Lögrétta

Issue

Lögrétta - 18.11.1908, Page 1

Lögrétta - 18.11.1908, Page 1
LOGRJETTA == Ritstjóri: PORSTEINN GtSLASON, Pingholtsstræti 17. s M 33. Heykjavík 18. nóvember 1908. III. árg. H4FNARSTR l7-lð t92O21'22-K0LAS l•2•LÆKJART•R2 •REYKJAVÍK* *3Œýit! LOÐHÚFUR, mjög margar tegundir, handa bðrnum, konum og körlum. LOÐBÚAR, ýmsar tegundir. Arinbj. Syeinbjarnarsonar hetur til sölu: Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sögubækur. Barnabækur. Pappír og ritföng af ýmsum tegundum með ágætu verði. io aura brjefsefnin góðu o. fl. Vatnsveitan. Kærur bæjarbúa. 1. Verkmeistarar. Verkstjórar. Verkamenn. Vatnsveitunefnd er gefið að sök, að hún hafi ráðið of marga yfirmenn og eftirlitsmenn, valið lítt hæfa menn og greiði þeim of hátt kaup. Nú er að segja frá þessum mönnum. Jón Þorláksson vann að mæling- um og öllum undirbúningi þessa stór- virkis frá októberbyrjun 1906 til aprílloka 1908. Fyrir þessa afar- miklu vinnu á hann að fá eitthvað á þriðja þúsund krónur. Eru það góð kjör fyrir bæinn. J. Þ. rjeði því, að vatnið var sótt í Gvendarbrunna. Það var efalaust viturlega ráðið. Yfir- leitt er verkið unnið eftir tillögum hans. Holgeir Hansen. Nú þurfti að fá verkmeistara til að stjórna allri vinn- unni og lúka mælingum, sem enn voru ógerðar. Bæjarstjórnin setti auglýsingu í útlend verkmeistarablöð, dönsk og norsk. Tilboð komu. Bæj- arstjórnin bar þau undir stjórn hins danska verkmeistarafjelags. Henni var ráðið að taka H. H., af því að hann væri reyndastur þeirra, er í boði voru, hefði áður stjórnað vatns- veituvinnu og hlotið góðan orðstýr. Hann er því vafalaust fullfær til þeirra verka, sem hann hefur tekist á hendur. I auglýsingu bæjarstjórnar var gert ráð fyrir 300 kr. kaupi á mánuði handa yfirverkmeistara og ferðakostn- aði. En ráðningu þurfti að flýta. H. H. heimtar nú meira kaup. Veit jeg ekki hvernig þeirri kröfu lyktar. H. H. kom hingað litlu eftir Jóns- messu. Þá hefði Vatnsveitunefnd átt að gera út um kaupgjald hans, svo að vafi ljeki ekki á. Kalla jeg athugaleysi að láta það dragast fram á haust. L'óssl er danskur verkstjóri; hann hefur gert lægst boð í þá vanda- sömu vinnu, að koma öllum vatns- æðabútunum fyrir í skurðunum, og skeyta þá saman. Hann er alvanur þessu starfi. Jeg hefi sjeð hjá borg- arstjóra fulla sönnun fyrir því, að L. hefur sett vatnsæðar í yfir 40 danska bæi. Það tel jeg næga trygg- ingu þess, að honum sje fyllilega trú- andi íyrir því verki. Ef hann væri ekki nýtur og dugandi maður, þá hefði honum ekki verið falið þetta starf svo víða. Öll vinna hans hjer er samningsvinna. Tiboð hans hafa verið lægri, en annara. Kjógx. Það var tilætlan bæjar- stjórnar að komast að samningi um allan skurðgröft og ofanímokstur í götur bæjarins. Þrjú tilboð fengust. Tómas Tómassen (norskur erfiðis- maður) vildi vinna verkið fyrir 62,670 kr., en gat enga tryggingu veitt og var ekki talið fært að taka boði hans. Þeir Sigurður Jónsson, Pjetur Þor- steinsson og Magnús Vigfússon settu upp (í fjelagi) 118,500 kr. Þeir Lössl og Kjögx vildu vinna alt verkið fyrir 137,380 kr. Það var að sjálfsögðu afarerfitt að gera áætl- un um vinnukostnaðinn — spreng- ingar o. þ. 1. En þessi tvö tilboð þóttu of há. Bæjarstjórnin afrjeð að láta vinna mest verkið í daglaunum. Nú er reynsla fengin fyrir því, að gröftur og ofanímokstur kostar 3—7 kr. hver stika, eða að meðaltali 5 kr. Eru þá líkur til, að allur þessi kost- aður fari ekki langt fram úr 80,000 kr., því að götuæðarnar eru samtals rúmlega 16,000 stikur. Vatnsveitu- nefndin hefur því farið vel að ráði sínu. Hún varð auðvitað að ráða yfirverk- stjóra til að stjórna þessari miklu vinnu undir forustu H. Hansen. Til þess var Kjögx ráðinn með skrifleg- um samningi 1. sept síðastliðinn og skyldi hann hafa 300 kr. í kaup á mánuði, en tveggja mánaða uppsagn- arfrestur á báðar hliðar. Það er ekki hvers manns meðfæri að stjórna svo vandasömu verki og jafnmiklum vinnulýð. Hefur mikið orð verið haft á því, að Kjögx sje ekki þessu starfi vaxinn og kaup hans of hátt. Hefur verið farið ómjúkum orðum um þennan mann á bæjarstjórnar- fundum og víðar. Jeg hef nú fengið sönnur á það, að Kjögx hefur verið yfirverkstjóri (Könduktör) við ýmsa meiri háttar vinnu í Danmörku. Hann vann að nýju skipabrúnni á Akureyri—Tjekk besta orð. Hann reisti Reykjanes- vitann nýja. Segir Krabbe verk- meistari mjer, að það verk hafi hann leyst prýðisvel af hendi, landsjóði sparast mörg þúsund kr. fyrir dugn- að hans og verkamenn borið hon- um besta orð. Þá tókst hann á hendur að reisa viðbótina við al- þingishúsið og gera við það alt, bauðst til þess fyrir lægra verð en húsasmiðir hjer. Er því verki að mestu lokið og hefur að sögn þeirra, er til vita, gengið bæði fljótt og vel. Borgarstjóri hefur tjáð mjer, að hon- um líki mæta vel við Kjögx, segir meðal annars, að hann láti sjer ó- venju ant um verkamenn sína, telur illa farið, að hann hefur sagt upp vinnunni. Kaup hans er því líkt, sem vanir yfirverkstjórar fá utan- lands. Þessi maður hefur bersýnilega ver- ið hafður fyrir rangri sök. Ktiud Zitnsen. Jeg gat þess í fyrri grein minni, að hann var ráðinn í haust 1. sept. til aðstoðar H. Han- sen, um stundarsakir, meðan H. H. gat ekki annað öllu, sem á honum | hvíldi, mælingum, uppdráttum og eft- irliti. Sktiflegur samningur var gerð- ur við Kn. Z.; skyldi hann vinna til uppjafnaðar 6 stundir á dag og fá 175 kr. kaup á mánuði, með mánað- aruppsagnarfresti. Hann hættir þessu starfi að einni viku liðinni eða tveim- ur; þá mun H. H. hafa lokið upp- dráttum og reikningum um Gvendar- brunnsæðina. Jeg fæ ekki sjeð, að bæjarstjórn eða vatnsveitunefnd sje að neinu leyti ásökunarverð fyrir ráðningu þessara manna. Bæjarbúar hafa lík- lega fæstir ljósan skilning á því, hversu mikil vinna og vandi það er, að gangast fyrir framkvæmd á öllu þessu mikla verki. Verkamönnum bæjarins, nú hátt á annað hundrað, hefur verið skift í þrjá flokka. Formaður hvers flokks hefur 50 aura tímakaup. Einn mað- ur (Einar Finnsson) hefur verið sett- ur til þess að aðgæta stöðugt ofaní- mokstur þeirra, sem vinna að skurð- grefti eftir samningi, sbr. síðasta blað. Ekki er það óþarft. Verkamenn sjálfir fá flestir 30 aura um tímann. Um 100 manns eru í vinnu hjá þeim, sem hafa tekið að sjer heilar götur. Menn sækja fast að fá vinnuna; þeir sem ekki komast að, verða óá- nægðir, kenna verkstjórunum og firt- ast við þá. 2. Vatnsæðarnar veltast í skolp- ræsunum. Það er satt. Það hef jeg sjeð mjög víða, dag eítir dag. H. Han- sen segir í ísafold almenna venju, að flytja æðar götur, áður en skurðir eru grafnir. Má vera, að svo sje. En þeirri venju hefði ekki átt að fylgja hjer í bæ. Hjer vantar víðast holræsi, og götur hvergi stein- settar, tor mikil og skolpræsi frá hús- unum víðast ofanjarðar. Æðabútarnir fyllast víða af þeim versta óþverra, sem til er í bænum. Jeg hef meðal ann- ars sjeð 4 búta liggja í einni stórri saurvilpu í Skuggahverfinu; í þessa vilpu er fleygt skolpi og rusli úr mörgum húsum. Lífseigarsóttkveikjur eru vafalaust víða í þessum óþverra- holum. Einhverjar af þeim geta verið á lífi næsta haust, og þá fara þær ekki allar leiðar sinnar, þó vatn renni um æðarnar eina viku eða tvær, áður en því er hleypt inn í húsin; þær gætu treinst lengur og komist inn í húsin, í manneskjurnar. Jeg tel brýna nauðsyn, að þriflega sje farið með æðabútana, þeir ekki færðir í göturnar fyr en jafnóðum og þeir eru settir í skurðina. 3. Yatnsæðarnar illa þrifaðar að innan. Þótt varlega sje farið með æða- bútana, má jafnan búast við, að ó- hreinindi geti komist í þá af götum og úr ræsum. Þessvegna þarf að þrifa þá vandlega, áður en þeir eru lagðir í skurðina. Hjer eru þeir þrifaðir með kústum, og er það rjett. En þá sem óhreinkast hafa að mun, þyrfti þar að auki að þvo úr ósaknæmu vatni. Og láta ekki forar- leðju úr skurðunum vella inn í þá. Jeg veit, að Lössl lætur vinna þetta verk eins og hann hefur unnið það annarstaðar. En Reykjavík er svo áfátt í þrifnaði, að hjer verður að gœta sjerstakrar varúðar. Það er minn dómur. 4. Vatnsæðarnar ekki reyndar. Jeg hef sjeð samning bæjarstjórn- ar við Lössl um þá vinnu hans, að flytja æðabútana, leggja þá í skurð- ina og skeyta þá saman. í þeim samningi hefur hann heitið að reyna allar æðarnar, áður en mokað er yfir, hvort þær halda vatni. Þeirri þol- raun átti að vera þannig háttað, að vatni væri hleypt í hvern æðastúf, áður en mokað væri yfir, t. d. hundrað faðma í einu, öllum opum þvínæst lokað og vatni þrýst áfram inn í stúf- inn með þrýstidælu, og á henni mæl- ir, er segði til um þrýs'tinguna. Stend- ur í samningnum, að reyna skuli allar æðar með 15 faldri loftþrýstingu. Ef það er gert, þá kemur óðar í ljós

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.