Lögrétta - 23.06.1909, Qupperneq 3
L0GR.1ETTA.
127
Norðurpólsfor Wellmanns. Hann
var að búa sig til farar frá Tromsö í
Noregi til Spitsbergen snemma í
þessum mánuði. Hvenær henn legg-
ur svo upp þaðan á loftfarinu, er
undir veðri komið, en líklega verður
það einhvern tíma í júlí. Loftskip
hans er 90 álna langt og 25 álna
breitt, eins og vindill í lögun. Þar
er ætlað rúm þremur mönnum, nokkr-
um grænlenskum hundum, 2 sleðum,
I bát og svo vistaforða. í loftfarinu
er bensínvjel með 80 hesta afli.
Loftherskip í liandaríkjunum.
Það er sagt, að ráðandi menn í hern-
um þar vilji koma upp loftskipum,
sem ætluð sjeu til landvarna, ef á
þurfi að halda, og verði beiðni um
fjárveiting í því skyni lögð fyrir sam-
bandsþingið. Raðgert kvað vera, að
koma þá upp lendingarstöðum handa
loftskipum og flugvjelum í Washing-
ton, New-York og Fíladelfíu.
England og Canada. Sagt er
að Canadas'tjórn hafi ákveðið að
byggja flota fyrir 90 milj. kr. og
eigi hann að vera fullger að 5 ár-
um liðnum og verða til umráða
Englendinga á ófriðartímum.
Stössel, Rússaheríoringi í Port
Arthúr, sem dæmdur hafði verið til
dauða, eins og kunnugt er, en var
síðan náðaður, var látinn laus úr
fangelsinu á afmælisdag Rússakeisara,
sem nýlega er hjá liðinn. Sama
dag var Nebógatov hershöfðingi,
sem eins stóð á fyrir, einnig látinn
laus. Stössel hefur setið í fangelsi
nær hálft annað ár. Á myndum,
sem víða eru sýndar af honum og
eiga að vera teknar þegar hann ók
heim úr fangelsinu, situr hann með
kött í fanginu, og er sagt að hann
hafi fengið að hafa köttinn hjá sjer
allan þann tíma, sem hann sat inni.
ísland erlendis.
Karl Kiichler kennari kemur hing-
að í næsta manuði og ætlar að ferð-
ast um Snæfellsnes, skoða þar merka
og fallega staði, taka þar myndir og
rita svo bók um förina á þýsku.
Með honum verður Jónas Jónasson
stúdent frá Hrafnagili. Kúchler ráð-
gerir að koma hingað 14. júlí.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson tón
skáld er að undirbúa samsöng í
Khöfn, er þó mun ekki eiga að fara
fram fyr en einhvern tíma í haust.
011 lögin, sem þar verða sungin, eru
eftir hann og flest við íslensk kvæði:
Minni Ingólfs (M. J.), ísland (V. G.),
Norðurljós (Stgr. Th ), Valagilsá (H.
H.), Móttökuljóð við komu Friðriks
VIII. til íslands (Þ. G.), Sverrir kon-
ungur (Gr. Th.), Morgun (B. Þorl.), ís-
land (H. H.), Þúsundára-söngurinn (M.
J.), Auk þessa eru lög við ensk kvæði.
M fjallatiÉm til Mimiða.
Erá Akureyri er skrifað 17. þ.
m.: „ . . Einmunatíð og útlit fyrir
mesta grasvöxt. Einstöku menn
farnir að slá tún hjer í bænum.
Fiskiafli góður fyrir utan Hrísey, en
innar lítill. Síld engin, naumast til
beitu. Hitar miklir, frá 16—240 R.
Sífelt logn, með innlögu síðari hluta
dags. Helst of lítil rigning. . .“
Yöxtur í Lagarfljóti. „Austri"
frá 12. þ. m. segir hita mikla þá á
Austurlandi og þar af leiðandi vatna-
vexti. „Lagarfljót flæðir svo yfir far-
veg sinn“, segir blaðið, „að menn,
sem komu nú í vikinni norðan yfir
fljótið, urðu að sundríða frá brúar-
sporðinum alllangan spöl yfir á hæð
á Egilsstaðanesinu".
Fálkinn tók nýlega þýskan botn-
vörpung, Franzius Nr. 68 frá Bre-
inerhafen, við Ingólfshöfða og flutti
inn til Seyðisfjarðar. Sekt 1200
mörk og veiðarfæri upptæk. Aflann
keypti skipið á 800 mrk.
Reykj avík.
Slys. Maður hrapaði ofan úr
stiga við bygging á Rauðará, með
stóran stein í fangi, og meiddist
töluvert. Það var Sveinbjörn Björns-
son skáld. Nú er hann samt í aft-
urbata.
Hjónin frá Kína töluðu í dóm-
kirkjunni á laugardagskvöldið, og var
kirkjan troðfull. Hr. Skafti Brynjólfs-
son frá Winnipeg var þar túlkur
þeirra. Þau töluðu um heilbrigðis-
mál í Kína og sögðu þekkingu á
byggingu mannslíkamans þar mjög
litla hjá almenningi, enda strfðandi á
móti trúarbrögðunum, að kryfja lík.
Á sunnudaginn hafði frúin talað í
kirkjunni á Akranesi.
Prestaskólinn. Haraldur Níels-
son 2. prestur í Reykjavíkurpresta-
kalli er settur 2. kennari við presta-
skólann fyrst um sinn frá 1. júlí,
með hálfum launum.
Dáinn Sigurður Jónsson frá
Fjöllum. Hann dó á Franska spí-
talanum hjer í fyrradag síðdegis,
slysalega. Fanst um miðjan dag á
sunnudaginn dauðveikur á túni fyrir
austan Rauðará og var borinn það-
an á spítalann. Hann hafði verið
mjög heilsuveill síðastliðinn vetur,
en var maður á besta aldri. Ekkju
lætur hann eftir sig, Margrjeti Guð-
mundsdóttir Ámundasonar, og nokk-
ur börn ung.
Sigurður var dugnaðarmaður,
greindur vel, harðgerður og fylginn
sjer og er miklu meira en meðalmann-
skaði orðinn við fráfall hans. Hann
hafði óvenjulega mikinn áhuga á
stjórnmálum og fjelagsmálum, var
einbeittur Heimastjórnarmaður og
fylgdi skoðunum sínum fast fram.
Hann var trjesmiður og rak atvinnu
sína með dugnaði, en heilsan var
farin að bila, eins og áður segir.
Málaferli hefur ráðherra lagt út
í gegn blaðinu „Reykjavfk" fyrir
grein, sem segir af hamförum hans
til þess að ná handa sjálfum sjer
prentun alþingistíðindanna. Þar verða
án efa forsetar þingsins meðal ann-
ara leiddir fram sem vitni og getur
þetta mál orðið töluvert fræðandi
áður en líkur. Stefnunni hefur verið
beint til stjórnar útgáfufjelagsins, en
ekki til ritstjórans.
Ráðherra fór utan með „Sterling"
í gærkvöld. Með honum fór Björn
Kristjánsson alþm. og Sveinn Björns-
son málaflm. sonur hans, eins og
sagt var í síðasta blaði.
Einar Helgason garðyrkjufræð
ingur fór utan með „Sterling" í gær,
dvelur utn tíma í Orkneyjum og
Skotlandi í erindum fyrir Búnaðar-
fjelagið, en fer einnig til Danmerkur.
Yarðskipin »Hekla« og »Beskyt-
ter« eru nú bæði hjer við land.
Misprentað er í síðasta tbl. undir grein
hr. B. Th. Melsteds: 1900 fyrir 1909.
Sömul. í nokkrum eint., sem í bæinn fóru,
í smágrein á I. bls.: Thorvaldsen fyrir Thor-
oddsen, og í fremstu greininni framarl.:
Byggingabrjef fyrir byggingarbrjef.
í 30. tbl. var og misprentað í greininni
„Góðir gestir" : Kalifermía fyrir Kalifornia.
Vottorð og áminning.
Áverki sá, sem drengurinn Þórður Árna-
son, skömmu áður en hann dó, hlaut af
völdum Erlendar Stefáns Kristjánssonar,
var alls ekki orsök í dauða hans.
Reykjavík '5/6 '09.
Matlh. Einarsson.
Með ofanrituðu læknisvottorði er sann-
leikurinn í ljós leiddur og sigrar hann
lýgina. Áminnum við harðlega hið miður
vanaða fólk um, að halda ekki uppi óhróð-
urssögum sínum um manndráp nje hót-
unum um fangavist út af því, sem vott-
orðið getur um. Ella verður rjettvísin sett
tafarlaust ( málið.
Reykjavík 16. júní 1909.
Arni Þorvarðsson, Jfigibjörg Guðmundsd.
(fósturforeldrar Erlendar).
Brauns versí. „Hamborg‘,
Talsími 41. Adalstræti 9.
Hefar nú fengið raeð Ceres:
Gardinutau frá 0,27—0,60, Ullurboli frá 0,75—1,25, margar teg.
Borðdúka úr hör 1,40—2,00—3,00—4,50, Servíettur tilheyrandi 4,50 dús.
Tvisttau ágæt í sængurver 0,32—34, fallegar gerðir.
10 teg. af alklæði frá 2,50—4,70.
Mikið úrval afsjölum og silkisvuntuefnum,
hvorttveggja niðursett.
í sumar verða seldar á op-
inberu uppboði, sem haldið
verður hjer á skrifstofunni
miðvikudaginn 30. þ. m., kl.
12 á hádegi.
Bæjarfógetinn í Reykjavík,
22. júní 1909.
Jön Magnússon.
Versl. ,Xaupangur‘,
Lindargötu 41. Talsími 244.
Baðlyí,
betri en áður hafa þekst hjer, selur
versl. „Kaupangur afar-
ódýrt.
verður haldinn þriðjudaginn 29. þ.
m., kl. 9 árdegis, á skrifstofu bæjar-
fógeta, í dánarbúi Jes Nicolai Thom- j
sens, er ljest hjer í bænum 31. maí
f. á. Verður á fundinum fram lögð
skýrsia um eignir búsins og skrá yfir
skuldir þess, og skiftunum þá vænt-
anlega lokið.
Skiftaráðandinn í Reykjavík,
23. júní 1909.
Jön Magnússon.
Kerra, brúkunarfær, ódýr, ósk-
ast til kaups. Sv. Sveinsson, Banka-
stræti 14.
Kartöflur
ág-ætar hjá
Jez Zimsen.
Reykjavikur, ívi'ir 1908, liggur al-
menningitil sýnis á bæjarþingstof-
unni næstu 14 daga.
Borgarstjóri Reykjavíkur,
18. júní 1909.
Páll Einarsson.
Enesær C. Apeland
frá Norge, der har virket fire Somre
blandt Normænd i Siglefjord, ud-
sendt af Sömands-Indremissionen i
Norge, holder Opbyggelse i Aften
kl. 81/* i K. F. Ú. M.s Bygning
her í Byen.
Allr indbydos lijortoligst.
Hjer með tilkynnist vinum og vandamönn-
um nær og fjær, að kona min, Hólmfriður
Pjetursdóttir, andaðist að heimili okkar, Lauga-
veg 34 B., 21. p. m. Jarðarförin er ákveðin
mánudag 28. p. m. og byrjar kl. II f. h.
Reykjavik 23. júní 1909.
Ólafur Th. Guðmundsson.
80
77
einkennis-skildi, sem á væri mynd af
verndarengli veiðimanna, Hugbjarti
helga.
Um þrjátiu hluttakendur buðust und-
ir eins fram, og voru sumir þeirra um-
sjónarmenn eða þjónar við konungs-
skógana þar í grendinni. En þegar
bogmennirnir sáu, við hverja var að
keppa, hættu yfir tuttugu við að reyna
sig, því þeir töldu sjer þar engarvon-
ir um sigur, en hins vegar minkun, að
standa langt að baki hinum keppi-
nautunum.
Þeir urðu að lokum ekki nema átta
alls, sem keppa vildu um verðlaunin.
Jóhann prins gekk niður úr hásætinu
til þess að virða bogmennina nánar
fyrir sjer. Nokkrir af þeim voru í
konunglegum einkennisbúningi. Þegar
prinsinn hafði virt bogmennina fyrir
sjer litla stund, fór hann að skimast
um eftir manninum, sem hann liafði
skipað daginn áður að sýna list sína,
þegar bogarnir yrðu reyndir, og kom
brátt auga á hann, því maðurinn stóð
á sama stað og áður, rjett utan við
girðinguna.
»Mig grunaði það, karltetur«, sagði
prinsinn, »að lítið mundi verða úr
þjer, þegar til kæmi, þó þú talaðir
drýgindalega í gær, og nú sjá allir, að
þú þorir ekki að koma fram og keppa
vim verðlaunin, þegar þú sjerð, við
hverja er að eiga«.
»Fyrirgefið, herra prins«, svaraði
maðurinn. »En það er önnur ástæða,
sem aftrar mjer, en sú, að jeg sje svo
mjög hræddur við ósigurinn«.
»0g hver sú ástæða?« spurði prins-
inn. Honum var, án þess að hann
gerði sjer ljósa grein fyrir, livernig á
því stæði, forvitni á að vita eitthvað
meira um þennan mann.
»Hún er sú«, svaraði bogmaðurinn,
»að jeg veit ekki, hvort þessir góðu
menn, sem hjer keppa, eru vanir sama
skotmáli og jeg. En þar að auki veit
jeg ekki, nema þjer, göfugi prins, kynni
að mislíka, ef svo færi, að jeg ynni t.
d. þriðju verðlaunin, því mjer er það
ljóst, að jeg hef einhvern veginn, án
þess að vita ástæðuna, fallið í ónáð«.
Jóhann prins roðnaði við ogspurði:
»Hvað heitir þú, maður?«
»Jeg heiti Húnbogi«, svaraði mað-
urinn.
»Þú skalt skjóta, Húnbogi, þegar
þessir menn hafa reynt sig«, svaraði
prinsinn. »Ef þú vinnur fyrstu verð-
laun, þá hæti jeg þau upp með þrjá-
tíu dúkötum, en ef þú tapar, þá verður
grænu yfirhöfninni ílett af þjer og þú
barinn út af leiksviðinu með boga-
strengjum fyrir marklaust grobb og
sjálfhælni«.
»En ef jeg neita að taka þátt íkapp-
leiknum með þeim skilyrðum?« sagði
Húnbogi. »Þú hetur auðvitað svo
marga vopnaða menn hjer með þjer,
herra prins, að auðvelt er fyrir þig að
láta fletta mig klæðum og lemja mig,
en þú getur ekki neytt mig til þess,
að draga boga minn, eða skjóta af
honum«.
»Ef þú ekki tekur boði mínu«, sagðí
prinsinn, »þá skal umsjónarmaðurinn
og til og frá lágu slitur af rifnum her-
klæðum og dauðir og særðir hestar.
Yfir þetta svæði leiddu nú umsjónar-
menn leikanna sigurvegarann í annað
sinn fram fyrir hásætið, sem Jóhannes
sat í.
»Arflaus riddari«, mælti prinsinn;
»en svo kalla jeg þig, af þvi að þú
vilt eigi láta okkur þekkja þig hjer
undir öðru nafni en þessu — jeg dæmi
þjer nú í annað sinn verðlaun í þess-
um leik og lýsi því yfir, að þú hefur
rjett til að taka á móti þeim heiðurs-
sveig, sem drotning ástanna og feg-
urðarinnar mun fá þjer að sigurlaun-
um«. Riddarinn hneigði sig hæversk-
lega, en svaraði ekki.
Nú var hlásið í lúðra, en kallararnir
hrópuðu af öllum mætti og boðuðu
úrslitin. Kvenfólkið veifaði klútum og
andlitsblæjum og áhorfendaskarinn
svaraði allur með dynjandi fagnaðar-
ópum. Meðan á þessu gekk, leiddu
umsjónarmennirnir Arflaus riddara
þvert yfir leiksviðið og fram fyrir há-
sætið, sem jungfrú Róvena sat í.
Upp að því voru tröppur, og var
riddarinn látinn talla á knje í neðstu
tröppunni. Mjög virtist vera af hon-
um dregið nú, frá því aðbardaganum
lauk, og er hann var leiddur yfir leik-
sviðið, þóttust menn sjá, að liann rið-
aði á fótum. Róvena gekk niður tröpp-
urnar með sigursveiginn í hendi og
bar sig vil og tígulega. Hún ætlaði að
setja sveiginn olan á hjálm riddarans,
en umsjónarmennirnir kölluðu þá allir
í senn: »Þetta má ekki! Hann verð-
ur að taka af sjer hjálminn!« Ridd-
arinn sagði eitthvað, sem ekki heyrð-
ist fyrir hjálminum, en mun hafaver-
ið í þá átt, að hann vildi helst kom-
ast hjá því, að þurfa að taka hjálminn
af sjer. En hvort sem það var nú af
þvi, að umsjónarmennirnir vildu fyrir
hvern mun halda fast við reglurnar,
eða af forvitni, þá skeyttu þeir ekki
orðum riddarans, en skáru á hjálm-
böndin og tóku hjálminn af honum.
Kom þá í Ijós höfuð ungs manns, hjer
um bil 25 ára gamals. Andlitið var
frítt, en dökt og sólbrunnið, hárið ljóst
og þjett, en snöggklipt. Á tveimur
stöðum voru blóðrákir í andlitinu.
Það kom fát á Róvenu, þegar hún
sá þetta höfuð, en þó fjekk hún brátt
aflur vald yfir sjálfri sjer. Riddarinn
lá á hnjánum frammi fyrir henni og
laut niður höfðinu. Hún setti þá sig-
ursveiginn á það og sagði um leið
með skýrum rórni: »þennan sveig
get jeg þjer, herra riddari, að launum
fyrir hreysti þína, þvi hann var ætl-
aður þeim, sem sigur ynni hjer þenn-
an dag«. Hún hikaði við um stund,
en bælti svo við með föstum málrómi:
»Og aldrei hetur neinn riddari fremur
átt sigursveig skilinn«.
Riddarinn laut fram og kysti á hönd
drotningarinnar, er rjett hafði honum
laun hreysti hans; síðan leið hann
út af framan við fætur hennar.
Þetta sló flemtri yfir áhorfendaskar-
ann. Siðrikur hafði orðið eins og
þrumu lostinn, er hann sá höfuð ridd-
arans, því hann þekti strax, að þar