Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.08.1906, Blaðsíða 1

Lögrétta - 29.08.1906, Blaðsíða 1
LOGRJETTA Ritstjóri: RORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17. M 42. Reykjavík 39. ágúst 1906. I. árg. HAFNARSTR' 17-18 19 20 21-22 • KOLAS 1-2- LÆKJART-1-7 • REYKJAVIK * Ljós og hiti! STANDARD-WHITE: hvað er það ? Það er einhver sú besta stemolíuteg'iind, sem til er á heimsmarkaðinum. Nægar birgðir af henm í VERSLUNINN1 EDINBORG í Reykjavík. Verðið er 21 kF. tunnan heim flutt. Sama verslun hefur einnig nægar birgðir af hinum ágætu OFNKOLUH, sem kosta heim flutt kr. 3,30 pr. skippund. Vefnaðarvöruðeilðiit er á öllu neðra loftinu í Hafnarstrœti 20, (stofnhúsinn). Þar fæst öll álnavara, sem nöfnum tjáir að nefna, svo sem: Klæði, Cheviot. Silki. Kjólatu. Flauel. Plyds. Flonel. Ljereft. Tvisttau. Sirts. Lasting. Shirting. Gardínutau. Möbeltau. Teppadreglar. Vaxdúk- ur. Linoleum. Flaggdúkur o. s. frv. Alt smávegis, svo sem: Tölur. Nálar. Prjónar. Tvinni. Garn. Bönd. Leggingar. Teygjubönd o. s. frv. Borðdúkar. Servíettur. Hand- klæði. Borðteppi. Rúmteppi. Gólf- teppi. Sjöl. Klútar. Slifsi. Slör. JFlögg. Fánar. Saumavjelar o. s. frv. Nýjar vörur með hverri ferð. Tlmsens Magasín. ynþjðða-kvennafunður í Kaupmannahöfn. Kvenfrelsishreifingin á, einsogkunn- ugt er, rót sína að rekja til Ameríku, og er að nokkru leyti beint áframhald af baráttu þeirti fyrir þrælafrelsi, er ameríkskar konur hófu á fyrri hluta 19. aldar og leiddi til þrælastríðsins, svo nefnda, er lyktaði með fullu frelsi þrælanna og afnámi þrælasölunnar í Ameríku,- Þegar þrælafrelsið var fengið, fóru konurnar að líta í sinn eiginn barm, og var það, ef til vill í fyrstu, karl- mönnunum að þakka. Þeir höfðu sem sje á fundi, er haldinn var í Lundúnum, til að ræða um þræla- niálið, neitað helstu forvígiskonu þess, fiú Blisabetu Stannton, ekki einungis 'um málfrelsi á fundinum, heldur og um sœti í fundarsalnum, þrátt fyrir það, að hún var komin alla leið frá Ameríku til að tala máli þrælanna.— Það var þó ekki fyr en Susan B. Anthony (fædd 1820) kom til sög- unnar, að veruieg samtök komust á til að bæta hag kvenna. Foreldrar hennar voru kvekarar, og meðal þeirra njóta konur fullkomins jafnrjettis við karlmenn. Þurfti hún því ekki að hefja baráttu sjálfrar sín vegna, en því aðdáanlegra er það, að hún varði allri æfi sinni til að berjast fyrir rjett- indum stallsystra sinna, og ljet aldrei hugfallast, þrátt fyrir alskonar mót- spyrnu, fyrirlitningu, háð og aðhlátur, sem hún hvarvetna mætti í fyrstu. Hugrekki hennar var óbilandi, mál- snild hennar og fyndni ótæmandi og trú hennar á málefninu örugg. Að lokum yfirvann hún því alla mótstöðu, og síðustu ár æfi hennar var henni fagnað eins og drotningu, hvar sem hún kom. Og þegar hún dó, í marsm. 1906, var hennar saknað um allan hinn mentaða heim, og 10,000 mans, — karlar eigi síður en konur, — gerðu sjer ferð til kistu hennar, til þess að sjá hina höfðinglegu og göfugmann- legu ásjónu hennar í síðasta sinn. Susan B. Anthony var einn hinn fyrsti forvígismaður bindindishreifing- arinnar og stofnaði hið fyrsta bind- indisfjelag meðal kvenna í Ameríku. Hún fjekk því til leiðar komið, að konur í Ameríku fengu aðgang að flestum sömu atvinnugreinum og karl- ar, að giftar konur máttu bera vitni fyrir rjetti, semja erfðaskrár, ráða fyrir því sem þær sjálfar unnu sjer inn, og hafa jafnan rjett yfir börnunum og bændur þeirra. Kosningarjettur kvenna var aðalmálið á stefnuskrá hennar, en ekki auðnaðist henni að lifa það, að sjá konur öðlast hann, nema i ein- stöku ríkjum í Vesturálfunni. Frá Ameríku barst kvenfrelsishreif ingin út um alla Evrópu og yrði oi langt mál hjer að segja frá framþróun hreifingarinnar í hverju landi fyrir sig. En alstaðar voru mynduð fjelög til að berjast fyrir jafnrjetti við karla. Hefur þeim víða orðið allmikið ágengt, einkum í mentamálum. Smámsaman varð konum það fullljóst, að pólitiskt jafnrjetti karla og kvenna væri það takmark, er bæri að stefna að; þegar því væri náð, mundi alt annað koma afsjálfusjer. Var þá kosningarjetturinn víðasthvar settur á dagskrá, og 1902 áttu konur frá flestum löndum fund með sjer í Washington, til að ræða um, hvað gera skyldi til að hrinda þessu velferðarmali afram. Á þeim fundi var stofnað alþjóðlegt kosninga- rjettarfjelag lcvenna (International Woman Suffrage Alliance). Hjeltsvo þetta fjelag fyrsta fund sinn í Berlín 1904 og annan fundinn hjer í Kaup- mannahöfn frá 6.— II. þ. m. Arftökukona Susan B. Anthony í baráttunni fyrir kvenfrelsi heitir Mrs. Carrie Chapman Catt, frá New York. Hún er háskólagengin og mjög kunn í Ameríku, sent ræðusnillingur og rit- höfundur. Hún er frið sýr.um og hin prúðasta í allri framkomu, svo að eigi getur kvenlegri konu. Það er hennar dugnaði og stjórnsemi að þakka, að „hið alþjóðlega kosninga- rjettarfjelag kvenna" komst á fót. Hefur hún stjórnað því svo vel, að jafnvel mótstöðumenn als kvenfrels- is hafa lokið hinu mesta lofi á. Á þessum ný-afstaðna fundi voru samankomnar undir 100 konur frá flestum löndum Norðurálfunnar og frá Ameríku og Ástralíu. Flestar voru erindrekar alþjóða-kosningarjettartje- lagsins, en auk þess voru erind- rekar frá öðru alþjóðlegu kventjelagi, „The International Council of Wo- men“, er starfar samhliða hinu fje- laginu. Þar að auki var og konum boðið á fundinn frá þeim fáu lönd- um, sem enn þá ekki hafa getað komið upp hjá sjer kosningarjettar- tjelögum, eða ekki eru gengin inn í alþjóðafjelagið, svo sem Italíu, Finn- landi, Rússlandi og íslandi. Eigi er þó svo að skilja, að ekkert hafi verið starfað í öllum þessum löndum. Á íslandi hefur því miður eigi borið mikið á pólitískum áhuga, nema hjá einstöku konum, en þó hafa íslensk- ar konur meiri rjettindi en stallsyst- ur þeirra í Danmörku, og sýnt hafa þær, að fjelagsskapur getur þrifist meðal þeirra, (Thorvaldsensfjelagið o. fl.). — Frá Islandi var útgefanda „Kvennablaðsins", fiú Bríetu Bjarn- hjeðinsdóttur, boðið á fundinn. Hafði hún samið skýrslu um hag kvenna á Islandi og var hún lesin upp á fund- inum, þýdd á ensku. Síðar hjelt frú Bríet fyrirlestur á dönsku um fjelags- skap og rjettindi kvenna á Islandi. Frá Italíu mætti kennari í lögum, Signora Fabriola; um hana komst eitt blað hjer svo að orði, að hún liti út eins og falleg brúða, en hefði betri heila en flestir karlmenn, oger það ef til vill eigi fjarri sanni. Hún kvað konur þar í landi eigi hafa veru- leg póíitísk rjettindi og taldi það hið mesta mein, en aðgang hafa þær fengið að flestum mentastofnunum og mörgum embættum. Á Rússlandi er eigi mikið um póli- tiskan fjelagsskap meðal kvenna, en konur taka þar mjög mikinn þátt í frelsisbaráttu þjóðarinnar í heild sinni. Fjöldi rússneskra kvenna stundar nam við útlenda háskóla, fara síðan heim aftur og verja öllum kröftum sínum til að útbreiða þekkingu meðal al- þýðutinar rússnesku og vekja hana til unthugsunar um ástand sitt. I ræðutn rússnesku kvennanna kom fram brennandi frelsisþrá og jafn- frarnt beisk gremja við þær þjóðir, sem nteð peningalánunt til stjórnar- innar rússnesku lengja hið ógurlega ástand, sem nú er þar í landi. Frá Finnlandi kom, nteðal annara, barónsfrú Alexandra Gripenberg, sem hefur ritað ágæta bók um kvenfrels- ishreyfinguna. Öllum er kunnugt um kúgun þá, er stjórnin rússneska hefur beitt við Finna hin síðustu ár, og um hina aðdáanlegu samheldni, er Finnar hafa sýnt í mótspyrnu sinni gegn kúgun- inni, og nú loks um sigur þeirra, er þeir fengu öll sín fornu þjóðarrjett- indi aftur. Öll þessi óhamingja, sem dundi yfir Finnland, hefur sameinað þjóð- ina, sögðu finsku konurnar. Við vorum ekki lengur konur og karlar, er þráttuðum um mannrjettindi vor. Við börðumst eins og einn rnaður fyrir því, sent dýrmætara er en sjálft lífið, fyrir þjóðerni voru, menningu og sjálfstæði. Á fyrsta fundinum, er Finnar áttu með sjer, eftir að kúg- unin byrjaði, til að ræða um hvað til bragðs skyldi taka, var konum neitað um sæti. En svo fór, að við vorum beðnar að koma á fundina, og upp frá því tókum við etgi síður þátt í baráttunni en bræður vorir. Fyrir kom það, er við sátum á fundum, að Kósakkar ruddust inn með brugðnum sverðum og ráku oss út. Við urðum auðvitað að víkja, því við ofurefli var að eiga, en það gleður oss að geta vottað það, að konurnar voru ekki fyrstar til út- göngu. Þegar Finnland fjekk frelsi sitt aftur, var það óhjákvæmilegt að gefa konum jafnrjetti við karlmenn. Við höfðum tekið jafnan þátt í barátt- unni fyrir föðurlandið og æsktum jafnrjettis að launum, enda mælti ekki einn einasti maður á móti. Það var samþykt í einu hljóði því nær umræðulaust. — „Það er ekki kosn- ingarjettur eingöngu, sem konur ættu að berjast fyrir", sagði ein þeirra, „heldur líka kjörgengi, í einu orði: fullkomin og óskert mannrjett- indi". Finnland er, eins og vjer nú höf- um sjeð, hið eina land í Evrópu, sem hefur gefið öllum börnum sínum frelsi. I öllum öðrum löndum eru dæturnar olnbogabörn, að meira eða niinna leyti. En þær starfa ótrauðar að því tvennu, að öðlast fullkomin mann- rjettindi, og að verða færar um að nota sjer þau rjettindi, þegar þær fái þau. Á Norðurlöndum gengur Noregur næst Finnlandi, en þó vantar mikið á, að þar hafi konur jafnrjetti við karl- menn. Ein af lconum þeim, er mætti það- an, frk. dr. phil. Eriksen, áleit að prestarnir og siðfræðiskenningar kirkj- unnar ættu mikinn þátt í að hindra frelsishreyfinguna þar í landi. Margir — og það einmitt bestu menn og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.