Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.07.1907, Blaðsíða 2

Lögrétta - 17.07.1907, Blaðsíða 2
122 L0GRJET ^A. Lögrjetta kemur út á hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10‘/a—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. að heim frá Ameríku, og enda ekki trútt um, að ferðamenn þaðan hafi mætt andköldum getsökum um, að þeir væri á mannaveiðum fyrir Can- adastjórn, og hefur því alla jafna sá endir á orðið, að menn þessir hafa leitað til Ameríku aftur. Jeg vil nú leyfa mjer að benda á, hvort ekki sje gerlegt, með tilstyrk þings og stjórnar, að stofna öflugan fjelagsskap, sem ynni að því, að ná þeim löndum vorum, sem nú eru vestanhafs og löngun hafa til að hverfa hcim aftur, þannig, að þeim yrði sýnd fullkomin liðsemd hjer heima með atvinnu-útvegun og fyrirgreiðslu um verustaði, og ábýli þeim, sem óskuðu eftir að búa, og að öðru leyti bætt úr brýnustu þörfum þeirra, því búast mætti við, að ekki mundu allir þeir, sem heim kæmu, hafa svo full- ar hendur fjár, að þeir gætu af eigin ramleik uppfylt þarfir þær, sem bú- skapur og önnur sjálfsmenska hafa í för með sjer. Landar vorir vestan hafs verðskulda sannarlega af oss, sem hjer erum heima, að vjer ekki að eins bjóðum þá velkomna til ættjarðarinnar, held- ur einnig, að vjer sýnum það í verk- inu, að þeir sjeu oss kærkomnir, og fósturjörðin hefur sannarlega þörf á, að fá aftur þau börn sín, sem hún hefur orðið á bak að sjá. Jeg vil og leyfa mjer að benda mönnum á, þótt þess ætti vart að vera þörf, hversu Vestur-íslendingar hafa inni- lega tekið þátt í kjörum vorum hjer heima, með því að senda stórgjafir hingað til líknar þeim, sem sorg- mæddir og nauðstaddir hafa verið, og þykist jeg þess fullviss, að þar hafi margur, ekki síður en hjer, gef- ið af litlum efnum, en góðum vilja. Enn fremur skal þess ekki látið óget- ið, að margur landinn kemur hjeð- an heiman að til Ameríku, mállaus og fjelaus, og eru landar vorir í Amer- fku þektir að því, að reynast slík- um mönnum bjargvættir. Vjer eigum alls ekki að láta það viðgangast, að vjer seilumst eftir ruslfólki frá öðrum löndum, en lát- urn aftur vora eigin landa vestan hafs afskiltalausa, hversu innilega sem þá kann að langa aftur heim til ætt- jarðarinnar. Jeg skal að svo komnu ekki fara fleiri orðum um þetta mál, en vil leyfa mjer að óska þess, að mjer vitrari menn taki málefni þetta til al- varlegrar íhugunar, jafnframt þvf, að jeg geng að því vísu, að landstjórn og þing styðji að því með ráðum og dáð, að íslendingar þeir, sem löng- un hafa til að flytja heim attur, geti hatt að einhverju að hverfa á föður- landi sínu. Ritað í júnímánuði 1907. Bjarni Þorkelsson. S æ síminn komst í lag kl. 7 á föstudagskvöldið. Hafði slitnað 20 enskar mílur frá Hjaltlandi, af völdum botnvörpunga að því er haldið er. Konungskoman. Áætlun um landferðina. Fimtudaginn 1. águst kl. 83/4 um morgunin fylkjast þingmenn á Lækjartorgi undir ferðasveitar- merkjum sínum. Kl. II1/*—1 dagverður í Djúpa- dal upp af Miðdal Kl. 6 komið á Þingvöll. Laugardaginn 3. ágúst kl. 8 um morguninn farið á stað frá Þing- völlum. Kl. 11—121/* dagverður á Laug- arvatnsvöllum. Farið af baki austast í Laugar- dal og við Brúará. KI. 6 komið að Geysi. Sunnndaginn 4. ágúst kl. 12 á hád. farið á stað frá Geysi til Gull- foss. Kl. 5 e. hád. komið aptur að Geysi. Mánudaginn 5. ágúst kl. 7V2 um morguninn farið á stað frá Geysi. Kl. 91/* farið af baki við brú á Hvítá. Kl. 11—1272 dagverður við Skip- holt. Farið af baki við Álfaskeið og hjá Húsatóptaholti. Kl. 7 komið að Þjórsárbrú. Þriðjudaginn 6. ágúst. Þjóðhátíð Rangvellinga og sýningar. Kl. 2 e. hád. farið á stað frá Þjórsárbrú. Viðstaða við Ölfúsárbrú; þaðan farið kl. 5. Kl. 7 komið að Arnarbæli. Miðvikudaginn 7. ágúst kl. 8 um morguninn farið af stað frá Arnarbæli. Farið af baki undir Kömbum. Kl. 12—F/2 dagverður á Kolvið- arhól. Farið af baki austanvert við Sandskeið. Við Hólmsá kl. 4. Kl. 672 komið til Reykjavíkur. Þingmálafundip i Strandasýslu. Þingmaður Strandamanna, Guðj. Guðlaugsson, hjelt þingmálafund á Bæ 13. f. m., í Broddanesi 15. og í Hólma- vík 22. f. m. Á Bæjarfundinum mættu 30 kjósendur, en á Hólmavíkurfund- inum 28. Þessar samþyktir voru gerðar á Bæjarfundinum: 1. í Sambandsmálinu: a. Fundurinn telur rjett, að alþingi til- nefni menn í nefnd til þess að endurskoða hið stjórnskipulega samband milli íslands og Danmerkur og semja tillögur til nýrra sambandslaga. Samþ. með 8 : 3 atkv. b. Fundurinn er því mótfallinn, að sam- bandinu við Danmörku sje slitið að svo komnu. Samþ. með 19 samhlj. atkv, c. Fundurinn álítur mestu varða, að í sambandslögunum sjeu skýr og hagfeld ákvæði, er tryggi rjett íslands, ef ágrein- ingur verður um, hver sjeu sjermál þess, Samþ. með 20 : 1 atkv. 2. Um ríkisráðið: Fundurinn skor- ar á alþingi að hlutast til um, að sjermál Islands verði ekki borin upp í ríkisráði Dana. Samþ. með 8 : 3 atkv. 3. Fánamál: Fundurinn telur ótíma- bært að bera fram löggildingu á sjerstök- um fána fyrir ísland. Samþ. með nsam- hlj. atkv. 4. Læknamál: Fundurinn skorar á þingið, að bæta úr mistökum þeim, er urðu á niðurskipun læknahjeraðanna með læknalögunum frá 1899, hvað innri hluta Strandasýslu snertir, þannig, að breyting verði á henni gerð samkv. frv. alþ. 1897. Samþ. í e. hl. 5. Fræðsiumál: Fundurinn skorar á þingið, að aðhyllast fræðslumálafrumv. e. d. frá síðasta þingi. 6. Fundurinn óskar, að frestunin á tún- girðingalögunum frá síðasta þingi verði ekki framlengd, en að mönnum jafnframt sje framvegis gefinn kostur á, að fá girð- ingarefnið á sama hátt og síðustu 2 árin. 7. Símamal: Fundarmenn óska, að hin fyrirhugaða símaálma til ísafjarðar verði lögð út eftir endilöngum Bæjarhreppi meðfram bæjum, og munu gera ítarlega tilraun til þess, að hreppsbúar taki að sjer flutning stauranna í fjelagi á sinn kostn- að frá uppskipunarstöðvunum á kaflanum frá Borðeyri út á hreppsenda, ef línan verður lögð þá leið. 8. Samgöngumál: a. Fundurinn skorar á þingið, að veita fje á næsta fjárhagstímabili til þess að halda áfram vegabótum á þjóðveginum með vestanverðum Hrútafirði. b. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir hinu núverandi fyrirkomulagi strandferð- anna og skorar á alþingi, að koma þeim í það horf, að þær að minsta kosti verði eigi strjálari eða óhagfeldari en þær voru fyrir síðasta þing. Samþ. í e. hl. Á þingmálafundinum í Broddanesi var samþ. lík tillaga í sambandsmál- inu, en aðrar samþyktir voru þar helstar þessar: 1. Samgöngu- og símamál: a. Fund- urinn telur nauðsynlegt, að strandferðabát- urinn, sem gengur fyrir Vesturlandi, komi við á hverri höfn við Húnaflóa, sem nú er á áætlun, í hverri ferð á norðurleið, og auk þess komi „Vesta“ á ferð sinni frá Reykja- vík í júlí einnig á sömu hafnir við Húna- flóa, og að skip komi frá útlöndum á helstu hafnir við Húnaflóa í janúar og febr. b. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir úr- slitum ritsímamálsins á síðasta þingi og telur nauðsynlegt, að talsímar verði lagð- ir um landið svo víða og svo fljótt, sem efni leyfa. c. Fundurinn skorar á alþingi, að sýna Strandasýslu þá sanngirni, að hlutast til um, að væntanl. ritsímaálma frá Stað til ísafjarðar verði lögð um sýsluna, einkum Steingrímsfjörð, þar sem annars lítur svo út sem gerður sje kostnaðarsamur krókur á álmuna, til þess að koma í veg fyrir að sýslan fái nauðsynlega umbót. Telur fundurinn þar að auki, að það sem farið er fram á í till. þessari sje í fylsta sam- ræmi við þá upphaflegu ákvörðun þings- ins, að koma ísafjarðarkaupstað í ritsíma- sambandið eftir stystu og kostnaðarminstu leið. Samþ. í e. hl. 2. Mentamál: a. Fundurinntelurnauð- synlegt að komið sje á fót öflugum kenn- araskóla hjer á landi sem allra fyrst. Samþ. í e. hl. b. Fundurinn tjáir sig hlyntan lagafrv. stjórnarinnar, en álitur frv. e. d. til engra bóta. Samþ. með 12 : 3 atkv. c. Fundurinn skorar á þingið, að veita barna- og unglingaskólanum á Heydalsá 400 kr. styrk á ári næsta fjárhagstímabil, eins og að undanförnu. 3. Læknamál: Fundurinn er mótfall- inn lagafrumvarpi stjórnarinnar um hækk- un taxta á ferðakostnaði lækna. 3. My n d u gsaldu r i n n. Skor- að á þingið, að færa hann niður í 22 ár úr 25. Á Hólmavíkurfundinum voru þetta helstu samþyktirnar: 1. Sambandsmálið: a. Fundurinn lýsir yfir því, að hann er meðmæltur kosningu nefndar á alþingi í sumar til að semja við Dani um hið stjórnskipulega samband milli Islands og Danmerkur, og komi nefnd sú fram með tillögur til nýrra sambandslaga. Jafnframt krefst fundurinn þess, að sambandslög þessi byggist á þeim grundvelli, að ísland sje frjálst sambandsland Danmerkur og lúti í engu yfirráðum dönsku þjóðarinnar, eða fulltrúa hennar. Samþ. með 25 atkv. b. Fundurinn vill, að í sambandslög- um þessum sjeu ljós og ótvíræð ákvæði, sem tryggi algert rjett íslands, ef ágrein- ingur rís um það, hver sjeu sjermál þess. Samþ. í e. hl. c. Fundurinn telur það þýðingarmikið samningsatriði, að í stað hins árlega gjalds frá Dönum verði íslandi borgaður út höf- uðstóll, sem svari til árgjaldsins. Samþ. í e. hl. d. Fundurinn felst á það, að ísland verði tekið upp í titil konungs þannig, að hann þá nefni sig: Konung Danmerkur og íslands, en neitar algert því, að konungur nefni sig: Konung Danmerkur, Islendinga, Vinda og Gauta. Samþ. með 24 atkv. 2. Horfellislögin : Fundurinn leggur það til, að þingið taki horfellislögin til at- hugunar, einkum bæti því ákvæði við þau, að mönnum leyfist alls ekki að eiga hesta nje önnur húsdýr án þess að ætla þeim hús og nokkurt fóður um háveturinn. 3- Bindindismálið. Fundurinn skor- ar á alþingi, að styðja bindindishreifing- una í Iandinu með ríflegum fjárframlögum, og yfirleitt á allan hátt að veita þessu þarfa málefni kröftugt fylgi. Um aðskilnað og lána samþ. sömu till. og á Bæjarfundinum og í síma- málinu, gufuskipamálinu og menta- málinu sömu tillögur og í Brodda- nesi. Samþykt um túngirðingar sam- hlj. á öllum fundunum. Alþing-. Nefndir. í túngirðinganefnd: Guð- jón, Eiríkur, Steingr. í brunamálanetndina bætt við: Jóni Magn. og Skúla. — í síðasta tbl. hafði nafn eins nefndarmannanna fallið burt, St. St. (Eyf.). í frv. um breyting á tilsk. um bæj- arstjórn Rvíkur: L. H B., J. Magn., St. St. (Skf.), Guðl., M. Andr. í vegalaganefndina bætt: Á. J. og Ól. Thorl. Landsdómurinn. n. þ. m. var fundur haldinn í sam. þingi til þess að draga út dómara í landsdóminn úr þeim 48, sem ekki var rutt í efri deild. Þessir 24 lentu þá í dóminum: 1. Árni Kristjánsson bóndi í Lóni í Norður-Þingeyjarsýslu. 2. Gísli ísleifsson sýslumaður á Blönduósi. 3. Bjarni Bjarnason bóndi á Geita- bergi. 4. Tómas Sigurðsson hreppstjóri á Barkarstöðum. 5. Hjörtur Snorrason skólastjóri á Hvanneyri. 6. Eyjólfur Guðmundsson sýslun.m. í Hvammi á Landi. 7. Haltdór Jónsson verksmiðjueigandi á Álafossi. 8. Kristján Jörundsson hreppstjóri á Þverá í Eyjahreppi. 9. Ólafur Magnússon pr. ÍAmarbæli. 10. Ólafur Ólafsson prófastur í Hjarð- arholti. 11. Benóní Jónasson hreppsn.oddv. ( Laxárdal í Strandasýslu. 12. Jón Bergsson bóndi á Egilsstöð- um í S.-Múlasýslu. 13. Jón Sveinbjörnsson hreppstj. á Bíldsfelli ( Grafningi. 14. Sigfús Ilalldórsson lireppsn.oddviti á Sandbrekku. 15. Ágúst Helgason bóndi í Birtinga- holti. 16. Magnús Jónsson sýslumaður ( V estmannaeyjum. 17. Guðmundur Hannesson hjeraðs- læknir í Reykjavík. 18. Janus Jónsson prófastur í Holti ( Önundarfirði. 19. Ólafur Ertendsson hreppsn.oddv. á Jörfa. 20. Kristinn Guðlaugsson bóndi á Núpi í Dýrafirði. 21. Hallgrímur Hallgrímsson hrepp- stjóri á Rifkelsstöðum. 22. Magnús Helgason kennari í Flens- borg. 23. Pjetur Pjetursson sýslun.m. á Gunn- steinsstöðum. 24. Páll Bergsson kaupm. í Ólafsfirði. Fjárbeiðslur þessar hafa enn komið fram: Frá stjórnarnefnd Bindindissamein- ingar Norðurlands jm 1000 kr. styrk. Frá M. Einarssyni á Akureyri um 600 kr. styrk á ári til útbreiðslu söng- listarinnar. Frá Edv. Brandt um 3000 kr. lán til jarðyrkju. Frá Einari Hjörleifssyni um 2000 kr. styrk á ári til ritstarfa. Frá 1. þingm. Sunnmýlinga um 3000 kr. til sjúkrahússbyggingar á Eskifirði.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.