Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.09.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 23.09.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 175 litli aðrar nje meiri virðingar þar á búi hennar en títt var urn niðursetn- inga, þe’ar hún var ung. Kaupakona, sem þar var ráðin að hálfu, var látin þjóna honum í hjáverkum og aldrei íjet ráðskonan annað í askinn hans, en leifar, og það með umyrðum og skætingi þó. Innræti „Ingólfs" hafði aldrei verið gott, og uppeldið því síður, en þó tók nú út yfir alt, því hann var nú meðal annars látinn elta velgerðamann sinn frá fyrri dögum með svívirðingarópum. Einu sinni heyrði gestur, sem var staddur inni hjá „ísaf.“, að spurt var, hvað ætti að láta í hann „Ingólf". Björn svaraði í styttingi, að af því skifti hann sjer ekkert. En „þjer getið tínt eitthvað í hann“, sagði hann svo ettir litla þögn. „Það verður varla verra en það, sem hann hefur átt að venjast". Svo fór B. að ganga um gólf, lagði hendurnar aftur á bakið og gaut augunum upp í loftið. „Hingað til hefur hann ekki sagt eitt orð af viti um sambandsmálið", sagði hann og smjattaði, og leit út fyrir, að honum væri umhugað um að láta gestinn heyra, hve lítils hann metti niður- setning sinn. Frá fjallatindum til fiskimiða. Yiti á Greldinganesi. Nýr viti hefur verið reistur á suð-vestanverðu Geldinganesi. Ljóskerið er á steypt- um stöpli, 4 feta háum. Vitinn er hornviti og sýnir eldingar hjer um bil 20 sinnum á mínútu, rautt, hvítt og grænt ljós. Kveikt verður á vitan- um frá I. ág. til 15. maí. Ljósmerki yið Yiðey. Til þess að sýna innsiglinguna meðfram sker- inu norðan undan Viðey, hefur ver- ið sett út á 16 metra dýpi, norðan- vert við skerið, sjómerki með stöng á og 2 upphverfum skúfum. A hvorri bryggju h./f. P. J. Thor- steinsons & Co. á Viðey, verður sett upp ljósker á háum stjaka og verð- ur aftari stjakinn hærri. Á þeim verður kveikt væntanl. snemma í október. Ljóskerin sýna fast rautt Ijós sem innsiglingarmerki. Dalatanga-vitinn. Stjórnarráðið auglýsir 10. þ. m., að eitthvert ólag sje á honum og varar sjómenn við honum, þar til auglýst verði, að hann sje aftur kominn í lag. Eálkinn tók snemma í þessum mánuði botnvörpung í landhelgi við Langanes, „Lysander“ frá Hull. Hann var á Seyðisfirði dæmdur í 3600 kr. sekt og veiðarfæri og afli gert upp- tækt. Gránuíjelagið hjelt aðalfund á Oddeyri 28. og 29. f. m. Fjelagið hafði tapað miklu síðastl. ár á ís- lenskri vöru, og kennir um illum pen- ingástæðum erlendis. Til að bæta að nokkru þann skaða, hafði lánveit- andi fjelagsins, Holme stórkaupmað- ur, gefið því 16 þús. kr. og farið jafnframt iram á, að hluthafar sýndu fjelaginu þá tilhliðrunarsemi, að taka eigi vexti af hlutabrjefum sínum þetta ár. Fundurinn samþykti, að fjelag- ið greiddi eigi vexti af hlutabrjefum 1908. Sveinbjörn Gudjohnsen, sonur Þórðar Guðjohnsens, áður verslunar- stjóra á Húsavík, hefur 8 undanfar- in ár verið við gullgröft í Alaska, en er nú nýkominn heim f kynnisför til frændfólks sfns á Húsavík. Segir „Austri“ frá 2. þ. m.r er getur um konni hans, að hann láti vel yfir hag sfnum þar vestra. Fossar í Skjálfandafljóti. „Aust- "i'land“ (34. tbl.) segir svo frá: „Að undanförnu hefur Guðmundur Hlíð- dal, og norskur lögfræðingur, verið að skoða fossana í Skjálfandafljóti. Hefur Norðmönnum komið til hugar, að setja upp við fljótið stórfengan verksmiðjurekstur, til þess að vinna áburðarefni úr loftinu. Er það eink- við Barnafellsfoss og Aldeyjarfoss, sem þeir hyggja að koma þessu á. Hefur þeim komið til hugar að stífla Ljósavatn, svo að það hækki um 2 eða 3 álnir, og eiga þar vatnsforðabúr til að hleypa úr í fljótið, þegar það er sem minst. Norski lögfræðingurinn, sem hefur verið að gera þessar at- huganir, er í föðurætt af íslensku bergi brotinn, kominn af sjera Gísla, bróður Jóns Espólfns". Mannalát. Snemma í síðastl. mán- uði andaðist Halldór Bjarnason í Hróarsholti í Flóa, fæddur 1822, merkur bóndi. 25. f. m. andaðist Ragnhildur Jóns- dóttir, kona Sigurðar bónda Magn- ússonar á Vilmundarstöðum í Reyk- holtsdal. 3. þ. m. andaðist á Akureyri Guð- mundur Guðmundsson bóksali, fæddur 1835. Hann kom til Akureyrar lið- lega þrítugur og var þar alla tíð síðan, fyrst við prentstörf hjá Birni Jóns- syni ritstjóra, og var Guðmundur lengi lorstöðumaður prentsmiðjunnar. Síðustu 20 árin hafði hann á hendi bókasölu og rak hana með miklum dugnaði. Bóksalafjelagið hjer taldi hann besta viðskiftamann sinn. Guðmundur var merkismaður í öll- um greinum og vel látinn. Nýlega er dáinn á Akureyri Jón Helgason agent, áður kaupmaður hjer í Reykjavík. II. þ. m. andaðist á Landakots- spítalanum hjer Einar Guðbrandsson frá Búðardal við Hvammsfjörð, sonur Guðbrands heitins í Hvítadal. Fldsvoðar. 10. þ. m. brann veit- ingahúsið Steinholt á Búðareyri við Seyðisfjörð og varð litlu af innan- stokksmunum bjargað úr eldinum. Heyhlaða, sem nálægt húsinu stóð, brann líka full af heyi. Þetta var um nótt og eru upptök eldsins ókunn. í síðastl. mánuði brunnu 2 geymslu- hús Gránufjelagsverslunar á Siglu- firði til ösku. Frá Seyðisfirði er símað 21. þ. m.: „Fiskiskipið „Toma“ frá Krist- jánssandi í Noregi strandaði við inn- siglingu á Raufarhöfn á fimtudags- kvöldið var. Mannbjörg varð. Guðmundur Sigurðsson formaður frá Nýlendu í Stafneshreppi kastaði sjer út úr mótorbáti hjer á höfninni gærkvöld og druknaði". í dí-g er símað frá sama stað: „Norskt gufuskip. „Erling", strand- aði á Raufarhöfn". Yestfjarðasímiiin opnaður í dag. Reykjavik. Kennaraskólinn. Húsið er nú full- gert og verður kensla byrjuð í því 1. n. m. Það stendur við Laufásveg, rjett upp frá gróðrarstöðinni, og er mjög fallegt sumarútsýni til suðurs frá skólanuin. Húsið er 31 al. á lengd og 15V2 á breidd, tvílyft, og undir því öllu 4 álna hár kjallari. Miðstöðvarhitun er í því. Húsið snvr frá austri til vesturs. Sunnanmegin í því eru 3 kenslustofur niðri, IOXIO alnir hver, en a bak við þær eru breið göng, með fram norðurhlið. 4. kenslustofan er uppi, og er hún litlu stærri en hinar. I þessum 4 kenslustotum eru sæti fyrir 108 menn. Skólastjóra er ætluð íbúð í skóla- húsinu, uppi. En niðri í kjallaranum er kenslustofa fyrir skólaiðnað, IOX 10 álnir, og í henni vinnuborð handa 24 mönnum. Þar niðri er og baðher- bergi og geymsluherbergi. Húsið er úr timbri og járnklætt. Alþing veitti til byggingar þess og útbúnaðar 30 þús. kr. Háskólakennari frá Japan hefur dvalið hjer nú um tíma, Yokoyama að nafni, kennari í jarðiræði við há- skólann í Kioto. Kvöldskóla fyrir kvenfólk halda þær hjer í vetur frk. Bergjlót Lárus- dóttir og frk. Maren Pjetursdóttir. Kend verða tungumál o. fl. Jón Magnússon skrifstofustjóri fór nú fyrir helgina norður í land og ráðgerði að vera 10 daga að heiman. Bæjarstjórnin. Fundur 3. sept.: Tekið gilt 4668 kr. veð frá bæjar- gjaldkera. Húsaleigustyrkur Lúðrafjelagsins færður úr 5 kr. í 10 kr. á mánuði. Bæjarstjóra falið fjárhald vatns- veitunnar. Fundur 17. sept.: Þórh. Bjarnar- syni prófessor heimilað að breyta í byggingarlóð 73 ferálnum af erfða- festulandi, er hann selur síra Guðm. Helgasyni. Afsalað forkaupsrjetti að erfða- festulandinu Sauðagerði, er Gísli Ein- arsson selur Sturla Jónssyni kaupm. fyrir 5000 kr. Skýrt frá, að formaður veganefnd- ar hefði útvegað tilboð frá Ákureyr- arkaupstað um, að leigja Reykjavík- urbæ botnhreinsunarvjel, er Akureyr- arkaupstaður á, til þess að hreinsa botn tjarnarinnar hjer í bænum. Vjel- in fæst leigð fyrir 1600 kr. í 6 mán- uði, frá I. apríl til 1. okt. — Málinu frestað til næsta fundar. Samþ. að skipa K. Zimsen verk- fræðing eftirlitsmann með acetylen- lýsingarstöðvum hjer í bænum. Ben. S. Þórarinsson kaupm. skip- aður sveitarhöfðingi við slökkviliðið og Kjögx verkfræðingur sveitarhöfð- ingi yfir vatnsburðarliðinu. Rafmagnsnefndin hafði fengið beiðni frá mönnum þeim, sem hafa gert samning við bæjarstjórn um raf- magns- og gasstöð í bænum, þess efnis, að fá ýmsar breytingar á samn- ingnum. Einnig hafði hún fengið tilboð frá C. Francke í Bremen um gasstöð. — Um þetta mál var nokk- uð rætt, en því síðan frestað. En í nefndina var bætt borgarstjóranum og Kr. Jónssyni dómstjóra. Hjörtur Hjartarson og Sigvaldi Bjarnason trjesmfðameistarar skipað- ir virðingamenn til brunal'óta frá 1. okt. ’o8 til 1. okt. '09. Jóh. Lárusson og fjelagar hans af- söluðu sjer grjótlandi, er þeir höfðu fengið leyfi fyrir í Oskjuhlíðinni. Þessar brunabótavirðingar samþ.: Á húsi Þorv. Krabbe við Tjarnar- götu 15,056 kr.; Vilhj. Bjarnarsonar á Rauðará 21,482; P. Þórðarsonar við Klapparst. 4,770; Diechmanns við l indargötu 1,838; Jónat. Þorsteins- sonar við Laugaveg 57>7745 Ingv. Sveinssonar við Grettisg. 5,915, og skúr 01. Jónssonar við Lindarg. 360kr. Ráðskonan og undirtyllan. ísaf. flutti á laugardaginn svohljóðandi frjett: „Ráðgjafinn kvað hafa verið nú boðaður á konungs fund“. Þetta eru óákveðin orð, eins og oft hja gömlu maddömunni, þegar hún er að læða út ýmsu, sem hún veit að er ósatt. En svo lætur hún undirtyll- una „Ingólf", blað hinna væntanlegu „stjórnarþýja", „ráðherradindla" og „húskarla", koma með frjettina á- kveðna daginn eftir. Hann er látinn jeta hana eftir, en hafa hana svona: „Hannes Hafstein er nú kvaddur til Danmerkur til skrafs og ráðagerða". Frjettin er með öllu tilhæfulaus, og ekki skiljanlegt, til hvers hún er upp spunnin, nema ef það væri þá til þess að svala stjórnlausri tilhneig- ingu til þess að segja altaf ósatt. Hann kann að skanmiast sín! Hver mundi hafa trúað því um Ing- ólf? En hann hrósar sjer ekki af hlut- deild í meðferðinni á fregnmiðanum sínum um Albertí, sem frá var sagt í síðasta blaði Lögr. — Hann skamm- ast sín! Hver mundi hafa trúað því um hann? En svona er það þó. Hann komst þarna svo langt í ósómanum, að honum hnykkir við að hugsa tii þess á eftir. Hann hetur, svo ótrú- legt sem það þó er, lært að skamm- ast sín. Og önnur ráð finnur hann þá ekki en að neita því, sem sagt er í Lögr., neita því, sem allur Reykjavíkurbær og öll nærliggjandi hjeruð eru til vitnis um, — neita því auðvitað í þeirri von, að með því beini hann smáninni af atferlinu frá sjálfum sjer og yfir á einhverja af flokksbræðrum sínum. En er þetta vottur um, að einhver neisti af ábyrgðartilfinning sje að vakna hjá þeim mönnum, sem að blaðinu standa? — Eða er það ekki annað en ómenskunnar ótti við dóma almennings? Óhugsandi er ekki, að það geti verið hið fyrra. Til útlanda fóru í gær Bogi Th. Melsted sagnfræðingur, sem dvalið hefur hjer um tíma í sumar, konsúls- frú Thomsen með son sinn o. fl. Ut af ósannindafregn ísaf. á laug- ardaginn um að ráðherra ætli utan nú, skal þess getið, að hann hefur ekki farið og segir, að sjer hafi aldrei til hugar komið að fara utan nú. Símskeyti frá útlöndum. Khöfti 23. sept.: Kóleran geysar í Pjetursborg. Hænsu og t>rei*uivíu. Italsk- ur læknir, Ceni, hefur gert tilraun með áhrif brennivíns á hænsn. Hann hafði tvo jafnstóra hænsnahópna af sama kyni og jafnsnjalla að allra dómi. Hann fór vel með báða hópana og fóðraði þá með korni og mat, en öðrum hópnum gaf hann auk þess brennivín á hverjum degi (brauð, sem var bleytt upp í brennivíni). Þessu hjelt hann áfram í tvö ár og at- hugaði hænsnin daglega. Brennivíns- skamturinn, sem hvert hænsn fjekk, var mjög lítill, en nógu stór til þess, að þau urðu öll sætkend á degi hverjum — það voru, eins og lög gera ráð fyrir, hænu- hausar á öllum hænunum og gott ef ekki var á hönunum lfka.— Það sýndi sig nú töluverður munur á hænsnahópunum. Brennivínshænurnar urpu langtum færri eggjum en hinar — eða 48 eggjum með- an hinar urpu 120; þær byrjuðu seinna

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.