Lögrétta - 26.09.1906, Page 3
L0GRJETTA.
183
Norðurlandafánum að gerðinni til, og
er engin ástæða til að falla frá hug-
myndinni um bláan fána með hvít-
um krossi, þó að til sje annar fáni
svipaður. Samoa hefur t. d. fána,
sem er öldungis eins og danski fán-
inn, rauður með hvítum þverkrossi,
að öðru en því, að þar er lítil hvít
stjarna í einu horninu, og er það
miklu óljósari aðgreining frá danska
fánanum, en ríkismerkið í gríska fán-
anum mundi verða frá fyrirhuguðum
íslandsfána.
Þjóðfáni Grikkja er bláröndóttur,
en eitt hornið blátt með hvítum
krossi. Það er því rjett í fyrri grein-
inni hjer í blaðinu, að engin þjóð
hefur fána af þeirri gerð, sem þar er
stungið upp á. En yfirleitteru marg-
ir fánar mjög líkir að lit og gerð.
Útlendar frjettir.
Síðustu skeyti
segja þær frjettir helstar, að 20. þ.
m. andaðist Trephoff hershöfðíngi af
heilablóðfalli. Hann var einhver helsti
forvígismaður íhaldsins við keisara-
hirðina í Rússlandi. — Rússakeisari
er nú á ferð á skipi sínu um Eystra-
salt og stórra óeirða er ekki getið frá
Rússlandi nú síðasta kastið.
Bandamenn hafa gripið fram í ó-
eirðirnar á Cúbu, en enginn endir er
þó orðinn á deilumálunum þar enn.
ísland erlendis.
Játvarður Englakonungur kemur
að sumri? í ensku blaði (Modern
Society, 8. sept) er þess getið, að
Játvarður konungur muni hafa i hyggju
að koma hingað skemtiferð. Blaðið
telur víst, að þar sem nú er kominn
ritsími frá Englandi til íslands, muni
ferðum þangað fjölgi að miklum mun,
hvergi á Norðurlöndum sje hollara
loftslag á sumrin.
Dáinn er 29. júli siðastl. í Árósum
á Jótlandi cand. jur. Tómas Skúlason,
efnilegur maður um þrítugt. Bana
meinið var brjóstveiki.
Tilhæfulaust. Nokkur af blöðunum
hjer hafa flutt þær fregnir eftir danska
blaðinu „Politiken", að í Khöfn væri
myndað stórt verslunarfjelag, sem ætl-
aði að reka verslun hjer á iandi. í
þessum fjelagsskap áttu að vera: 0st-
asiatisk Kompagni, Sameinaða gufu-
skipafjelagið og Thor E. Tuliníus. En
blaðið „Dannebrog" skýrir frá því 7.
þ. m., að þessi fregn sje með öliu til-
hæfulaus, og hefur blaðið leitað upp-
lýsinga bæði hjá framkvæmdastjóra
Sam. gufuskipafjel. og hr. Thor E.
Tuliníusi.
I. C. Poestion nm íslaml. I. C.
Poestion rikisráð segir i viðtali við
danskan blaðamann, er hitti hann að
máli í Danmörku á heimleið hjeðan:
„....ísland er að mörgu leyti fyrir-
myndarland: þar er enginn stórmunur
á kjörum manna, engin sjerleg fátækt
til, og ekki heldur nein auðsöfn í ein-
stakra manna höndum. Öreigalýður-
inn, sem er plága margra hinna stóru
landi, er þar ekki til. Og þar eru
engir þjófar; ráðvendnin er þjóðarein-
kenni. — Þótt skólaskipunni sje mjög
áfátt, er þjóðin vel að sjer. Og svo
er það líka skáldgefln þjóð. Bænd-
urnir uppi í sveitunum lesa gömlu
sögurnar og skrifa greinar í blöðin,
góðar greinar. Þeir standa að mörgu
leyti framar þýskum og austurríkskum
bændum. Jeg hafði mikla ánægju af að
kynnast þeim“.
Reykjavík.
Páll Porkelsson gullsmiður flutti
hingað heim í sumar eftir margra ára
veru erlendis, lengst í Khöfn. Nú
hefur hann sett á fót verkstofu fyrir
gull- og silfur-smíði á Laugavegi 2.
Hann hefur fundið aðferð til að lita
málma, en áður hefur það verið talið
óvinnandi. Þessi uppgötvun hefur
þegar vakið eftirtekt, og er hún þó
enn á tilraunastigi; Páll getur enn
eigi til fullnustu skýrt, hvernig litirnir
á málmunum verði til. Utlendingar,
sem hjer hafa verið á ferð í sumar,
hafa keypt töluvert af þessum nýju
smíðisgripum Páls, en það eru mest
smáir skrautgripir úr silfri og gulli.
Páll Þorkelsson er hugvitsmaður
mikill. Eins og kunnugt er, bjó hann
til fyrir fáum árum táknamál, og var
mikið yfir því latið af mönnum, sem
fróðir eru um þau efni. Rit sitt um
þetta taknamál hefur hann enn eigi
getað gefið út. og er það leitt; en
danskt blað eitt lýsti því all-nákvæm-
lega, og þaðan eru þær upplýsingar,
sem íslensku blöðin fluttu um málið.
Þó hefur hann nú mjög breytt riti
sínu og bætt það síðan danska blað-
ið vakti máls á því.
íslenskri sýningu vill Páll Þor-
kelsson koma hjer a að sumri og velja
til sýningardags 17. júní, fæðingardag
Jóns Sigurðssonar. Hann ætlast til,
að þetta verði almenn sýning, er snerti
jafnt iðnað, búnað, fiskiveiðar o. s. frv.,
en Iðnaðarmannafjelagið hjer vill hann
fá til að gangast fyrir sýningunni.
Menn ættu að veita þessari uppá-
stungu athygli.
Vígður til prests var á sunnu-
daginn Sigurður Guðmundsson cand.
theol. Hann verður aðstoðarprestur
hjá síra Helga Árnasyni í Ólafsvík.
Brúðkaup sitt hjeldu þau síðastl.
laugardag Kristinn Magnússon kaup-
maður og Kristjana Jónsdóttir.
Sama dag giftust einnig Guðm.
Magnússon skósmiður og Sigurlína
Sigurðardóttir.
Jón Borgflrðingur verður áttt æður
30. þ. m.
Ingólfslíkneskið. Á alþingi 1867
kom það til umræðu, að hús handa
alþingi yrði reist í Reykjavík í minn
ingu þúsund ára byggingar landsins
1874, og jafnframt því, að mynd yrði
gerð af Ingólfi landnámsmanni Arnar-
syni og sett á húsið.
Þinghúsið var bygt 1881, en eigi
sett á Arnarhóll er sumir vildu.
Ut af þessari uppástungu rituðu 5
helstu alþingismenn í Reykjavik „A-
skoran“, dags. 15. ág. s. á. (1867), til
íslendingaum samskot til þessa hvors-
tvegRja'> þinghúsið komst upp, sem
sagt, en ntynd Ingólfs varð út undan,
og hefur lítt verið minst á hana síðan.
Nú hefur Iðnaðarmannafjelagið í
Reykjavík tekið þetta mál upp, eins
og fra er skýrt í síðasta tbl. „Lögr.“,
og orðið fyrst til þess, á fundi sínum
17. sept. næstliðnum og efnt til sam-
skota til líkneskis af Ingólfi, og byrjað
með 2000 kr. af sjóði fjelagsins, og
skorað á landsmenn með samskot til
þess, svo líkneskið komist setn fyrst
upp, og er vonandi, að þeir bregðist
vel við því. Z.
Iðnaðarniannafjelagið í Reykja-
vík kaus 5 manna nefnd úr sínum
flokki til að semja boðsbrjef, sem
dags. er 8. maí 1882, til íslendinga,
um að þeir tækju þátt í „almennri
sýningu fyrir alt land, sem fjelagið
hefur ákveðið að haldin yrði í Reykja-
vík 2. ág. að sumri, alþingisárið 1883".
I boðsbrjefinu var tekið fram, hverjir
hlutir sendast skyldu í iðn hverri, smíð-
isgripir alskonar, tóskapur, hannyrðir,
verkfæri, veiðarfæri og matvælategund-
irm. fl. Landsmenn brugðust vel við,
og hafði þetta þann árangur, að inn
komu als um 325 hlutir. Auk Reykja-
víkur og sveitanna þar í grend urðu
þeir úr Norðurlandi og Austfirðingar
drjúgastir, en minst kom úr Vestfirð-
ingafjórðungi.
Sýningin var haldin þann ákveðna
óag og ár, 1883. Sóttu hana rúm
1300 manns. Þótti sýningin takast
furðanlega vel.
Nú hefur síðan allmikið breytst í
framfaraáttina, og mætti því ætla, að
uppástunga Páls Þorkelssonar um nýja
sýning bæri góðan árangur. X.
Fram úr áætlun. „ísafold" segir
að haft sje eftir höfuðmanni stjórn-
arinnar við landsimalagninguna (For-
berg), að kostnaður til hennar muni
fara minst 100,000 kr. fram úr áætlun.
Forberg er á leið hingað að norðan;
hann hefur getið þess hingað, gegn
um hljóðberann, að hann hafi aldrei
sagt það, sem „Isafold" hefur eftir
honum, enda sje það fjarri öllum
sanni; köstnaðurinn muni að vísu
verða nokkuru meiri en áætlað var,
einkum af því, að bronseþráður er nú
í miklu hærra verði en vanalega ger-
ist, en ekki neitt því líkt að þessi og
annar kostnaðarauki, fram yfir áætlun,
nái IOO þúsund kr.
Brúðkaup sitt hjeldu pau í gær-
kvöld Ágúst Bjarnason mag. og Sig-
ríður Ólaísson, dóttir Jóns ritstjóra
Ólafssonar. Halldór bæjarfógeti Daní-
elsson gaf þau saman í lijónaband og
brúðkaupið fór fram á heimili for-
eldra brúðurinnar.
Mályerkasýningu heldur Þór. B.
Þorláksson málari nú nokkra daga í
röð, frá kl. 11—3 í Góðtemplarahús-
inu. Hann hefur í sumar verið aust-
úr við Fiskivötn og þar víðar um
fjöllin og gert ýmsar fallegar og ein-
kennilegar myndir af náttúrunni þar
austur í óbygðunum. Sýningin byrj-
aði í gær, og mun „Lögr.“ minnast
nánar á hann síðar.
Frá fjallatindum til fiskimiða.
Druknun. Maður fjell nýlega út-
byrðis af fiskiskipinu „Svan“ og drukn-
aði, Helgi að nafni Jónsson, fra Báru-
gerði á Miðnesi.
Gistihús er verið að setja á stofn
í Borgarnesi. Þar er orðin mjög
mikil umferð, því Borgarnes er nú á-
fangastöð ferðamanna að norðan og
vestan, sem til Reykjavíkur ætla. Menn
þar í nærsveitunum hafa myndað hluta-
fjelag til þess að koma upp veitinga-
húsinu.
Eyvindarstaóir á Álftanesi eru
nýlega seldir Árna Thorlaciusi búfræð-
ingi fyrir 20 þús. kr. Seljandi er
Sturla kaupm Jónsson. Jörðin var í
fyrra vor seld fyrir 6500 kr, en
snemma í vetur keypti Sturla kaup-
maður hana fyrir 14,000 kr.
Maður hvarf nýlega úr Vopnafirði,
segja Austanblöðin, Rasmus Guð-
mundsson að nafni, og talið víst að
hann hafi farist. I 39. tbl. „Lögr.“
er skýrt frá því, að annar maður hvarf
í vor úr sömu sveit.
Landsímaslitin. Það var glögt
skýrt frá því í fyrra, í álitskjölum
verkmeistaranna og nefndáráliti meiri
hlutans, að landsíminn mundi oft slitna
fyrst í stað, þar sem gallar væru í
þræðinum.
Til dæmis má geta þess, að í fyrra
var settur upp á einum stað í Dan-
mörku 30 kílómetra langur tvöfaldur
landsími og hafður bronseþráður, jafn-
gildur þræðinum hjer. Á þessum
stutta spöl komu 12 slit 2 fyrstu mán-
uðina, síðan engin. Landsíminn hjer
er yfir 600 kílómetrar og hjer ætti
eftir því að mega búast við hjer um
bil 250 slitum fram í nóvember. Það
er ekki útlit til þess, að þau verði
neitt líkt því svo mörg, og þegar fyrstu
mánuðirnir eru liðnir, má vænta þess,
að þræðirnir bili mjög sjaldan.
Sjúkrahúsið á ísaiirði. Gæslu-
starfið við það er veitt Sigurbjörgu
Helgadóttur hjúkrunarkonu hjer í
bænum.
Barn borið út. „Vestri" frá 8. þ.
m. segir svohljóðandi fregn: „Á sunnu-
daginn var fanst lík af ungbarni rekið
skamt fyrir innan Bildudalskaupstað.
Stúlka ein þar í kaupstaðnum var
þegar grunuð um að hafa borið barnið
út og var hún tekin fyrir og yfirheyrð
og meðgekk brot sitt. Ekki er enn
víst, hvort það hefur verið gert með
vilja og vitund föðursins, eða ekki.
— Stúlkan hafði verið í rúminu einn
einasta dag; ól hún barnið þá og faldi
það milli þils og veggjar þar til dag-
inn eftir. Þá bar hún það í sjóinn“.
Söngfjelagið „Hekla“ á Akureyri
hefur, til minningar um Noregsförina
í fyrra, fengið gjöf frá Haugasundi.
Það er fani, fallega gerður, blár öðru-
megin og þar máluð á hann sólarupp-
koma; valsmynd sjest þar einnig. Þar
erogletraðá: »Söngfjelagið „Hekla“,
Akureyri«. Hin hliðin er rauð og
stendur þar á: »Frá borgurum í Hauga-
sundi. Minning um fyrstu söngvara-
tör frá íslandi til Noregs 1905«.
Ritsíniastöðin á Seyðisflrði er
nú opin á virkum dögum frá kl. 7
árd. til kl. 8V2 síðd. og á sunnudögum
kl. 8—9 árd. Auk yfirmannsins eru
þar nú 3 símritarar við sæsímann,
allir danskir, en 2 við landsímann,
Halld. Skaftason og frk Borghild Han-
sen, dóttir I. M. Hansens konsúls á
Seyðisfirði.
Nýir talsímar. Ellefsen hvalveiða-
maður ráðgerir að leggja talsíma frá
Mjóafirði til Seyðisfjarðar. Frá Fá-
skrúðsfirði til Reyðarfjarðar segir
„Austri" einnig raðgerða talsímalagn-
ingu og kosti hana Thor E. Tulinius
og Frakkastjórn, en Frakkar eiga
spítala á Fáskrúðsfirði og þar hafa
fiskiskip þeirra aðalbækistöð sína.
Enntremur er ráðgerð talsímalagning
frá Eskiflrði til Norðfjarðar.
Igry Auglýsingum i „Lög-
rjettll“ veitir viðtöku Jón
kaupm. Brynjólfsson, Aust-
urstræti 3.
„Æ GIR“.
Nauðsynlegt er fyrir alla, sem kynnast
vilja fiskiveiðum og öðru er að sjáfarút-
vegi lýtur, bæði við Island og erlendis,
að kaupa „ÆGIR“. — Árgangurinn kost-
ar 2 kr, og fæst hjá bókbindara Guðmundi
reiðhjól eru best.
^vttinfltrrfl er ódýrasta og frjálslyndasta lífs-
uldllUdill ábyrgðarfjelagið. Það tekur als-
konar tryggingar, alm. lífsábyrgð, ellistyrk,
fjárábyrgð, barnatryggingar o. fl. Umboðsm.
Pétur Zéphóniasson, ritstj.
Bergstaðastræti 3. Heima 4—5.
Gjatððag „Lögrjettu“ var
1. Jiilí.
Innheimtumaður blaðsins er:
Arinbjörn Sveinbjarnarson.
Laugaveg 41. Talsími 74.
Prentsm. Gutenberg.