Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.01.1906, Blaðsíða 3

Lögrétta - 10.01.1906, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA. / hundana, sem stóðu alt í kring með opnum kjöftum, svo að skein í tannaraðirnar, hvítar og skarpar. Jeg sá að risinn var i mynd míns kæra föðurlands og minnar eigin þjóðar. Og smánarinnar óþolandi kvöl skreið inn i sál mína eins og hrá- köld naðra, gagntók í mjer hverja taug — og jeg vaknaði. Frh. Reykjavík. Bæjarstjórnarkosning hærri gjald- enda fór hjer fram 4. þ. m. og nú í fyrsta sinn eftir nýju kosningarlögun- um. Sex fulltrúa skyldi kjósa og báðust þrír hinir fráfarandi undan endurkosningu, Þórhallur Bjarnarson lektor, Guðm. Björnsson læknir og Sitr. Thoroddsen kennari. Listarnir uiðu 8, en þó voru nöfnin á þeim ölium ekki nema 12, því sömu nöfn- in stóðu á mörgum af listunum og var aðeins röðinni breytt. Kosnir voru: Kristján Jónsson yfirdómarj (end- urk.), Magnús Blöndahl trjesmiður, Jón Þorláksson verkfræðingur. Ásg. Sigurðsson kaupmaður, Jón Magnús- son skrifstofustjóri (endurk.), og Þor- steinn Þoisteinsson útgerðarmaður í Bakkabúð. Á gamlárskvöld var veður hið besta og gengust nokkrir menn fyrir því, að margir komn saman við Austur- vöJl seint um kvöldið. Þegar klukk- an sló 12 gengu menn þaðan út að Ingólíshvoli, heimili ráðherrans, til þess að óska honum gleðilegs nýárs. Komu þau ráðherrann og frú hans fram svalirnar, en Jón rifstjóri Ólafs- son hafði orð fyrir mannsöfnuðinum. Ráðherrann svaraði og mælti fyrir minni íslands. Siðan voru sungin föðurlandskvæði: „Eldgamla ísafold" o. fl. Um 2000 manns munu hafa verið þarna saman komin. Dáin er hór í bænum síðastl. mið- vikudag Margrjet Árnadóttir, ekkja Jónasar organista Helgasonar, f. 18. okt. 1834. Jarðarförin fer fram á föstud. kemur. kl. ll1/^ árd. Alþýðufræðsla Stúdentafjelagsins. Alþýðufræöslunefnd Stúdentafjelags- ins í Reykjavík hefir nú, áður en fje- lagið sakir fjárskorts verður að hætta fræðslu pessari, falið mjer að halda nokkra fyrirlestra sjálfyalins efnis, og hefi jeg því hugsað mjer að halda ílokk fyrirlestra um 19 öldina. Fyrirlestrar pessir stefna aðallega að pví að lýsa heimspeki og vísindastarfi aldarinnar, siðfræði hennar og pjóð- fjelagshreyflngum, og mun jeg reyna að gera pá svo alpýðlega úr garði, sem mjer frekast er unt. En aðalinntak peirra verður á pessa leið: Inngangur. 1. Á gamlárskvðld 1800. Stjórnar- byltingin mikla og afleiðingar hennar: stjórnfrelsi pjóðanna. Stóriðnaður hefst. Afleiðingar hans: öryrgð og auður. Auð- valdið hinn nýi harðstjóri. Arfur 18. aldarinnar. 2. Aldahvörf i heimspekinni. Skynsemisrannsóknir Kants. Sið- fræði hans og trú. Hið skilyrðislausa skylduboð. Siðfræði Fichtes og starf hans. Hugspeki og raunspeki. Hugspekin. 3. Andinn hið dýpsta og æðsta í til- verunni. (Schelling, Hegel). 4. Tilfinningin hið dýpsta i tilver- unni. Trúartilfinningin (Schleierma- cher). 5. Viljinn og ástríðan alt í öllu. Svart- sýni Schopenhauers. 6. Trúar og siðarannsóknir Feuer- bachs. þjóðfjelagshreyfingar. 7. Baráttan milli auðvalds og ör- byrgðar, Jafnaðarkenningin. (Rob. Owen, Marx o. fl.) Raunspekin. 8. Forkólfar raunspekinnar: Feuer- bach á Þýskalandi, Comte á Frakk- landi, Mill, Spencer o. fl. á Englandi. Iðkun náttúruvísindanna. 9. Uppruni sólkerfisins. (Kant, La- place) og sannanirnar fyrir pvi. 10. Hringferð efnisins og efniskenn- ingin. (Molechott, Vogt o. fl.) 11. Lögmálið um hringferð og við- hald aflsins. (Rob. Mayer o. fl.) 21. Breytiþróunarkenningin. (Lam- arck, Darwin). Æfingin og starfið. Uppruni tegundanna. Baráttan fyrir lifinu. Sigur hins próttmesta og besta. 13. Nýustu rannsóknir. Aflið und- irrót alls. Efniskenninginhafin. X-geislar og radiið. Getgátur um uppruna lífs- ins. Erfðir o. fl. Siðfræðin. 14. Velferðarkenningin (Mill o. fl.). Hin lífræna siðfræði Guyau’s. Kenn- ing Nietzsches um ofurmennið og vilj- ann til valda. Kenning Tolstoys um kærleikann og pegjandi mótspyrnu smælingjanna. Niðurlag. 15. Eptirmæli 19. aldarinnar. Ein- kunnir hennar: Vísindi, iðnaður og verklegar framfarir. Vaxandi samgöng- ur og samvinna meðal pjóðanna. Sam- göngur á sjó og landi. Alsherjarpóst- samband. Ritsími og raddsími. Als- herjarfundir og heimssýningar. Blöð- in. Andlegar framfarir: kvenfrelsi. verkamannlögjöf, friðarhreyfingin. Öld- in sannnefnd framfaraöld. Fyrirlestrar pessir verða haldnir á mánudögum, kl. 88/* að kvöldi, í barna- skólahúsinu. Aðgöngumiðar að fyrirlestrunum fást í bókaverslun Sigf. Eymundssonar og kosta 1 kr. á pá alla. Fyrsti fyrirlesturinn verður mánud. 15. jan. Agúst Bjarnason. iw Margt af pví sem koma átti í i pessu blaði, hefur orðið að bíða vegna þrengsla. !OSTAR eru bestir í verslun / Cinars cRrnasonar. Samkvœmt fullnadarsamningi við bæjarstjórn Reykja- vikur er fresturinn til ad skrifa sig fgrir hlutum i Ije- laginu „Málmi” framlengdur lil 1. Mars 1906. Reykjavik 28. Desember 1905. Fyrir hönd sljórnar hlutafjelagsins »Málnwr«.. Sturía c7ónsson. ■V on/py, /Á> / ^ 1 INGÓLFSHVOLI Kf. hefur dvalt NÆGAll BIIiGDIlt af NÝJVIH, SMEKK- LEGim. GÓÐVM og ÓDVRVM VÚRVM. Th. Thorsteinsson. G'UNNAR EÍNARSSON, Kirkjustrœti 4. Reykjavík. VeÉunin lieir ætl vidaðar fiinir tjrir lágl verð! MATVÖRUR, NÝLENDUVÖRUR (Colonial). ÁLNAVÖRUR, KRAMVÖRUR (Manufactur). ALFA LAVAL SKILVINDUR, heimsins bestu. SEKEL-STROKKINN, nýuppfundna, eftirspurða, JÁRNVÖRUR hinar smærri ýmiskonar. LEIRVÖRUR ýmiskonar. GLYSVARNING o. fl. Vindlar (Cigarer). I slórsölu: Brjóstsykur (Drops). <|> G osdrykkir (Mineralvand). lnnleiidur iðnaAnr af' frcnistu tcgund. Ný verslun. JE5 ókaverslun Arinbj. Sveinbjarnarsonar Laugavrit 41. hefur til sölu úrval af ýmsum fræði- og skemtibókum, þar á meðal: Quo vadis? Saga frá timum Nerós, eftir H. Sienkiewicz. Alfred Dreyfus. Skáldsaga, byggð á sönnum viðburðum, höfundur Victor v. Falk. Upp við Fossa. Skáldsaga eftir Þorgils gjallanda. Týnda stúlkan. Skáldsaga eftir A. Streckfuss. Gestur Pálsson. Rit hans í bundnu og óbundnu máli I. Æfintýri og sögur eftir H. C. Andersen. Pyrnar, ljóðmæli eftir Þorstein Erlíngsson. Nokkur Kvæði eftir Þorst. Gíslason. Ljöðmæli eftir Byron. Axel eftir Tegnér. Hjer með leyfi jeg undirritaður mjer að tilkynna, að jeg hef nú byrjað verslun í húsinu nr. 1 við Austurstræti hjer í bænum, þar sem áður verslaði Gudiiiuiifliip kaupmaður Ködvarssou. beint á móti hótel íslandi, og leyfi jeg mjer virðingarfylst að vænta þess, að heiðraðir bæjarbúar og aðrir sýni mjer sömu velvild nú og framvegis sem jeg jafnan hef átt að fagna að undanförnu. Jeg hef þegar og mun jafnan hafa á boðstólum flestar nauösynja- vöpup, og vil jeg gera mjer far um að hafa þær sem bestar og ódýrastar. Reykjavik, 6. jan. 1906. Virðingarfylst Nic. Bjarnason. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.