Lögrétta - 23.09.1908, Síða 2
174
L0GRJETTA.
Lögrjetta kemur á út hverjum miö-
vikudegi og auk þess aukablöð viö og viö,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg.
á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli.
Skrifstofa opin kl. 10*/i—11 árd. og kl.
3—4 síöd. á hverjum virkum degi.
Innheimtu og afgreiöslu annast Arinbj.
Sveinbjarnarson, Laugaveg 41.
er þingið í fyrra sumar veitti honum
skáldlaun tyrir þær.
Mynd er framan á kápu „Heiðar-
býlisins", teiknuð af höfundinum, og
á að sýna heiðarbýli þeirra Höllu og
Ólafs á skammdegismorgni, með ljósi
í glugganum, er fram snýr.
Brjef úr Skagafirði.
Þetta sumar hefur verið eitthvert
hið hagstæðasta fyrir landbændur,
grasspretta í góðu meðallagi, nýting
hin besta, allgóður fiskafli og gæftir
á sjó. En verslunin er slæm, út-
lenda varan dýr, en sú innlenda í
lágu verði. — Hjer hefur mikið geng-
ið á síðari part þessa sumars með
að „agitera" á móti millilandanefnd-
arfrumvarpinu, og hafa að allmargra
dómi verið brúkuð þau meðul, er heið-
virðum mönnum þykir ekki sæma; til
dæmis telur einn presturinn okkar sín-
um miður vel uppfræddu sóknarbörn-
um trú um, að eftir frumvarpinu sjeu
íslendingar skyldir að hlýða, hvenær
sem Dönum þóknist að kalla þá til
hersins, „og láta líf og blóð fyrirþá",
sem aldrei hafi heyrst tyrri; einnig
að frumvarpið afsali okkur land-
helginni til Dana, og svo fleiri stór-
lygar, sem hann flytur. Þessu líka kenn-
ingu flytja og nokkrir kaupmenn og
skóarar. Yfirleitt eru það nú sömu
mennirnir, sem vilja eyðileggja um-
rætt frumvarp, og þeir sem mest og best
hafa barist á móti símalagningunni
og með hinni fornu Valtýsku, eða
Hafnarstjórn. Enginn maður veit,
hvernig dagurinn í dag muni verða
dæmdur af sögunni, en eitt er vlst,
að þingmannsefni okkar, Jósep, mun
ekki kæra sig um, að rökstyðja alt
það, er hann þykist hafa út á frum-
varpið að setja. Á fundi á Sauðár-
króki lýsti hann því yfir, að hann
vildi eindregið fella frumvarpið, ef
ekki fengjust allar þær breytingar,
er hann færi fram á. En jafnframt
lýsti hann því yfir, að hann vildi
byggja það upp aftur á „santa grmid-
velliW“ og þar af leiðandi standa í
stöðugu stjórnarþrefi hjer innaniands.
— Ekki er haft eftir Ólafi Briem, að
hann ætli sjer að styðja að velferð
þessa frumvarps. Það er annars
merkilegt, að öll blöð segja, að þjóð-
in sjálf eigi að gefa atkvæði sitt um,
hvort hún vilji þetta frumvarp eða
ekki, en nú hefur hún engan frið til
þess tyrir ofsa og yfirgangi þeirra
fáu, sem hafa sett sjer það markmið,
að eyðileggja það með vísvitandi
rangfærslum og stór-ósannindum. —
Að slíkt skuli ekki varða við lög,
jafn ströng og kosningalögin eru í
öðrum greinum! Það má ganga að
því vísu, ef að þessi aðferð, sem brúk-
uð hefur verið á þessu sutnri um alt
land, verður framvegis látin standa
rjettmæt, verður fleirum velferðar-
málum þjóðarinnar hætta búin, því
oftar verða óhlutvandir menn til
þess að „agitera", heldur en nú. Þótt
lygin sje rekin ofan í þá á hverjum
fundi, breiða þeir hana út jafnharð-
an, og hafa þeir verið á ferð dag og
nótt nú um tíma.
Hafsteinsstöðum 10. sept. 1908.
Jón Jónsson.
Vinnutíminn í sveitinni.
Athugasemd.
I 34. tbl. Lögrjettu þ. á. er grein
með þessari yfirskrift, undirskr. „Ind-
riði ilbreiður". Grein þessi sýnist rituð
af svo mikilli vanþekkingu — vægast
talað —, að maður gæti trúað, að
höf. hefði flutt til Ameríku fyrir 40
—50 árum, og væri nú orðinn út-
flutninga-umboðsmaður, því vinnutím-
inn, sem hann lýsir, heyrir til löngu
liðnum tímum. Jeg, sem rita þessar
línur, hef alið allan aldur minn í sveit,
og ætti því að vita, hvað vinnutím-
inn hefur verið síðan jeg kom til vits
og ára og hvað hann er nú, og það
því fremur, sem jeg hef gengið að
allri venjulegri vinnu, fyrst sem hjú
og síðar (í 18 ár) sem húsbóndi. Að
vísu skal jeg játa það, að þekking
mín t þessu efni nær aðeins yfir eina
sýslu, Rangárvallasýslu, en þar sem
höf. hinnar umræddu greinar talar af
svo miklum myndugleika, eins og
hann sje alstaðar kunnugur, þá hlýtur
sá dómur, sem hann kveður upp, eins
að ná yfir þessa sýslu sem aðrar.
Jeg get fært nægar sannanir fyrir
því, að hjer í sýslu er vinnutími um
sláttinn alment 12—13 tíma, þegar
borðunar- og hvíldartími er dreginn
frá, og þó talar höf. um 12 tíma
vinnu eins og nýtt, óþekt fyrirkomu-
lag! Það var líka eina ráðið til að
koma að þeim órökstudda sieggju-
dómi, að bændur „píni" verkafólk
með „miskunnarlausum og óskynsam-
legum kvöldstöðum" o. s. frv. Og
sami sannleikurinn(l) er það, sem
hann talar um skifting vinnutíma og
hvíldartíma. — Yfir höfuð er þessi
grein langt fyrir neðan það að vera
svara verð, að öðru en því, að hún
svívirðir að ástæðulausu þá stjett
landsmanna, sem heill og hamingja
þjóðarinnar hvílir á — og við því er
aldrei rjett að þegja —, og það á
þann hátt, að ókunnugir, bæði inn-
lendir og útlendir, gátu leiðst til að
trúa, að eitthvað væri hæft í því,
sem sagt var, hefði því ekki verið
mótmælt, jafnvel þó það veki grun
um veikan málsstað, þegar höt. hefur
ekki einurð til að láta nafns síns getið.
Jeg ætla heldur ekki að rekja nje
reka greinina meir, en aðeins bæta
því við, að alt, sem höfundurinn segir
um hina illu meðferð sveitabænda á
verkafólki er, hvað Rangárvallasýslu
snertir, tilhæfulaus ósannindi; aðrir
geta svarað fyrir sig.
Brúnum undir Eyjafiöllum, 15. ágúst 1908.
Vigfús Bergsteinsson.
Byrjað að snúa við blaðinu.
ísaf. segir f síðasta blaði um komu
frú Odu Nielsen hingað, að fyrir hana
sjeum við „komnir í þakklætisskuld
við Danmórku“{\.)
En hvað kemur Danmörku það
við, þó leikkona frá Khöfn ferðist
hingað af eigin hvötum til þess að
sýna list sína?
Það er, eins og hver maður sjer,
öldungis óviðkomandi öllum viðskift-
um okkar við Danmörku.
En því kemst þá ísaf. svona að
orði ?
Það er af því, að nú langar hana
til að fara að snúa við blaðinu og
smjaðra fyrir Dönum. Og svo grípur
hún strax fyrsta tækifærið.
Kunnugum kemur þetta ekki á ó-
vart. Isaf. er elsta og mesta Dana-
sleikjan, sem til er hjer í landinu.
Hún hefur stigið loddaradansinn
með landvarnarpiltunum síðustu miss-
irin sjálfri sjer þvernauðugt. Hún hefur
notað þá eins og verkfæri, og hún
kastar þeim svo langt frá sjer sem
hún getur, undir eins og hún sjer,
að hún hefur ekki lengur brúk fyrir
þá.
Hún hetur farið mörgum orðum um
„dönsku mömmu" nú síðustu miss-
irin og þeim alt annað en virðuleg-
um. En nú langar hana til einskis
meir en að falla að fótum hennar og
biðja fyrirgefningar á öllu saman. Og
það gerir hún, hvenær sem hún sjer
sjer það fært og hvað sem landvarn-
arpiltarnir hennar segja. Því alla þá
menn, sem nú eru eftir í landvarnar-
flokknum, fyrirlítur hún hjartanlega. |
Þeir hafa reyndar aldrei trúað henni
fyllilega. En þeir hafa í einfeldni sinni
haldið, að þeir væru að nota hana
sjer í hag. En það er þveröfugt. Hún
hefur leikið á þá, en þeir ekki á hana.
Það munu þeir reka sig á, ef þeir
hafa ekki þegar sjeð það.
Dr. Valtýr var spurður að því í
gamni fyrir þremur árum, hvað þeir,
hann og fjelagar hans, ætluðu að
gera við landvarnarlýðinn, þegar þeir
væru komnir til valda.
„Þá höggvum við af okkur hal-
ann", svaraði doktorinn.
Líkt þessu hefur ísaf. altaf hugsað.
Og hún gerir það líka; hún heggur
af sjer halann svo fljótt sem hún
getur. Hann á þar líka alls ekki heima
og hefur aldrei átt, — ekki fremur
en stjel á heima á fiski, eða sporður
á fugli.
Öll landvarnarlæti Isaf. hafa verið
loddarabrellur og ekkert annað.
Björn ísafoldarritstjóri talaði fyrir
nokkrum árum fyrir skál tveggja
danskra prinsa, sem hjer voru þá
staddir. Hvað sagði hann þá? Og
hvað sagði hann, þegar dönsku stúd-
entarnir heimsóttu okkur fyrir nokkr-
um árum? Menn geta lesið það í
ísaf.
En er ekki annar keimur að því,
en að ræðum Hannesar Hafsteins í
Danmörku í hitt eð fyrra sumar og
hjer í fyrra sumar, er konungur var
hjer ?
Jú, munurinn er mikili.
Ummæli Björns eru öll einn fag-
urgali og smjaður til Dana. í ræð-
um Hannesar Hafsteinser slíktekkitil.
Hannes Hafstein hefur komið frels
ismáli íslands miklu lengra áleiðis en
öðrum hefur tekist.
Björn Jónsson hefur spilt fyrir því
alt hvað hann mátti, og siglt til þess
undir fölskum fána.
En undir eins og hann þykist geta
grilt fram undan sjer strönd hins
langþráða lands, þá fer hann að dusta
rykið af sínu gamla merki. Hann 1
þráir nú ekkert framar, en að geta I
losnað sem fyrst úr loddaragervi land- |
varnarleiksins. Og hann verður ekki |
ráðalaus með það, þegar til kemur,
að búa til fleiri »þakklætisskuldirn-
ar« við »dönsku mömmu« en þessa,
sem hann talar um í sfðustu Isaf.
Hann kendi það í fyrra sumar í
ísaf., að fyrir þjóðhöfðingjum ættu
menn að hneigja sig „meira en hálfa
leið til jarðar".
Og hann mun sjálfur hneigja sig
alla leið til jarðar, hvenær sem hann
sjer sjálfum sjer með því aukast von
til valda eða upphetðar.
Þetta er maðurinn, sem landvarn-
arliðið okkar dinglar nú aftan í, mað-
urinn, sem á að bera fram merki
„æskulýðsins" íslenska!
f
Vilborg Jónsdóttir,
fædd 21. okt. 1814, dáin 1. júní 1908.
Hún var fædd í Teigagerði í Hólma-
sókn í Suðurmúlasýslu 2I/j° 1814, og voru
foreldrar hennar Jón bóndi Ásmunds-
son og kona hans, Rannveig Þor-
leifsdóttir, bjuggu þau í Teigagerði,
og ólst hún upp hjá þeim. Hún
misti föður sinn 14 ára, en á 20 ári
fluttist hún að Eskifirði, og gittist
nokkru síðar Gunnlögi Loltssyni, ætt-
uðum úr Höfðahverfi við Eyjafjörð.
Þau fluttust síðan í átthaga Gunn-
laugs og bjuggu þar lengi búi sínu,
en síðast voru þau búlaus hjá Ingi-
björgu dóttur sinni og Helga Ind-
riðasyni á Lómatjörn í Laufássókn,
foreldrum Jóns Helgasonar, sem nú er
vitavörður á Reykjanesi, Þar á Lóma-
tjörn andaðist Gunnlaugur snemma
ársins 1879, þá kominn á níræðis-
aldur, því að allmikið var miseldri
þeirra hjóna. Fjórum árum síðar
fluttist Vilborg heitin suður til Reykja-
víkur til Jóns sonar síns, sem árið
eftir varð vitavörður á Reykjanesi.
Þar hefur hún síðan alið aldur sinn,
fyrst hjá Jóni syni sínum og konu
hans, og eftir að hann dó, haustið
1902, þá hjá Jóni dóttursyni sínum,
sem var uppalinn á Reykjanesi hjá
Jóni móðurbróður sínum, er tók við
vitavörslunni eftir fóstra sinn. Þar á
Reykjanesi andaðist hún, og var jarð-
sungin af síra Kristni Daníelssyni í
Kirkjuvogi. Þeim Gunnlögi og Vil-
borgu varð auðið 10 barna, og kom-
ust 7 til fullorðins ára, en nú lifa 4,
einn sonur og 3 dætur. Ingibjörg
dóttir hennar var nýkomin til hennar
að norðan um það er húnlagðist bana-
leguna.
Vilborg heitin var mikil merkis-
og sæmdarkona, og var gædd alveg
frábæru þreki til sálar og líkama, sem
heita mátti rjett óskert til hinna efstu
ára. Sjónin biiaði hana ekki og held-
ur ekki minni, þótt komin væri þetta
á tíræðisaldurinn. Hún gegndi Ijós-
móðurstörfum í 30 ár með mikilli
atorku og þótti mjög vel fær og far-
sæl. Og enn eftir að hún kom suð-
ur á Reykjanes og var orðin hálf-
áttræð, gengdi hún þeim starfa. Vil-
borg heitin var hin mesta fjörkona,
fróð vel og hin skemtilegasta í við-
ræðum og ávalt glöð og hress í
bragði. Hún var og kona sköruleg
og fríð sýnum. Hún var hin besta
eiginkona og móðir, enda naut hún
hins innilegasta ástríkis barna sinna
og barnabarna eftir að hinn hái ald-
ur færðist yfir hana, og hún þurfti
að leita í skjólið til þeirra.
Kunnugur.
Niðursetningurinn. Eins og kunn-
ugt er, var „Ingólfur" niðursetningur
hjá „ísaf. “ gömlu lengi í sumar og
var fæddur þar og klæddur. Ritstjór-
inn, sem landvarnarmenn segja að
„geti skrifað, ef hann nenni því",
var þá norður í Þingeyjarsýslu, en
ritstjórinn, sem þeir segja að „ekkert
geti skrifað", var norður í Stranda-
sýslu. Gamla konan er forn í skapi,
þó hún sje stundum að reyna að búa
sig unglega, og ekki hafði „Ingólfur"