Lögrétta - 24.06.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
115
Hann gat ekki kastað þungum steini
á ísiensku nefndarmennina fyrir það,
þótt þeir hafi ekki gert kröfu um,
að ísland sje kallað í lögunum „ríki“.
Þeim muni öllum hafa verið kunnugt
um, að jafnvel hinn stórtæki Þingvalla-
fundur 1907 kom sjer ekki að því, að
heimta það; sá maður, sem kom
fram með tillögu um það þar, var
látinn taka tillöguna aftur. Þeir hafi
ef til vill óttast, að þeir gerðu sig
hlægilega með slíkri kröfu fyrir okk-
ar fámenna þjóðfjelag. Enda höfum
vjer jafnan sjálfir kallað land vort
land, en ekki ríki. En samt sem áð-
ur: ef íslendingar vilja nú endilega
af einhverri fordild setja orðið „ríki“
inn í lögin, er ekki víst, að það
mundi verða þeim til falls í rík-
isþingi Dana, þar sem í athugasemd-
um Uppkastsins segir, að ísland sje
með lögunum „sett við hlið Dan-
merkur sem sjerstakt ríki“ (særlig
Stat), og undir þetta hafa allir dönsku
nefndarmennirnir skrifað. Hann áleit
sem sje, að þær breytingar væri ó-
hætt að gera á þýðingunni, er miða
til að gera þær hugsanir gleggri og
skýrari, er samkvæmt athugasemd-
unum, er Uppkastinu fylgja, eiga að
vera fólgnar í orðum Uppkastsins.
En enga efnisbreyting vildi hann láta
á því gera, svo vjer ættum það ekki
á hættu að það falli. Það væri svo
dýrmæt rjettindi og rjettinda-viður-
kenning, sem Uppkastið innihjeldi,
að hann vildi ekki verða valdur að
falli þess með atkvæði sínu. Hann
áleit Uppkastið í heild sinni ágætt.
Hann gat heldur ekki kastað steini
á netndarmenn vora, þótt þeir hafi
tiltekið dómsforseta hæstarjettar odda-
mann í gjörðardómnum. Þeir hafa
að líkindum minst þess, að alþingi
1867 og 1869 ákvað, að konungur
skæri sjálfur úr slíkum málum, eftir
að hafa fengið skýringar hlutaðeig-
andi dansks ráðherra og ráðherra ís-
lands. En þar sem hjer væri um
beint lögfræðislegt efni að ræða, væri
mjög eðlilegt, að oddamaður sje lög-
fræðingur. Og dómsforseta hæsta-
rjettar virtist honum engin ástæða
til að væna hlutdrægni.
Jens Pálsson gat þess, að hann
hefði svo nýlega talað um galla Upp-
kastsins á fundi í Hafnarfirði, að hann
gæti farið fljótt yfir. Hann vildi ekki
hafa hermálin sameiginlegt mál, því
að ísland ætti engin hermál og hann
vonaðist eftir, að það mundi aldrei
eiga þau. Hann vildi láta fá stór-
veldin til að viðurkenna ísland frið-
lýst eða hlutlaust ríki. Hann vildi
þó ekki, að Uppkastið fjelli. En þó
það yrði ekki að lögum, fanst hon-
um rjettarástand vort nú viðunanlegt.
Afleiðingin þyrfti ekki að verða sú,
að vjer færurn að berjast fyrir skiln-
aði. Hann áleit 9. gr. frv. svo illa
orðaða, að samkvæmt henni þyrfti
konungur ekki að taka til greina
kröfu alþingis um, að slíta samband-
inu í t. a. m. 5 málum. Ef ríkis-
dagurinn samtímis gerði kröfu um
að slíta aðeins sambandinu í einu
máli, og konungur staðfesti það, þá
hefði hann gert alt það, sem grein-
in ætlaði honum að gera.
Dr. Valtýr Guðmundsson benti
honum á, að íslensku nefndarmenn-
irnir hefðu sjálfir orðað þessa grein,
og að það mætti því ekki ætla,
að hún ætti svona að skilj-
ast. Hann benti honum einnig á, að
vopnlaust land hlyti jafnan að vera
hlutlaust, en til að fá þjóðaviðurkenn-
ingu fyrir hlutleysi, útheimtist sam-
kvæmt alþjóðarjetti, að hervarnir og
herbúnaður væri svo mikill fyrir
hendi, að hægt væri að sýna það
með hervörn og herverkum. Það
mundu engin dæmi vera til þess í
sögunni, að nokkur vopnlaus þjóð,
eða vopnlaust land, fengist friðlýst.
Hann kvaðst svo að lokum vilja
slá því föstu, að munurinn á skoð-
unum þeirra manna, er um sam-
bandsmálið hefðu talað hjer í dag,
væri ekki meira en svo, að þeir hefðu
allir lýst yfir því, að þeir vildu ekki
láta fella frumvarpið (Uppkastið).
Stúdent einn gerði þá fyrirspurn til
dr. Valtýs, þar sem hann hefði verið
einn þeirra, er á stúdentafundi í K,-
höfn hefði samþykt tillögu um, að
votta íslensku nefndarmönnunum þakk-
læti fyrir starf sitt og lofa Uppkast-
inu eindregnu fylgi sínu — hvort hann
nú væri enn á sama máli.
Dr. Valtýr svaraði hiklaust, að
skoðun sín væri óbreytt í því efni.
Hann vildi ekki breyta grundvelli
írumv. nje stofna því í hættu.
Tekjur landsímans
um 1. ársfjórðung 1908.
Símskeyti:
Innanlands..........kr. 1194,96
Til útlanda...kr.8402,50
Þar af hluti út-
landa.....—7037,41
Hluti íslands............— 1365,09
Frá útlöndum, hluti ís-
lands................-- 837,99
Símasamtöl...............— 3946,85
Talsímanotendagjald......— 1995,66
Aðrar tekjur.............— 397,46
Samtals kr. 9738,01
Reykjavík 20/6 ’o8.
í fjarveru landsímastjórans.
Smith.
Sannfæringarkraftur
Isafoldar.
Gestur: Hvernig líst þjer á frum-
varpið ?
Bóndi: Mjer leist nú svona og svona
á það í fyrstunni, en jeg er að sann-
færast betur og betur um það, að
frumvarpið sje í raun og veru ágætt,
eins og það er. Jeg hef nú ekki
önnur blöð en ísafold.
Gestur: Hver hefur þá sannfært
þíg-
Bóndi: Það er eiginlega ísafold.
Jeg sje ekki betur, en að allar að-
finningar hennar sjeu einskis virði,
og úr því hún getur ekki fundið neitt
verulegt að því, þá er það ekki hægt
— meina jeg — og þá hlýtur það að
vera ágætt.
(Haft eftir ferðamanni).
Siminn og sannleikurinn.
Einu sinni í fyrndinni hjelt alþýða
manna, að alt væri satt sem stæði í
blöðunum. Þeirri trú hefur hnignað.
Yms elstu blöð landsins hafa upp-
rætt hana.
Þegar síminn kom, hjeldu margir,
að hann mundi ávalt fara með sann-
leikann.
En það varð skammgóður vermir.
Núna um daginn t. d., þegar Ster-
Heilræði,
Gleymið ekki, þegar þjer gerið
samning um smíði á húsi handa yður,
að taka það fram, að það sje klætt
með
Viking-pappa.
Hann fæst hjá öllum verslunum
hf. P. J. Thorsteinsson & Co’s.
ling kom Skúlalaus og kálfurinn ó-
nýttist, sem þeir óháðu ætluðu að
gleypa Skúla til dýrðar, þá var ein-
hver landvarnarmaður spurður, því
þeir hefðu ekki haft vit á að síma
til Leith og spyrja um Skúla. Hann
svaraði því, að „það væri alt lygi,
sem síminn segði“. Það skyldi þó
ekki vera, að símafregnir landvarn-
urblaðanna hafi komið manninum á
þessa hjákátlegu skoðun?
Símskeyti
frá útlöndum.
Khöfn 19. júní: Samveldismenn í
Bandaríkjunum hafa tilnefnt Taft for-
setaefni af sinni hálfu.
Haraldur prins er trúlofaður Helenu
prinsessu af Glucksborg.
Færeyingar kvarta um það í „Na-
tionaltidende", að þeir missi rjett til
fiskiveiða við ísland eftir 25 ár og
heimta breyting á sambandslagafrum-
varpinu.
Vilhjálmur keisari hefur haldið ræðu
og hvatt til aukins herbúnaðar út af
Revalfundinum.
Kevalfundurinn.
Frá honum var sagt í símskeyti
12. þ. m. Þeir hittust við Reval á
skipum Rússakeisari og Játvarður
Bretakonungur og höfðu mælt sjer
þar mót. Sagt er, að sá fundur tryggi
vináttu með Bretum og Rússum, en
Bretum er mörgum ekkert vel við
það, allra síst eftir að það frjettist,
að Rússastjórn væri að taka aftur
það frelsi, er Finnlandi var áður veitt.
Íwlíind erlendis.
Ingimundur Guðmundsson bú-
fræðiskandidat frá Marðarnúpi hefur
fengið styrk hjá Búnaðarfjel. íslands
til þess að ferðast til Þýskalands og
afla sjer þar frekari þekkingar í fræði-
grein sinni.
Ingimundur tók í vor próf á Land-
búnaðarháskólanum í Khöfn með ó-
venjulega hárri einkunn. Hann er fóst-
ursonur og bróðursonur Björns á Marð-
arnúpi í Húnavatnssýslu.
Dr. Helgi Pjeturss hjelt tvo fyr-
irlestra í Berlín í vor um jarðfræði
Islands. Þaðan fór hann til Austur-
ríkis og Ítalíu, svo til Sviss og þaðan
til París og dvaldi þar nokkra daga.
En nú er hann kominn til Suður-Eng-
lands og verður þar við ransóknir um
tíma. Hann hetur lofað að leiðbeina
glímumönnunum hjeðan, þegar þeir
koma til Lundúna, en heim hingað
gerir hann ráð fyrir að koma seint í
næsta mánuði og fer þá að ferðast
hjer um landið.
Xaupbætir fögrjettu
er
Sj ómannalíf
eftir R. Kipling.
Nýir kaupendur, sem fengið hafa
blaðið, geta vitjað sögunnar til af-
greiðslumannsins á
Laugaveg'i 4 í.
„Eílir Gamla sáttmála“.
1.
Síðan ísland gekk undir Noregs-
konung hafa íslandingar ótal sinn-
um vitnað í Gamla sáttmála, eins og
eðlilegt er.
Seinast í gærkvöldi heyrði jeg stú-
dent einn lesa upp fundarályktun eina
frá Akureyri, þar sem samþykt var,
að semja skyldi við Dani um sam-
band Islands »eftir Gamla sáttmála".
Hann kvað einnig í sömu ræðunni,
að alþingismaður og nefndarmaður
Stefán Stefánsson hefði verið með
þessu og nú hefði hann svikið það alt!
Annan stúdent heyrði jeg einnig
í gærkvöldi segja, að ísland væri ein-
ungis í persónulegu sambandi við
Danmörku »eftir Gamla sáttmála«.
Til þess að gera sjer grein fyrir,
hvernig þetta persónulega samband
Islands var eftir Gamla sáttmála, þarf
\ að athuga tvent:
1. Hvaða vald Noregskonungur
ha0i, þá er gamli sáttmáli var gerð-
ur, og
2. Hvað stendur í gamla sátt-
mála.
Jeg minnist þess eigi, að íslend-
ingar hafi á síðari tímum athugað
rækilega fyrra atriðið, en hið síðara
hafa þeir nefnt ótal sinnum. Annað
mál er það, að íslendingum var full-
kunnugt um, hvaða vald Noregskon-
ungur hafði, þá er þeir gerðu „sam-
mæli" sín 1262 og hinn svo nefnda
Gamla sáttmála.
Þá er Haraldur hárfagri náði ein-
veldi yfir Noregi, óx konungsvaldið
mjög þar í lar.di, eins og alstaðar
varð raun á meðal germanskra þjóða,
þá er einhver einn konungur náði yf-
irráðum yfir heilu landi og öllum
landslýð, heilli þjóð. Þjóðkonungur-
inn fjekk þá sjálýstætt ríkisvald, og
þá er stundir liðu fram, vann hann
öll yfirráðin frá þjóðinni ogjafnframt
tók hann sjer sjálfur mikið vald upp
á eigið eindæmi. Þá er aldir liðu,
jukust einnig störf og ætlunarverk
ríkisvaldsins, og það var þá mark
og mið konungsvaldsins, að ná því
öllu undir sig. Noregskonungum tókst
það fyllilega á 13. öld. Konungs-
valdið var orðið afarsterkt í Noregi,
þá er ísland gekk undir Noregskon-
unf5 °g það varð enn ríkara á dög-
um Hákonar fimta, sem íslendingar
endurnýjuðu sáttmála sinn við.
Vald og rjettindi Noregskonungs
voru í stuttu máli þessi:
Konungurinn var óðalborinn til
lands og þegna. Það er komist svo
að orði um konung, að hann „eigi
alt ríkið og svo alt fólkið, er í er
ríkinu“. Valdsrjettur konungs var
skoðaður sem eignarrjettur. Af því
var það, að menn álitu konung eiga