Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 28.04.1906, Side 3

Lögrétta - 28.04.1906, Side 3
LÖGRj ETTA. 79 OLIVER TWIST, In heimsírœtía skjíldsiiízst eftir Charles IDicliens, kemur nú út í vandaðri íslenskri þýðingu. Saga þessi hefur verið gefin útáflest- um öðrum tungumálum og hvervetna verið vel tekið. Oliver Twist er jafn vel fallin til lest- urs fyrir fullorðna sem börn. Pað mun óhætt að fullyrða, að þeir, er lesið hafa sögu þessa, telja hana ágæta. Hún er þannig skrifuð, að hún hlýtur að glæða alt gott og göfugt hjá hverjum manni — ungum og gömlum — en vekja við- bjóð á ölluin smásálarskap og varinensku í hverri mynd sem er. Höfundurinn, Cliarles Dickens, er heimsfrægur og mesta uppáliald allra ment- aðra manna, sem liann þekkja. Hver sem vill eignast góða og spennandi skáld- sögu til að lesa, ætti að kaupa OLI'VER TWIST. Ekki kák kynbótum, einsognú mun víða eiga sjer stað, að undanskildu kynbótabúi Húnvetninga, sem mun vera á allgóðum vegi. Jeg veit vel, að það verður örðugt að koma siíkum búum á fót, ef byggja ætti eingöngu á fjárframlagi frá búnaðarfjelaginu, því að það fjelag hefur í mörg horn að líta og mun stjórn sú, sem nú ræður þar mestu, fremur líta horn- auga til hestanna okkar, en aftur á móti fremur haliasi að kúakynbótum, og má vera að hún hafi rjett fyrir sjer í því. Ef þvi slík bú ættu að geta komist á gang, sje jeg eigi annað vænna en að menn, sem málinu eru hlyntir og hafa trú á því, bindist samtökum og myndi hlutafjelag, því að einstakir menn munu naumlega vera svo efnum búnir að þeir geti það. Það or að vísu ekki til neins að ímynda sjer að slík bú mundu græða fje á fyrstu árunum, en jeg fyrir mitt leyti er í engum vafa um, að eftir nokkur ár yrðu búin arðberandi. svo að því leyti þurfa menn ekki að hræð- ast að leggja út í fyrirtækið. Að vísu verður vel að athuga fyr- irfram hvernig þesskonar bú eigi að rekast, og um fram alt þurfa hentugar jarðir undir slík bú, því eins og flestir vita, eru það ekki nema fáar jarðir, sem hafa þau skilyrði, að gott sje að ala upp hross á þeim. Sömu- leiðis þurfa stóðhrossin að hafa góða sumarhaga. og helst ættu þau að vera sem mest afskekt trá öðrum hrossum. Eins og jeg hef tekið fram hjer að framan, þurfa islensku hestarnir að stækka, því að það hefur mikla þýð- ingu fyrir góða sölu á þeim, bæði hjer á landi og í útlöndum. En þeir þurfa einnig að vera viljugir. Jeg veit að Englendingar hafa þá skoðun á ís- lensku hestunum, að þeir sjeu yfir- ieitt latir, og mun það vera rjett á- litið. Þegar íslensku hestarnir mæta góðri meðferð 1 útlöndum, verða þeir flestir latir og þunglamalegir, þótt ó- trúiegt megi það virðast; þeir hlaupa fljótt í spik, og verður þeim þvi erfitt um hlaup. Eftir þvi hlýtur islenska hrossakynið að vera latt að náttúrufari. Hvað á að gera tii þess að kynið stækki, og um leið verði viijugra? Lögin heimila ekki að flytja inn í landið kynbótahesta, og Magnús dýra- læknir heldur þvi íram, eftir þvi sem jeg frekast veit, að slíkar kynbætur mundu hafa liila þýðingu, þareð kynið mundi innan skams komast í sama ástand og það er nú; tel jeg engan eía á þvi að hann hafi rjett í þessu. Þá liggur því ekki annað fyrir en að gera sjer gott af því sem til er í landinu, og velja til kynbóta störar, fallegar og viljugar merar, og þá að sjáfsögðu kynbótafolana. eins, halda svo þessum skepnum frá þeim lakari, eða að minsta kosti folunum, og sjá svo, hvort við þurfum lengi að biða þar til við fáum hesta, sem við get- um verið „stoitir" af, og sem við getum fengið hátt verð fyrir bæði ut- anlands og irtnan. Alþingi hefði fyrir löngu átt að vera búið að semja lög um útflutn- ing á hrossum; hanna að flytja út annað en falleg hross. Þá værum við lengra á veg komnir í hrossarækt- inni, en við nú erum. Jeg hef nokkurra ára reynslu fyrir mjer á sölu á íslenskum hestum, og hef jeg þráfaldlega rekið mig á, að litlir hestar seljast afarilla á Engl. og Skotl.; seijast fyrir 50 — 60 kr. st. Af þessu má sjá hvað hefst upp úr þvílíkri sölu, þegar búið er að draga frá alian kostnað, sem naumast getur orðið minni en 35 kr. á hvern hest. Á Englandi eru aldir upp smáir hestar; í þeim er meira fjör en ís- lensku hestunum, og að sumu leyti eru þeir fallegri. Meðalverð á þeim er 360 kr. En með skynsamlegri með- ferð og auknum kynbótum á okkar hestum, efast jeg ekki um, að innan skams mundi verða hægt að selja okkar hesta fyrir svipað verð, og þá fyrst væri hrossasalan komin í það horf sem hún fyrir iöngu hefði átt að vera komin í. Jeg tók það fram hjer að framan, að tvö kynbótafjelög ættu að mynd- ast. Annað er þegar komið á stofn í Húnavatnssýslu; það bú hefur aðal- lega fyrir markmið sitt að ala upp stóra og sterka áburðar- og vagnhesta. Sunnlendingar ættu nú að sýna rögg af sjer og koma á fót kynbóta- búi fyrir reiðhesta og hina svokölluðu „ljettvagna-hesta“. Reiðhestar, sem það bú framleiddi, mundu seljast hjer á landi, en hinir í útlöndum. Góðhesta-kynið er að deyja út; því að eftir fornsögum vorum að dæma, hafa forfeður okkar átt fallega og fjðr- mikla hesta. Með vaxandi siðmenningu og aukn- um framförum megum við því ómögu- lega gera okkur það til minkunar að láta hestakynið komast í meiri niður- lægingu en það nú þegar er komið. ísland erlendis. Frá Khöfn er ski'ifað: „Kjöbenhavn “ hefur flutt ýmsar greinar eftir skáldið Hermann Bang, sem hvetur Dani til að sinna meir atvinnuvegum íslands en áður, eink- um reyna að leggja fje í fiskiveiða- fyrirtæki og annað, er gæti orðið til gróða fýrir Dani ekki síður en ís- lendinga sjálfa. Ýmsir hafa svarað greinum Bangs, próf. E. Ehlers meðal annars. — Segir hann þá sögu, að fyrir nokkrum árumvar íslenskur kaup- maður að reyna að koma á stofn hvalveiðafjelagi og vildi fá danska auðmenn til að styðja fyrirtækið. En hann var alstaðar spurður að. hvort hann hefði talað við Tietgen og vildi enginn eiga neitt við fyrirtækið fyr en afstaða hans frjettist. — Kaupmaður fór þá til Tietgens, en fjekk það svar: „Við ísland er ekkert hægt að gera“ („Med Island er der intet at stilleop"). Og ekkert, varð svo úr fyrirtækinu". Rorkell Porkelsson cand. mag. í Khöfn ætlar að fara hjer um land í sumar til þess að leita að „radíum". Magnús Magnússon B. A., sem lengi dvaldi hjer í Rvík, en nú er kennari í Ameríku, er nýlega trúlof- aður frk. Ásthildi Grímsdóttur frá ísa- firði. Pingmannaboðið. Dönsk blöð segja, að Heiðafjelagið jótska ætli að bjóða alþingismönnum í sumar yfir til Jótlands til þess að skoða þar heiðaræktina. Útlendar frjettir. Finnland. Þess var getið í blöðum hjer í vetur, að almennur kosningarjettur væri lög leiddur a Finnlandi. Lagafrumv. með þessum ákvæðum, ásamt breytingu á skipun þingsins, náði þar samþykki öldungaráðsins og var eftir því kosning- arjetturinn bundinn við 24 ára aldur. Þingið, sem er stjettaþing Í4deildum og til hverrar um sig sjerstaklega kosið af aðli, klerkum, borgurum og jarð- vigandi bændum, átti eftir frumv. að verða ein málstofa. En lagafrumv. hefur enn ekki fengið staðfesting Rússakeis- ara. Finnar hafa í vetur verið eins og á nálum, hafa óttast, að ef byltingin yrði niður bæld heima í Rússlandi, þá yrðu öll þau rjettindi, sem þeir náðu á ný í haust, aftur af þeim tekin. Þeir bíða enn í óvissu. Fólksflutningar þaðan til Ameríku eru nú byrjaðir á ný í stórhópum. 23. f. m. urðu þar landstjóraskifti, Gerard kallaður heim, en sá heitir Sarubajev sem við tekur. Alm. ellistyrkur í Englandi. 17. f. m. var samþ. i enska þing- inu ályktun um að skora á stjórnina að koma fram með frumv. um al- mennan ellistyrk. Asquit, fjármálaráð herra tók áskoruninni vel og sagði, að stjórnin hefði áhuga a að koma þessu máli fram. liíkasti inaður heimsins, Rockefeller, kvað vera orðinn geðveik- ur. Hann hvarf í vetur og vissu menn lengi ekki, hvað af honum hefði orðið. Nú er það komið upp, að hann situr á höfðingjasetri sínu, Likewood í New Jersey, og hefur þar um sig varðlið, eins og í kastala, vopnum búið. Ljós- sveifluverkfæri hefur hann látið setja þar upp, svo að hann getur sjeð alt í kring, þó dimt sje af nótt. Courrieres-námaslysið. Nemy og Pruvost heita tveir menn af 13 manna hópnum, sem frelsaðist upp úr námunum. Er þeim einkum þakkað það, að hópurinn bjargaðist, og hafa báðir verið gerðir riddarar heiðursfylkingarinnar frönsku. Hópur- inn hafði verið 20 daga byrgður niðri. — Berton heitir sá sem einn fanst síðar og hafði verið niðri 24 daga. Hjelt hann að það væru ekki nema 8 dagar; hafði sofið lengi framan af. Það er sagt, að rekstur þessara náma hafi verið mjög arðberandi fyr- irtæki, árságóði um 6 mill. kr. — Dag laun verkamannanna hafa verið kr. 4,50, en verkfallsmenn heimta þau hækkuð um 10°/o. Yerkfallið helst enn. Loftsk. frá 25. og 26. þ. m. segja bardaga hafa orðið milli verkfalls- manna og herliðsins. San-Franciscó. Loftsk. frá 24. þ. m. segir, að nú hafi til fulluustu tekist að ráða við eldinn. Byrjað var að reisa ný hús á rústum hinna brunnu strax á mánu- daginn var, meðan eldurinn geysaði sem óðast á öðrum stöðum í borg- inni. Yistaskortur sagður i bygðum umhverfis borgina, vegna hins mikla fólksfjölda, er þaðan hefir streymt. Samskotin ganga mjög vel. í New- York kom inn á laugardaginn var 1 millj. dl. Yatnsleiðsla boigarinnar er nú komin í lag og póstflutningum borgið. Sem dæmi um aðfarirnar áður en herliðið náði tökum á borg- inni, er það sagt, að skornir voru jafnvel fingur af kvenmönnum til þess a,ð ná af þeim hringunum. Frá fjallatindum til fískimiða. „Grettir44 heitir fjelag nýstofnað á Akureyri og er markmið þess að efla þjóðlegar íþróttir, einkum glímur. Sýslubókasafti Suður-Þingeyinga, sem er nýlega stofnað, a nú 800 bindi, þar af 500 útlend. 150 kr. eru í ár lagðar fram til þess af sýslusjóði móts við landsjóðsstyrkinn. Lestrargjald er 1 kr. um árið. Kaupfjelag Skagiirðinga setur á fót söludeild nú í vor. Sjúkrahús er nú bráðum upp komið á Sauðárkróki. Yar samþ. á nýaf- stöðnum sýslufundi Skagfirðinga, að taka til þess 3000 kr. lán og tekur sýslufjel. húsið að sjer til eignar og reksturs. I stjórn sjúkrahússins voru kosnir: P. V. Bjarnason sýslum., Sig. Pálsson læknir og St. Jónsson versl- unarstj. Rætt er um að koma upp sjúkrahúsi á Blönduósi. Hafís við Vesturland segja skip, sem nú eru nýkomin þaðan. „Skál- holt“ hafði tafist eitthvað h'ans vegna, en þó komist norður um. Úr Grímsnesi kom hjer maður um miðja vikuna, sagði þar enn hvítt af fönn og mjög jarðlítið, en heyleysi alment. Stórt slys enn. Rjett í því, að byrjað er að prenta blaðið, kemur sú fregn, að í fyrri nótt hafi farist á leið suður í Leiru mótorbátur Gunnars Gunnarssonar kaupm. hjer og á hon- um tveir menn, Guðm. Einarsson út- vegsbóndi i Nesi og annar maður, Ólafur að nafni. en tveir björguðust. Fregnin er ekki komin greinilegri enn. Stórviðrið 7. apr. náði til Vest- fjarða; á isafirði sleit upp fjögur skip og rak í land, en ekki brotnuðu þau nje skemdust að neinum n un. A Súgandafirði sleit upp skipið „Garðar", eign Á. Ásg. versl., rak í land og brotnaði í spón, en menn björguðust. Annnð skip þar á höfn- inni, „Hekla“, eign sömu versl., varð að höggva siglutrjeð. Trjesmíðayerkstofu, sem rekin er hreifivjel, með 8 h. kr., hefur Ragúel Bjarnason sett á stofn á ísafirði. Prófastar. Sjera Olafur Olafsson í Hjarðarholti er skipaður prófastur í Dalaprófastsdæmi; hafði áður verið settur prófastur þar. Sr. Páll Ólafs- son í Yatnsfirði er skipaður prófastur í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi í stað sr. Þorvaldar Jónssonar á ísafirði, er fengið hefur lausn frá prófastsembætt- inu frá miðjum n. m. Konsúll. Einar verslunarstjóri Hall- grímsson á Seyðisfirði er orðinn bretsk- ur visikonsúll þar. Reykjavik. Gift voru hjer síðastl. laugardag Ben. kaupm. Þórarinsson og frk. Hans- íná Eiríksdóttir frá Karlsskála i Reyð- arfirði. Trúlofuð eru Hörring, danskur fuglafræðingur, og frk. Þórunn S. Kristjánsdóttir yfirdómara. Yeðrið hefur verið gott undanfarna viku, þar til á flmtudagskvöld; þá gekk í norðanrosa og hjelst hann í allan gærdag. Tvö skip sleit upp hjer á höfn- inni, danskt seglskip, „Yrsa“ frá Tro- ense, og franskt fiskiskip, „Henriette“ frá Paimpol. „Yrsa“ kom hingað með kol til verslunar Björns Guð- mundssonar; það er fallegt skip, sagt að eins fjögra ára gamalt. Það rak hjer upp i klettana utan í Arnarhól, en hugsanlegt að það náist út aftur og megi gera við það. Franska skip- ið rak upp á bryggju „Völundar* í Skuggahverfinu og braut framan af henni. Það rær nú á klöpp þarrjett austan við, og engin líkindi til að það náist út aftur. Bæði skipin rak upp nál. kl. 12 í fyrri nótt. Menn voru í engri hættu. Gullið. Stjórn fjelagsins „ Málms“ hefur, eins og kunnugt er orðið, gert tilraunir til þess að semja við enskt fjelag um að gera prófboranir í landi Reykjavíkur, til að ransaka hverjir málmar finnist þar í jörðu. Samn- ingar munu samt eigi komnir á enn. Hvort útsjeð sje um það, að samningar komist á við enskt fje- lag um prófborunina, um það er eigi hægt. að segja. með fullri vissu, enda eigi ráðið til fulls, hvernig stjórn „Málms* snýr sjer í málinu. Hitt er óhætt að fullyrða, að prófboranir geta eigi byrjað hjer fyr en i júlí eða júní i sumar. „Iðunn“. Hlutafjel. „Iðunn" hjelt aðalfund 25. þ. m. Fundarstj. var Sighv. Bjarnason bankastj., en ritari K. Zimsen ingen. Ágóði á árinu hafði orðið kr. 8.300.00. Bókfært verð verksmiðjunnar er kr. 99584,53, starfsfjel. kr. 45201,19, en skuldir fjel. kr. 103,820,49.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.