Landið


Landið - 16.03.1917, Page 4

Landið - 16.03.1917, Page 4
44 LANDIÐ cfiiéjió Raupmann yéar ávalf um Rina alRunnu sœtsqft Jrá aíóin> sqfacjaróinni „Sanitasu í cReyKjavíR. JSjsá Ryrg óajáíag ió ,(3arsntia> er áreiðanlega tryggasta og bezta félagið. Sérstök deild fyrir ísland, með íslenzka hagsmuni fyrir augum. Enginn eyrir út úr landinu. Ekkert annað félag býður slikt. Aðalumboðsmaður á íslandi: <§r. Cyjójssonf tfíoyRjavíR. Saltkjöt fæst í Kaupangi. Úr yi.-Skaýíaýelbsýslu. Öskudaginn 1917. í íréttum er nú fátt að segja, nema mjög góða og milda veðr- áttu síðan með þorra, enda eru tún farin að grænka, og mátulega þíð til að rista ofan af grassvörð, til að slétta. Fjöllin í fjarska sýnast blá, eins og á sumardag í blíðviðri. — Talsvert hefur verið kranksamt; gengið vont kvef, og sumstaðar lungnabólga. Tvær konur dóu í fyrra mánuði í Skaftafelli í Öræfum: Guðrún Einarsdóttir 39 ára, kona Þorsteins Guðmundssonar bónda þar, frá 4 börnum 7—13 ára gömlum. Hin konan var: Guðný Þorsteinsdóttir ekkja Magnúsar Sigurðssonar bónda þar — 57 ára gömul. Átti hún eftir sig 6 sonu og 1 dóttur, upp- komin og myndarleg. Á gamlárskvöld andaðist Jón Þorláksson 79 ára, bóndi á Hofi, áreiðanlegur maður, og góður bú- höldur; kona hans Jórunn Magnús- dóttir er nú 95 ára, mesta elju- kona og hjálpfús, eins og maður hennar. Þau hjón eiga 2 börn á lífi: Þorlák, sem býr á föðurleifð sinni, og Sigrúnu konu Þorsteins Gissurssonar á Hofi. Tvö eru dáin: Sigurjón bóndi á Hofi, og Bergljót kona Guðmundar Jónssonar bónda á Borgum í Nesjum. Þar sem mér er kunnugt, eru menn almennt ánægðir með nýju Iandsstjórnina, og óska þess af al- huga, að hún vinni sér til heiðurs og landi og þjóð til farsældar í bráð og lengd. A H. Dráttarvélar. Næst sjálfbindurunum, sem hafa fiýtt uppskeruvinnunni í Ameríku um 70—80 á móti einum, (eða um 7—8ooo°/o) frá því er tíðkaðist áður en þeir komu til sögunnar, þá er það vissulega dráttarvélin (the Traction Engine), sem komið hefir til leiðar hinum feikna-stór- kostlegu búnaðarframförum Ame- rfkumanna síðustu áratugina að langmestu leyti. — Enda eru þær „Ijandið“ kemur út einu sinni f viku og kostar 3,00 kr. árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en 4,00 kr, ef greitt er eftir á. í kaupstöðum má borga á hverjum ársljórðungi. Utgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er á Hverfisg. 18. Opin á hverjum degi kl. 1—4. Pósthólf 353. Sími 596. Um alt sem að henni lýtur, eru menn beðn- ir að snúa sér til afgreiðslu- mannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastíg 8 B Venjulega heima kl. 4—5 e h. Talsími 574 nú að verða algengt akuryrlcju- og búnaðaráhald bændanna þar. Ég hef oft og lengi hugsað um það, hve nauðsynlegt væri, að inn- Ieiða þær vélar hér á landi, en hef, satt að segja, til skamms tfma, ekki dirfst að láta hér mikið uppi það álit mitt, vegna þess hve bændur hér eru eða hafa verið yfirleitt áræðlslausir og seinir til allra ný- unga. En sökum þess, hve hinar stórfeldu framfarir sjávarútvegarins ógna nú sveitabúskapnum freklega hin sfðustu árin, þá tel ég líklegt að bændur séu nú betur undir það búnir en áður, að gefa gaum bend- ingum um ný ráð og ný meðöl landbúnaðinum til viðreisnar; og ræðst ég þvf í það, að reyna til að kynna þeim þessar stórvirku vélar, og nytsemi þtirra að nokk- uru, f þeirri von, að það kunni að hafa tilætlaðan árangur. Vélar þessar eru sjálý-hreyfivélar með 5—40 hesta afli og þar yfir. Þær ganga af eigin afli (eins og bifreiðar, en miklu hægara) á öllum algengum vegum og greiðfærum vegleysum, 2—4 enskar mílur á klukkustund, — hægan lestagang, — eða jafnvel enn hægara, en það við allra þyngsta erviði. — Þær eru sterklega bygðar og traustar og vega frá 1600 til 30,000 ensk pund, og kosta um 500 og alt að 4000 doliara, það er að segja, hinar algengustu stærðir af þeim, er hafa 5—40 h.a., og meira en það hinar stærstu, er hafa alt að 80 h.a. Þær stærri og efnismeiri af þessum dráttarvélum, eru flestar gufuvélar, er brenna öllu venjulegu eldsneyti, svo sem kolum, viði, coksi, strái o. fl. — og mundi sennilega brenna mó lika. — En hinar minni eru ,mótor"-vélar, er brenna steinolíu eða benzfni. Með þessum dráttarvélum má hreyfa allskonar vinnuvélar, svo sem afl þeirra leyfir. Þær ýmist ganga áfram og draga á eftir sér, eður þær standa kyrrar og snúa einu hjóli, sem lengt er með belti við þær vélar er hreyfa á. — Og mundi að sjálfsögðu mega beita þeim til að draga að sér, (sem og frá sér), við t. d. plægingar í stór- þýfðum túnum, ef á þyrfti að halda. — Þær geta dregið á eftir sér alt að 10—20 samhliða plóga, og herfin þar á eftir, alt f einni ferð, og þannig plægt og herfað dagsláttuna á alt að 15 mínútum — og sáð hana líka ef vildi á sama tfma, Á algengum vegum draga þær vagna með vöruþunga er nemur alt að 1—i1/* tonn á hestafl hvert er vélin hefir. Auk þessa, má beita þeim til nálega hverskonar áreynsluvinnu sem er, með þar til heyrandi tækjum; sem og til vélareksturs í öllum greinum. Sfðan þessar dráttarvélar komu á markaðinn vestan hafs, eru nú um 40—50 ár. Þegar ég var þar fyrir 17 árum, voru þær alment notaðar til að hreyfa með þreski- vélar (hinar stærri). Þegar þresk- ingunni var lokið á einum staðn- um, þá héldu þær af stað til næsta bæjar til að þreskja þar, og drógu þá á eftir sér þreskivélina með öll- um mönnunum, er við hana unnu (26—28 talsins), og þar aftan f 2—4 eða fleiri stóra tveggja hesta vagna, er útgerðinni tilheyrðu, og þetta alt drógu þær, að því er virtist mjög hæglega, beinustu leið og vanalegast á vegleysum um akra og óyrkt Iönd, og óðu hjólin þá tíðum upp undir öxul í akur- moldinni og fóru þvert yfir upp- hleypta vegi og járnbrautir og aðr- ar mishæðir, er á veginum voru, ef á þurfti að halda. Auk þessa voru þær og oft þá notaðar til ýmislegs annars, svo sem að rífa upp trjárætur, flytja hús, reka niður brúa bryggju og jafnvel girðingastólpa, grafa eða borá brunna o. fl. — En nú eru þessar vélar orðnar alment áhald meðal efnaðri eða framtakssamari bændanna þar vestra, og eru not- aðar í stað hesta til allra áreynslu- starfa á heimilunum. Auk þess, er nú var talið, þá eru þessar vélar nú víða notaðar til plæginga, herfinga, sáninga, hveiti- og kornsláttar þar í landi, svo og til að slá, raka, stakka og binda með hey, saga við, mala og hreinsa korn, mala bein, mylja og flytja grjót, gera skurði o. fl. Og svo til að flytja alla hluti sem flytja þarf á heimilunum, að þeim og frá. Einnig eru þær mjög mikið notað- ar við alla vegagerð, byggingar og ótal margt fleira, og alstaðar reyn- ast þær ómissandi. Hér á landi mætti, svo sem auð- vitað er, nota þe6sar vélar til sömu starfa og erlendis að því Ieyti, er á við staðhætti hér. En auk þess sem að framan er á minst, þá mætti nota þær hér til ýmislegs, svo sem mótekju, mópressunar, námugraftar, og á vetrum til rafframleiðslu og reksturs iðnaðarvéla o. fl. (Nl ). 24 fjölyrða þar um. — Lagasetning þeirra er föst og skipuleg og nákvæm og öðrum þjóðum fyrirmynd um margt. Kemur þar fram sem alstaðar í þekkingarstarfsemi þeirra samvizku- semi, rökvísi og dugnaður. Stjórnarfarið er að vísu nokkuð öðruvís en hjá Rómverjum, en festan er hin sama og krafturinn, strangleiki og réttlæti innan- lands. Vitsmunir í viðskiftum við aðrar þjóðir eru og eigi síðri, nema fremri sé því, er þær þjóðir eru meiri menningarþjóðir, sem Þjóð- verjar eiga við ilt og gott, heldur en þær, sem gegn Rómverjum stóðu. Víst er um það, að stjórnsemin á drjúgan þátt í uppgangi Þjóðverja og ótrúlegum afrekum þeirra nú. Löghlýðnir eru Þjóðverjar með afbrigðum. Heraginn og hlýðni liðsmanna er að minsta kosti á jafnháu stigi sem hjá Rómverjum. Og þótt komið hafi fyrir, að hermenn þýzkír hafi verið harðir við borgara landsins og sýnt þeim yflrgang, þá kveður langtum minna að misfellum á aga, eða að grimd í stað aga, en hjá Rómverjum. Nú er enn sem þá, að heraginn er höfuðstoð sigursældarinnar og nú er Þjóðverjum hennar þörf. 15. Að mannviti og kunnustu eru Þjóð- verjar engra manna eftirbátar. Að hagleik, hagsýni og kunnáttu í friði og 25 stríði má óhætt telja þá fremsta. Sýnir það sig í öllu nú í stríðinu. Ef tekið er upphaf stríðsins til samanburðar, þá getur enginn efast um að rétt sé, en siðan hafa hinar ó- friðarþjóðirnar lært mikið af — Þjóðverjum. Fróðleiksfýst og vísindi standa afarhátt og eru Þjóðverjar þar hvað fremstir jafningjanna (primi inter pares). Þarf eigi að telja dæmi þessa. Þó munu þýzkir skólar vera lang- beztir og almenningsmentun langbezt. Mun það koma þeim að góðu haldi nú í ófriðin- um. Hernaðarkunnátta þeirra er frábær og er þar eitt til merkis, að hjá bandamönnum þeirra eru alstaðar þýzkir hermenn til þess að koma skipulagi á herinn og kenna. Frumleikur í menning er mjög mikill. Þó þýða þeir allra þjóða mest af erlendum bók- mentum og nota þekking, hvaðan sem hún kemur. En þeir eru svo fastir við sitt, að slíkt eykur þekking þeirra án þess að erlent snið komi fyrir það á menning þeirra. Að þessu leyti standa þeir hinum fornu Róm- verjum langtum framar. 16. Þjóðverjar eru miklir drengskaparmenn og hin „þýzka trygð* er meira en orðin tóm. Þá þýzka einstaklinga, sem ég hef kynst, hef ég reynt að fastri trygð, og hún mun vera þjóðar einkenni. Þess vegna þykir mér 26 sorglegt, ef íslendingar hafa afrækt þýzka vini sína nú, er þeir eru i nauðum staddir. Mér dettur það í hug af því að mjög mikils metinn íslands vinur skrifaði mér nýlega, að nú ætti liann fáa vini á íslandi. „Sic transit gloria mundi", skrifar hann. Vér erum þó sannarlega eigi svo við riðnir þetta stríð, að vér getum eigi haldið trygð við vini vora, í hverju ófriðailandinu sem þeir eru. 17. Á þjóðrækni þeirra er nú enginn Ijóður. Þeir hafa jafnan lagt mikla ást og rækt við forfeður sína og fortíð. Þeir hafa haldið fast við siðu þeirra og háttu og má fullyrða að uppskafningsháttur þekkist þar nú ekki. Þeir leggja mikla rækt við tungu sina. Og á þessum uppgangstímum þjóðarinnar hef- ur hún þvegið af tungu sinni hávaðann af þeim útlendum slettum, sem á henni voru, alstaðar, meira að segja í öllum vísinda- greinum. Fórnfýsi þeirra og vígfús, starffús og sig- urfús ættjarðarást þeirra sýnir sig nú dag- lega og þarf eigi að minna á það. Þótt þeir hafi verið mjög svo sundraðir á umliðnum öldum, þá er samheldni þeirra nú ágæt. Hefur nú verk Bismarks fengið þá eld- Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Landið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.