Lögrétta - 01.05.1909, Blaðsíða 3
L0GRJETTÁ,
87
eins glæsilegt og margur, ef til vill,
hyggur.
Slysfarir hafa engar orðið hjer enn
á þessari vertíð.
Skeggi.
Kanpmannahajnarbrjej.
Perming Björns.
Skrifað er frá Khöfn 18. þ. m.:
„ . . . Það er auðsjeð á öllu, að
Björn ráðgjafi er hafður hjer að háði
og spotti fyrir sína einstöku matar-
lyst, að gleypa fulla 5 árganga af
ísafold. „Klods Hans“ sýnir glögglega
í dag þá skoðun, sem hjer eralmenn
á Birni. En það, sem þó er verra, er
hitt, að alt háttalag hinna sameinuðu
hefur gersamlega eyðilagt það álit og
þann samhug, sem ísland og mal-
staður þess í sjálfstjórnarbaráttunni
hefur notið hjá mjög mörgum frjáls-
lyndum Dönum. Og aðalblöð Dana
•— Berlingur er enn áhrifamesta
blað þeirra — láta það beint í ljósi,
að bersýnilegt sje nú af reynslu und-
anfarinna ára, að Danir hafi verið
alt of meinlausir og eftirgefanlegir
við ísland, og að þeir sjeu því nauð-
beygðir til að herða á taumunum.
„Vort Land“, sem hefur mikil áhrif,
einkum hjá yngri kynslóðinni, segir
hreint út, að erlendar þjóðir muni
skoða það sem vott um máttleysi og
ónytjungsskap Dana, hvernig þeir
hafi af meinleysi liðið íslendingum
að vaða uppi og sundra alríkinu, og
bendir á, að Færeyingar sjeu nú farnir
að æpa eftir þeim í sama tilgangi,
sem sje, að kljúfa rfkið. Malstaður
íslands hefur því aldrei átt — á sfð-
ustu 8 árunum — eins daufum og
og tortryggum eyrum að mæta hjer
sem einmitt nú.
Jeg þykist vita, að þið munið hafa
tekið eftir því í dönsku blöðunum,
að Neergaard stjórnarforseti vildi ekki
láta sjer nægia munnlegar yfirlýs-
ingar forsetanna, heldur heimtaði, að
þeir gæfu skriflegar yfirlýsingar og
svör upp á fyrirspurnir, sem hann
lagði fyrir þá. Það er opinbertleynd-
armál hjer, að þær hljóðuðu um, hvað
flokkur þeirra hefði á stetnuskrá sinni,
hvort það væri skilnaður við Dani
o. s. frv. Og það, að svör þeirra
og yfirlýsingar fullnægðu danska ráða-
neytinu, sýnir best, að yfirlýsingarnar
hafa ekki hljóðað um persónusam-
band, sem flokkurinn þó hefur haft
efst á blaði. En þeim má ekki líð-
ast að leyna þvf heima, hvernig spurn-
ingarnar hafi verið og hver svör þeir
hafi gefið.
Ferming Björns mun hafa farið
fram eitthvað á þessa leið:
Neergaard: „Þú vilt verða ráð-
herra, Björn?“
Björn: „Já, mig langar ósköp til
þess, yðar hágöfgil"
Neergaard: „En þú hefur verið
svo skömmóttur og illorður undan-
farin 5 ár í blaði þínu f garð okkar
Dana og stjórnarinnur dönsku, að
þig skortir til þessa hið rjetta hugar-
far að öllum líkindum.
Björn: „Já, jeg veit þetta. En jeg
er fús til að jeta það alt ofan í mig
aftur, sem staðið hefur í ísafold, og
bið auðmjúklega fyrirgefningar á
því. Það er ungur fauti, sem skrifað
hefur allar greinarnar, sem ykkur
líkar illa. En jeg skal lofa bót og
betrun, og engum fautum hleypa að
blaðinu framar".
Neergaard: „Það er nú gott að
heyra. En þú ert svo ósannsögull,
Björn minn, að ekki er hægt að trúa
þjer, þó þú lofir einhverju. Þú ert
vís til að svíkja það alt".
„Björn: „Jeg skal gefa skriflega
yfirlýsingu".
Neergaard; „Jæja þá, úr því að
þú ert svona lystugur og hefur svona
góðan ásetning, þá er líklega rjettast
að ferma þig".
Björn: „Mjer þætti dæmalaust
vænt um það. Jeg hef kostað miklu
til undirbúningsins og væri illa stadd-
ur, ef því yrði neitað".
Neergaard: „Þú verður þá að
svara bæði munnlega og skriflega
þessurn spurningum....
Björn: „Já, já, það skal jeg gera
Neergaard: „Trúir þú á stöðu-
lögin og fult vald og fullan rjett
Danakonungs, Danastjórnar og ríkis-
þings Danmerkur, til þess að skamta
íslandi skyldur og rjettindi eftir eigin
vild í öllum sameiginlegum malum
og öllu því, sem stjórnarskrá íslands
nær ekki til samkvæmt skilningi okk-
ar Dana?"
Björn: „Já“.
Neergaard: „Afneitar þú síðustu
5 árgöngum ísafoldar, öllu lasti henn-
ar um Dani og Danastjórn og öllu
hjali um skilnað íslands við Dan-
mörku eða persónusamband þeirra
f milli?"
Björn: „Já“.
Neergaard: „Viltu standa stöð-
ugur í þessu heiti þfnu nú hjeðan í
fra og til æfiloka ?“
Björn: „Ja“.
Neergaard: „Gefðu mjer þá hönd
þína upp á það og skrifaðu undir
yfirlýsinguna".
Björn rjettir fram höndina og skrif-
ar síðan undir.
Áki".
framhalDs-skýrsla
uin starf nefndarinnar í sara-
bandsmálinn.
Frá ininni hluta nefndarinnar.
Hátt.v. formaður sambandslaga-
nefndarinnar, þm. N-.ísf., hefur fundið
sjer tilefni í innganginum að nefnd-
aráliti voru til þess, að skrá skýrslu
um starf nefndarinnar (þingskjal 612)
og vill þar reyna, að telja mönnum
trú um: „að Það er minni hluti
nefndarinnar, sem málið hefurtafið",
og að vjer höfum snúið málinu alveg
öfugt í frásögn vorri þar um að-
gerðir nefndarinnar og aðfarir hins
háttv. meiri hluta. Þessi skýrsla er
svo einkennileg, að vjer teljum nauð-
synlegt, að taka hana nokkuð til
athugunar.
Skal þá fyrst bent á, hvílík fjar-
stæða það er, að minni hluti nefnd-
ar — og þá ekki síst eins litill minni
hluti og hjer er um að ræða (3 af
9) — flet' störf meiri hlutans,
svo nokkru nemi. Meiri hlutinn
ræður öllu í nefndinni, velur formann
og skrifara, lætur prenta og útbýta
áliti sínu og tillögum, þegar það er
búið, án þess að minni hlutinn geti,
þótt hann vilji, hindrað það að
nokkru leyti.
Þá skal bent á hina fjarstæðuna,
en hún er sú, að vjer skyldum hafa
viljað, eða reynt að gera tilraun til
þess, að hindra eða tefja fyrir fram-
gangi þessa máls á þinginu. Hvað
átti oss að ganga til slíks? Það vita
þó allir, að vjer teljum núverandi
sambands-fyrirkomulag íslands Og
Danmerkur roein-gallað og sambands-
lagafrv. stjórnarinnar stórkostlega
rjettarbót. Hvf skyldum vjer þá vilja
tefja framgang þess?
Loks skal það sýnt og sannað, að
skýrsla hins háttv. formanns hrekur
ekki eitt einasta atriði í inngangin-
um, að minni hluta áliti voru; þvert
á móti staðfestir hún þau öll:
1) Vjer lýsum yfir því, að vjer
höfum gengið að starfi voru í nefnd-
inni með þeim einlæga ásetningi, að
reyna að teygja oss sem lengst til
samkoinulags til þess, að málið næði
framgangi á þinginu í því formi, er
nokkur von gæti verið um, að næði
samþykki beggja samningsaðila (ís-
lendinga og Dana).
Um þetta atriði segir í skýrslunni:
„lýstu þráfaldlega samvinnuþýðleik
sínum með fögrum orðum, og ljet-
ust ekki trúa öðru, en að allir yrðu
á eitt mál sáttir" og enn: „skorti I
aldrei fögur orð nje fullyrðingar um |
það, að óvíst væri, hvort þeir yrðu
eigi meiri hluta nefndarinnar sam-
dóma í tillögum um málið".
2) Þá skýrum vjer frá því, að oss
á fyrsta fundi hafi verið gefið í skyn,
að vjer ættum ekkert erindi í nefnd-
ina og best væri, að losna við oss
sem fyrst.
í skýrslunni stendur: „Þegar á
fyrsta fundi sambandslaganefndarlnn-
ar vakti undirritaður máls á því, svo
sem nefndarmönnum má vera minn-
isstætt, að . . . sýndist mjer sjálf-
sagt, að nefndarmenn .... ættu
þá þegar, að slíta samvinnu í nefnd-
inni, að því er til sambandsmálsir.s
kæmi" . . .
3) Þá staðfestir og skýrslan það,
að vjer höfum reynt að fá málið
rætt bæði í heild sinni og einstökum
atriðum, að fundir hafi verið fáir
haldnir (sbr. orðin „— að vísu frem-
ur fáum"), að núverandi ráðherra hafi
óskað þess, að stjórnarskrármálið, en
ekki sambandsmálið, væri rætt í
nefndinni, meðan stóð á utanför for-
setanna (alt með berum Orðum), að
háttv. þm. N.-Ísí., er hann var kos-
inn tormaður í nefndinni, gerði þá
ráðstöfun, „að nefndarstörfin yrðu öll
að snúast um sambandsmalið . . .
4) Um frásögn vora um, að ráð-
herrann hafi eigi fengist boðaður á
nefndarfund segir f skýrslunni: „Að
jeg hafi mötmælt þeirri kröfu minni
hluta nefndarinnar, að ráðherra væri
boðaður á nefndarfund, er að vísu
hverju orði sannara . . .“
5) Um þá staðhæfingu vora, að
vjer höfúm ekki fengið að sjá nefnd-
arálit meiri hlutans fyrri en því var
útbýtt á þinginu, segir svo í skýrsl-
unni: „Af sömu ástæðum var og
þeim tilmælum minni hlutans synjað,
að hann fengi að sjá nefndarálit
meiri hluta nefndarinnar um sam-
bandsmálið ..."
6) Loks er því þegjandi játað í
skýrslunni, að vjer minni hluta menn
höfum eigi enn verið boðaðir á
nefndarlund til þess að ræða stjórn-
arskrárfrv. stjórnarinnar.
Þar sem þm. N.-ísf. loks gefur í
skyn, að tveir af oss (J. M. og J. Ól)
hafi lengst dregið, að láta uppi af-
stöðu sína í málinu, má geta þess,
að einn af oss (J. Ól.) ljet í ljósi,
þegar á 2. fundi nefndarinnar, að
hann gengi aldrei að tómu persónu-
sambandi sem grundvelli.
Alþingi 25. apríl 1909.
Jóh. Jóhannesson. Jón Magnússon.
Jón Ólafsson.
Nýr soldán. Stórmorð.
Frá Khöfn er símað í gær:
Reschad effendi er orðinn sol-
dán. Fyrverandi soldán er ríkis-
fangi.
Frá Armeníu frjettast stórmorð.
Prjátlu þúsundir manna hafa verið
myrtar.
Hlutafjelagið
Thomas Th. Sabroa í Co.,
Aarhus — Danmörku,
býr til
Kolsýra- kæli-oE frysli-yjelar,
hefur lagt útbúnað til GOO:
fiskflutningaskipa, fiskfrysti-
húsa, fiskgeymslustöðva, beitu-
frystihúsa, mótorfiskiskipa, gufu-
skipa, íshúsa, mjólkurbúa og til
ýmislegs annars.
Fulltrúi fyrir ísland er:
<Sísli dolinsan
konsúlL í Yestniannaeyjum.
Brúkuð íslensk frímerki kauj ir
Inger östlund, Austurstræti 17.
2 duglegar vinnukonur
óskast til Laugarnesspítala frá 14.
maí næstk. Hútt kaup. Semja
ber við húsmóðir spítalans, frk.
H. Kjær.
söðull, hestur og riddari, sinn í hvoru
lagi, til jarðar og reis þar upp mikið
rykský.
En óðar en varði var Brjánn ridd-
ari kominn á fætur aftur, og ýtti það
eigi minst undir hann og egndi skap
hans, að heyra fagnaðaróp áhorfend-
andanna alt í kring yfir fallinu. Hann
dró sverð sitt og hristi það ógnandi
gegn mótstöðumanninum. Arllaus ridd-
ari stökk þá af baki og dró einnig
sverð sitt. En eftirlitsmenn leikanna
riðu á milli þeirra og mintu þá á, að
burlreiðareglurnar leyfðu ekki, eins og
nú stæði á, þá orustu, er þeir vildu
heyja.
ijFað er von mín samt, að við mæt-
umst einhvern tima síðar, og þá þar
sem enginn skilur okkur«, mælti Brjánn
riddari og leit heiftaraugum til mót-
stöðumannsins.
»Aldrei skal jeg undan því skorast«,
svaraði hinn. »Hvort þú vilt heldur
á fæti, eða í söðli, hvort þú vilt með
burtstöng, öxi eða sverð i hönd, —
skal jeg ætíð vera fus til að mæta þjer«.
Fleiri orðum hefðu þeir skiftst á, ef
eftirlitsmennirnir hefðu eigi lagt burt-
stöngum sínum á milli þeirra og skilið
þá á þann hátt. Arflaus riddari stje
á bak hesti sínum bg reið aftur að
norðurenda leiksviðsins, en Brjánn
hvarf til tjalds síns og lá þar inni í
illu skapi það sem eftir var dagsins.
Sigurvegarinn íór ekki af baki, en
bað menn færa sjer bikar með víni.
Hann lyfti hjálmgrímunni meðan hann
drakk og kvaðst tæma bikarinn »til
heilla hverju sannensku hjarta, en til
tjóns og ófarnaðar útlendum harð-
stjórum«. Fví næst bað hann um, að
bumburnar væru slegnar á ný, því
hann ætlaði að reyna sig við fleiri at
útbjóðendunum.
Beginvaldur uxaskalli reið þá fyrst-
ur fram. Hann var risavaxinn maður
og herklæði hans svört. Viðureign
þeirra fór svo, að báðir brutu burt-
stangirnar, en Reginvaldur losnaði við
áreksturinn úr öðru ístaðinu og var
því dæmdur sigraður.
Næstur kom fram Filippus frá Mal-
arási. Hann misti hjálminn í atreið-
inni og varðist falli aðeins með því,
að láta hann lausan, svo hann var
dæmdur sigraður.
Haukur frá Grænanesi var næstur.
Hestur hans var ungur og fjörugur og
reis upp á afturfótum, áður hann hljóp
fram, svo að Haukur misti það mark,
sem hann miðaði á. En þetla vildi
Arílaus riddari ekki nota sjer og hleypti
fram hjá Hauk, en bauð honum að
reyna á nýjan leik. Þessu boði neit-
aði Haukur og kvaðst telja sig sigrað*
an með því að mótstöðumaðurinn helði
hlíft sjer í atreiðinni.
Að siðustu kom Hrólfur trá Víðivöll-
um fram, en var riðinn til jarðar með
slíku aíli, að blóðið streymdi bæði úr
nösum hans og munni, og hann var
borinn meðvitundarlaus burt af leik-
sviðinu.
Löng fagnaðaróp kváðu við, er leikn-
var þetta talin meiri smán en hitt, að
falla af hestinum, því fallið gat stafað
af óhepni, en hitt sýndi klaufaskap og
vankunnáttu í riddaraíþróttinni. Mót-
stöðumaður Hrólfs frá Víðivöllum var
sá eini, er hjelt uppi heiðrinum, því
þeir Hrólfur skyldu jafnir og höfðu
brotið stengnrnar hvor fyrir öðrum.
Kallararnir æptu, múgurinn hvein og
klappaði og bumburnar ómuðu. Sigur-
vegararnir riðu til tjalda sinna, en hin-
ir, sem fallnir voru, fóru að brölla á
fætur og hrökluðust hálfsneyptir út
fyrir grindurnar til þess að semja við
sigurvegarana um útlausn vopna sinna
og hesta, því eftir burtreiðarlögunum
höfðu þeir tapað hvorutveggja. Að-
eins einn þeirra, sá er eigi var feldur,
varð eftir á leiksviðinu, tók á móti
lófaklappi frá áhorfendunum og jók
með því enn ergelsi fjelaga sinna, en
reið siðan út.
Aftur riðu fimm riddarar inn á leik-
sviðið og urðu afdrif þeirra lík og
hinna, og sama er að segja um þá, er
næstir komu. Frammistaðan var mjög
misjöfn, en þó var sigurinn eindreginn
útbjóðendanna megin og var enginn
þeirra riðinn niður, og eigi hafði held-
ur nokkrum þeirra skjátlast i atlögu.
En í hverjum ílokki höfðu fallið tveir
eða þrír af mótstöðumönnum þeirra.
Riddararnir fóru þvi að verða tregari
en áður til að ríða á móti þeim, og í
fjórðu umferð komu aðeins þrír og
sneiddu þeir hjá skjöldum þeirra
Brjáns og Reginvalds, en völdu sjer
hina þrjá til viðfangs, er eigi þóttu
49
jafnfræknir þessum tveimur. Þó fór
enn svo, að útbjóðendurnir höfðu sigur.
Eftir fjórðu umferðina varð nokkur
bið og leit ekki út fyrir að neinn hefði
löngun til þess að endurnýja leikinn.
Áhorfendurnir fóru að stinga saman
nefjum og voru ekki ánægðir, því tveir
af útbjóðendunum, þeir Filippus og
Reginvaldur, voru óvinsælir afalmenn-
ingi.
En þó var enginn eins óánægður og
Siðríkur Engilsaxi, þvi i hans augum
var hver sigur Normanna heiðurs-
skerðing Englands. Sjálfur hafði hann
eigi æft sig í riddaraiþróttum. En hann
leit til Aðalsteins frá Stóruborg eins og
til þess að minna hann á, að nú skyldi
hann gera tilraun til að bjarga heiðr-
inum, því að Aðalsteinn hafði numið
allar iþróttir þeirra tima.
»Jeg ætla að reyna mig á morgun«,
sagði Aðalsteinn. »Það er ekki ómaks-
ins vert, að fara að herklæðast i dag«.
Niðri á leiksviðinu æptu kallarnir:
»Ást kvennanna er hreystinnar laun!
Riðið fram, fræknu riddarar! Fögur
augu líta á afreksverk ykkar!«
Frá tjöldum útbjóðendanna ómaði
líka hljóðfæraslátturinn við og við með
sigurhrósi og eggjan, en hjá bændun-
um reis upp kur yíir þvi, að ekkert
ætlaði að verða úr deginum. Gamlir
riddarar og aðalsmenn hvisluðu hver
að öðrum um afturfarir í hermensk-
unni og mintust iþróttaleikjanna á
yngri árum sínum. En þeir voru líka
sammála um það, að landið ætti ekki
eins fagrar konur nú og verið hefðu