Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.06.1909, Blaðsíða 2

Lögrétta - 23.06.1909, Blaðsíða 2
126 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum mtð- vtkudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. un hvítra manna. Kínverjar gera mörg hofin að skólum, og þótt hjá- trúin banni þeim að leggja hendur á goðin, þá sýna kristnir Kínverjar þeim með orðum og eftirdæmi, að það sje óhætt. Læknirinn sýndi mönnum lítið skurðgoð, sem þúsundir manna hefðu dýrkað, og bætti því við, að það væri undir kristnum þjóðum komið, hvort hundruð miljónir manna í Kína ættu að hafa' slíka stokka og steina eina, eða frelsarann Jesúm Krist, sjer til huggunar og trausts á alvöru- stundum lífsins. Frú Steinunn Hayes, sem talaði íslensku furðu vel eftir svo langa brottveru, sagði: að væri nokkrum forvitni á að vita, hvað hefði knúð sig til að gerast kristniboði, sem alls ekki væri þægileg staða fyrir hold og blóð, — þá skyldi hann lesa 2 síðustu versin í Matt. guðsp. og Lúk. 10 9. („Læknið þá, sem sjúkir eru og segið þeim: Guðsríki er ná- lægt yður"). Annars sagði hún frá ýmsu úr daglega lífinu í Kína. Mintist á fóta- kreppu kvenfólksins, sem er nú raun- ar farið að útrýma; löngu naglir fína fólksins og forvitnina, sem kom Kín- verjum til að ganga í veg fyrir þau og spyrja þau spjörunum úr, eða elta þau í stórhópum, er þau gengu eitt- hvað sjer til hressingar. Þá minnist hún á fákunnáttu kín- verskra lækna, sem hefðu ekki annað en trjárætur og særingar mönnumtil heilsubótar, og heimilislífið, þar sem sá ósiður væri almennur að lítils- virða stúlkubörnin og jafnvel bera þau út, eða selja þau • hverjum sem þætti ómaksins vert að útvega drengj- um sínum konuefni, eða sjálfum sjer ambátt. — — — Áheyrendurnir virtust alment mjög vel ánægðir með samkomuna. Sigurbjörn A. Gislason. frá Dslanii til Italíu. Eftir Matth. Þórdarson. III. í París. Mig minnir ekki betur en Hannes Þorsteinsson láti þess einhverstaðar getið í „Þjóðólfi", að París sje fremur ómerkileg borg og þar sje harla fátt merkilegt að sjá. Verið getur, að hann hafi sagt eitthvað öðruvísi frá, en nokkuð var það á þessa leið. En þar held jeg nú, að honum skjátlist, karlinum. Hvorki jeg, nje neinn, sem fer þar um og dvelur í þessari borg í 2 eða 3 daga, getur í raun og veru sagt frá neinu, því þessi staður er það völundarhús, með ótal leyni- göngum, sem ekki verður þekt til hlítar á mörgum árum. Hver bygg- ing, hver gata, hvert torg hefur sína sögu, og um hvert þetta út af fyrir sig mætti skrifa heila bók, sem jeg eðlilega sje mig ekki færan um, sem aðeins dvaldi þar tvo daga. Mjer þótti mannkvæmt á járn- brautarstöðinni, þegar jeg kom um kvöldið til Parísar; þar úði og grúði af fólki, en langflest af því var karl- menn, klæddir einkennisbúningi, járn- brautarþjónar, tollþjónar, ökumenn og sægur aí gistihússþjónum. Gistihúss- þjónarnir, sem ganga í skrokk á öll- um ferðamönnum, hvort heldur er á járnbrautarstöðvum eða við skipakví- ar, ljetu mig heldur ekki í friði þetta kvöld. En til þess að gera þeim engan mannamun, fól jeg sjalfan mig og dót mitt umsjá ökumanns nokk- urs og beiddi hann að koma mjer hið fljótasta burt úr þessum stað. KI. II1/* um kvöldið lenti jeg slysa- laust í „Novel Hotel" í Rue La- fayette nr. 49, og hálfsofandi þjónn fór með mig í lyftivjel upp f her- bergi nr. 59, sem jeg skuldbatt mig til að greiða 5 franka fyrir á dag. Þar sofnaði jeg svo eftir alt ferðavolk- ið og dreymdi um París. Rue Lafayetta er eitt af hinum stóru strætum Parísarborgar og liggur að norðanverðu við ána Signu. I stjórn- arbyltingunni náklu varð þetta stræti ekki hvað minst fyrir áhrifum bylt- ingarinnar og blóðsúthellinganna. Skamt frá, á árbakkanum, liggurTu- ille ríhöllin og Palais Royal Louvre, stórkostlegar byggingar, með lysti- görðum innan í. Við enda strætis- ins er leikhúsið mikla, „Le grand Opera", Plase Vendome, frægur sam- komuvöllur frá stjórnarbyltingunni, Palais Justis og fleiri nafnfrægar bygg- ingar. Jeg komst í kynni við Engl/ending, sem bjó þar á hótelinu, í raun og veru allra besta karl, og gerðum við fjelag með okkur að skoða borgina. Magdalenukirkjan varð fyrst á vegi okkar, og af því að hún var opin og fjöldi fólks, mest kvenfólk, streymdi út og inn, fórum við þar inn líka. Kirkjan er heldur lág bygging, en mjög breið og löng, bygð úr steini og marmara, og er helguð einnhverri heilagri Magdalenu. Inni í henni munu geta setið um 6— 8 þús. manns, svo er hún fyrirferð- armikil að innan, þótt ekki sýnist hún háreist í samanburði við aðrar risahallir þar í nánd. Meðfram hlið- unum var alsett dýrlingamyndum, og eins og gefur að skilja fyrir háalt- arinu afarskrautíegt Hkneski, sem átti að tákna Maríu með Jesúbarnið. Hingað og þangað í kirkjunni lá kvenfólk fram á knje sín, með and- litin ofan í bekkina og baðst lyrir, mjer virtist það flest vera stúlkur á giftingaraldri, sem með alvarlegri og hjartnæmri bæn komu þarna til að svala sálu sinni. Það heíði mátt heyra ullarlagð detta í þessari miklu höll, svo var alt kyrt og hljótt. Að lokinni bænagjörð stóðu stúlkurnar upp, ein eða fleiri í senn, gerðu kross- mark fyrir brjósti sjer, dýfðu hönd- unum i vígsluvatnið, sem var í stóru keri við inngöngudyrnar, og hurfu svo út í fólkshafið fyrir utan. Leið okkar þaðan lá um Gare St. Lazare. Það er allstór lystigarður með blómreitum og alsettur trjám, sem breiða lim sitt yfir höfuð manna og gera þeim þægilegt að hvila sig þar á bekkjunum í forsæl- unni. Þar voru ósköpin öll afbörn- um, enda urðu þau einhverstaðar að vera, því jeg hafði hvergi sjeð þau áður, og voru stúlkur með þeim til að gæta þeirra. Börnin voru að leika sjer með ýmsu móti, en stúlk- urnar að sauma, hekla eða prjóna. Inni í miðjum garðinum var kapella gerð af Loðvíki 18 til minja uni Loðvík 16. og Maríu Antonettu, sem urðu að láta lífið í stjórn- arbyltingunni miklu. Þar var með gullnum stöfum höggvið í steininn fyrir ofan dyrnar, að „hjer skyldu allir koma inn og gera bæn sfna og biðja fyrir fólkinu, sem í villu síns vegar, vitandi ekki hvað það gerði, hefði tekið þau saklaus af lífi". Eða þetta skildist mjer þar standa, skrif- að þar af I.oðvíki 18. En ekki fórum við þar inn. Yið fórum yfir Vendómevöllinn og gengum fram hjá Vendóme-súiunni, þessari geysiháu steinsúlu, sem gnæf- ir við himinn, með sigurgyðju stand- andi efst uppi. Skamt þaðan, hinu- megin við ána, sjest járnturninn mikli, Eifelturninn. Hjeðan var ekki nema spölkorn til Tuilleri-hallarinnar og gengum við þangað. Þessi höll, sem verið hefur aðset- urstaður konunga og keisara Frakka, er samanhangandi röð af bygging- um utan um sporöskjumyndað svæði, sem ýmist eru blómgarðar, eða stein- lögð svæði, með feiknaháum og þrek- vöxnum trjám á víð og dreif. Það er sagt, að ioo þúsund herbergi sjeu í Vatíkaninu, aðseturstað páfans, en ekki skil jeg í því, að mikió vanti á þá tölu hjer; en svo mikið þykist jeg geta fullyrt, að það fari ekki mikið fyrir öllum íslendingum f hall- argarðinum. Jeg þykist vita, að Falli- ere, forseti Frakka, hafi leigulausan bústað þarna einhverstaðar, en ekki sá jeg honum bregða fyrir þar nein- staðar; auðvitað getur mjer hafa yfir- sjest, því ekki fer mikið fyrir einum forseta í öllum þeim ósköpum. Eftir að hafa gengið gegnum blóm- garða og súlnagöng, um steinlögð bersvæði, framhjá gosbrunnum og líkneskjum, hjeldum við sem leið liggur niður með ánni og að Nál Kleópötru eða opeliskanum mikla, sem Napóleon ijet flytja frá Egyfta- landi og fara rr»eð þangað. Auðvit- að urðu nokkuð mörg ljón á vegin- um, en það gerði okkur ekkert til, því þau voru flest úr marmara eða bronse, og hvíldu þarna á lágum steinstöplum fólki til augnagamans. Opeliski þessi er ekkert smásmíði, að líkindum alt að 100 fetum á hæð. Hann líkist geysimiklum bautasteini eða legsteini, nema er ferhyrndur og smáminkar að ummáli eftir því sem ofar dregur. Steinnin, sem er lfk- lega nokkur þúsund ára gamall, er eins og hann hefði verið högginn f gær. Myndirnar, sem höggnar eru á hann frá stalli og upp í topp, og bæði eru af mönnum og dýrum, fugl um og fiskum, og eiga að tákna eitthvað mjer óskiljanlegt lesmál, eru svo greinilegar og ómáðar sem ný- gerðar. Á fótstallinum er þess get- ið, að hann hafi verið fluttur frá Egyftalandi árið 1798 af nafngreind- um sjóliðsforingja og reistur þarna af Loðvíki 18, en hvergi er Napó- leons við getið. Við erum komnir að brúarsporð- inum á brúnni miklu, sem kend er við Alexander 3. og Niklulás; hún hefur hlotið að kosta miljónir króna, svo mikið er í hana borið og svo mörg eru lfkneskin og myndirnar, sem prýða hana á alla vegu. Þarna undir veltur Signuáin fram kolmórauð, hægt og sígandi. Hún hefur sfna sögu eins og margt annað hjer, og hefði frá mörgu að segja, ef hún gæti talað. Hjer er sagt að margur í ástaræði endi sínar síðustu stundir, en engan báru öldur hennar ofan þessa stund, meðan við dvöldum þar. Jeg hafði nú hugsað mjer að bregða mjer upp í ríkisþingið sChambre du Deputes«, sem var þar skamt frá, en eftir að hafa gengið framhjá mörg- um dyrum og varðmönnum með byssur um öxl, var mjer sagt að á- heyrendasalurinn væri lokaður. Hjer var því ekki meira að gera, og fór- um við því þaðan til »IIotel des In- valides« eða örkumla-kirkjunnar og grafar Napóleons (»Tombeau du Na- póleon«). Hjer er grafreitur frægra herforingja og fallinna hermanna, á- samt veglegri kirkju og safnhöllum, er geyma allar þeirra helstu menjar frá orustum þeirra og sigurvinning- ingum: sverð, byssur, herklæði, fall- byssur og fána, ásamt mörgu fleiru, sem of langt yrði hjer upp að telja. Herfrægð Frakka hefur verið við brugðið, en þó hefur sögusól þeirra aldrei ljómað eins skært og frægð þeirra flogið eins víða, eins og á ár- unum frá 1796—1815, eða meðan Napóleon átti þar ríkjum að ráða, enda er það ekki ólíklegt, þó að á þessum stað hverfi alt fyrir þeirri „gloríu", sem skín af gröf hans, líkn- eskjum af honum á öllum aldri í alls- konar stellingum, eiginmunum hansog herforingjanna, sem börðust og fjellu með honum, og sundurskotnum, blóð- lituðum fánum frá ýmsum ríkjum og löndum, sem bera menjar um sigur- sæld þessara manna frá þessum tím- um, enda fanst mjer jeg verða gagn- tekinn af undrun yfir því, að virða þetta alt fyrir mjer. í þessum mikla kirkjugarði, sem er alþakinn blómsturbeðum og lík- neskjum og gróðursettum trjám og lundum, stendur byggingaspilda mikil, hermenjasafnasaluriun, er myndar skeifulagaða heild, og er kirkjan með gröf Napóleons í tánni. — Fyrir of- an dyrnar á þessum miklu bygging- um stendur, að Lúðvík mikli hafi látið reisa þet.ta, og er hjer víst átt við Lúðvik 14., þótt mjer því miður sje ekki fullkunnugt um, hve mikill hann var. Uppi í kirkjuhvelfingunni hjengu fánar ýmissa þjóða, og tald- ist mjer þeir vera um 300 að tölu. Flestir voru sundurtættir af skotum og Iitaðir blóði, svo vart varð auðið að þekkja, hverra þjóða fánar það voru. Með því að ganga meðfram hliðar- vegg kirkjunnar og að kórbaki, kom maður inn í geysimikla og skraut- lega marmarahvelfingu, alsetta ýms- um útskurði og myndum. Þar varð fyrir manni hringmyndað handrið, eða umgerð úr hvítum marmara, og við það að halla sjer fram, og líta niður fyrir sig, sást kista og gröf Napóleons. í þessari opnu gröf, sem er skálmynduð í laginu, stóð á miðju gólfi úthöggvin, dökkbrún mar- marakista, eða öllu heldur hylki, þar sem geymdar eru í hinar jarðnesku leifar þessa mikilmennis. Sex sorgar- gyðjur, einnig úthögnar í hvítan marmara, stóðu þarna í kringum kist- una og litu harmþrungnar til jarðar. Við það að standa þarna og virða þetta alt fyrir sjer, gröfina, kistuna, hvelfinguna og alt umhverfis, verður maður gagntekinn af undrun og ein- hverjum óþekkjanlegum tilfinningum. Það blandast saman hin helga, þög- ula sorgartilkenning grafarinnar og dauðans við hið óumræðilega skraut og prjál, sem hugvit byggingameist- arans og fjárhirsla voldugs ríkis get- ur fundið upp á að framkvæma. Þarna lá fanginn frá St. Helenu. Frakkland sá um útför hans. Eftir að hafa horft á þetta um hríð, gengur maður niður marmara- tröppur og kemur niður á steingólf eitt lítið ummáls. Jeg fór þarna nið- ur eins og aðrir, því manngrúinn, sem var þarna í sömu erindum eins og jeg, vísaði mjer leiðina. Nóg birta var þarna, eins og alstaðar í þessari miklu hvelfingu, því gluggar voru nógir uppi, sem báru birtu, ásamt speglum, sem slógu sólargeisl- unum niður. Hjer stóð gamall hermaður með brjóstið þakið krossum og heiðurs- merkjum, og gætti dyra grafarinnar. í samtali við Englending nokkurn, sem skeggræddi við hann um stund, sagði hann að hann væri 67 ára, og væri búinn að vera þarna grafar- vörðum um 17 ár. Hann benti með lyklinum á skráargatið, sem mjer virtist einkennilegt mjög, og sagði að þetta væri skráin og lykillinn frá einu uppáhaldsherbergi Napóleons í Tuil- lerihöllinni. Afi sinn, sagði hann, að hefði fallið við Vaterloo, faðir sinn hefði verið meðal þeirra, sem sóttu kistu Napóleons til St. Helenu. Og hann þuldi mikið um Napóleon með sorgblöndnum róm, og um heimsóknir af konungum og keisurum. Brúnin lyftist talsvert á karli, þegar Eng- lendingurinn kvaddi hann og rjetti honum '/2 pd. sterl. í sögulaun. Yfir dyrunum, sem hermaðurinn gætti, stóðu þessi alkunnu orð, sem Napóleon sagði rjett fyrir andlátið á St. Helenu: »Jeg vona að hinar jarðnesku leifar mínar verði fluttar til borgarinnar við Signu, svo bein mín fái að hvíla á meðal þess fólks, sem jeg elskaði svo heitt«. Hjeðan gengur maður upp í sýn- ingarskálana. Þar verður fyrir manni mesti fjöldi af líkneskjum frægra her- foringja og hermanna, ásamt öllu, er tilheyrir hernaði frá ýmsum tímum, alt tilheyrandi Frakklandi og sögu þess. Þarna voru salir, sem sýndu Napóleon sem dreng á hermanna- skólanum í Brienne, og alt þangað til hann lá dauður í rúmi sínu á St. Helenu. Hann sást þarna í meðlæti og mótlæti, innan um hershöfðingja sína og meðal hermannanna, og á ráðstefnu við konunga og aðra stór- fursta. Stór málverk hanga á veggj- unum af sigurvinningum hans og manna hans, yfir alt tímabilið frá umsátinni við Toulon til hrakfarar- innar við Waterloo. Þarna stóð grái hesturinn hans með reiðtygjum, korðinn hans hjekk þar í slíðrum, rúmið hans, fötin, úrið, taflborðið, sjónaukinn og alt smátt og stórt, sem honum hefur þótt vænt um, og hann látið fylgja sjer til St. Helenu. Mjervirtist vera ekki allfákúlu- göt á gráa yfirfrakkanum hans, og einnig á hattinum. Tvær gullbúnar skammbyssur, settar gimsteinum, lágu þar á borðinu; þær hafði soldán gefið honum. Halfsmíðað barnaleikfang lá þar líka; það hafði hann verið að smíða handa drengnum sínum í út- legðinni, og svo fallið frá, áður en það var fullgert. Frh. Bebel, jafnaðarmannaforinginn frægi á Þýskalandi, hætti allri opin- berri starfsemi nú í vor, og var hann þá sjötugur að aldri og hafði verið hættulega veikur um tíma. Bástjal „sjiWismannf. Svohljóðandi betliskjal hefur stjórn- arnefnd stjórnarflokksins hjer sent út, en með mikilli leynd þó, og er það prentað suður í Hafnarfirði: Reykjavík 31. mai 1909. Heiðraði kœri herra! Vjer sjálfstœðismenri leyfum oss hjer með að setida yður nokknr skírteim handa peim, sem taka vilja verklegan pátt í pví að efta og tryggja sjálfstœði hinnar íslensku pjóðar. Eins og kannugt er, hefur pví verið haldið mjög freklega að pjóðinni síð- ustu árin, að gerður yrði samningur um sambandið milli Danmerkur og ís- lands, par sem skýlaus ákvœði vœri um pað, að ísland lyti erlendum yfirráðum i ýmsum greinum um óákveðinn tíma, er vjer álítum að leitt gœti til mikillar ógcefu fyrir landið. Vegna pess, að eigi er ólíklegt, að hið útlenda vald gefist ekki upp við pað, að reyna að ná sem víðtœkustum yfirráð- um yfirpessu landi, og má búast við, að altaf fáist einhverjir íslendingar til pess að styðja hið útlenda vald í pessari við- leitni sinni, eíns og ýms blöð hjer á latidi leggja nú mikið kapp á, pá vœri pað œrið nauðsyntegt, að sem flestir hœfustu menn landsins gætu gefið sig við pví að meira eða minna leyti, að frœða almenning um hinar ýmsu til- raunir, er gerðar kunna að verða til pess að draga yfirráðin úr höndum vor íslendinga, svo að pjóðin geti sjeð við peim tilraunum og varisl peim. En par sem ekki er hœgt að útvega nœga starfskrafta endurgjaldslaust til pessara nytsemdarstarfa, parf árlega að safna saman dálitlu fje til pess, að geta borgað fyrir vel samdar ritgerðir, fyrir- lestra og til annara nauðsyntegra lit- gjalda í pessu augnamiði. Pað er eigi síður pörf á pví hjer á landi en í út- löndum, að menn alment laki pátt í peim lcostnaði, er almenn frœðsla og skýringar á hinum milalsverðustu lands- málum hafa í för með sjer. Vjer sjál/slœðismenn heitum pvi á alta góða drengi, unga og gamla, að hlynna að pessu markmiði voru með lítilsháttar fjárframlögum. Ætlast er til, að umboðsmaður vor á hverjum stað skrifi undir skírteinið, en nafn pess, er skírteinið fœr, og númer á bakið. Nauðsynlegt er og, að halda skrá yfir alla pá, er skírleinin fá, sem hver umboðsmaður geymir hjá sjer. Pað sem inn kynni að koma, og vjer óskum að yrði sem mest, og gengi sem greiðast að safna, óskum vjer að senl verði fjehirði sjálfstœðismanna, herra atpingismanni Hannesi Porsteinssyni í Reykjavík. Með einlægri virðingu. Fyrir hönd sjálfstœðismanna. Björn Kristjánsson. Prentsmiðja Hafnarfjarðar. Skírteinið, sem skjalið getur um, hljóðar svo: Sjálfstœðismenn fslands, sem hafa fyrir mark að efta og tryggja frelsi og sjál/stœði hinnar íslensku pjóð- ar, kjósa yður hjer með fjetaga sinn sjálfstœðisbaráttunni. — Skírteini pelta gildir fyrir árið 1909, og er árgjald. yðar greitt með kr. Fyrir stjórn sjálfstœðimanna1). Undir þetta á að koma naín um- boðsmannsins, en hinu megin á blaðið erprentað: „Skírteini fyrir hr......." Þetta auðvirðilega betliskjal, sem er fult af hræsni, ósannindum og ó- vönduðum getsökum, hefur verið prentað og sent út í mesta pukri. En því skulu menn varaðir við, að peningum þeim, sem þeir piltar, sem skjalið hafa búið út, fá í hendur, verður varið til alls annars en þess,, að efla sjálfstæði íslands. Eftirlaun Abdul llamids. Það er sagt, að stjórn Ungtyrkja hafi krafið þýska, enska og franska banka um inneignir Abduls Hamids hjá þeim, en bankarnir eigi viljað borga, með því að þeir segja ríkisstjórnina eigi hafa fengið umráð yfir tjenu með samþykki þess, er inn hafi lagt það.. Síðustu fregnir segja þó, að samn- ingar sjeu komnir á um þetta millii A. H. og stjórnarinnar, og hafi hún fengið heimild hjá honum til að hefja fjeð. En til launa fyrir það á hann að fá 18 þús. kr. á mánuði af ríkis- fje til að lifa af. 1 )NB. Skírleiniðprentað með bláu letri (bjúgletriI og skrautumgerð í brjefspjalda- pappa.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.