Lögrétta - 22.09.1909, Side 3
L0GRJETTA.
179
höldum við undirritaðar í
stúlkur,
vetur á
hefur fengið úrval af allskonar vefnaðarvöru, t. d. svuntu- og kjóladúka,
ljómandi fagra. Rekkjuvoðir 1,00—2,10. Kvenpils 1,30—4,85. Sjöl 1,10—
3,oo(isgarn). Hálsklúta 0,40—2,75(silki). Brjósthlífar0,70—0,95. Nærfatnað
handa unglingum og fullorðnum. Cheviot (blátt og svart) 0,90—2,250.111 fl.
Alliugid verð og gæði á vörunum.
Smiðjustífj 12. Alls konar
hannyrðir verða kendar, einnig teikn-
að á. Kennsla einnig á kvöldum
og sunnudögum, ef óskað er.
Hallfridur Propp^.
falgerður Ólafsdóttir.
Barnaskölinn.
Börn, er ganga eiga í Barnaskóla í Reykjavíkur næsta vetur, mæti í
skólanum eins og hjer segir:
Börn á aldrinum ÍO—14 ára, er gengið liafa í skólann
áður, fyr eða síðar, þriðj udaginn 2§. þ. m. (sept.) kl. 10 f. hád.
Börn á aldrinum 10—14 ára, er eRRi Iiafa gengið í sltól-
ann áður, fyr eða síðar, miðviRudagfinn 29. þ. m, kl. 10 f. hád.
Öll börn yngri en ÍO ára íimtudaginn 30. þ. m. kl. 10
f. hádegi.
Þess er ennfremur óskað, að sagt verði þessa sömu daga til allra
þeirra barna, sem einhverra hluta vegna ekki geta mætt í skólanum hina
tilteknu daga.
Morten Hansen.
skorun, þá hrópaði jeg upp: Hann
er sonur föður síns; gæfusamir erum
vjer íslendingar, vjer höfum föðurinn
og vjer höfum soninn, og andann
vantar heldur ekki; andinn er sá sami
og áður, andi föðursins sveimar yfir
ísafold. Allan fimtudaginn rjeð jeg
mjer ekki fyrir gleði og tilhlökkun
til morgundagsins, því jeg þóttist
viss um, að Reykvíkingar, mínir
kæru sambæjarmenn, mundu draga
hinn kæra fána á hverja stöng. Sjálf-
ur á jeg hvorki fána nje stöng, því
mínir aurar eru ekki margir, og þá
síðustu ljet jeg í guðskistuna hjá
Hannesi, til að vernda rjett vorn
fyrir Dönum. Nú rann föstudagurinn
upp, ekki eins fagur og jeg vildi
óska að þessi heilladagur hefði verið,
dagurinn sem „sigursól íslensks sjálf-
stæðisanda braust gegnum innlim-
unarþykkildið, og helti glæstum geisl-
um sínum á landið og þjóðina", eins
og sonurinn svo fallega komst að
orði. Jeg flýtti mjer á fætur og þaut
niður í bæ. En hvað er þettaf Jeg
skimaði í allar áttir, og sá engan
fána. Æ! hugsaði jeg, þetta er líka
alt of snemt; jeg skal snauta heim
og koma aftur kl. 10, þá verður
bærinn allur í bláhvítum skrúða.
Þetta gerði jeg; en aldrei hef jeg
orðið eins hissa á æfi minni. Einir
5 — fimm fánar á loíti. Jeg taldi
aftur og aftur, en jeg sá bara 5; þeir
urðu eigi fleiri; jeg varð hálfringl-
aður, og er það enn. Jeg hitti þá
einn heimastjórnardóna, og spurði
hann, hverju þetta sætti, en hann
bara hló að mjer, og sagði að þarna
gæti jeg sjeð, hvaða áhrif ísafold
hefði. Síðan hef jeg verið hálfsturl-
aður, og hef verið að velta þeirri
spurningu fyrir mjer, hvort ísafold
væri þá búin að missa alt álit hjá
bæjarbúum, eða hvort það væri bara
sonurinn, sem menn tækju ekkert
mark á. Ef að þjer gætuð leyst úr
þessu fyrir mig, munduð þjer friða
sálu mína.
Snorri.
* *
Aths. Lögr. þakkar Snorra þetta
fjöruga brjef, en getur ekki, fremur
en sjálfur hann, leyst úr spurningun-
um, sem hann setur fram í niðurlagi
þess.
Umsóknir
um K.völd$kólann í Grettis*
götu 2 skulu komnar til undirrit-
aðs fyrir 10. okt.
Nemendum í einstökum námsgrein-
um veitt móttaka. Sjá auglýsing
annarstaðar í blaðinu.
Guðm. Kr. Guðmundsson.
p"€3-€3-53- €3* ■€> -£S- -€3"€3"5J]
Nýkomin
eru hin vinsælu Skólastígvjel
fyrir börn og Leikflmisskórnir W
viðurkendu, af öllum stærðum.
Ennfremur §kólilifarnar (j)
góðkunnu af 15 teg. jlj
Margar nýjungar í Karlm.- og
Kven-skófatnaði.
Auk mikils afsláttar, ef keypt
er meira en 1 par í einu, fylgir
kærkominn kaupbætir hverju
pari.
Virðingarf. |
£árus 6. íúDvígsson 0
fingholtsstr. 2.
í
é
ættu menn að fleygja pen-
inguni sínum í sjóinn fyrir
illa sniðin, illa saumuð og
endingarlaus útlend F Ö T,
þegar hægt er að fá ÓDÝR,
vel SNIÐIN og vel SAUMUÐ
(á saumastofu lijer) FÖT úr
íslenskri ull?
Kornið og skoðið tilbúnu
Kvöldskóla
halda undirritaðir á komandi vetri fyrir stúlkur og pilta.
Námsgreinar verða þessar:
íslenska, danska, enska, þýsRa. reiRnlngui*. sRrift.
Fyrirlestrar fluttir í sögu, náttúrufræði, fje-
lagsfræði o. 11.
fþróttir (leikfnni o. fl.) einnig kendar.
Kenslan byrjar 15. okt. og verður að nokkru
með lýðháskólasniði.
Guðm. Kr. Guðmundsson frá Vegamótum og Guðm. Sigur-
jónsson póstþjónn hafa lofað aðstoð sinni við skólann.
Nánari upplýsingar hjá þeim, og á
Oarrettií-sgötii. 2, dagl. kl. 3-4 Og 8-9.
Reykjavík 15. sept. 1909.
Björn Jakobsson kand. gymn. Jónas Jónsson
frá Narfastöðum. frá Hriflu.
Konráð Erlendsson
frá Brettingsstöðum.
Iðnskólinn
verður settur föstudag i. okt., kl 8 síðd. AuRadeildÍr verða fyrir
fríhendisteikningu (kennari Þór. B. Þorlákson) og húsgagnateikningu (kennari
Jón Halldórsson) eíns og að undanförnu, ef nógu margir gefa sig fram.
Þeir sem ætla að sækja skólann snúi sjer til mín fyrir x. okt., eða
í fjarveru minni, 26.—30. þ. m., til Þór. B. Þorlákssonar teiknikennara,
Láufásv. 45:
<3ón þorláfisson.
Slátrunarliús fjelagsins er vliinii§tofa, er fullnægir Rröf-
um lieilbrig'öissamþyRtar Rvíkurbæjar. Þar láta framleiðendur
tilreiða sláturfjárafurðir svo, að þær sjeu hollar og siðuðu fóiki boðlegar vörur,
og selia neytenduin milliiiðalaust. Við aflífun og alla slátrun er þar
notuð sú aðferð, er eftir i'aiinsóRiiunt sjerfræöing-a í þeim grein-
um hefur verið tekin upp hjá helstu íiieniiiiigarþjóðum heimsins. —
Fjelagið aðgreinir (floRRar) vörurnar eftir gæðum og gildi, og gerir
á þeim sanngjarnan verömuii. Tillit er tekið til ástæðna kaupendanna,
og því er nú — sökum rýrrar atvinnu margra bæjarmanna, og þar af leið-
andi smárra peningabirgða— verðið sett mjög lágt; t. d. kjötverð: 23, 21,
20 og 17 au. ettir flokkum, frá 20. sept. til i5.okt.—Kjöt og slátur verð-
ur flutt heim til þeirra bæjarmanna, er nokkuð veruleg kaup gera.
SKáT Hygnir menn og hreinlátir skifta að eins við fjelagið.
132 129
»En hvað getur þú þá al mjer heimt-
að annað en fje?« sagði Rebekka. »Við
getum ekki unnað hvort öðru og fylgst
að, því þú ert kristinn, en jeg er Gyð-
ingastúlka. Hjónaband okkar væi'i
bæði á móti lögum kirkjunnar og Gyð-
ingasamkundunnar«,
»Það er satt«, svaraði musterisridd-
arinn og brosti. »Jeg vildi ekki giftast
konu af Gyðingaættum, þó það væri
sjálf drotningin af Saba. En það skaltu
líka vita, að þótt best kristni konungur
heimsins byði mjer sína best ki'istnu
dóttur, þá gæti jeg ekki heldur giftst
henni. Jeg er musterisriddari og má
alls ekki giftast. Það væri brot, sem
aldrei yrði mjer fyrirgefið. En fyrir
smærri yfirsjónir af því tægi get jeg
fengið fyrii'gefningu. Við, sem kenn-
um okkur við musterið helga, getum
afsakað okkur með dæmi þess kon-
ungs, sem vitrastur hefur verið allra
konunga og þú munt kannast við«.
»Lest þú heilaga ritningii til þess að
finna í henni afsakanir fyrir lesti og
saurlifnað?« spui'ði Rebekka.
Musterisriddarinn varð beiskur á
svip við þessa ofanígjöf. »Heyrðu nú,
Rebekka!« sagði hann. »Jeg lief alt til
þessa ávarpað þig vingjarnlega, en nú
fer jeg að tala við þig eins og sigur-
vegarinn hefur rjett til að tala. Þú ert
fangi minn, og jeg hef fengið yfirráð
yfir þjer með vopn í hönd. Þú ert á
mínu valdi eftir allra þjóða lögum.
Jeg heimta af þjer rjett minn, og tek
með valdi, ef með þarf, það, sem þú
vilt ekki láta með géðu«.
»Burt með þig I« sagði Rebekka,
»snertu mig ekkil En hlustaðu á, hvað
jeg segi, áður en þú drýgir svo óheyri-
lega synd! Auðvitað hef jeg ekki afl
á við þig. En jeg skal auglýsa sví-
virðing þína út um öll lönd Norður-
álfunnar. í hjátrú trúbræðra þinna
skal jeg leita mjer hefndar og þjer
hegningar. Regla þín skal fá að vita,
að þú hafir orðið brotlegur með Gyð-
ingastúlku, en það vitum við bæði, að
talin er ófyrirgefanleg svívirðing við það
krossmerki, sem þú berð«.
»Þú ert skörp stúlka«, sagði musteris-
riddarinn, því sannleikurinn var sá,
að öðrum eins siðferðisbrotum og því,
sem hann ætlaði nú að drýgja, hafði
áðnr jafnvel verið hegnt með burt-
rekstri úrmusterisriddara-reglunni. »En
hátt máttu hrópa um afbrot mitt«,
sagði hann, »ef hljóð þín eiga að heyr-
ast út fyrir múra þessa kastala. Það
er ekki nema ein leið opin fyrir þig
til þess að forða lífi þínu: þíi verður
að taka mína trú. Ef þú gerir það,
skaltu verða öfundnð fyrir skraut og
fegurð, jafnvel af mörgum göfugum
Normannakonum, því þá ertu ástmey
hraustasta riddarans innan allrar must-
erisreglunnar«.
»Taka þína trú!« sagði Rebekka,
»það geri jeg aldrei. Trúarbrögð ann-
ara eins níðinga hljóta að vera ill. Og
þú segist vera hraustastur allra must-
erisriddaranna! Huglausi riddari og
meinsærismunkur! Jeg fyrirlit þig og
neita öllum kröfum þínum! Abra-
hams guð hefur nú opnað mjer leið
inn skipar það. Þetta herbergi á nú
að fá fallegri gest en þig«.
»Það er svo«, svaraði kerlingin.
»Þetta eru launin lijerna. Sú var þó
tíðin, að jeg var ekki einskis metin
hjerna i kastalanum. En nú verð jeg
að gera mjer að góðu, að hlýða skipun
frá óbrotnum hestastrák eins og þjer«.
»Komdu nú umyrðalaust lit með
okkur, Úlfríður mín«, sagði hinn mað-
urinn. »Við vei'ðum að fara eftir skip-
un húshóndans, eins og þú veist. Það
var, að þú hafðir hárið, en sá tími er
löngu liðinn. Nú er farið með þig
eins og gömlu reiðhestana, sem reknir
eru út á gaddinn. En reyndu nú að
skakkast burt með okkur«.
»Jeg met ykkur tvo ekki meira en
gjaminandi hunda«, svaraði kerl-
ing, »og fer ekki eitt fet út lijeðan fyr
en jeg hef fylt þessa snældu«.
»Þú skalt þá sjálf eiga um það við
húsbúndann, gamla tindabykkja«, sagði
maðurinn, og fóru þeir svo báðir út,
en skildu Rebekku eftir hjá kerlingu.
»Hvaða herjans ódæði ætli þeir sj.eu
nú að vinna?« tautaði kerling, en gaut
við og við illum augum til Rebekku.
»En það er svo sem auðsjeð — falleg
augu, hraínsvart hár, hvít húð. Það
er svo sem auðsjeð, til hvers hún er
lokuð hjer inni. Hljóð heyrast ekki
hjeðan úr turninum, fremur en her-
bergið væri mörg hundruð fet undir
jörð. Þú átt að búa hjer innan um
uglur, stúlka mín. En þú ert íalleg,
°g jeS sje að þú ert útlend«, sagði hún,
þegar hún tók eftir búningi Rebekku.
»Hvaðan ertu? — Frá Serklandi? —
eða Egyftalandi? — Því svarai’ðu mjer
ekki? — Þú gelur grátið, en geturðu
ekki líka talað?«
»Vertu ekki reið við mig, góða kona«,
sagði Rebekka.
»Þú þarft ekki að segja meira«, sagði
Úlfriður. »Tóan þekkist á skottinu og
Gyðingastúlkan á málfærinu«.
»Segðu mjer, hvernig á þvi stendur,
að jeg er dreginn hingað inn með
valdi«, sagði Rebekka. »Sækjast þeir
eftir lífi mínu vegna trúarinnar, — eða
hvað er það?«
»Hvernig dettur þjer i liug, stúlka
mín, að þeir sækist eftir lífi þinu?«
svaraði kerling. »Hvaða gagn gætu
þeir haft af því, að drepa þig? — Þú
mátl trúa mjer til þess, að líll þínu er
engin hætta húin. En það verður farið
með þig eins og mjer er kunnugt um,
að hjer var einu sinni farið með engil-
saxneska stúlku af göfugum ættum.
Getur Gyðingastúlka búist við betri
meðferð? Líttu á mig, —jeg var eins
ung og þú ert nú, og mildu fallegri en
þú ert, þegar faðir Reginvalds, sem nú
ræður hjer, tók þennan kastala og sett-
ist í hann með her af Normönnum.
Faðir minn og bræður mínir sjö vörðu
kastalann, en voru hraktir frá einu
loftinu í annað og frá einni stofunni í
aðra. Hjer var þá hvert herbergi vott
af blóði þeirra og hver stigatrappa.
Þeir fjellu allir, og áður en lik þeirra
voru köld, var jeg svivirt af sigurveg-
aranum og orðin til athlægis fyrir hann
og fjelaga hans«.