Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.12.1906, Blaðsíða 1

Lögrétta - 29.12.1906, Blaðsíða 1
LOGRJETTA =ERitstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, ÍMngholtsstræti 17. = M 60. Reykavík 29. desember 1906. I. árg. ‘Mag vCr HTh AThomsen- \5\ ■<ý Æg> ''U HAFNARSTR-1718 1920 2i 22-KOLAS 12- LÆKJART 17 mælir sjálf með sjer. Búðin er ein- hver hin skrautlegasta hjer á landi. Hún er 50 al. löng, þó áttar hver °g nþffi. sig strax þegar hann kemur inn í dyrnar og þarf ekki að villast úr einu horninu í annað. Vörurnar eru bæði miklar og margbreyttar og sjerstaklega vandaðar og ódýrar. Þetta getur hver sannfært sig um sjálfur, með því að koma þangað og skoða sig um. Thomsens Magasín. Milliþinganefndin í landbúnaðar- málinu ætlaðist til, að skólabúin væru rekin á kostnað hins opinbera og skyldi skólastjórinn stjórna bii- inu og halda reikninga þess. Þetta fjekk lítinn byr á þinginu. Niðurstaðan varð sú, að þvi að eins mátti reka búin á kostnað land- sjáðs, »ef öðru rerður ekki við komið«. Þegar sýslanir þessar voru aug- lýstar í haust sem leið, þá var skorað á þá menn, aðra en um- sækjendur um skólaforstöðuna, er kynnu að óska að reka bú á skóla- jörðunum fyrir eigin reikning, að gefa sig fram innan sama tíma og umsóknirnar áttu að vera komnar. Nú bauðst enginn slíkur til að taka Hvanneyrarbúið, og þar sem annar umsækjandinn, sem og hlaut að teljast vel hæfur til skólastjóra- stöðunnar, kaus að reka búið á eigin reikning, var sjálfgefið eftir lögunum að veita honum starfann. Veitingin drógst um hálfan mánuð við það, að Hirti skólastjóra Snorra- syni var boðin staðan, vildi hann reka búið fyrir sjálfan sig, en honum munu eigi liafa þótt kostirnir að- gengilegir og hafnaði stöðunni. Um dugnað Hjartar og uppgang Hvannej'-rarbiisins í hans tíð er eigi nema einn dómur allra, og því skiljanlegt, að óskir hafa sjest um það i blöðunum, að liann hefði hlotið forstöðu hins nj'ja skóla og þinginu fundið til foráttu þetta á- kvæði laganna, sem feldi hann frá stöðunni. Á það hefur verið bent, að leigj- andi geti rýrt búið á skólunum stórkostlega í verði, með þvi að farga bestu gripunum og hugsa um höfðatöluna eina. Slíkt A'æri freist- ing fyrir hann, og lfka gæti legið nærri, að hann væri tortrygður um „$tormur æðaridi úti qú dryriur“, koma þvi i góðar þarfir hinar hlýju, smekklegu og ódýru yfirliafnir og frakkar í fatadeild Edinborgar, sem hefur mikið upplag af þeim, einnig alskonar alfatnaði útlenda og innlenda, og alt, sem líkamanum getur verið til skjóls og skarts. Við þessa deild versla öll skart- og snyrtimenni bæjarins og eru það hín fullkomnustu meðmæli með henni. En frúr og úngfrúr bæjarins munu enn, sem fyrri, heimsækja Vefnaðarvörudeild Edinborgar, því þaðan hafa þær haft, og munu hafa, besta alla skraut- og nauðsynjamuni innanhúss, auk hinnar ann- áluðu álnavöru, sem vart á sinn jafna. slíkt, þótt saklaus væri. Eins mundu jarðabætur verða vanræktar o. fl. Þetta um rýrnun búsins tekur nú aðallega til þess fyrirkomulags, þegar óviðkomandi maður skólanum tekur búið á leigu til stutts tíma, tveggja eða þriggja ára, og tíð leigjenda- skifti verða. Síður tekur það til skólastjóra, er mun ætla sjer bú- skapinn á jörðunni samhliða skóla- stjórninni meðan kraftar hans leyfa, en auðvitað gæti skólastjóri leikið slíkt bragð undir lok vertíðarinnar. En þessi viðsjála breyting, sem um hefur verið talað, verður nvi von- andi alls eigi á Hvanneyri. Hinn væntanlegi skólastjóri hefur tekið fram í umsókn sinni, að hann sjálfur vilji eiga lifandi pening þann á jörð- inni, er hann býr við, og það fyrir- komulag hefur svo bersýnilega yfir- burði, að engin fyrirstaða ætti að geta orðið á því, að hann fái það, þótt lögin geri ekki ráð fyrir því. Andvirði búpcnings á Hvanneyri rennur þá um sinn í landsjóð sem innstæða. þar sem vikið hefur verið á fram- hald á hinum míklu jarðabótum, sem gerðar hafa verið á Hvanneyri undanfarið, þá er nógu fróðlegt, í sambandi við það, að benda á þær misfellur, sem orðið geta á lögum, er þeim er breytt frá fyrstu gerð, en samræmingin verður eigi svo góð er skyldi i þingannrikinu. Milli- þinganefnd ætlaði skólastjóra, og honum einum, að reka búið á kostnað hins opinbera, og í sam- ræmi við það stóð ákvæðið, að reglugerð segði fyrir um það, hverri verklegri kenslu verði komið við á skólabúunum. Nú stendur þetta á- kvæði í lögunum þótt hinu væri breytt, en væntanlega getur það lag- ast sem samningamál við skóla- stjóra, eða annan leiguliða, sem býr fyrir eigin reikning. Það var 1. þm. Skagfirðinga (Ó. Br.), sem mcst rjeði breytingunum á lagafrumvarpinu í neðri deild, þótt eigi sæti hann í þingnefndinni. Hann hóf fyrstur andmælin gegn því, að reka búin á opinberan kostnað, og við næstu umræðu komu breytingartillögurnar, bygðar á ástæðum hans: »Að mest og best trygging væri fyrir hagsýni, að á- búandi ræki búið sjálfur á eigin reíkning« — því að — »um leið og búið á að vera til fyrirmyndar, þá verður það einnig að geta borið sig«. (Alþt. B. 1149). Þetta mun rjctt að telja sem á- stæður þingsins, og fellir almenn- ingur sig eflaust yfirleitt vel við þær. Það voru aðrar miklu stærri og viðsjálli breytingar, sem þingið gerði við frumv. milliþinganefndarinnar, og sú breytingin lökust, að ætla 2 mönnum að halda uppi fjölmcnnum skóla aðallega með fyrirlestrum, eða með lifandi lýðháskólabrag. En verði nú verulega góð aðsókn að skólunum, stendur það vonandi til bóta innan skams. Sami þingmaður var aftur ein- dregið á móti þvi, að sameina skóla- stjórastöðuna við bústjórastöðuna, enda var það látið laust og bundið í lögunum. Hinu gerir hann ráð fyrir, að ábúandinn — en eftir hans hugsun annar maður en skólastjóri — eigi sjálfur áhöfnina. (Alþt. B. 1181—82). Því miður eru allar horfur á því, að Sigurður skólastjóri hugsi eigi til að sækja um forstöðu við bænda- skólann á Hólum. Enginn liefur enn sótt um þann starfa. Vonandi rætist úr því. Meðal annars ljúka nú prófi við landbúnaðarháskólann í vor 2 mjög svo efnilegir menn. En ákjósanlegast er þó að einhver verkleg raun fáist slíki'a manna, áður en þeir takast á hendur jafn- þýðingarmikla stöðu og kennara- störfin við bændaskólavora. Nokkur slik reynsla, þótt stutt sje, er fengin um hinn væntanlega skólastjóra á Hvanneyri, bæði við ferð hans milli smjörbúanna hjer austanfjalls, og einkum við starf hans í þjónustu Búnaðarsambands Austurlands, sem gefist hefur mjög vel. Það mun mega herma það, sem satt mál, að Hjörtur á Hvanneyri sæki um kennarastöðuna við bænda- skólann þar, og fær vitanlega, og er þá ráðið um menn til þess skólans. Hólar gjalda legu sinnar og ó- nógra húsa, en bæta má að nokkru hið fyrra með simaspotta heim þangað, er kosta mundi, að sögn, 1500—2000 kr. Meira vandamál, hvort þar eigi að leggja í stórfeldar byggingar, sem nægðu fjölmennum bændaskóla. Ifi Gapons prests. Eftir sjálfan hann. (Endir). ---- Þegar Lögr. byrjaði á æfisögu Gapons prests, um nýár í fyrra, var mjög mikið um hannrættí erlendum blöðum. Hann var talinn einn af helstu forvígismönn- um byltingarinnar í Rússlandi, er menn bjuggust við að þá og þegar mundi vaxa keisara og stjórn yfir höfuð og gerbreyta öllum högum hins mikla ríkis. Þetta hefur nú alt farið nokkuð á annan veg en útlit var fyrir þá. Gapon prestur var þá landflóttamaður, fór víða um vesturlönd álfunnar og talaði máli byltingafloksins rússneska. Orðum hans var alstaðar mikill gaumur gefinn, því eftir blóðbaðið alræmda í St. Pjetursborg, 22. jan. 1905, var hann heimsfrægur maður. En saga hans endaðí í sumar á alt annan hátt en búist var við, og hefur áður verið skýrt frá því hjer í blaðinu. Hann fjekk heimfararleyfi í fyrra vetur, eins og fleiri rússneskir landflóttamenn, en hann varð þá ósáttur við fyrri fjelags- bræður sína og var síðar sakaður um svikræði við byltingaflokkinn, átti að hafa þegið mútur af Witte. Síðast- liðið vor var hann aftur á ferð vestur í löndum, og var þá sagt, að hann væri gerður út af Witte til þess að greiða þar fyrir lánbeiðslum Rússa- stjórnar. En hvað sem satt er í þessum ásökunum, þá er það víst, að skömmu eftir að hann kom heim úr þessari seinni utanlandsför, var hann myrtur, og það var gert, að því er sagt er, með ráði fyrri floksbræðra hans. Hann var myrtur i afskektu húsi, sem hann hafði leigt um tíma og hafði einn um- gang um. Líkið fanst ekki fyr en nokkrum vikum eftir að morðið var framið og var þá svo skemt, að það var vart þekkjanlegt. Menn ætla, að morðinginn sje verkfræðingur einn, sem var með Gapon blóðsunnudaginn mikla, 22. jan. 1905, og hjálpaði honum þá til að komast undan. Hann heitir Rutenberg og flýði um þetta leyti til Sviss. Gapon ljet eftir sig töluvert fje. En [þótt saga Gapons prests yrði stutt, og endalykt hennar eigi fegurri en hjer hefur verið sagt, þá er nafn hans óslítanlegt frá hinu sögulega við- burði, er gerðist í St. Pjetursborg sunnudaginn 22. jan. 1905, og þess dags hlýtur ætíð að verða minst í sögu Rússlands. Gapon var þar aðal- leiðtogi verkmannaflokksins, og allur síðari hlutinn af sjálfsæfi hans, sem Lögr. hefur flutt fyrri hlutann af, er lýsing á viðburðum þessa dags, og svo á flótta hans frá Rússlandi.- Hjer skal nú í sem fæstum orðum dregið saman efnið í síðari hluta æfisögunnar, til þess að fá enda á hana í þessum árgangi blaðsins. Frásögnin var þangað komin (í 87. tbl.), að Gapon hugsaði sjer að ná yflrráðunum í verkmannafjelögum Sú- batoffs. Þetta tókst smátt og smátt og fjelagsskapurinn magnaðist. Þegar líður fram á sumarið 1904, ferðast Gapon til ýmsra hinna helstu borga á Rússlandi til þess að stofna þar ný verkmannnafjelög, eða endurreisa þar

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.