleitt fult fyrir skuldum. Hann hefur 7 börn í ómegð fram að færa og bú hans er sárlítið og jörðin slæm". Það er nú auðsætt, að hinn síðarnefndi með litla búið og mörgu ómagana, muni þurfa að fá árlegar nauðsynj- ar úr kaupstað, eigi jafn-mikiar, heldur meiri, en hinn, og því geld- ur hann þarna fremur meira lands- sjóðsgjald en hinn fyrnefndi. Geta nú eigi allir óblindir menn séð, hversu hróplegt ranglæti þetta er? Og hvað er svo þessi fátækiingur að gera? Eftir minu viti er hann með mikium dugnaði að klekja upp fyrir þjóðféiagið mörgum börn- um, og vinnur þann veg landi sfnu óneitanlega meira gagn en margur barnlaus auðkýfingur. Það er því sízt ástæða til að fþyngja þessum manni, heidur ætti beint að hlffa honum, en miklu síður auðmannin um. En hinu háa alþingi hefur hingað til þóknast að hafa þetta öðruvfsi. Það getur víst fráleitt talizt neitt hátignarbrot, þótt ég nú í nafni heilags réttlætis skori á það, að snúa nú við blaðinu og breyta stefnu sinni í skattamálunum. Ýmsar leiðir til að afla landssjóði fjár. Ég býst við, að mér muni verða svarað þvf, að efnaði maðurinn borgi hærra sveitarútsvar en hinn og svo jafnist þetta alt. En sann- leikurinn er ekki nema einn f hverju máli, en iýgin margföld f roðinu. Hluturinn er, að efnaði maðurinn aer alls eigi útsvar nema tiltölu- lega hærra, ef það þá nær þvf, en ábúðar- og lausafjárskattar koma vitanlega jafnt niður á hvert hundr- að hjá báðum, sem er rétt, en nem- ur minstu. Og svo koma þessir nýju og þungu nefskattar, sem koma hnffjafnt á stöndugasta og aumasta manninn, svo sem kirkju- gjöld, ellistyrksgjald o. fl. Útflutn- ingstollur, þótt slæmur sé, lfkist þó lausafjárskatti f því, að hann kem- ur eigi á aðra en þá, er hafa eitt- hvað af gjaldvöru handa á milli, og það eftir vörumegni hvers, og er að því leyti miklu skárri en vörutollurinn, er engu síður lendir á öreiga daglaunamanni. Vel skil ég það, að í skattamálum sé tor- velt að ná fullu réttlæti, en þó má fara þar nokkuð nærri, og tiiraun ber að gera til þess. Þótt nú kaffi- tollinum væri haidið með þeim rökum, að án þeirrar vöru geti þó fátæklingurinn lifað, þá er honum torvelt, að vera án sykurs og ai- ómögulegt að lifa án kornvöru og ýmislegs fleira úr kaupstað; það sjá allir; svo sykurtoiiur, og eink- um vörutoilurinn, ætti tafarlaust að falla burtu og setja eitthvað rétt- látara f staðinn. Á sumri kram- vöru kynni að mega haida vöru- tollinum, en fráleitt nema að mjög

x

Landið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.