Lögrétta

Issue

Lögrétta - 18.11.1908, Page 2

Lögrétta - 18.11.1908, Page 2
L0GRJETTA. 210 Lögrjetta kemur á út hverjum mið- vikudegi og aut þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als & ári. Verð: 3 kr. árg. A íslandi, erlendís 4 kr. Gjalddagi 1. júli. Skrifstofa opin kl. 10*/>—11 árd. og kl. 3—4 siðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. hver minsti leki um samskeyti eða sprungur eða galla. En þetta hefur ekki verið gert. Samningnum hefur ekki verið fylgt. Höfuðæðin hefur ekki verið reynd áður en mokað var yfir hana. Og götuæðarnar eru ekki reyndar. Borgarstjórinn hefur skýrt mjer frá því, að H. Hansen hafi talið tor- merki á þessari þolraun, enda sje henni iðulega slept utanlands. Jeg veit, að hann segir það satt, veit, að þessari þolraun hefur opt verið slept í Danmörku, þegar vatnsæðar hafa verið settar í bæi þar, t. d. í Esbjerg, og er vatnsþrýstingin í þeim bæ þó öllu meiri en hjer. En það er auðsæ ívilnun við Lössl, og hún mikil, að þiggja hann undan þessu samningsatriði. Borgarstjóri segir, að í þess stað bjóðist hann til að taka að sjer árs ábyrgð á öllum lekum. Samningur um þá ábyrgð er þó ógerður. Jeg hef átt tal við Jón Þorláksson um þetta mál — hann rjeð samnings- kröfunum. J. Þ. segist hafa ætlast til, að vatni væri hleypt úr Elliðaánum (við Veiði- mannahúsin) inn í höfuðæðina, hún gerð ofan frá og reynd jafnótt með vatni úr ánum. Þá hafði hann ráð- gert, að æðinni yrði haldið áfram trá Rauðarárholti vestur um bæinn, og vatnið látið elta, haft til þess að þvo æðabútana og reyna æðarnar. Vildi hann hafa árvatnið til þes«ara nota um allan bæinn. Til þess væri það nógu hreint. Hefði mátt veita því stöðuga afrás einhverstaðar úr æðanetinu til sjávar, til þess að frost kæmi ekki að meini. Þá hefði og not getað hlotist af vatninu til að slökkva eld, og enda mátt hafa það til drykkjar að sumri, þegar árnar eru tærar, þangað til næðist í vatnið úr Gvendarbrunnum. Hann segir, að lítinn umbúnað hefði þurft til að taka vatnið upp í æðina við veiði- mannahúsin. Hann telur ársábyrgðina lftils virði á borð við þessa þolraun. Stóra leka megi finna; þá spýtist vatnið upp úr jörðinni. En alla smálekana verði ekki unt að finna. Það er að vísu svo, að smálekar eru á öllum vatns- veitum; þeir varða litlu, þar sem vatn er nóg fyrir, eins og hjer, og rennur sjálfkrafa. Þó geta verið svo mikil brögð að þessum smálekum, að allur helmingur vatnsins fari út í jarðveg- inn og þrýstingin þverri stórum. Þess er lfka að gæta, að hjer er jarðveg- ur víða mjög gljúpur, og má því bú- ast við, að allstórir lekar geti leynst, vatnið fundið rás neðanjarðar, án þess að spýtast upp úr jörðinni. Eg tel því leitt, að ráðum Jóns Þorlakssonar var ekki fylgt. Vatns- veitunefndin þurfti ekki að dragast á slíka undanþágu frá samningnum. Þrifnaðar vegna og alls annars vegna er einkar æskilegt, að þessu sje kipt í lag — vatni hleypt inn í höfuðæðina og halt til að þrifa og þolreyna götu- æðarnar; þær eru flestar ógerðar; þeirri vinnu verður ekki lokið fyr en einhvern tíma á næsta vori. Jeg kann borgarstjóra þakkir fyrir, að hann hefur leyft mjer að lesa alla samninga og svarað greiðlega öllum spurningum mínum. (Meira). G. Bj'órnsson. Stranð á ijrunasanði. Einn maðnr dáinn, einn týndnr, hinnm bjarga leiðarmerki Thomsens konsúls. Skrifað er austan af Síðu 6. þ. m.: „Aðfaranótt 4. þ. m. strandaði botnvörpungurinn »Japan« frá Hull, skipstj. Cook, á Fossfjöru. Það var þá slyddubylur og afskaplegt rok. Skipið strandaði kl. 3 um nóttina, en kl. 8 um morguninn yfirgáfu mennirnir skipið og fóru að leita bygða. Þá var sama veður, nema rigning. Þeir urðu að vaða langar leirur, sem liggja ofan við fjöruna, og sukku sumstaðar í mitti, en þar fyrir ofan taka við sandhólar með vatns- leirum á milli með sandbleytum. Þá urðu þeir ósáttir um stefnuna, er þeir komu þangað, því ekkert sá fyrir sandbyl, og skildu; fór skip- stjóri við sjötta mann austur, en stýrimaður við sjötta mann vestur. Eftir að hafa gengið nokkuð lengi, rakst skipstjóri á eina af stikum þeim, er settar eru niður að tilhlutun Thom- sens konsúls í Reykjavík, og gátu þeir svo fylgt þeim alla leið heim að Or- ustustöðum; þangað komu þeir ná- lægt kl. 2V2 um daginn, hungraðir, votir og komnir að niðurfalli, og var þeim hjúkrað þar eftir föngum, en þeir fluttir daginn eftir að Fossi, til hreppstjórans. Þar talaði jeg við skipstjóra og sagði hann, að þeir ættu stikunum lífið að þakka, því án þeirra hefðu þeir ekki náð til bygða, og einn hásetinn, sem var 1 sænskur, sagði mjer, að hann hefði ekki getað gengið lengur en sem svaraði lO mínútum; hann hefði vetið farinn að detta hvað eitir ann- að af þreytu. Jeg sagði þeim af sæluhúsinn á Skeiðarársandi og að Thomsen konsúll hefði í huga, að koma einnig upp sæluhúsi á þessum fjörum, og virðist það nú tímabært, því þessi flokkur týndi einum mann- inum í sandhólunum. Hann drógst aftur úr sökum þreytu og var hans leitað af 10 mönnum allan næsta dag og fanst hann eigi, en aftur fanst stýrimaðurinn, foringi hins flokksins, dauður; voru vitin full af sandi og lá hann upp í loft, en hina mennina úr flokki hans fann bóndinn á Sljetta- bóli (sem er sunnar og vestar á Brunasandi en Orustustaðir) og menn hans til og frá á stangli; voru þeir að leita að þeim fram í myrkur og hölðu þá fundið alla, nema stýri- mann, er fanst, eins og aður segir, daginn eftir. í dag eru 5 menn að leita þess, sem vantar. En því míð- ur eru allar líkur til, að hann sje einnig dáinn, Aðfaranótt 5. þ. m. var gott veður og ekkert frost, og þó dó þessi maður, sem fundinn er, af hungri, þreytu og kulda, mittis- votur eða meira. Það er seigpínandi dauðdagi. Síra Magnús á Prestsbakka var ný búinn að láta rjetta við stikur Thom- sens konsúls frá Orustustöðum og suður að Hvalsýki og var ein þeirra brotin, en á henni var mynd af bæ og áttavísunarmerki, og ljet síra Magnús negla hana saman og reisa upp. En það var hún, sem glæddi mest von þeirra um að þeir væru á rjettri leið til bæja, og hvatti þá til að gera sitt ítrasta til að ná þangað«. Andatrúin. Einar Hjörleifsson hefur tekið til máls á laugardaginn var í ísaf. út af því, að andatrúboð hans hefur verið gert að umtalsefni í blöðunum. Auðvitað er það gamli volæðis- sónninn um „ofsóknir", sem mest ber á í svarinu. Það hefur varla verið minst svo á andakuklið opinberlega af mótstöðu- mönnum þess, að Einar hafi ekki veinað undan því og barið sjer eins og vælukjói, þegar menn nálgast hreiður hans. Það er eins og hann sje hræddur um eitthvað, eins og hann eigi eitt- hvað brothætt í hreiðrinu. Oll andmæli gegn andatrúarkenn- ingum sínum hefur hann kallað »of- sóknir*. En sannleikurinn er sá, að þær kenningar hans eru ofsóknir gegn heilbrigðri skynsemi, en andmælin eru vörn hennar. Hann hefur ekki í svargrein sinni mótmælt neinu verulegu atriði, sem frá er sagt af andasýningum hans vestanlands hjer í blaðinu, heldur, þvert á móti, staðfest frásögnina. En samt kallar hann hana „of- sókn". Þetta ómenskuvæl um eilífar „of- sóknir" kveður altaf við frá Einari, og það því meir sem betur er með hann farið og honum sýnd fleiri merki velvildar og vorkunnsemi. Vill hann ekki telja það til »of- sóknanna" líka, að þingið síðasta, þar sem stjórnmála-andstæðingar hans voru í yfirgnæfandi meiri hluta, veitti honum ríflegan fjárstyrk? Og þá eins samskot einstakra manna, gömul og ný, úr öllum áttum? Og getur hann ekki komið því Kka inn á listann yfir „ofsóknirnar" gegn andatrúnni, að trúbróðir hans, Har- aldur Níelsson, er nýlega settur kenn- ari við prestaskólann? Það mætti nefna ýms fleiri dæmi, sem sýna, hve ástæðulaust alt væl Einars er um „ofsóknir" gegn sjálf- um honum og „trú" hans. Það hef- ur verið hlegið að honum og henni; það er satt. En fyrir öðrum „of- sóknum" hefur „trú" hans ekki orðið alt til þessa. En þar á móti hefur hann sjálfur, hvað eftir annað, gert útrás úr anda- herbúðum sínum, og farið að prje dika vísindin, og þá hefur honum verið andmælt. Annars hafa allar tilraunir hans verið látnar í friði. Nú í síðastl. viku tók „Reykjavík", en ekki „Lögr.“, allskarplega í þá Einar og Indriða fyrir gróðasýningar þeirra á Vesttjörðum. Það mun hafa verið ætlun blaðsins, að egna þá með þessu til málssóknar og knýja þann- ig fram rannsókn á starfsemi þeirra. En það lítur ekki út fyrir, að þetta ætli að takast. Einar ætlar að vinda sjer hjá því. í stað þess leggur hann fram vott- orð 18 manna um það, að þeir hafi ekki sjeð nein svik til Indriða mið- ils á andasýningum. Og hann er á- kaflega hróðugur ýfir þessu. En þar er nú samt ekki af miklu að láta. „Reykjavík" skýrir afdráttarlaust frá því, að svik hafi sjest til miðils- ins á andasýningu. Svar þeirra Einars og Indriða er í sjálfu sjer ekki annað en þetta: Allir, sem á andasýningar hafa komið hjá okkur, hafa þó ekki sjeð þau. Ef miðlinum hefði verið brugðið um klaufaskap, þá hefði þetta verið góð vörn. En gegn þeirri ásökun, sem fram var borin, er það alls eng- in vörn. Einar lætur sem sjer verði ósköp- in öll um það, að svik sjeu nefnd í sambandi við andatrúna hjer. Slíkt getur naumast verið annað en upp- gerð og látalæti. Honum hlýtur að vera kunnugt um það, að andatrúin er í öllum löndum meira og minna bendluð við miðlasvik. Og þó hann látist vera að ögra með málssóknum, þá munu menn eftir sem áður leyfa sjer að halda því fram, að hjer hafi þau líka getað komið fyrir. T. d. þegar miðillinn í augsýnBjörns Jónssonar ritstjóra og fleiri vitna átti að hafa opnað síðuna á Jóni heitn- um frá Stóradal, tekið þar út „mó- leitu vilsuna" og lokað svo sárinu aftur, án þess ad 'ór sœist eftir. B. J. hefur skýrt opinberlega frá þessu sjálfur. Eða þá, þegar andarnir ætluðu að hræða unga, fallega og gáfaða stúlku til þess að giftast Indriða miðli. Þeir Einar Hjörleifsson og Björn Jónsson voru báðir, að sögn, mikið við það mál riðnir. Einar telur það et til vill með „ofsóknunum", að þagað hefur verið yfir þessu, svo að hann hafi þess vegna ekki haft verð- skuldaðan sóma af málinu? „Fyrirbrygði" andatrúarmanna eru flest þess eðlis, að þau fara í bága við það, sem kallað er lögmál nátt- úrunnar og öll sannindi, sem við þekkjum, eru miðuð við. Þegar svo stendur á, höfum við vantrúarmennirnir fullan rjett til þess að vefengja þau, til þess að neita þeim og til þess að gruna þá, sem valdir eru að þeim, um blekkingar. Allra helst þegar okkur er varnað þess, að vera sjálfum vitni að fyrir- brigðunum, eins og hjer á sjer stað. Þetta ætti annar eins vitmaður og Einar Hjörleifsson er, að geta skilið. En það lítur ekki út fyrir, að hann skilji það, þar sem hann hugsar sjer nú jafnvel að fara að herja á trú- leysið með málsóknum. Það má til reynslu bregða UPP fyrir honum litlu dæmi, sern skýrir þetta. Setjum svo, að ferðamaður heim- sæki Einar Hjöreifsson. „Hvaðan eruð þjer, maður minn?“ spyr Einar. „Jeg á heima í tunglinu", svarar maðurinn Jeg geri ráð fyrir, að Einar líti á hann rannsóknaraugunum. En hinn heldur áfram og segir: »Jeg er hingað kominn til þess að heimta af ykkur jarðarbúum skatt fyr- ir það ljós, sem þið hafið nú öldum saman fengið frá okkar hnetti. Hing- að til höfum við ekki heimtað afykkur neitt gjald, en nú hefur verið sam- þykt á fjölmennum fundi tunglræðis- manna og tunglvarnarmanna, að krefj-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.