Lögrétta - 19.08.1908, Síða 1
LOGRJETTA
== Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17.
M 38.
Reykiavík 19. ágást 1908.
III. árg.
vCy •hthathomsen-^,<5V
fii 4
'H&FNARSTR-17-18'1920 21-22 - KOUS-1-2-LÆKJART- \l
• REYKJAVEK *
Hin vidurkendu ágætu og
sótlitlu
Kol
Arinbj. Sveinbjarnarsoir
hefur til sölu:
Ljóðabækur.
Söngbækur.
Fræðslubækur.
Sögubækur.
Barnabækur.
Pappír og ritföng af ýmsum tegundum
með ágætu verði.
io aura brjefsefnin góðu o. fl.
Sambanðsmálið
í erlendum blöðum.
Stokkhólms-tíðindi,
stórt blað og merkt, flytja I. þ. m.
ritstjórnargrein um sambandsmálið.
Áður hatði blaðið skýrt frá innihaldi
frumvarpsins og byrjar þessi grein á
því, að vísa til þéss. En um leíð
segist blaðið hafa látið í Ijósi þá von,
að þrætunni væri lokið um rjettar-
stöðu íslands í sambandinu við Dan-
mörku, og sjer hafi virst þau mála-
lok fullnægjandi, þar sem ísland verði
samkvæmt netndarfrumvarpinu frjálst
og sjálfstætt land, konungsríki, í mál-
efnasambandi við Danmörku.
„En því miður virðast nú ófriðar-
öldurnar rísa hærra, en nokkru sinni
áður", segir blaðið, „og stór flokkur
á íslandi, sem virðist hafa líkur til
að ná meiri hluta á alþingi, heimtar,
að sambandið milli Danmerkur og
íslands verði enn lausara en því er
ætlað að verða eftir nefndarfrum-
varpinu".
„Þetta er auðsjáanlega óham
ingjuleg og hættuleg stjórnmála-
stefna", segir blaðið. „Og það er
hryggilegt, að þeir, (sem henni fylgja),
skuli láta flokkadeilurnar kæfa hjá
sjer rödd heilbrigðrar skynsemi. En
et þeir gæfu henni nokkurn gaum;
sæju þeir, að líkindi eru ekki til, að
Danmörk geti farið lengra, nje vilji
fara lengra, en hún hefur farið í til-
boði sínu. Því hefur reyndar verið
haldið fram af íslenskum stjórnmála-
rithöfundum og af einum sænskum,
að ísland sje nú, samkvæmt rjettar-
stöðu sinni, ríki með fullveldi, í per-
sónusambandi, en ekki málefnasam-
bandi, við Danmörku. Sú rjettar-
staða grundvaliast á sáttmálanum frá
1262, er Danir vilja ekki viðurkenna,
að sje enn í gildi. En verði nú frum-
varp nefndarmannanna samþykt, þá
er með samkomulagi beggja málsað-
ila fenginn nýr rjettargrundvöllur.
Persónusambandshugmyndin er úr
sögunni, en í stað persónusambands,
sem aðeins er viðurkent af öðrum
málsaðila, fæst málefnasamband með
viðurkenningu um fullveldi Islands
frá Danmerkur hálfu. Það er ólík-
legt, að Islendingar taki ekki slíku
tilboði með þökkum".
Því næst skýrir blaðið frá flokka-
skiftingunni hjer í landinu og er sú
frásögn rjett að öðru en því, að nöfn-
in á flokkunum ruglast hjá höfund-
ínum. Hann segir, að atkvæðagreiðsla
þingmálafundum hafi víða farið á
móti frumvarpinu. Sumir vilji fella
jað, aðrir breyta því. En hann seg-
ist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir
3ví, að verði frumvarpinu breytt, þá
felli ríkisþingið danska það viðstöðu-
laust.
Þar sem nú sakir standi svo, seg-
ir blaðið, að vonandi sje, að menn
komi sjer hjer saman um að taka
frumvarpinu óbreyttu. „ Verði það eigi
gert, fellur frumvarpið, og alt situr
við það sem nú er. Það verður að
byrja alt upp aftur að nýju, og það
munu líða langir tímar, áður frá Dan-
mörku komi aftur jafnfrjálslegt til-
boð og þetta".
Mag. Holger Wiehe,
sem er manna fróðastur um íslensk
mál af Dönum og aldrei hefur til
þeirra lagt öðruvísi en svo, að hann
hefur viljað gera okkar kost sem
bestan, ritar nú um sambandsmálið
í blaðið „Köbenhavn".
Hann segir að margir muni undr-
ast frjettirnar, sem nú berist frá ís-
landi, um mótstöðuna gegn sambands-
lagafrumvarpinu. „Og jeg held
segir hann, „að ef mönnum væri hjer
kunnugt um allar rangfærslurnar á
einstökum atriðum frumvarpsins, sem
andstæðingar þess leyfa sjer að bera
fram, til þess að spilla fyrir málinu,
mundi mörgum gremjast". Hann er
ekki heldur að hampa því. Til þess
að draga úr róstufregnunum, kveðst
hann vilja sýna mönnum, hvað merk-
ir menn og skynsamir á íslandi segi
um málið, og gerir svo útdrátt úr
grein Jóns Jónssonar sagnfræðings í
„Reykjavík" 14. f. m. Hann skýrir
frá því, að Jón hafi áður verið í land'
varnarflokknum, en að margir hinir
bestu menn þéss fldkks sjeu nú með
1
frumvarpinu, svo að sá flokkur get
nú með rjettu kallast shöfuðlaus her«
»Óskandi væri, að heilbrigðri skyn
semi tækist að opna augu íslend
inga, áður en það er orðið of seint
fyrir 10. september, svo aðþeirsjái
hvað rjett er og satt af því, sem
fram er borið í þessu máli«, segir
höf. í enda greinar sinnar.
Hann er einn fárra danskra manna,
sem stöðugt lesa íslensk blöð, og
það er ekki að undra, þótt hon-
um ofbjóði, er hann sjer, hvernig
frumvarpið er skýrt fyrir Islending-
í andstæðingablöðum þess.
t
og yfir höfuð merkismaður í hví-
vetna.
Hann fluttist hingað til Reykjavík-
ur vorið 1906 og átti hjer heima eft-
ir það. Síðastl. ár dvaldi hann um
tima erlendis.
Þorsteinn Jónsson,
áður læknir í Vestmannaeyjum, and-
aðist hjeríbænum síðastl. fimtudags-
kvöld, fjekk heilablóðfall um morg-
uninn og lá úr því meðvitundarlaus
þar til hann dó. En sjúkur hafði
hann verið frá því snemma í vor, því
þá kom hið sama fyrir, að hann
fjekk heilablóðfall, en var nú fyrst
farinn að ná sjer að nokkru eftir það
síðustu vikurnar áður en hann dó.
Hann var fæddur 17. nóv. 1840
Miðkekki í Stokkseyrarhreppi, út-
skrifaðist úr skóla 1862 og tók próf
í læknisfræði hjá Hjaltalín landlækni
1865. Sama ár varð hann læknir í
Vestmannaeyjum, var fyrst settur til
að gegna embættinu í tvö ár, en fjekk
þá veitingu fyrir því. Hann var lækn-
ir Eyjamanna í 40 ár, en sagði af sjer
embættinu haustið 1905. Hann var
dugnaðarmaður mesti og var lengi for-
gangsmaður Eyjamanna í flestum mál-
um og um eitt skeið þingmaður þeirra.
Kona hans var Matthildur Magn-
úsdóttir frá Fjarðarhorni í Helgafells-
sveit, og er hún dáin fyrir nokkrum
árum. Þau áttu 5 börn, er upp kom-
ust, 3 syni, Magnús prest á Mosfelli
í Mosfellssveit og Jón kaupmann hjer
í Rvík, en hinn þriðji, Guðmundur,
er í Vesturheimi, og tvær dætur, Mar-
grjeti, gifta J. Bjarnasen fyr verslun-
arstjóra í Vestmannaeyjum, nú íVest-
urheimi, og Guðrúnu, gifta Ágústi
útvegsbónda í Vestmannaeyjum.
Þorstéinn Iæknir var gáfumaður
með afbrigðum, næmur og minnug-
ur mjög; hann talaði og skrifaði ýms
útlend mál, svo sem frönsku, ensku,
þýsku og dönsku; var yfileitt fróð-
leiksmaður hinn mesti, lagði einkum
stund á náttúrvísindi og átti brjefavið-
skifti um þau efni við ýmsa merka menn
erlendis. Náttúrugripasafninu hjer var
hann altaf góður styrktarmaður, sendi
því árlega, meðan hann var í Eyj-
unum, mikið af fásjeðum fiskum m.
m. Náttúrugripasafni háskólans í K-
höfn sendi hann og ýmsa slíka gripi.
Fjekk og frá háskólanum heiðurskjal
fyrir það. Hann var áhugasamur um
almenn mál, ágætur heimilisfaðir, bú-
höldur góður, manna hreinskiftnastur
Yfirlýsing.
Jeg undirskrifaður, Ólafur Sæmunds-
son, prestur í Hraungerði, lýsi því
hjer með yfir, að jeg hef boðið mig
fram til þingmensku fyrir Árnessýslu-
kjördæmi við kosningar þær, er fram
eiga að fara 10. sept. þ. á. sam-
kvæmt konungsbrjefi dags. 8. maí
síðastliðinn.
Þessa yfirlýsingu gef jeg í opin-
beru blaði vegna þess, að mjer hefur
ekki gefist kostur á, að ferðast um
sýsluna eins og hinum frambjóðend-
unum til þingmenskunnar, svo að
mörgum kjósendum mun enn ókunn-
ugt um, að jeg hef boðið mig fram.
Þessir hafa heitið að styðja kosn-
ingu mína:
Ásgeir Blöndal, læknir á Eyrar-
bakka, Einar Brynjólfsson, oddviti í
Villingaholtshreppi, Gísli G. Scheving,
hreppstjóri í Selvogi, Gísli Jónsson,
prestur á Mosfelli, Gísli Guðmunds-
son, dbrm. í Bitru, Gísli Skúlason,
prestur á Stóra-Hrauni, Guðm. Guð-
mundsson, óðalsbóndi í Vælugerði,
Guðm. ísleitsson, óðalsbóndi á Stóru-
Háeyri, Guðm. Snorrason, oddviti í
Hraungerðishreppi, Guðm. Sæmunds-
son, barnakennari á Stokkseyri, Guðm.
Þorvarðarson, hreppstjóri í Sandvík-
urhreppi, Jón Árnason, óðalsbóndi í
Þorlákshöfn, Jón Einarsson, hrepp-
stjóri í Eyrarbakkahreppi, Jón Jón-
asarson, hreppstjóri í Stokkseyrar-
hreppi, Júníus Pálsson, sýslunefndar-
maður Stokkseyrarhrepps, Kristján
Jóhannesson, verslunarstjóri á Eyrar-
bakka, Olafur Briem, prestur á Stóra-
Núpi, P. Nielsen, verslunarstjóri á
Eyrarbakka, Sigfús Thorarensen, óð-
alsbóndi í Hróarsholti og V. Briem,
prófastur á Stóra-Núpi.
Hraungerði 9. ágúst 1908.
Ólaýur Sœmundsson.
Glímumennirnir
í Lundúr.um.
í 34. tbl. „Lögr.“ var skýrt frá
komu þeirra þangað og fyrstu glímu
þeirra þar, 11. f. m. Eftir það æfðu
þeir sig til 25. f. m. og glímdu þá
aftur opinberlega. Daginn áður hafði
Jóhannes Jósefsson meitt sig í grísk-
róinversku glímunni, eins og áður er
sagt, og glímdi hann því ekki með
fjelögum sínum þarna. En við þetta
tækifæri rjetti drotning honum heið-
ursskjal í viðurkenningarskyni fyrir
frammistöðu hans. 11. júlí höfðu
glímurnar haft fáa áhorfendur, en
þennan dag, 25, júlí, var fjöldi áhorf-