Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.08.1906, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.08.1906, Blaðsíða 2
146 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum Mið- ▼ikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10V*—11 árd. og kl. 3—4 siðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arin- björn Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. og er þetta gleðilegur fyrirboði góðs samkomulags á komandi dögum. Með þessum orðum býð jegyður|velkomna“. í nafni ríkisþingsins bauð A. Thom- sen, formaður þjóðþingsins, alþingis- menn velkomna, en forseti sameinaðs þings, sjera Eiríkur Briem, svaraði svo : „Það vakti mikla gleði á íslandi, er það varð þar kunnugt, að hans hátign konungurinn hafði, ásamt rík- isstjórn og ríkisþingi, boðið alþingi íslendinga til heimsóknar í Danmörk. Menn litu á það eins og heiður fyrir ísland, er eigi væri áður dæmi til í sögu landsins, og töldu hjer einnig gott tækifæri, bæði fyrir Dani og ís- lendinga, til nánari viðkynningar, er gæti orðið þýðingarmikil á komandi tíma. En einkum erum vjer alþing- ismenn þakklátir fyrir þann heiður, sem oss er sýndur, og fyrir alþingis hönd flyt jeg innilegt þakklæti fyrir þetta heiðrandi heimboð og hinar hjartanlegu og hátíðlegu viðtökur, sem oss eru hjer veittar. Jeg bið guð al- máttugan að blessa yðar hátign, yð- ar konunglegu ætt, ríkisstjórn Dan- merkur og ríkisþing og alt ríki yðar hátignar". Þegar forseti sam. þings hafði lok- ið máli sínu stóðu allir sem við voru upp. Þá var sunginn fyrri flokkur af hátíðaljóðunum, er ort hafði L. C. Nielsen skáld, en Ottó Malling pró- fessor samið lög við. Þau byrja svo: „Hil Jer, Frænder fra Frihedens 0. Tingmænd, til hvem vi vil tale“. Síðasta kvæðið í fyrsta flokkinum var sungið sóló af hr. H. Nissen. Þetta er seinasta erindið: „Og Saga födtes af Frasagn, og Digt af daadfuld Dyst. Sang bares vidt paa Bölgens Vej fra Islands barske Kyst“. Þá stje Edw. Holm prófessor í ræðu- stólinn og flutti langa ræðu um sögu íslands frá fornöld og til þessa dags, og gat um, hvern þátt það ætti í menningu Norðurlanda. Ræðuna þökk- uðu menn með því að standa upp. Þá var sunginn siðari hluti hátíða- ljóðanna og var svo samkomunni á háskólanum lokið kl. 121/4. Alþingismenn voru síðan boðnir til morgunverðar í Tívólí. Síðan skoð- uðu þeirhið fræga myndasafn „Glypo- theket“, og tóku þau C. Jacobsen og frú hans þar á móti þeim. Síðan skoðuðu þeir norræna safnið, „Old- nordisk Museum", og loks ráðhúsið nýja. Þessu var lokið kl. 5. En kl. 8 um kvöldið áttu þeir að koma til veislu ásamt ríkisþingsmönnum í ríkisþingsgarðinum. Borðhaldið fór fram í landsþings- salnum og var hann fagurlega skreytt- ur. Auk ríkisþingsmanna og alþing- ismanna voru margir boðnir til þess- arar veislu, og fór hún mjög vel fram. Eftir máltíðina drukku mennkaffiúti í garðinum, og þar voru ræðurnar haldnar. Fyrstur tók til máls Bluhme kom- mandör og bauð gestina velkomna. Hann er 72 áragamall, en þó vel ern. Kvaðst hann vænta, að viðkynning þingmannanna hefði góðar afleiðing- ar bæði fyrir ísland og Danmörku. Síðan stje Georg Brandes í ræðustól- inn og var tekið á móti honum með handaklappi. Hjelt hann langa og snjalla ræðu fyrir íslandi. Næstur honum stje Holgeir Drach- mann í ræðustólinn og las upp kvæði um ísland. Kvaðst hann hafa hrip- að það í flýti, eins og sinn væri vani, en mjög jók það á fögnuðinn og segja dönsku blöðin, að alþingismönnum hafi sýnilega þótt mjög vænt um kvæðið. Enn talaði þarna Trolle sjóliðsfor- ingi. Og loks þakkaði Hannes ráð- herra Hafstein fyrir þingsins hönd og mælti: „Fyrir hönd alþingis flyt jeg til bráðabyrgða hinni dönsku stjórn og ríkisþinginu þökk fyrir boðið. Það var góð hugmynd, að veita okkur tækifæri til þess að kynnast dönskum stjórnmálamönnum. Óánægj- an milli íslendinga og Dana stafar frá báðum, en orsök hennar er misskiln- ingur báðumegin, af því að við höf- um þekst of lítið. íslendingar höfðu lengi þau ein kynni af Dönum, er þeir fengu af gróðagjörnum kaupmönnum og ströngum valdsmönnum, og Dan- mörk hefur aðeins þekt ísland af af- spurn. ísland hefur lifað í endur- minningunni um frelsi og sjálfstæði, og tilfinningin fyrir því lifir þar enn. ísland metur sjálfstæði sitt mest af öllu. Þetta er sú tilfinning sem rót- grónust er hjá íslendingum. Sam- fundimir nú gefa okkur hvorum um sig tækifæri til að kynnast öðrum. Og það er mjög heppilegt, að uppá- stungan, um að þessir samfundir ættu sjer stað, er frá konunginum sjálfum. Að skilja er skilyrði fyrir rjettlátum dómi. Jeg endurtek þökkina til kon- ungsins, ríkisstjórnar og ríkisþings, og óska, að Danmörk eigi fyrir hönd- um farsæla framtíð. Jeg bið þá ís- lendinga, sem hjer eru við, að hrópa nífalt húrra fyrir Danmörku". í Fredensborgar-sloti. Þangað var bæði alþingi og rík- isþingi boðið af konungi til morg- unverðar 20. júlí, annan daginn sem alþingismenn dvöldu í Khöfn. Slot- ið er úti á Sjálandi og kom þangað fjöldi manna frá Khöfn auk gestanna. Viðtökurnar voru viðhafnarmiklar, er fyrst var tekið þar á móti konungi og drotningu og síðan gestunum. í veislunni hjelt konungur svohljóðandi ræðu: »Með ríkri meðvitund um hátíð- leik þessa dags og þessarar stundar, og um þýðingu hennar fyrir mig og oss alla, býð jeg yður alla í nafni konu minnar og sjálfs mín hjartan- lega velkomna til Fredensborgar, þess staðar sem geymir svo margar kærar endurminningar okkar, og við þær minningar bætist nú ein ný og ógleymanleg — minningin um, að hjer veitist konungi Danmerkur í fyrsta sinn sú gleði, að eiga fund með báðum löggjafarþingum ríkisins. Fyrir oss er þetta merkileg stund. Vjer óskum af öllu hjarta, að þetta mætti verða upphaf farsællar fram- tíðar landanna, þjóðunum til þrifa og þar með til styrktar öllu hinu danska ríki. Vjer snúum oss þá fyrst til al- þingismanna og bjóðum þá um leið velkomna vor á meðal. Þeir hafa vingjarnlega þegíð boð vort og eru hingað komnir um langan veg, þótt þeir til þess hafi þurft að eyða miklum hluta hins stutta sumars ættlands síns. En því meir fögnum vjer komu þeirra og fyrir hana flytjum vjer þeim hlýja og innilega þökk, en viljum jafn- framt nota tækifærið til þess að þakka þeim persónulega kveðju þá er þeir sendu oss undir eins eptir konungaskiftin og íslandsráðherra vor flutti oss. Þetta hvorttveggja þýðum vjer svo, sem íslendingar óski að sýna oss sömu hollustu og vorum heittelskaða föður, og hefur þetta auðvitað fylt hjarta vort gleði. Vjer gefum yður hjer með vort konunglega heitorð um, að þjer skul- uð ætíð finna eyra vort opið fyrir öllu því er snertir gagn íslands og framfarir þess. Vjer óskum landi voru Islandi hamingjusamrar framtíðar. Vjer rjett- um alþingi hönd vora til samvinnu að þessu marki, og jafnframt bjóðum vjer yður velkomna". Síðan sneri konungur ræðu sinni til ríkisþingsmanna. Magnús landshöfðingi Stephensen þakkaði ræðu konungs fyrir alþing- ismanna hönd, og síðan talaði kon- ungur aftur og bað þá bera Islandi kæra kveðju sína. Á Garði. Þangað var alþingismönnum boð- ið 20. f. m. kl. 6 síðd. Var þar tekið á móti þeim undir lindi- trjenu í miðjum garðinum og hjelt varaprófasturinn þar ræðu og kvað Garð fremur öllu öðru hafa verið sambandslið milli íslands og Dan- merkur. Guðlaugur Guðmundsson bæjarfógeti þakkaði og mælti fyrir minni Garðs. Það eru nú 24 ár síðan hann átti þar heima. Ræða G. Brandesar til alþingisnianna 19 júlí. Þegar uppástunguiraðurinn að boði þingmanna Norðurlanda til Parísar, fyrir tveimur árum, hreyfði hugmynd- inni við nifkkra af kunningjum sín- um, sagði einhver: „Það má ekki ganga fram hjá alþingi íslendinga“. „Jeg vissi ekki að ísland ætti sjer- stakt þing“, svaraði hann; „en þjer getið boðið alþingi í okkar nafni“. Svo var skrifað um þetta til merkra íslendinga, en brjefln komu of seint fram. Það sýndi sig, að ekki var hægt að koma boðinu til alþingis- manna í tæka tíð, og þar að auki var álitið, að fæstir þeirra væru svo vel heima í franskri tungu, að förin gæti orðið að tilætluðum notum. I dag eru alþingismennirnir hjer í Khöfn. Og hjer er málið, sem betur fer, til engrar hindrunar. Það er okk- ur heiður, að sjá á danskri grund þjóðfulltrúa frá þingi, sem bæði að aldri og frjálslyndi er jafnæruverðugt og þetta. Khöfn er ekki jafnoki París- ar, og það, sem við getum boðið al- þingismönnunum, er lítið í sáman- burði við alla þá viðhöfn og gestrisni, sem þar var í frammi höfð. En það sem Danmörk getur boð- ið, það verður boðið. Það er ekki hætt við, að alþingi verði boðið það næst besta, eins og Agli Skallagríms- syni hjá bóndanum í Vermlandi. Þið kannist við, hve reiður hann varð, þegar hann komst að því, að honum hafði verið borið hið næst besta munn- gát, og hve rækilega hann hefndi sín. Jeg veit, að gestir okkar taka ekki til þess, þótt jeg minnist á veiting- arnar. Menn hafa alt af skilið það á Islandi, að hið andlega og líkarnlega er óaðskiljanlegt. Það vissu íslend- ingar þegar árið 1000, er þeir í ein- um og sömu lögunum leiddu inn kristindóminn og leyfðu hrossakjötsát. Jeg er einn meðal hinna mörgu, sem gleðjast yfir heimboðinu og því, að það var þegið. Gestir okkar vita, hve ákaft jeg hef þráð gott samkomu- lag milli Danmerkur og íslands. Ef til vill munið þið, að jeg kallaði stúd- entaförina til ísland ástarjátningu frá Danmörku. Og jeg hef tekið þátt í stjórnmála-óþolinmæði ykkar. Jeg sagði ykkur einu sinni, að úr- val danskra æskumanna hefði aldrei gleymt, hvað dönsk menning á að þakka íslandi og íslendingum, — hinni karlmannlegustu list norrænna bók- menta. Jeg kallaði menning íslands aðals- brjef okkar meðal Evrópuþjóðanna, og fyrir sex árum sagði jeg við unga íslendinga: Ef þið viljið gera Dan- mörku vinsæla á íslandi, þá tökum við að okkur að gera ísland vinsælt í Danmörku. Jeg lofaði íslendinga fyrir þráann, sem eigi hjaðnar fremur en jökullinn á fjöllum þeirra, og fyrir ástríðurnar, sem eigi kólna fremur en heitu hverirnir á landi þeirra. Og þrautseigja íslendinga hefur sigr- að. Grundvöllurinn er lagður til var- anlegs góðs samkomulags milli þjóð- anna. ísland hefur meðal annars fengið sjerstakan ráðgjafa og svo mikið sjálf- stæði, að þótt hinir ráðgjafarnir viki, þá siturhann kyr, meðan alþingi vill svo vera láta. Innbyrðis þrætumál okkar í milli snerta hann ekki. Hann situr eftir sem áður, hver flokkur sem völdin fær hjer. Af þessu má draga líkingu: Gagn- vart alþingi íslendinga og hinni ísl. þjóð er hjá okkur engin flokkaskift- ing til.. . . Reyni jeg að skilja íslendinga, þá verða fyrir mjer hjá þeim þessi að- aleinkenni, alt frá fornöld: fyrst frels- isþráin, sem var orsökin til bygging- ar íslands, óbeitin á því að hlýða, sem er gersamlega gagnstæð undir- gefnisnáttúru einstöku annara þjóða; þar næst hin viðkvæma sómatilfinn- ing, er áður leiddi til blóðhefnda, en síðar til blaðadeila; þá hin sterka rjettlætistilfinning, sem lýsti sjer í nákvæmu rjettarfari og flóknum laga- kerfum. Þessi rjettlætistilfinnig er jafnvel á háu stigi hjá hinum harð- henta vikingi, Agli; hann fellir dóm- inn yfir Steinari með rjettlætisins strangleik. En eins og sómatilfinningin getur vanskapast í hefnigirni, svo getur rjettlætistilfinningin orðið að þras- girni og formstirfni. Fletti menn upp í einhverri af forn- sögunum, þá hljóta menn að undr- ast hina megnu mótsetning milli hins einfalda, ljósa sagnastíls og hinumeg- in formstirfninnar i dulk veðnu, torskildu vísunum, sem fljettað er inn í sögurnar. Hjá mönnunum, sem hinar gömlu sögur lýsa, kemur fyrir álíka mót- setning, sem sje milli vígamannsins, sem er íþróttamaður, djarfur í skapi og lætur stjórnast af hinni einföldu hugsun: heiður og hefnd, — og svo lögvitringsins, sem er athugull og orðslægur formstirfingur. Sögurnar eru mestmegnis um þetta tvent: víga- ferli og rjettarrekstur, og þetta er ó- aðskiljanlegt, því fyrir sjerhvert víg og ofbeldisverk verða að koma lögá- kveðnar bætur. Hjer stendur, eins og hjá Grikkj- um, hinn ráðagóði Ódysseivur and- spænis hinum djarfa Akkillesi. Mun- urinn er að eins sá, að Ódysseivur Grikkja er eðlilegum gáfum gæddur, en hinn islenski Ódysseivur úttroðinn með tómri lögkænsku. íslendingum hefur jafnvel tekist að gera þessa lög* speki háskáldlega. Með allri sinni hógværð og djúpa hyggjuviti er Njáll flestum herjandi hetjum skáldlegri. Lögstirínin þróast á íslandi jafn- hliða dirfskunni. Þetta er arfur frá norskum forfeðrum. Þegar hægt er að lita á tvo vegu á eitt og sama mál, frá mannlegu sjónarmiði og frá. lagalegu sjónarmiði, þá hafa þessir stoltu eybyggjar án efa mikla freist- ingu til að velja hið siðara.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.