Landið


Landið - 16.03.1917, Qupperneq 3

Landið - 16.03.1917, Qupperneq 3
LANDIÐ 43 hafa aukið hagsæld mannkynsins síðustu áratugina meira en nokkuð annað. — Án vóla getur engin framleiðsla átt sér stað neinstaðar í heiminum nú á tímum, nema með stöðugu tapi og miklu striti. — Hér ér landbúnaðurinn rekinn án véla, í miðalda stýl, til kapps á móti tuttugustu aldar sjávarútveginum. — Sjá menn ekki enn, hvert það stefnir? — Hentugar heimilis- og búnaðarvélar eru allra nauðsyn- legustu nauðsynjavörurnar, og ekki sízt nú í dýrtíðinni. — Eg útvega þær. Stoíán J3. Jónsson. r Súmmifíceíar. <3ZofiRur cjross af cjúmmidcelum, ágœt að finna augu strangra, réttsýnna stjórnenda hvíla á sér statt og st'óð- ugt. Það dugar þá heldur ekkert fálm og fum þegar óhöppin hafa átt sér stað. Það verður hrein- lega að koma í veg fyrir þau. í löndum, þar sem ekki er áfengis- bann, er mönnum, sem vinna að störfum, er krefja nákvæma at- hygli og óskert skyn, stranglega bönnuð áfengisneyzla, að viðlögð- um tafarlausum brottrekstri; svo er t. d. um járnbrautarþjóna, eim- lestarstjóra, bílstjóra og marga fleiri. Sum helztu eimskipafélög Norð- manna eru, að sögn, að leggja al- gert áfengisbann á skip sín. Hvað mætti nú vænta, að gert yrði hjá oss? Siglingaleiðir vorar eru sannar- lega ekki svo auðveldar og greiðar, að eigandi sé undir því, að hætta bæði skipunum og mannorði ísl. sjómannastéttar í hendur á mönnum, sem þráfaldlega eða yfir höfuð nokkurn tíma eru undir áhrifum áfengis, eða sljófgaðir og kœru■ lausir aý afleiðingunum. í hinni stuttu siglingasögu vor íslendinga eru vítin þegar orðin nógu mörg til að varast þau. — Kæruleysi með eld og óhlutvendni er búið að kosta þjóð vora mikið fé, en kæruleysi í siglingum verð- ur þó ennþá dýrara, ef drabbið fer í vöxt, eða heldur áfram að eiga sér stað. Það heitir svo, að út- lend ábyrgðarfélög borgi óhöpp vor. — Sannleikurinn er sá, að vér sjálfir greiðum fyrir þau til síðasta eyris, en hin útlendu félög hirða vextina af öllu vátryggingar- fénu. jifobelslannaverður. Mér datt í hug, er ég nýverið hafði lesið skáldsöguna „Jerusalem" eftir Selmu Lagerlöf, er svo mjög er lofuð sem skáld, og sem eflaust á það skilið, að mikið mein væri það fyrir beztu skáldin okkar að neyðast til að yrkja á því máli, er aðeins örfáar þúsundir manna lesa og skilja og enn færri tala, er eina og bezta feitmetið, sem nú er fáanlegt. Fæst í jlíatarvcrzlun Zómasar Jónssonar, gankastrxti 10. tegunó, atíar sfœréir, iil sölu nú þogar. dlfgr. vísar á. þó raálið okkar sé óneitanlega eitt af fegurstu málum heimsins. Til þessara vandræða hafa eflaust ungu skáldin fundið, sem hafa yfirgefið landið sitt og málið sitt, sest að í Danmörku og tekið að yrkja á dönsku. Ég er ekki að lá þeim þetta, þeir sem hafa gert skáld- skapinn að lífsstöðu sinni og lífs- brauði, og vilja með honum vinna sér frægð og frama, finna og vita að danska tungan færir þá nær og fyr að þessu marki en íslenzkan, ekki af því að danskan sé fegurri og fullkomnari en íslenzkan, heldur af því að hana lesa og skilja fleiri, bókmentaheimurinn er þeim víðari suður í Danmörku, eu úti á íslandi og markaðurinn arðvænlegri til fjár og frama. Á þennan veg vil ég leggja brottför þeirra út. En svo reikaði hugur mínn frá Selmu til íslenzku skáldanna, sem heima hafa setið og sitja enn, og auðvitað dvaldi hann lengst hjá honum Matthíasi okkar, sem fyrir löngu væri orðinn heimsfrægur, ef hann hefði orkt á fjöllesnu máli. Selma Lagerlöf fékk hér um árið Nobels- verðlaunin fyrir nokkrar laglegar, sumar fallegar, skáldsögur,' með því er nafn hennar gert ódauðlegt, en hann Matthías, hvílík ósköp sem hann hefur afkastað af ein- tómum snildarverkum, ekki aðeins laglegum eða fallegum skáldskap, heldur nær undantekningarlaust skín- andi sólskinsverkum, hans hróður er lítill, er útfyrir íslenzkt fjörumál er farið, af því aðeins fáeinar þús- undir sjá hann og skilja, öllum öðrum er hann hulinn, óþektur heimur. Hefði hann orkt þó ekki hefði verið nema á dönsku, ég tala ekki um á ensku, hvorutveggja þau mál honum leiðitöm, mundi hann fyrir löngu vera orðinn ríkur að fé og frægur um heim, því lítt er hugsandi að Nobelsnefndin hefði þá gengið fram hjá honum, en hún sá ekki „ljósið undir mælikerinu" úti á fámennu eyjunni íslandi, sem ekki var von. Og nú er svanurinn bráðum nár á tjörn og syngur innan skams sinn síðasta söng. Eru engin ráð enn að benda þeim mönnum á sr. Matthías, sem hafa í hendi sinni, ef af honum vita, heimsfrægð hans? Ég beini þessari spurningu til þess eða þeirra, er sjá einhver ráð og gremst að andansfjársjóðir þeir, er hann hefur auðgað litlu þjóðina sína með, skuli ekki alheimi kunnir. Hann á skilið að fá Nobelsverð- laun fyrir skáldskap, þó hann sé úti á íslandi, og föðurlandið hans á skilið að verða frægt fyrir að hafa alið hann. Prestur. llitfregnir. jfónas Þorbergsson: Fríkirkja — þjóðkirkja, fyrirlestur haldinn á Akureyri 26. jan. 1917. — Höf. virðist vera ameriskur Islendingur, og út frá þekkingu sinni á kirkju- lega ástandinu í Vesturheimi, varar hann mjög við fríkirkju, og segir m. a., að kenningarfrelsi presta sé hvergi takmarkaðra en í fríkirkju- söfnuðum, þar sem efnamenn safn- aðarins ráði lögum og lofum, og presturinn verði yfirleitt að laga sig og kenning sína eftir kröfum safnaðarins, en á ilt með að vera leiðtogi hans í andlegum efnum. Þjóðkirkju telur höf. mun heppi- legri. „Landið" hefur og verið þessarar skoðunar og þykir vænt um að heyra jafn röggsamlega tal- að máli rúmgóðrar og frjálslyndrar kirkjuskipunar. Tillögur höf. eru þessar: 1. Að ákvæðið um það, að hin ev. lút. kirkja skuli vera þjóðkirkja á íslandi, sé numið úr lögum. 2. Að í stað hinnar Iútersku kirkju sé stofnsett „Hin íslenzka kristilega kirkja", sem grundvallist á öllum þeim meginatriðum, sem geti jafnframt orðið samvinnu- grundvöllur allra þeirra trúflokka, sem nú berjast um völdin í land- inu. 3. Að ríkið taki að séraðvernda kirkjuna á þessum grundvelli, enda sé ekki kenningarfrelsi presta á annan hátt takmörk sett, og að svo sé búið um kjör presta og hag kirkjunnar, að þau skilyrði bresti ekki, til þess hún geti orðið blessunarrík stofnun í þjóðfélaginu. 4. Að trúarbragðakenslu við há- skólann verði hagað svo, að þar sé ekki einni trúarstefnu geft hærra undir höfði en öðrum. 5. Að uppfræðslu barna í kristi- Iegum efnum sé hagað samkvæmt þessu. Tillögur þessar fara að vorum dómi í rétta átt, þótt efamál geti verið um það, hve tímabærar og framkvæmanlegar þær séu f svip- inn. Og höf. gerir lfkl. ekki nægi- lega ráð fyrir rabies theologorum (æði guðfræðinganna), sem upp get- ur komið, jafnvel þótt prestastétt vor sé yfirleitt laus við öfgar og trúarofstæki. Tíraarit Verkfræðingafélags íslands, 1. árg., 4. hefti. Efni: J. Þ.: Ásgeir Torfason, Geir G. Zoega: Brýr á íslandi (með þýzkum útdrætti), G. Funk: Die Dieselmaschine (Dieselmótorinn — á þýzku með ísl. ágripi). Flóaáveitan, Fundarhöld V. í. 1916, Nokkrar breytingar á störfum verkfræðinga hér. Hagtíðindi, 2. árg., nr. 1. Efni: Smásöluverð í Reykjavík f janúar 1917; mjög fróðlegt, með saman- burði við verð í júlí 1914, Barnafræðsla 1914—15. Útgjöld við barnaskólana hafa verið: árið 1914—15, f kaupstöðum, rúm 73 þús. kr., en utan kaupstaða rúm 63 þús. kr. Útgjöld við farskóla hafa verið rúm 53 þús. kr. Sáttamál 1913—15, og Lax- og silungsveiði 1915. Vér viljum vekja athygli lesendanna á öllum auglýsinguin, sem í blaðinu standa. Landið er ágætt auglýsingablað. Reynið, hvort ekki er satt! Afgreiðsla Landsins er á Hverfisgötu 18. Bjarni frá Vogi: Viðhaldsdygðir þjóðaima. 21 en hvarvetna lætur hann sér umhugað um að gefa hugtökunum latnesk heiti og tekst það snildarlega. Ætt.jarðarást Rómverja var mjög fórnfús. Er þar til dæmis Publius Becius sá er var ræðismaður ásamt Torquatusi í Latverja stríðinu (340). Spár gengu þeim svo, að sá herinn mundi sigra, sem léti foringja sinn. Sömdu þeir þá með sér ræðismennirnir, að hvors fylkingararmur, er svignaði fyrir áhlaupi óvinanna, þá skyldi sá færa sjálfan sig að fórn undirheima guðunum og óvini sína slíkt hið sama. P. Decius varð fyrir þessu og lét ekki á sér standa. Pleiri slík dæmi mætti nefna. Þá er Rómverjar höfðu mist flota sinn í fyrsta púnverska stríðinu, þá tóku ríkir einstaklingar síg til og létu gera annan stærri flota og betur búinn og gáfu ríkinu. Að hún hafl verið vígfús og starffús og sigurfús þarf eigi að efa, enda má grípa hvar sem er niður í sögu rómverska þjóðveldisins til þess að sanna það. Samheldni þeirra var ágæt. Þó varð eitt sinn skilnaður milli alþýðu og höfðingja og alþýðan fluttist brott (secessio plebis) og oft stóðst í odda með þeim endrarnær. Sýnir það bezt traustleik samheldninnar, að hún skyldi þola slíkar býltingar. 22 B. r-ÞJÓÐVERJAR. 13. Dugur og karlmenska er þar sem bezt má verða. Hefur ætíð verið mikið um þá kosti hjá þýzkum þjóðum frá því, er sögur hófust. En aldrei hafa þær sýnt þess ljósari merki en í þeirri miklu orrahríð sem nú stendur yflr. Hreysti og hugprýði í hernaði er sem hún má verða mest og eru þar engir fremri Þjóð- verjum og má telja þá þar jafnsnjalla hinum fornu Rómverjum. Þeir höfðu sýnt þetta í stríðinu 1870 — 71, þá er Þýzkaland gekk saman í eitt ríki. En síðan vissu menn eigi um her þeirra annað en það, að hann var vel æfður. Því að Þjóðverjar eru allra þjóða friðsamastir sem sjá má á því, að þeir hafa engan ófrið háð allan þann tíma, sem síðan er liðinn. En nú hefur það sýnt sig fullkom- lega, að hreysti þeirra er höfð að orðtaki svo sem var á dögum Cæsars. En fáum mundi hafa komið það til hugar fyrir 40 árum, að Þjóðverjar mundu vera slíkir garpar í sjóorustum ofan sjávar og neðan sem raun er á orðin. Er það ljós vottur um hermensku þeirra og frábæran dugnað, að þeir standa í engu að baki Englendingum, hinni fornfrægu flotaþjóð, í sjóhernaði. Þjóðverjar standa áreiðanlega öllum þjóð- 23 um framar að áræði og atorku á sjó og landi. Er þar fyrst til sönnunar, hversu iðn- aður, verzlun og siglingar hafa margfaldast í höndum þeirra á síðustu 40 árum. Um það bil sem Þýzkaland sameinaðist, var enginn samanburður á enskum og þýzkum iðnaði, en löngu áður en þetta strið hófst, þótti Englum uggvænt, hversu erflðir keppinautar Þjóðverjar væri orðnir, og uppgangur Þjóð- verja varð æ því meiri. Nú hefur og atorka þeirra sýnt sig áþreifanlega í ófriðinum, er þeir hafa þó haldið i skák flota Englendinga, stærsta flota heimsins, að viðbættum flota Frakka og ítala, og skert mjög yfirráð þess- ara flotaþjóða á haflnu og gert verzlun þeirra þann geig, sem kunnugt er, og jafnvel sent verzlunarskip neðan sjávarins í aðrar heims- álfur. — Þó mun ljósast sjást dugnaður þeirra og fyrirhyggja á því, að þeir hafa notað land sitt svo vel, að mótstöðumenn hafa eigi getað svelt þá. Þeir búa að sínu og mundi engin þjóð leika það eftir þeim. — Alt þetta er þeim mönnum auðskilið, sem verið hafa þar í landi og þekt þjóðina heima fyrir. Þjóðverjar eru hinir starfsömustu menn og mestu áhugamenn, sem ég hef kynst. 14. Um stjórnsemi eru Þjóðverjar svo líkir Rómverjum hinum fornu, að eigi þarf að

x

Landið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.