Lögrétta - 21.09.1907, Side 3
L0GRJETTA.
171
Platt einhverstaðar nálægan til þess að
geta spurt hann ef á lægi. Þegar þeir
komu suður frá miðunum sáu þeir til
margra skipa; það voru timburskip á
leið til Queebec og svo saltskip frá
Spáni og Ítalíu o. s. frv. Byrinn var
góður og ferðin gekk vel.
„Það er Hattie, sem við eigum að
þakka þennan góða byr“, hvíslaði Dan
einu sinni að Harvey; — „hún og móðir
hennar. Næsta sunnudagskvöld verðum
við komnir heim. Þú verðar auðvitað
hjá okkur þangað til foreldrar þinir
koma og sækja þig. En veistu hvað
best er af ölki að fá, þegar menn koma
í land?“
„Heitt bað“, svaraði Harvey. Auga-
brýr hans voru hvítar og storknar af
sjávarseltu.
„Já, það er nú gott", svaraði Dan, „en
náttskyrta er þó betri. Mig hefur dreymt
um náttskyrtu altaf síðan við settum stór-
seglið upp, og jeg veit, að móðir mín
hefur eina til handa mjer, mjúka og nýja.
—■ Finnurðu elcki breytinguna á loftinu?"
Nú siglum við í röndinni af heitum
straumi, og mjer finst jeg finna ilminn
af lárberjatrjánum inni í landinu".
Þegar þeir komu undir land, fengu
þeir hita-regn og fylgdi því þrumuveður.
Þá lágu hásetarnir á þilfarinu með bera
fætur og handleggi og töluðu um, hvað
þeir fengju fyrst að borða, þegar þeir
kæmu í land. Sverðfiskaveiðari frá
Gloucester kom að hliðinni á Stundvfs
og frammi í skutnum reis upp maður
með rennvott andlit og kallaði glaðlega
upp á skipið :
„Alt gott að frjetta! Wouvermann
væntir þín, Diskó! Hvað er tfðinda frá
flotanum ?"
Diskó svaraði einhverju urc leið og
hann þaut fram hjá.
Nú sáust glöggt hálsarnirkringum Glou-
cester og jafnvel húsaþökin í bænum,
þegar eldingarnar riðu yfir, en á milli
hvarf alt. Svo lægði veðrið alt í einu.
„Flaggið, flaggið", sagði Diskó þá og
benti upp.
„Hvað er það?“ spurði Langi-Jakk.
„Ottó ! — í hálfa stöng", svaraði Diskó.
„Þeir geta sjeð okkur úr landi nú".
„Því hafði jeg alveg gleymt", sagði
Langi-Jakk. „En hann á víst enga ná-
komna í Gloucester, eða hvað?"
„Jú, stúlku, sem hann ætlaði að gift-
ast 1 haust", svaraði Diskó.
„Aumingja stúlkan", sagði Langi-Jakk
og lækkaði flaggið til heiðurs fyrir Ottó,
sem hrokkið hafði útbyrðis af skútunni
fyrir þremur mánuðum.
Diskó þerraði augun og lagði Stundvís
að Wouvermanns-bryggjunni. Þá var
komin nótt og menn f svefni í landi.
Hann gaf allar skipanir sfnar hvíslandi
og við og við kölluðu næturverðir til
hans af skipum, sem 1 nánd lágu. Har-
vey stóð frammi á þilfarinu. Margar
hugsanir vöknuðu hjá honum og undar-
leg tilfinning hafði gripið hann. Nú var
land alt í kring og að vitum hans barst
lykt af jörð eftir regn og álengdar heyrði
hann stunur frá eimvagni. Kringum
bryggjuna, sem þeir lögðu að, voru lág
geymsluhús með blikkþökum.
Þegar skútan var föst við bryggjuna,
settist Harvey niður og kjökraði. Hár
kvenmaður hafði strax stigið niður á þil-
farið og kyst Dan á vangann, því það var
móðir hans, og hafði hún sjeð til skips-
ins um kvöldið. En hún leit ekki við
Harvey fyr en Diskó hafði áttað sig og
sagt henni, hvernig á honum stæði. Svo
hjeldu þau öH heim til Diskós, og var
þá farið að lýsa af degi. En tímann frá
því og þar til símskeytastöðin var opn-
t)<g><g?p
I
<?
e
I
Ij
e
c.
§
£&
MánaÖarritið
NÝJAR KYÖLDYÖKUR
fæst
hjá bókb. SIG. JÓNSSYNI.
að komast að norðurheimskautinu
næsta ár.
Menn eru hræddir um, að Eng-
lendingurinn Bruce og menn hans
hafi farist í norðurheimskautsför.
Hæðarendi í Grímsnesi er til kaups
og ábúðar í næstu fardögum. Kaupend-
ur snúi sjer sem fyrst til Bjarna Jónssonar,
Framnesi, Skeiðum.
Oliver rI'»- í s t
er heimsfraeg skáldsaga, eftir Charles Dickens. Hiín
faest nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar
um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifaeris*
gjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu,
að hvað oft sem þeir litu í hana, lærðu þeir eitthvað
af henni. Sama má segja um Oliver Tvist: hversu oft
sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og þó til
skemtunar um leið.
uð um morguninn leið Harvey illa og
var hann lengstum grátandi, en ekki gat
liann sjeð, að hann fjelli neitt í áliti við
það, hvorki hjá Diskó nje Dan. En und-
ir eins og stöðin var opnuð, sfmaði hann
til foieldra sinna.
Wouvermann vildi í fyrstu ekki gefa
eins mikið fyrir fiskinn og Diskó heimt-
aði. En Diskó þóttist viss um, að hann
væri að minsta kosti viku á undan öðr-
um skipum frá Gloucester og beið því
rólegur nokkra daga. Ljet þá Wouver-
mann undan og keypti fiskinn fyrir það
sem upp var sett. En þá dagana, sem
beðið var, höfðu skipsmenn ekkert að
gera, en gengu um bæinn með hendur í
vösum, nema Langi-Jakk; hann var sí-
felt á ferð með einum sporvagninum og
hrósaði sjer af því, að vagnstjórinn tæki
enga peninga af sjer. Dan rixaði um
hnakkakertur og var með sífeldar dylgj-
ur bæði við foreldra sína og aðra.
„Jeg neyðist til að taka þig og hirta
þig alvarlega, ef þú hagar þjer svona",
sagði Diskó einu sinni við hann. „Það
er ekkert vit í því hvernig þú lætur síð-
an þú komst í land".
„Væri hann sonur minn, þá tæki jeg
honum ærlegt tak“, sagði Salters. Hann
hjelt til hjá bróður sfnum og eins Penn.
„Bíddu bara við, faöir minn!“ svaraði
Dan og þeytti harmóníkuna.
„Þið Harvey hlæið í sífellu eins og
hálfvitar, hnippið og sparkið hvor í ann-
an undir borðinu, svo að varla er frið-
ur í húsinu", sagði Diskó. Hann stóð
reykjandi á gólfinu á rósóttum morgun-
skóm.
„Bfddu bara við, faðir minn“, svaraði
Dan.
Harvey hafði sýnt Dan símskeyti frá
föður sínum, en þeim hafði komið sam-
an um að þegja um alt þangað til skot-
ið riði af.
„Ekki koma foreldrar Harveys", sagði
Dan við kvöldborðið með uppgerðar-
alvörusvip. „Það er merkilegt, að þau
skuli ekkert láta frá sjer heyra. Faðir
hans er líklega smákaupmaður einhver-
staðar vestur í landi. Kannske hann
gefi þjer samt 5 dollara, faðir minn!"
„Jeg hef aldrei haft háar hugmyndir
um þau“, sagði Salters. „En það er eng-
inn manna siður að hlæja ofan í matinn,
Dan". (Frh.).
Símskeyti
til „Lögrjettu“ frá R. B.
Kliöfn 19. sept.: Fiskimenn, er
stundað hafa fiskiveiðar við ísland
og komnir eru heim til Þjórshafnar,
segja, að aflinn hafi orðið í lakara
lagi.
Wellmann kom við í Kaupmanna-
höfn á leið suður ettir. Hann kvaðst
ætla að endurtaka tilraunina og reyna
I slaiul erlendis.
Rit um Island er nýkomið út í
Leipzig, eftir Paul Hermann. Það er
í tveimur allþykkum bindum (376—
316 bls.) og með 116 myndum.
Fjöldi þýskra tímarita hefur í sumar
flutt greinar um Island eftir ferðamenn-
ina, sem voru með „Oceana".
New-Yrork daily Tribune flytur
18. ág. grein með fyrirsögninni: „Is-
land lýðveldi". Þar er talað um stjórn-
málasögu Islendinga og konungsför-
ina hingað í sumar. Höf. segir, að
svo geti vel farið, að Island verði
bráðum í annað sinn lýðvéldi.
Dönslí biöð tala mikið um kon-
ungsförina hingað og láta vel yfir
henni flest. í þeim blöðum, sem síð-
ast hafa borist hingað, eru ítarlegar
lýsingar á landferðinni. Mjög hrifnir
hafa gestirnir verið af Geysi, og þó
ekki síður af Gullfossi, og segja hann
fallegasta foss í Norðurálfu. Heim-
boðsnefndin fær mikið lof fyrir, hve
alt hafi verið vel undirbúið til land-
ferðarinnar, og eins það fólk, sem
um matinn sá á leiðinni. Þótti ferða-
mönnunum merkilegt, að hitta það
fyrir á hverjum áningastað, þótt þeir
færu jafnan á undan því á stað og
þættust ríða hart alla leiðina.
Yilhjálmur Stefánsson B. Sc. frá
Harwardháskóla, sem tvívegis hefur
ferðast hjer um land, hefur, að því er
haldið er, farist í könnunarferð til
heimskautslandanna, en þangað lagði
hann á stað með fleirum 20. maí í
fyrra og var þá getið um förina hjer
í blaðinu. Fyrir henni var danskur
maður, Mikkelsen að nafni, en skip
þeirra hjet Duchess of Bradford. Það
lá fast 1 ís í vetur, en í febrúar síð-
astl. hjeldu þeir norður á leið á 2
hundasleðum Mikkelsen, Leffingwell
jarðfræðingur frá Chicagó, dr. Howe
frá Chambridge, Ditlevsen náttúru-
fræðingur frá Khöfn og Vilhjálmur
Stefánsson.
Nú hefur það trjest, að skipið hafi
farist, en áður höfðu hupdarnir frá öðr-
um af sleðum þeirra Mikkelsens verið
komnir mannlausir til skips. Þegar
skipið fórst voru 70 dagar liðnir trá
því er þeir fjelagar lögðu af stað
norður, og eru þeir því taldir af.
Vilhjálmur Stefánsson hafði Iesið
mannfræði við Harwardháskóla og
var mjög efnilegur maður.
Frá fjallatindum til fiskimiða.
Flensborgarskólinn. Jón Þórarins
son skólastjóri flytur hingað til R.-
víkur í haust og verður hjer í vetur,
en síra Magnús Helgason stýrir skól-
anum. Helgi Valtýsson verður þar
kennari og heldur til í skólahúsinu,
þar sem J. Þ. hefur búið.
Prentsniiðja verður sett á stofn í
Hafnarfirði nú í haust. Það gerir Jón
Helgason prentari úr Gutenberg, og
hefur hann keypt af síra Lárusi Hall-
dórssyni Aldarprentsmiðjuna gömlu.
Þar í Hafnarfirði verður þá meðal
annars „Skólablaðið" prentað.
Veðrátta á VestQörðum hefur
verið afarköld í vor og alt sumar,
eftir því sem Sigurður Sigurðsson búfr.
skýrir frá. Hann hefur ferðast um
Vestur-ísafjarðarsýslu í ágústmánuði
og er nýlega kominn að vestan. Segir
hann grasvöxt óvenjulega slæman,
668 kensla i ensku.
Stúlka, sem fædd er og upp alin í
Ameríku, hefur gengið þar á háskóla og
haft á hendi forstöðu og kenslu í ensk-
um skóla, býðst til að kenna hjer ensku
í vetur komandi, bæði í skólum og heima
hjá sjer.
Þeir, sem vilja sæta boðinu, gefi sig
fram við ritstj. »Lögr.«.
auk þess sem tún og harðvelli brunnu
af ofmiklum þurki. Töðubrestur því
alstaðar mikill, hvergi minni en sem
nemur helmingi töðuafla, miðað við
meðalár, og úthey ettir því.
Utlitið er þar því mjög ískyggilegt
og verða menn að farga miklu af
fjenaði sínum vegna heyskorts.
í Barðastrandarsýslu kvað vera
höfð samtök um útvegun á fóðurbæti.
Atti að haldasýslufund um þaðsnemma
í þessum mánuði, að undangengnum
fundum í hreppum, og taka þar á-
kvörðun um pöntun á fóðurbæti.
Sig. Eiríksson er nýkominn heitn
úr ferð um Dalasýslu og nokkurn
hluta Snæfellsnessýslu og Borgar-
fjarðarsýslu. Hann stofnaði stúkur á
Lundi í Lundareykjadal, a Fellsströnd
í Dalasýslu og í Saurbæ í sömu sýslu.
Hann lætur vel yfir ferðinni og leist
vel á búskap Dalamanna, en segir
þó töðubrest þar í sumar, en sjálfsagt
í meðallagi heyskap á útengi. Yfir-
leitt álítur hann Dalamenn fylgjandi
aðflutningsbanni.
Reykjavík.
Gnfuskipið „Stei’ling“ (E. Niel-
sen) fór hjeðan til útlanda að kvöldi
þess 19. sept. og með því fjöldi far-
þega, alls um 75; þar á meðal:
Dr. Valtýr Guðmundsson háskólak.
og alþm., Bogi Th. Melsteð sagn-
fræðingur, Sveinbjörn Sveinbjörnsson
(frá Edinborg), Mr. Copland og frú
hans, Guðm Hlíðdal rafmagnstræð.
og unnusta hans, konsúlsfrú Ag.
Thomsen og sonur þeirra hjóna, (Hall-
grímur Agúst), fröken Winther(dönsk),
Einar Benediktsson f. sýslum. og fjöl-
skylda hans (til Skotlands), kapt.
Hammershöj og með honum 26 menn
(Generalstaben), stud. med. Jón Krist-
jánsson, Björn verslunarm. Böðvarsson
(Þorv.s. Akran.), M. Gríiner þýskur
háskólakennari, 2 Englendingar, 1
þýskur agent, I danskur verkfræð-
ingur, 3 Norðmenn, Friðrik Halldórs-
son prentari, Ólafur Ólafsson versl-
unarm., frú Agnes Ködt (f. Frederik-
sen), frú Johnsen, fröken Lambertsen,
ungfrúrnar Sigríður Björnsdóttir (rit-
stjóra), Hansen, Þyri og Þórdís Bene-
diktsdætur (Þórarinss.), Anna Jónsson
(landritara), Kristín Bjering, Guðrún
Smith, Sigríður Björnsdóttir (heitins
Jenssonar), 2 systurnar Proppe (frá
Ólafsvík), Maren Pjetursdóttir (Engey),
Krogh (frá Smjörhúsinu) og Asta
Árnadóttir málari.
Bæjarstjórnin. Fundur 19. sept.
Fjarhagsáætlun iyrir 1908 til síð-
ari umræðu og var samþ. eftir all-
langar umræður um framkomnar br.-
till.
Samþ. var við fyrri umr., að taka
4000 kr. lán til að girða bæjariandið
og 2000 kr. til aðgerðar á barna-
skólaportinu.
Samþ., að 800 ferálnum af erfða-
festulandi Vilhj. Bjarnarsonar á Rauð-
ará verði breytt í byggingarlóð gegn því
að Vs kaupverðs (85 au. feralin) greið-
ist í bæjarsjóði.
Veganefnd lagði til, að Sveini
kaupm. Sigfússyni væri leigð land-
spilda, er hann hafði falað af Klepps-
landi til hafnarvirkja, 6X180 alnir
að stærð, til 25 ára, gegn 300 kr.
árgjaldi og með ýmsum skilyrðum.
Málinu vísað til hafnarnefndar til at-
hugunar. Þangað var og vísað beiðni
frá Gunnari konsúl Einarssyni um
land hjá Kleppi undir stakkstæði.
Birt svar stjórnarráðsins til bæjar-