Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.08.1908, Blaðsíða 1

Lögrétta - 05.08.1908, Blaðsíða 1
LOGRJETTA = Ritstjóri: ÞORSTEINN GlSLASON, Þingholtsstræti 17. as- M 35. Tt eykjsivík 5. ág’úst 1908. III. árg. vCr ' HTh'AThomsen • \S/ ,<*• 'P HAFNfiRSlR I7 l819202l22-KDUS 12-LÆKJAKT1-2 • REYKJAVIK* Eins og vant er með hverri ferð, þá kom nú með »Ceres« feikna mikið af nýjum úrvalsvör- um í allar deildir. í Yefnaðarvörudeildina komu meðal annars (»0 tegundir af sjöl- um — 1 af hverri tegund —, yfir 100 teg. af rúllugardinum, regn- hlífar, sólhlífar, skófatnaður o. m. m. fl. í Klæðskeradeildina kom mjög mikið af nýjum ogsterkum fata- efnum, regnkápum, peysum, hött- um, húfum, slifsum, göngustöf- um o. s. frv. Skoðið fyrst verð, gæði og úr- val annarstaðar, koinið svo í og pfírswsi hetur til sölu: Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sögubækur. Barnabækur. Pappír og ritföng af ýmsum tegundum með ágætu verði. io aura brjefsefnin góðu o. fl. Um sjávarútveginn. Sá atvinnuvegur landsmanna, er iangmesta peninga flytur inn í landið, •er sjávarútvegurinn. Þeir peningar námu nær 9 milljónum 1905, eða 3- falt meira en fyrir útfluttar landbún- aðarvörur fjekst. Alþingi og stjórn styður mjög og styrkir landbúnaðinn, eins og fjár- Jögin bera með sjer, og þarf enginn að sjá oísjónum yfir því; hann þarf þess með. En sjávarútveginn má ekki hafa mjög mikið útundan. það eru svo margir af landsmönnum, sem af hon- um verða að hafa viðurværi sitt, en samkepni og yfirgangur útlendinga hjer við land eykur örðugleikana ár frá ári. Sægur af enskum, þýskum og frönskum botnvörpungum skafa fiski- miðin viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, og nú í sumar hafa margir tugir gufuskipa, sjerstaklega norskra, haft bækistöð sína í Hafnarfirði og stundað þaðan veiðar á fiskimiðum voruin. Er því ekki að undra, þótt veiðarfæri landsmanna eigi ekki víða friðland, ekki síst sakir þess, að fiski- mið landsmanna eru svo víða fyrir utan landhelgislínuna. Frekja og yfirgangur síldveiða-gufu- skipa fyrir norðan land, við Siglu- fjörð og Eyjafjörð, er nokkuð kunnur frá síðasta sumri, en vargaskapur út- lendra botnvörpunga og línufiskara er þó ekki síður kunnur æðimörg ár á nær því öllum fjörðum og flóum landsins. Hvernig ætli sveitabændunum lit- ist á blikuna, ef þeir kæmu einn góð- an morgun út á túnin sín og engin og sæju þar þau vegsummerki, að sægur af stóðhrossum hefði vaðið yfir grasbreiðurnar, nagað alt upp og troðið, og öll amboð, ljáir, orf og hrífur brotið og bramlað og týnt. En þessu líkar búsifjar verða sjáv- arbændurnir að þola viku eftir, mán- uð eftir mánuð, ár eftir ár. Þeir kaupa sjer fyrir ærið fje net og kúlur, teina og lóðir, öngla og beitu, róa með þetta út á fiskimiðin sín og leggja veiðarfærin niður í því trausti, að geta aflað í þau björg handa sjer og fjölskyldu sinni. En þá er þeir vitja um þau síðar, þá finst ekkert eftir nema einhver slitur og stubbar, sem þeir verða að kraka upp af sjávarbotni. Botnvörpungar hafa sætt lagi að næturlagi og dreg- ið vörpu sína yfir hin nýlögðu veið- arfæri landsmanna þver og endilöng og kubbað og slitið alt í sundur. Eða línufiskari hefur lagt línur sínar yfir þau, fest sig í þeim, dregið þau upp, hirt úr þeim fiskinn, skorið þau síðan sundur í tætlur og kastað svo öllum ræflunum niður á sjávarbotn. í síðari hluta júlímánaðar í fyrra var talsverður fiskur í Garðsjónum og útlitið álitlegt. En um það bil sem glaumurinn og gleðið yfir kon- ungskomunni stendur sem hæst hjer í Rvík, laumast nokkrir botnvörpung- ar á næturþeli inn á aðalfiskisvæðið, draga botnvörpur sínar yfir það þvert og endilangt alla nóttina, svo þegar landsmenn fara að vitja veiðarfæra sinna morguninn eftir, er alt horfið, enginn spotti nje öngull finnanlegur, og ekkert bein fæst á þessu svæði úr sjó í heila viku á eftir, — svo rækilega hafði skafið verið. Það varð því lítið um konungsveislurjetti hjá Garðbúum og Leirumönnum þá dag- ana. Þetta eru víti, sem ill eru aðgerð- ar, en sárt að þurfa að þola bótalaust. Það er erfitt að fyrirbyggja þjófn- að og rán og gripdeildir á landi, en ennþá erfiðara reynist að hafa hemil á þessu á sjónum, þar sem vargarn- ir þjóta um hundruðum saman, er ekki hugsa um nokkurn skapaðan hlut annan, en að sölsa í sig sem mestan afla á sem stystum tíma og með hverjum þeim hætti sem hendi er næstur. Dæmin eru svo mýmörg um það, hversu óskammfeilnir þessir vargar eru, hversu þeir vaða yfir alt, sem fyrir verður, brjóta jafnvel skip og sökkva mönnum í sjó, að óþarft er að orðlengja um það. En þó er atvinnuvegi sjómanna jafnvel enn meiri hætta búin jafnan af æði sjáfarins og vindanna. Flestum mun vera minnisstæð voða- veðrin 7 apríl 1906 og 7. mars 1907, — og þó eru þau svo sem ekki nein eins dæmi. Það er stórkostlegt og jafnframt hörmulegt skarð, sem æði sjávarins heggur í fylkingu íslensku sjómannanna árlega og það tjón sem þeir líða árlega á skipum, veiðar- færum og afla. Almenningur rumskar dálítið endr- um og sinnum, þegar mestu ósköp- in dynja yfir, en lítið vill verða úr aðgerðum og framkvæmdum og bráð- lega halla menn sjer aftur út á kodd- ann og sofna. Það vaknaði talsverður áhugi hjá mönnum á árunum 1890—1900 á því að breyta sjávarútgerðinni í veiði með þilskipum. Menn fengu sjer „kúttera" frá útlöndum tugum sam- an í því trausti, að veiðin á þeim yrði vissari og lífi sjómanna minni hætta búin en á opnu skipunum. En reynslan hefur ekki viljað sýna það, að með þessari breytingu hafi menn himinn höndum tekið. Mannskaðinn mikli 7. apr. 1906 opnaði augu manna fyrir því, að líf sjómanna væri í háska á „kútterunum", og gróðinn á þessari fiskiaðferð hefur reynst svo vafasamur, að nú fækkar aftur ár frá ári „kútterum" þeim, er til fiskjar ganga. Hugir manna hneigjast nú að fiski- veiðum með botnvörpum og með mótorbátum; — en trygga reynslu hafa menn þó enn ekki fengið á því, hve arðsamar þær veiðiaðferðir muni verða landsmönnum yfirleitt og hve lífi sjómanna muni vel borgið vera á mótorbátum. Fiskiveiðar á opnum skipum haia óneitanlega ýmsa kosti — þrátt fyrir alla lífshættuna — sem eru því vald- andi, að engar líkur eru fyrir því, að sú aðferð muni leggjast niður á fjörð- um og flóum við strendur landsins. Enda er þessi veiðiaðferð enn þann dag í dag mjög tíðkuð víðs vegar hjá mentaþjóðunum, sem lengra eru þó komnar í verklegum framförum en vjer. Þau eru svo tiltölulega kostnaðar- lítil, opnu skipin, þau þola svo undra vel storma og hafrót, sjeu þau sterk, vel bygð og alt til þeirra vandað, og afli þeirra er svo notasæll og bú- drjúgur. Botnvörpungar eru svo dýrir og öll útgerð þeirra svo kostnaðarsöm, að íjarstæða væri að vænta þess, að þeir geti orðið aðalveiðiskip sjávar- bænda. Opna mótorbáta ætti enginn að nota til fiskiveiða hjer við land; þeir eru verstu sjóskip, sem til eru, jafn- skjótt sem stormar og öldur rísa. Þá er nær því ómögulegt að verja þá ágjöf og þeir sökkva eins og steinninn. Aftur á móti eru allar líkur til, að mótorbátar með þiljum muni reyn- ast hentug veiðiskip allvíða hjer við land. En notkun þeirra útheimtir bæði aðgætni og kunnáttu, og trygga og góða bátahöfn. Til eflingar og tryggingar sjávar- útvegi og fiskiveiðum mætti benda á þessi atriði: 1. Það þarf að rannsaka víðsvegar með ströndum landsins, hvar hentugar væru hafnir fyrir mó- torbáta með þiljum. Hjer við Faxaflóa sunnanverð- t. a. m. þarf að rannsaka, hvort eigi mundi auðið, án mjög veru- legs kostnaðar, að búa til höfn úr Hópinu í Grindavfk. Það liggur í augum uppi, hve atar- mikið gagn gæti orðið að því fyrir allan þann sæg af fiski- skipum, er að öllum jafnaði stunda veiðiskap mikinn hluta vetrarvertíðar fyrir sunnan og austan Reykjanes — að geta hleypt þar inn í aftökum. Samskonar rannsókn þarf fram að fara í Höfnum, á Miðnesi, við Hafnarfjörð, Álptanes og víðar. 2. Rannsaka þarf einnig, hverjar umbætur gera þurfijá'lendingum, þar sem opin skip ganga til út- róðra. 3. Stofna þarf og veita fjárstyrk til stofnunar vátryggingarfjelaga á opnum skipum og mótorbát- um í verstöðum. 4. Greiða ætti bætur (af botnvörp- ungasektum) fyrir veiðarfæra- spjöll og eyðilegging, er menn verða fyrir af botnvörpungum og línufiskurum. 5. Setja ætti ráðanauta í fiskiveiða- málum. Eins og ráðanautar í landbúnaðarmálum hafagert mj ög mikið gagn á margvíslegan hátt, eins mundu og ráðanautar í fiskiveiðamálum verða sjávarút- gerð og fiskiveiðum mjög gagn- legir, geta veitt sjávarbændum og útgerðarmönnum'margskonar aðstoð, geta gefið upplýsingar og bendingar um mörg atriði og verið yfir höfuð góðir og fróðir milliliðar milli sjávarbænda og sjávarútvegs annars vegar, en landstjórnar og alþingis hins vegar. 6. Stofna ætti kenslu í notkun mó- torvjela og allri meðferð mótor- báta. Enda þótt mótorvjelar sjeu ekki margbrotnar, þá þarf þó talsverða kunnáttu til að geta beitt þeim og gætt þeirra á rjett- an hátt. Það gildir sama regla um þær sem aðrar vjelar, að þær vinna því að eins fult verk og geta orðið endingargóðar að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.