Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.07.1909, Blaðsíða 2

Lögrétta - 07.07.1909, Blaðsíða 2
134 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöö als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, crlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. „Álit vort um blndindi, hófsemi og bann“. Greinarkorn með þessari fyrirsögn birtist núna í síðasta blaði „Ingólfs", blaði brennivínsfjelagsins svo kallaða. Er hún, að blaðsins sögn sjálfs, kafli úr flugriti, er landsfjelagið norska: „For Frihed og Kultur mod Forbud og Tvang", gefur út, og getur þess um leið, að blaðið hafi leyft sjer að þýða hann, með því að hann eigi alt eins vel við hjer á landi. Það fyrsta, sem maður rekur sig á í þessum greinarstúf, er: „Reglusemi, að því er vínnautn snertir, er hægt að efla jafnt með hófsemi sem bindindi". Það er auðsjeð á þessari staðhæf- ingu, að hún er fram sett af mönn- um, sem ekki hafa minsta snefil af reynslu eða þekkingu í því máli, Sem þeir eru að tala um. Reynsl- an er sá tryggasti grundvöllur, sem hægt er að byggja á í hverju máli, og þá væri ekki úr vegi að gæta að, hvað hún segði um þetta. A ýmsum tímum sögunnar, íram á vora daga, hafa æfinlega komið fram menn, sem hafa varað menn við skað- semi drykkjuskaparins. Fyrri alda bindindi, alt fram að 1833, má óhætt fullyrða, að hafi eingöngu verið hóf- semdarfjel'óg. En öll þessi hóf- semissamtök liðu undir lok og stóðu ekki nema örtá ár, af því að menn- irnir, sem í fjelögunum voru, drukku eftir sem áður. Þeir voru altaf að leika sjer að voðanum og urðu loks ofdrykkjunni að bráð. Reynslan hef- ur sannað, að hófsemi er gersamlega ómöguleg leið, enda nægir að benda mönnum á unglingana hundruðum saman, sem ætla sjer að feta í fót- spor þeirra manna, er nefna sig hóf- semdarmenn, að þeir byrja á full- kominni hófsemi, en að lokum, eftir skemri eða lengri tíma, eru þeir orðn- ir gersamlega eyðilagðir menn, ræflar. Svo er sagt í áminstri grein, að ef menn vilji vera bindindismenn, eða álíti rjett að vera það, þá eigi þessi skoðun þeirra og vilji að vera í friði fyrir öllum. Þakka skyldi þeim háttvirtu höf- undum, þótt menn fengju að vera í bindindi, ef þeir vildu. En jeg vil benda brennivínsmönnunum á, að það er öðru nær, en að bindindis- menn hafi fengið að vera í friði með bindindi sitt og skoðun sína á því máli. Hve margir eru þeir ekki, sem fyr og síðar hafa reynt að ginna þá menn, er hafa barist við að vera í bindindi, — til þess á heiðarlegan hátt að geta lifað setn heiðarlegir borg- arar og sjeð fyrir sjer og sínum — til þess að brjóta bindindisheit sitt, og neytt allra bragða til að koma fram svo svívirðilegri fyrirætlun? Ennfremur er sagt í ofannefndri grein: „En þó að annar maður vilji hafa trjálsræði til þess að neyta áfengra drykkja í hófi — það er að segja í þeim mæli, sem hann eftir þekking- unni á sjálfum sjer og af reynslunni veit, að hann hefur ekki ilt af og held- ur ekki þeir, sem í kring um hann eru, hafa nokkra ástæðu til að álíta úr hófi fram — þá á líka skoð- un þess manns og vilji að vera í friði". Nú er reynslan búin að sýna og sanna, að hófsemin svo kallaða er ekkert annað en hugmynd, sem er í sjálfu sjer nógu fögur, er loftkastali, sem aldrei hefur fest fætur á jörð- unni og sá maður, sem þykist neyta víns í hófi, hann gerir það æfinlega sjer eða öðrum til skaða. Vísindin eru þegar búin að færa manni heim sanninn um það; því getur enginn með rökum móti mælt. Og hver er fullgildur dómari í sjálfs sín sök um það, hvenær hann drekkur sjer til skaða eða ekki. — Enginn þekkir sjálfan sig svo vel, að hann geti með nokkru móti skapað sjer hinn rjetta mælikvarða í þessu efni, og hvað 1 veit hann um það, hvað aðrir, und- ir flestum kringumstæðum, álíta um drykkjuskap hans? Mennirnir eru nú margir ekki svo hreinskilnir, að þeir gangi beint að mönnum og segi þeim sannleikann, fyr en ef til vill um seinan. Maðurinn hefur því ekki rjett til þess að neyta áfengis, sjálfs sín vegna, af því hann er aldrei ugg- laus um að verða drykkjumaður, verða ræfill, og ekki rjett til þess annara vegna, af því að hann, með drykkjuskap s/rum, þótt í hófi sje, getur gert öðrum skaða á svo marg- víslegan hátt, t. d. með eftirdæmi sínu kent öðrum að drekka, og með drykkjuskap sínum á hann á hættu, að afkomendur hans jœðist með ílóngun í áfengi. — Þessi hlið málsins er sú hættulegasta. Jeg get í sambandi við þessa staðhæfingu bent á menn og konur, sem jeg þekki persónulega og eru fædd með þess- um ósköpum, eru fædd með áfeng- issýki. Þær vísindalegu rannsóknir, sem gerðar hafa verið í þessari grein, sýna og sanna, að nautn áfengis, þótt í hófi sje, valdi eyðileggingu heilla ætta. Þegar maður lítur því á þessa hlið málsins, þá vona jeg að allir viðurkenni, að það er ekki einungistilveraogframtíð fárraeinstak- linga, sem brennivínsmennirnir eru að leika sjer ac£ heldur er það til- vera þjóðarinnar í heild sinni. Eru þeir menn færir um að hafa slíkt í hendi sjer? Jeg segi nei. Þeir eru óvitar, sem ekki vita, hvað þeir eru að gera. Svo er bent á, að þeim, sem ekki hafi nægilegt vald yfir sjálfum sjer, —þeim sje best að fara í bindindi. Bindindisfjelagsskapurinn er nógu góður til þess að taka við mönnum og reyna að lappa upp á þá, þegar brennivíns- og hófsemismennirnir eru búnir að gera þá að úrþvættum mannfjelagsins. Svo segja þeir, að bindindisstarf- semin eigi að vera bygð á frjálsræði, á frelsisins og sanngirninnar grund- velli — að það sje í stöku tilfellum einasta ráðið. Verið getur, að þetta ráð eigi við í einstöku tilfelli, en það er ekki einhlýtt, því, þótt maðurinn hafi full- an vilja og ásetning að vera bind- indismaður, þá getur hann ekki ver- ið það nema um stundarsakir. Svo lengi sem áfengi er á boðstólum, er altaf ílönguninni í það haldið við og fleiri og færri falla fyrir því. Þeir viðurkenna þó, að bindindi geti verið skylda, sjerstaklega vegna heimilanna. En ef það er skylda í einu tilfelli, er þá ekki líka sjálfsagt, að það sje skylda í öllum tilfellum? Ástæður þær, sem jeg þegar hef bent á, munu sanna það. Svo kemur löng rolla um, að það eigi að kenna mönnum að hafa stjórn á sjálfum sjer og gæta hófs. Það eigi að gera með uppeldinu. Jeg þekki föður í góðri stöðu, sem ljet syni sína altaf, frá því þeir voru ungir, drekka „snaps" með mat. Hann ætlaði á þann hátt að innræta þeim þessa meginreglu, sem hjer er haldið fram, og ala þáupp eftir henni. En hver varð reyndin á ? Mennirn- ir eru orðnir ófærir drykkjumenn þegar á unga aldri. Svo er sagt, að með uppeldinu skapist sannfæring, sálardygð, sem hafi alt annað gildi og sje miklu fast- ari fyrir en bindindi, sem menn sjeu þvingaðir í af öðrum út í frá. Þetta gæti nú alt saman verið gott og blessað; það er fagurt og nógu glæsilegt til þess að hampa framan í fjöldann og villa honum sjónir, en sannleikurinn er, að þetta er ger- samlega óframkvæmanleg hugsun, af þeirri einföldu ástæðu, að þótt mað- urinn fái vilja og vit og sannfær- ingu fyrir því, að neyta víns í hófi, þá er hann aldrei fær um að full- nægja þessu lögmáli; þar koma eit- urverkanir áfengisins til greina og lama alt siðferðisþrek og sannfæring- arafl mannsins, og hinn líkamlegi mótstöðukraftur hans getur verið far- inn þegar minst vonum varir, og hvað er þá orðið af allti sálardygð- inni? Þá er talað um, að öll þvingun eigi aðeins að vera stíluð gegn vanbrúk- uninni, og eigi aðeins að koma nið- ur á þeim, er gera sig seka í henni. Göfug hugsun liggur til grundvall- ar fyrir þessu(II). Það á að halda áfram að selja áfengi og flytja það inn í landið til þess að altaf sje hægt að framleiða nóg af drykkfeldum aumingjum, og svo á að búa til þvingunarlög gegn þeim á eftir, tak- marka svona hæfilega við þá, en aldrei að kippa ófögnuðinum fráþeim. Þetta er sannkallað níðingsbragð gegn mannfjelaginu. Þá er talað um, að öll þvingunar- og bannlög í þessa átt sjeu aftur á móti frá siðferðislegu sjónarmiði skoðað ofbeldi frá löggjafarvaldsins hálfu — skerðing á almennu mann- frelsi og persónulegu frelsi. Hvað er frelsi? Frelsi er, að hafa svo mikið vald yfir sjálfum sjer, að maður geti sagt: þetta á jeg ekki að gera, af því að jeg ger* annaðhvort sjálfum mjer eða öðrum skaða með því. — Af því að af áfengisversluninni og áfengisinn- flutningi inn í landið stendur svo mikill voði fyrir einstaklinginn og þjóðfjelagið í heild sinni, þá segi jeg, að persónulegur vilji nokkurra ein- staklinga eigi að lúta í lægra haldi fyr- ir heill fjöldans. — Hver maður ber fullkomna ábyrgð á gjörðum sínum gagnvart öðrum mönnum, og þess vegna er frelsi hans takmarkað með lögum. 011 lagasetning er bygð á þessum grundvelli. — Svo kemur klausa, sem jeg hefði alls ekki búist við að sjá í opinberu blaði. Hún er um það, að slikum lógum sem þessum verði ekki sýnd sama hlýðni og undir- gefni sem óðrum lógum. Að brjóta slík lóg eða fara í kringum slík lög, sem mannlega talað eru órjettmœt, mun ekki verða álitið neitt siðgœðis- brot*). Þessir háu herrar eru nú ekki ein- ir um hituna til þess að dæma um það, hvort slík lög sem þessi sjeu órjettmæt. Sá hluti þjóðarinnar, sem segir: þessi iög viljum vjer hafa, og fær mikinn meiri hluta á sitt mál, hann hefur ótakmarkaðan og sjálf- sagðan rjett til að setja slfk lög. — Það eru stjórnleysingjar einir, sem leyfa sjer að Iáta sjer slík orð um munn fara sem þessi. Jeg bjóst ekki við neinum hjer á Islandi, sem fylgdi þeirri stefna, en nú sje jeg, að hún á ekki svo fáa áhangendur og þá ekki af verri endanum. — Þetta er hvorki meira nje minna en svæsin árás á helgustu rjettindi þjóðar- innar og gersamleg röskun á öllu þjóðfjelagsskipulagi. Svo eru í enda greinarinnar al- mennar hnútur til bindindismanna og bannvina, sem jeg hirði ekki í þetta sinn um að eltast við, en ekki skal mig furða, þó íslendingar megi vera hrifn- ir af öðrum eins fjelagsskap ogþeim, sem stendur í sambandi við aðrar eins skoðanir og þær, sem haldið er fram í nefndri grein. Okomnu kynslóð- irnar fá nokkuð til þess að athuga og dæma um, þegar þær sjá, að margir af hinum svo kölluðu lærðu og leiðandi mönnum landsins skuli vera svo langt á eftir tímanum, að þeir eru að bjástra við hugmyndir, sem reynslan var búin, fyrir nærfelt hundrað árum, að sýna, að voru dauðadæmdar. Jón Árnason. frá íslanði til italíu. Eftir Matth. Þórðarson. V. Paris — Lyon — Marseille. Borgin Lyon er inni í miðju Frakk- landi, en Marseille suður við Mið- jarðarhaf; þannig liggur vegurinn, sem fara átti yfir þvert og endilangt Frakkland. Að sitja tímunum saman í járn- brautarvagni, — enda þótt í 2 flokks vögnum sje — það reynir á þolin- mæðina; maður hristist og nötrar í sífellu og veltur á ýmsar hliðar, svo hvorki veitist ró nje friður. Og svo er skarkið í hjólunum og hvinurinn í járnteinunum, að vart heyrist manns- ins mál, þótt í eyra mæli. Það er engu líkara en að maður sje kom- *) Auðkent af mjer. J. Á. inn í bát með Möllerups-mótor, svo er gauragangurinn mikill og ólætin. En hvað nóttin var skfnandi björt og fögur, heiður, alstirndur himinn og tunglið í fyllingu. Alt sýndist Ijósblátt, sem fyrir augun bar, eins og þeSar maður í snjóbirtu setur upp biá gleraugu. Ljósin í París voru að smáhverfa; að eins skærustu rafmagnsljósin sá- ust ennþá dauf og ógreinileg í tjarska, og brátt hurfu þau með öllu. Ný ljós frá þorpunum eða bændabýlun- um komu fram, skinu skært nokk- ur augnablik og fóru svo sömu leið- ina. Þetta endurtók sig í sífellu upp aftur og aftur, en alt hvarf og sást aldrei oftar. En tunglið •— það var tryggur förunautur; það þreyttist ekki á að fylgja okkur; jafnt og stöðugt þaut það áfram eins og eimlestin; ef lest- in hægði á sjer, þá gerði það það líka, en annars virtist vera kapphlaup hjá báðum og óvíst, hvort hefði það. En það fór aðra leið en við; það var áreiðanlegt. Stundum faldi það sig í skógunum bak við eikurnar, og kom svo aftur fram. Svo þaut það yfir dalinn og faldi sig hinumegin við fellið, var þar dálitla stund og ljet svo aftur sjá sig. Þannig gekk leikurinn lengi, lengi. En svo virt- ist eins og það ekki kærði sig um að halda þessu kapphlaupi áfram; það fór smátt og smátt hækkandi á loftinu, en að sama skapi hægði það á sjer ferðina, þangað til mjer sýnd- ist það alveg vera búið að yfirgefa okkur og hætti að veita því eftir- tekt. Kl. 7 um morguninn vorum við í Villa-France. Þar var yndislega fagurt. Húsin lítil og Iagleg innan um ræktaðar ekrur og aldingarða. Loftið var þrungið af sætum ilm, svo alt studdi að því, að gera tilveruna svo unaðslega á þessum stað. Skógi vaxnir, lágir hálsar og tell sjást alt í kring, fjær og nær, úti við sjón- deildarhringinn. Risavaxin trje, eins og jólatrje, voru að líta hjer og hvar í þjettum runnum, eða í afmörk- uðum, beinum línum, eins og ein- hver ósýnileg hönd hefði sett þau þarna til að takmarka viss svæði og jafnframt gera útsjónina sem aðdá- anlegasta. Sólin var komin hátt á loft, og var farin að hita loftið; annars var hálfhrollkalt um nóttina. Það, sem fyrir augun bar, var það sama, bygð og blómleg hjeruð, hæðir og leyti, hálsar og fell, óþrjótandi skógar og allskonar trje og blóm. Lestin þýtur áíram eins og áður, stundum neðanjarðar, inn í fellin og út aftur hinumegin. Eins og skuggi þýtur önnur eimlest fram hjá, smá- ljóstýrur blika og hverfa. Nú sjest áin Saone, sem Lyon liggur við; eins og blátt band teygir hún sig þarna niður á láglendinu. Hún hverfur bak við hæðina og kemur svo aftur fram hinumegin eins róleg og áður. Hjer sýnist alt ein samanhangandi húsa- spilda. Akrarnir og vínviðarlendurnar teygja sig í ferhyrndum eða ílöngum reitum upp eftir hliðunum. Lækir og seftjarnir bera fyrir með ótal fjölda ali- fugla, gæsir og endur, sem vagga sjer þarna í sólarhitanum. Hópar af kúm og nautgripum, geitum og svínum, á öðrum stað, á þar til afmörkuðum blettum, svo alstaðar sýnist auður og alsnægtir. Á stöðvunum, þar sem lestin nem- ur augnablik staðar, sjer maður gríð- armikla stafla af tómum víntunnum. Hjer koma konur með appelsínur, epli og önnur sætindi og bjóða til kaups og drengir með blöð og bæklinga. Menn rjetta handleggina út um vagn- gluggann, fá sjer eitthvað af því, sem fram er boðið, fleygja nokkrum centimum í seljandann og svo þýtur lestin áfram. Hjer og hvar er verið að plægja; tvö naut ganga fyrir plógnum, og annarstaðar sjest maður á ferð ríð- andi asna og fætur bera við jörðina, eða stúlka rekur asna með klyfjum, eða ríður ofan á milli. Þetta tvent, nautin fyrir plógunum og asninn með klyfjum eða fyrir kerru, endurtekur sig altaf alla leið suður að Miðjarðar- hafi. Nú skil jeg fyrst orð biblí- unnar, þar sem sagt er: „Halda skaltu hvíldardaginn heilagan, svo þinn asni og þinn uxi geti hvíltsig". En þetta á við þarna, en ekki hjá okkur. Því er ekki þessum og öðrum eins kenningum breytt eftir staðarháttum? Jeg held að það hefði verið nær að taka fram hestinn hjá okkur. Kannske líka Haraldur hafi gert það við síðustu endurskoðun og þýðingu bibl- íunnar? Mjer finst það hefði verið eins þarflegt eins og t. d. að breyta nafninu á honum Móses gamla. Nú blasir við borgin Lyon. Hún er eins og aðrar stórborgir, sami hrikasvipurinn, kirkjuturnar og reyk- háfar, reykur og svæla. Hún þenur sig þarna beggja megin upp eftir fjallshlíðunum svo langt sem augað eygir og áin Saone kemur þar kolmó- rauð fram undan rótum hennar. Það var hjer sem þeir bundu 2 og 2 presta saman í stjórnarbyltingunni miklu og hentu þeim út í fljótið. Það hafa verið hryllilegar aðfarir. Vandhæfið er, að greina frá því, hvaða landslag hefur verið fegurst og hugnæmast af því sem lestin hefur farið gegnum, því alt á þá lýsingu skilið, en þó blandast nrjer ekki hug- ur um að segja, að frjósamari og fegurri hjeruð og blómlegri bygðir gefur ekki augað að líta, en svæðið kringum og norður af Lyon. Það er svo töfrandi og fagurt, að vart mun það eiga sinn h'ka, þótt víða sje leitað. í Lyon beið lestin í hálftíma, far- þegar fóru og nýir bættust við. Alt- af'sá maður ný og ný andlit, sem maður aldrei hafði sjeð áður, hvert öðru Hkt, en ekkert eins. Inn í vagninn kom prestur, — jeg held að þeir sjeu nokkuð margir í franska lýðveldinu. Hann tók minst upp tveggja manna rúm, þar sem hann settist hjá mjer á bekkinn, svo var fyrirferðin mikil. Hvergi bar hann það með sjer, að hann hefði afneitað heiminum, heldur fremur það gagnstæða. Jeg hjelt fyrst í stað, að hann væri upprisinn — nfl. upp úr víntunnu — svo var sterkjan afhon- um mikil; en jeg held nú samt, að það hafi ekki verið, því hvergi gat jeg sjeð utan á honum neina vætu. En innra held jeg að honum hafi ver- ið volgt, og þar ekki frítt fyrir, að eitthvað hafi verið af Hfsins vatni. Hann strauk hempuna úr hrukkun- um, lagaði hálskragann, signdi sig og fór að lesa. Hvað hann las, veit jeg ekki, en með því að líta um öxl og skygnast í kverið, sýndist mjer það vera latína — kannske það, sem Gröndal kallar psaltará eða Brevari- um; eitthvað var það þess háttar. Þarna kemur áin Rhone. Saone- fljótið fellur í hana við Lyon, svo hún líkist nú fremur mjóum firði, en fljóti; við þjótum meðfram árbakk- anum. Gufubátur togar 3 hlaðnar ferjur á eftir sjer uppeftir fljótinu. Presturinn heldur áfram að lesa, eða öllu heldur les ekki, því hann er altaf að gefa mjer hornauga eða stúlkunum, sem sitja á bakkanum á móti okkur. Önnur er að laga hatt- inn sinn, sljetta blóm og borða, sem hafa aflagast í vagninum, en hin fer ofan í töskuna sína til þess að at- huga varninginn, sem hún hefur keypt í Lyon. — Silkiklútur og treyja og annað þess háttar. — Þær skoða þetta um stund og láta það svo í samt lag aftur. Hjer er nýslegið hey í stórflekkjum, og óslegna grasið liggur f legum þar skamt frá. Það er annars bráð- þroska hjer margt og náttúran harla ör á gæðum. Því ber ekki að neita. „Le petit Journal", „Chokolat Fur- nier" og „Sunlight Soop". Þessi nöfn eru, hvert í sínu lagi, máluð á gríðarmikil spjöld og fest við veg- inn, og hefur verið alla leið frá París, svo maður er ósjálfrátt og sjer til mikillar skapraunar að staglast á þessum orðum í huganum. Jeg var að hugsa, að það kostaði nokkrar þúsundir, að festa upp þessi spjöld með öllum járnbrautum um alt franska ríkið. Þessir tíma að auglýsa! Nú leggur prestur aftur bókina; þar var mál til komið. Hvað'skyldi hann nú gera? Hann teygir úrsjer, tekur töskuna sína ofan af hyllunni fyrir ofan sig og opnar hana. Þar kennir margra grasa: vínflöskur, gæsasteik, ostur, brauð og aldini og ýmislegt fleira. Hann gerir sjer gott af krásinni; ó, hvað vínið ergóm-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.