Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.07.1908, Blaðsíða 2

Lögrétta - 22.07.1908, Blaðsíða 2
130 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/i—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. life“. Er þar í m. a. skrá yfir ioo þær bækur, er hann álítur síst mega vera ólesnar af hverjum þeim, er vill menta sig, og mun jeg síðar minn- ast á skrá þessa. Hann hefur sam- ið fræg rit um mannfræði, dýrafræði og jarðfræði. Með undrun virði jeg fyrir mjer þennan fjögramaka, og þótti ekki leiðinlegt að sjá, hvað hann er Islendingslegur; þó að ekki verði sagt, að neinn íslendingur sje honum líkur, nú. En svona starfs- þrótt hefur Snorri Sturluson haft, og ekki minna vit, en því sem nefnt er mannkosti ætla jeg ekki að jafna saman; þar mun best að þegja um Snorra; vjer búum að hans besta. Avebury lávarður sagði það sem mönnum mun þykja því skemtilegra að heyra, sem þeir vita betur hver maðurinn er — að hann teldi íslend- inga vera þá þjóð, sem lfklega mundi einna best búin að mannviti, þegar gætt væri að ástæðum. Honum þótti það eftirtektavert ágrip af sögu ís- lands sem feldist í þeim tölum, að á þjóðveldistímanum hefði fólkstalakom- ist fram úr 100,000, á einveldis- og einokunartímanum niður í eða niður úr 40,000, en færi nú aftur fram úr 80,000. Jeg fór fram á það við lá- varðinn, að hann tæki Heimskringlu eða Njálu upp í ioobestubóka-skrá sína, næst þegar bókin, er jeg nefndi, kæmi út; tók hann því vel, sagði, að Heimskringla væri óefað eitt af lista- verkum heimsbókmentanna (ónákvæm þýðing: „one of the classics of the world") og kvaðst ætla að lesa hana aftur. Það var auðheyrt, að Njála var honum ókunnari, og hefur hann líklega ekki lesið hana, enda erenn- þá örðugra að þýða hana án stór- skemda en Heimskringlu. Segi jeg svo ekki meira af því tali. Jeg fór síðan að skoða lávarðana, sem, eins og kunnugt er, eru ágætir af ætt sinni og auð og stundum fleiru, eins og Avebury lávarður. Hinir göfugu lávarðar töluðu um hesta og var það ekki illa til fallið. Virtijeg þá hábornu herra fyrir mjer með engu minni áhuga en gíraffana áður í dýragarðinum, enda er sumt líkt með hvorumtveggju. Jeg skoðaði lávarðana skemur en skyldi, því aðjegþurfti að fara norð- ur að Krossi til að taka á móti glímu- inönnunum okkar, en þeir komu nú raunar tkki í það skifti. Glímumenn- irnir æfðu sig hjer á flötinni miklu í staðinn og vöktu talsverða eftir- tekt þeirra íþróttamanna, er þar voru saman komnir. Þeir eiga að glíma á laugardaginn (11. júlí), ef veður leyf- ir. Því miður eru tveir þeirra (P. Sigfússon og G. Sigurj.) lasnir, og tvísýnt, hvort þeir geti tekið þátt í glímunni í það skifti. Helgi Pjeturss. Fundarskýrsla. Ár 1908, 8.júlí, var fundur settur og haldinn að Grund í Skorradal til að ræða sambandsmálið. Til fundarins höfðu boðað nokkrir kjós- endur í Borgarfjarðarsýslu. Bjarni Bjarna- son oddviti á Geitabergi var fundarstjóri og málshefjandi og kvaddi hann til skrif- ara síra Einar Thorlacius í Saurbæ. Fund- arstjóri byrjaði ræðu sína á því að þakka mönnum fyrir, að þeir hefðu sóttþenna fund, en sjerstaklega kvaðst hann þó vera ráðherranum þakklátur fyrir, að hann hefði orðið við þeirri áskorun manna, að sækja þennan fund, og bauð hann 1 nafni fundarboðenda vel kominn. Ástæðan til þess, að til þessa fundar hefði verið boðað, væri sú, að fyrir skömmu hefðu verið haldnir þing- málafundir í sýslunni og hefði þá málið verið skýrt af háyfirdómara Kr. J., en ekki nema frá einni hlið, en mönnum nægði það eigi, og því hefðu þeir skorað á hæstvirtan ráðherra að skýra málið betur. Taldi upp ýmislegt, sem út á frum- varpið væri sett, og óskaði skýringa á því, að hve miklu leyti þær aðfinslur væru á rökum bygðar. Því næst talaði ráðherra og skýrði upp- kast nefndarinnar grein fyrir grein og sýndi þá kosti, er Islandi væru veittir með þvf, með langri ræðu, en er henni var lokið, bauð fundarstjóri mönnum að hafa orðið. Tók þá til máls Stefán Guð- mundsson á Fitjum og taldi upp ýmis- legt, er honum þætti athugavert við frum- varpsuppkastið, og ýmsar breytingar, er æskilegt væri að gerðar yrðu á því. — Þeirri ræðu svaraði aftur ráðherrann: hrakti ástæður fyrri ræðumanns og taldi æskilegt, að frumvarpinu yrði ekki breytt, því með breytingum yrði því stefnt í voða, og færði mjög ítarlegar ástæður fyrir því. Teiturfrá Grímastöðum gerði þá spurn- ingu, hvort uppkastið væri samningur eða lög, og svaraði ráðherra því með fám orðum og taldi það samning, sem á sínum tíma ætti að verða lögfestur. Halldór skólastjóri á Hvanneyri tók því næst til máls og taldi upp nokkra agnúa, er væru á frumvarpinu, enda þótt hann teldi mikið hafa á unnist. Því svar- aði ráðherra og tók fram, að með Gamla sáttmála hefðum við að ýmsu leyti glatað frelsi voru, en nú, ef vjer bærum gæfu til að samþykkja frumvarp sambands- laganefndarinnar, yrðum við sjálfstætt og frjálst land. Ut af fyrirspurn frá einum fundarmanni um, hvort eigi mætti breyta einhverju í samningnum, tók ráðherra fram, að ef einhverju væri breytt, mundi frumv. vera stofnað í hættu og Danir neita að sam- þykkja það og vjer þannig tapa öllu því, er áunnið væri með frumvarpinu, og vildi hann þvíráðleggja mönnum að samþykkja það óbreytt. Ráðherrann þakkaði að lyktum fund- armönnum fyrir, hve vel þeir hefðu gefið gaum ræðum sínum, þó langar hefðu verið. Að síðustu var borin upp þessi fund- arályktun frá 12 mönnum: „Fundurinn lýsir fullu trausti á ráðherra Islands og ánægju yfir gerðum sambands- nefndarinnar". Samþykt með 25 atkv., ekkert atkv. móti. Alls var á fundinum um 60 manns. Þar af milli 40—50, sem höfðu atkvæðisrjett. Fundi slitið. B. Bjarnason. Einar Thorlacius. Jónas Lie dáinn. Lát hans frjettist með símskeyti 6. þ. m. En hann var eitt af þeim skáld- um Norðmanna, sem á síðustu ára- tugum næstliðinnar aldar báru nafn Noregs fram til frægðar út um allan hinn mentaða heim. Lie er fæddur 6. nóv. 1833. Faðir hans var lögfræðingur og embættis- maður, svarandi til þess sem sýslu- menn eru hjer á landi. En lengra fram er hann kominn af bændaætt- um og koma ættmenn hans fyrst við sögur á 18. öld með Jónasi Moosen Stortien, eða J. M. í Stóruhlíð. Það- an er stytt ættarnafnið. En móðið Lies var Finnaættar. Ætt og upp- runa hans hefur Árni Garborg ná- kvæmlega lýst í bók, sem út kom á 60 ára afmæli Lies. Lie gekk skólaveginn eftir vilja föður síns, en móti skapi sínu, og útskrifaðist af »Stúdentafabrikkunni«, sem svo var nefnd, í Kristjaníu, og hafði verið þar samtímis þeim Vinje, Ibsen og Björnson. Eftir það las hann lögfræði og varð málaflutn- ingsmaður í Kongsvinger 1859. En nokkrum árum síðar varð hann gjald- þrota ístóru peningamannahruni, hafði þar mist aleigu sína Og skuldaði stór- fje. En ekki er honum sjálfum kent um, að svo fór, og hafði hann ver- ið mjög samviskusamur í viðskiftum og starfsamur. Hann settist þá að í Kristjaníu og átti við mjög þröngan kost að búa í nokkur ár, hafði ofan af fyrir sjer með blaðamensku og tækifærisskáldskap. Haustið 1870 kom fyrsta skáld- saga hans út, „Den fremsynte", hjá Hegel í Khöfn, og með henni hefst skáldfrægð Lies fljótt. Hann fjekk þá skömmu síðar skáldstyrk hjá stór- þinginu, eins og þeir Björnson og Ibsen höfðu áður fengið, fór úr landi og settist að í Róm. Næstu 30 árin er hann lengstum erlendis, á Ítalíu, í París og á Þýskalandi, en kemur að eins heim til Noregs við og við. Á þessum árum rak hvert skáldritið frá honum annað, svo að eftir fáa rithöfunda á Norðurlöndum liggur jafnmikið verk. Lie eignar konu sinni, Thomasine, mjög mikinn þátt í rit- verkum sínum, en hún var dáin nokkru á undan honum. Um það bil er Lie varð sjötugur, fluttust þau heim til Noregs og settust þar um kyrt. Ekkert af hinum stærri skáldritum Lies er þýtt á íslensku, en ýmsar af hinum smærri sögum hans eru til í þýðingum til og frá í blöðum og tímaritum. Sagan endurtekur sig. Landvarnarblaðið Ingólfur hamast nú á móti sambandsmálinu, og það kemur stöðugt greinilega í ljós, að blaðið vill ekki lengur, að ísland sje frjálst sambandsland Danmerkur, | heldur vill algerðan skilnað og ekk- ert annað. Landvarnarfjelagið og blað þess var stofnað fyrir 6—7 árum með þeirri stefnuskrá, að losa sjermál vor algerlega undan eftirliti og áhrifum Dana, sjerstaklega að fá þau út úr ríkisráðinu, og að vinna á sama grund- velli og Jón Sigurðsson að því mark- miði, að ísland gæti orðið frjálst sambandsland Danmerkur. Það voru þeir Jón Jensson yfirdómari Og Einar Benediktsson sýslumaður, sem voru forkólfar þeirra samtaka. Þeim varð gott til liðs, því að stefnuskrá Jóns Sigurðssonar er vinsæl og hefur jafnan þótt viturleg og heillavænleg landi voru. Jafnvel Guðlaug Arasen og Garðaklerkurinn, síra Jens, þóttust endilega þurfa að yfirgefa Þjóðræðis- flokkinn og vera nú með í Landvörn- inni. En Jón Sigurðsson var eindreginn sambandsmaður alla tíð og barðist á Þingvöllum 1873 tnjög fastlega á móti skilnaðarstefnunni, sem þá rak þar fyrst upp höfuðið verulega. Eftir þann fund er mælt að Jón Hjaltalín landlæknir (eða Pjetur biskup) hafi sagt við Jón Sigurðsson: „Nú er vakinn upp sá draugur, sem þú getur nú ekki sjálfur kveðið niður“. Og líkt hefur farið fyrir Landvarn- arforkólfunum. Inn í fjelag þeirra ruddist allskonar lýður með margs- konar pólitiskar skoðanir, auk mál- efnasambandsmanna einnig konungs- sambandsmenn, skilnaðarmenn og hreinir lýðveldismenn. Hinir tryggu Jóns Sigurðssonar- liðar fóru brátt að missa alla stjórn flokksins og stefnu hans og „leiddu sjálfir asnann inn í herbúðirnar" með því, að gera Bjarna frá Vogi að rit- stjóra sínum, — sem verið hefur frá upphafi beint skilnaðarmaður. Svo bætist Ari Jónsson í hópinn og verður meðritstjóri, beinharður skilnaðarmaður, ettir að skilnaðarblað hans, Dagfari hinn austfirski, sálaðist. Og nú er svo komið, að landvarn- arblaðið er orðið hreint skilnaðarblað, og þeir, sem flokknum stýra, Ari og Bjarni, Benedikt og Þorsteinn Erlings- son, eru skilnaðarmenn. En hinir, sem tryggir hafa verið hinni upprunalegu stefnu flokksins, sambandsstefnunni, stefnu Jóns Sig- urðssonar, þeir hafa orðið að flæm- ast burtu sumpart úr fjelaginu og sumpart úr stjórn þess. Því að þegar þeir geta ekki ráðið neitt við ofstækið og gauraganginn, þá vilja þeir ekki bera lengur ábyrgð á framferðinu og flaninu. Hjer var enn á ný sá draugur vak- inn upp, sem þeir gátu ekki sjálfir kveðið niður. Þannig endurtekur sagan sig. Sambandsmaður. Þjóðernismálefni. (Niðurl.).----- Viðauki. Vara þarf þá, er málið rita, við því, að vera mjög fljótir á sjer að stafsetja eftir latmœlum, þó þau sjeu orðin nokkuð almenn. Þar eiga þeir einmitt að vera á verði, leiðbeinandi og leiðandi, til að sporna við því, að málið spillist. En lat- mœlin eru því ekki öllu hættuminni en dönskusletturnar. Hvoru tveggja þarf að verjast. Latmæli er t. d. það, að segja „á stað“, þar sem meint er af stað, og allir hljóta að sjá, hvílík málvilla það er. Enda hafa margir, einkum nyrðra, enn hinn rjetta fram- burð, og ef til vill fleiri en ætlað er, því í skjótum framburði getur af stað heyrst á stað. Og þó er langt síðan sumir fóru að rita „á stað"! Latmæli er Hka að bera fram: gera, gerði, gert, gerum, í stað hins upp- runalega: gj'óra o. s. frv. Sú breyt- ing er nú orðin almenn; en flestir segja enn: gj'órla, gj'órð, gj'órrœði o. s. frv. í öllum samsetningum þess orðs. Og á meðan sýnist það vera hið eina rjetta, að halda í riti við hið forna í 'óllum myndum orðsins. En í þess stað hafa sumir rithöfundar hlaupið fram fyrir á breytingaleið- inni: ritað gerla, gerrœði o. s. frv., sem enn er sjaldgæft í daglegu tali. Eftir þessu má búast við, að bráðum verði ritað: »láda«., »iaga«, »hlauba«, fyrir: láta, taka o. s. frv., þar eð Sunnlendingar hafa tekið upp þau latmæli á síðari hluta 19. aldar. Er þetta ekki athugavert efni? Br. J.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.