Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.11.1909, Blaðsíða 3

Lögrétta - 17.11.1909, Blaðsíða 3
L0GRJET1 A. 211 Besti vindillinn í bænum er »E1 Carancho«; fæst aöeins í Tóbaksversl- un R. P. Leví, Austurstr. 4. Reykjavík. Nýr dr. phil. Öl. Dan Daníels- son kennaraskólakennari er nýkotn- inn heim frá Khöfn og orðinn dr. phil. Hann varði doktorsritgerð sína við háskólann 30. f. m. og er vel látið af frammistöðu hans þar í dönsku blaði, sem flytur grein um þetta. Titill bókarinnar, sem hann fær doktorsnafnbótina fyrir er: „Nogle Bemærkninger om en Gruppe alge- braiske Fiader". Gullbrúðkanp þeirra Páls sagn- fræðings og frú Þóru Melsted var síðastl. laugardag. Þess var minst á ýmsan hátt í bænum, flaggað á hverri stöng og um morguninn kl. 10 leikið á lúðra framan við liús þeirra, en síðan var þeim flutt ávarp, er fjöldi bæjarbúa, karla og kvenna, hafði skrifað undir og er svo hljóðandi: Kœru gullbriiðhjón Páll Meðsteð og Póra Melsleð. Oss er pað mikil gleði og sœmd að mega ávarpa ykkur í dag, á gullbrúð- kaupsdegi ykkar, sem um leið er af- mœlisdagur yðar, virðulegi öldungur, með árin níutíu og sjö að baki. Sœmdarlífi hafið pið lifað alla ykkar löngu œfi, og hjúskapur ykkar verið hin fegursta fyrirmynd öllum hjónum. Og hvert ykkar um sig lætur eflir pýð- ingarmikið og göfugt œfistarf, sem hin islenska pjóð geymir um aldur í heiðri og blessun. ÖIl hin islenska pjóð fœrir ykkur í dag hjartfólgnar pakkir og heillaóskir. Guð blessi œfikvöld ykkar. Kl. 2 gengu kvennaskólastúlkurnar i skrúðgöngu heim til þeirra og sungu þar kvæði, sem Stgr. Thorsteinsson rektor hafði ort. Gullbrúðkaupsdagurinn var jafn- framt afmælisdagur Pals Melsteðs og varð hann þá 97 ára. Brillouin, franski konsúllinn, brá sjer til útlanda með „Vestu“ nú fyrir helgina. Hann er orðinn nafnkunnur maður hjer í bænum, góður kunningi byggingarnefndar, borgarstjóra, lög- reglu og dómstóla og margra annara. Burtför hans hafði verið hatíðlegri en venja er til hjer og ritar einn sjónarvottur Lögr. um það á þessa leið: „Þegar konsúllinn lagði frá landi var veður ekki gott, talsverð slyddu- hrfð. Samt ljet hans hágöfgi Björn Jónsson ekki veðrið aftra sjer frá að sýna konsúlnum full merki virðingar og vináttu. Hann beið konsúlsins á bryggjunni ásamt nokkrum hinna helstu trúnaðarmanna sinna. Þargat að líta Indriða, Einar Hjörleifsson, Ara, síra Jens, Hannes forseta og fleiri tigna menn. Var það hin sæt- asta sjón, er þeir kvöddu konsúlinn og árnuðu honum fararheilla, með fögrum orðum og bljúgum beyging- ingum, veifandi húfum, höttum og klútum. Þannig sýndu þessir fulltrúar hins litla, sjalfstæða íslands virðing þjóð- veldinu franska og má víst með sanni segja, að bæði ríkin voru jafn sæmi- lega „representeruð" við þessa hátíð- legu athöfn". R. SkautaQelagið. Það hjelt aðal- fund síðastl. manudagskvöld. Var þá samþykt, að koma hjer á skautalistar- skóla nú í vetur. Kenslu fá þar að- eins meðlimir Skautafjelagsins og er hún sjerstaklega ætluð þeim, sem yngri eru og byrjandi. Samþykt var, að halda þrjú skauta- kapphlaup í vetur, eitt fyrir fullorðna menn, annað fyrir drengi, en hið þriðja listahlaup. Talað var um, að koma upp íþrótta- svæði á Melunum, er ætlað væri til alskonar líkamsæfinga, á sumrin til fótknattleika og annara íþrótta, sem þá eru stundaðar, en á veturna til skautahlaupa. Auðvitað kostar það mikið fje, að koma upp íþróttasvæði eftir nútím- ans kröfum, svo að þessi hugmynd verður að hafa tímann fyrir sjer. Mönnum kom saman um, að byrja þegar fjársöfnun í þessu skyni, og stjórn fjelagsins hefur þegar safnað 50 kr., sem lagðar eru í banka. Þar er byrjunin. Á síðasta bæjarstjórnarfundi fjekk Skautafjelagið leyfi til að afgirða svæði á tjörninni. Stjórn fjelagsins ætlar að hafa nánar gætur á þessu svæði og halda fast fram þeim rjetti, sem hún hefur fengið til þess. Allir, sem ryðjast inn á það svæði án aðgöngumiða, verða kærðir fyrir lögreglunni og sektaðir. Þetta er nauðsynlegt, því það kostar fjelagið ekki lítið, að halda svæðinu við. í fyrra vetur borgaði það út 650 kr. Sauðaþjófnaður er nýorðinn upp- vís hjer í bænum. Fyrra þriðjudag hurfu úr girðing í Áatúnum 19 kind- ur. Maður hjeðan úr Reykjavik hafði tekið þær og rekið heim til sín. 10 hafði hann þó slept, eða mist þær. Hinar hafði hann skorið og selt ket í tvo staði. Þorvaldur Björnsson lög- regluþjónn hafði uppi á honum í gær. Hann heitir Guðm. Erlendsson og hefur honum áður verið hegnt. Söngskemtun hjelt Sigvaldi Ste- fánsson læknir síðastliðið föstudags- kvöld í Góðtemplarahúsinu með að- stoð frk. Hólmfríðar Halldórsdóttur, Arna Thorsteinsson og Pjeturs Hall- dórssonar. Söngskemtunin var allvel sótt og vel yfir henni látið. Sigvaldi læknir hefur altaf iðkað tónlistina jafnframt námi sínu og er nú talinn meðal þeirra manna hjer, sem best eru að sjer í söng. Þeir Árni og Pjetur sungu ein- söngva, en frk. Hólmfríður og Sig- valdi ljeku á hljóðfæri. Góð gjöf. Th. Thorsteinson kon- súll hefur gefið Skautafjelagi Reykja- víkur mjög stórt og dýrt drykkjar- horn silfurbúið, og á það að verða verðlaunagripur fjelagsins. Svo góð- ur gripur mun án efa eiga ekki lít- inn þátt í því, að auka kepnina og áhugann og fjölga góðum skauta- mönnum hjer í bænum. Ólafur Ánnmdason verslunarstjóri er nýlega fluttur til Hafnarfjarðar og tekinn við stjórn Brydesverslunar þar. Kaupmenn hjer hjeldu honum skiln- aðarsamsæti. Heiðursmerkl franskt hefur frk. Þóra Friðrikssnn nýlega fengið(0fíicier d’ academie) og er fyrsta konan hjer, sem þá sæmd hefur hlotið. Stjórnarráðið. Indriða Einars- syni er nú veitt skrifstofustjóraem- bættið þar á 3. skrifstotu, sem hann hefur gegnt síðan í fyrra vetur, segir ísaf. — Blaðið getur þess, eins og helsta verðleikans til einbættisins, að hann sje skáld. Hitt nefnir það ekki, að hann hafi verið endurskoðandi landsreikninganna um langan aldur. Sinjorvarsíunln Laugaveg 22, Talsími 284, Margarine fra 43 a. pd. Snijör, ísl., 80—85 a- pd. Geita-smjör 65 a. pd. (betra en ísl. smjör. Egg, stimpluð, glæný. Plöntufeiti og svínafeiti. Ödýrasta sjerverslun hjer á landi. ísl. smjör og egg keypt fyrir pen- inga út í hönd. Hjörtur A. Fjeldsted. Smáauglýsingar tekur „Lögrjetta" framvegis fyrir lægra verð en áður. En þá verður borgun að fylgja jafnframt. 311 tneðjerð á skepnu. Jeg býst við því, að flestir sjeu búnir að gleyma frjettagrein f 35. tölublaði Lögrjettu þ. á., tekinni úr „Norðra" með fyrirsögninni: „Nýj- ar veiðiaðferðir", og jeg hygg einnig að flestir hafi lesið hana svo, að þeim hafi fundist veiðiaðferð sú, fugl- inum viðvíkjandi, sem þar er skýrt frá, ágæt og lofsverð, og á engan hátt athugaverð, en sannleikurinn er sá, að veiðiaðferð þessi hefur þann aðalókost við sig, að hún í raun og veru verður ekki heimfærð undir ann- annað en það, sem kallast: ill með- ferð á skepnu. Hún er kölluð ný, þessi fyrirtaks aðferð, en sannleikurinn er sá, að hjer er gamall draugur nýuppvakinn; eini munurinn er sá, að hann er enn- þá harðýðgislegri og viðbjóðslegri en sá fyrri. í Vestmannaeyjum var fyrir hjer um bil 36 árum byrjað að veiða fugl í samskonar net á sjó, sem Frímann þessi Benediktsson í Grímsey á nú að hafa heiðurinn af að hafa fundið upp. Munurinn að- eins sá, að snörur voru hvorki á hliðarborðunum nje þverslánni; hún hefur það ilt framyfir, þessi nýja veiðiaðferð Frímanns. Vestmanneyj- ingar eru fyrir hjer um bil 16 ár- um búnir að kveða niður þessa aðferð, svo mannúðarfullir eru þeir, og kemur þeim eflaust aldrei til hugar að vekja upp þessa veiðiaðferð aftur, þratt fyrir það, þótt hún sje arðvæn- leg, og eru þeir þó ekki taldir eftir- bátar annara við fuglaveiðar. Það bar tvent til þess, að Vest- manneyingar lögðu niður þessa veiði- aðferð: fyrst það, að aðferðin þótti fram úr hófi ómannúðleg, og það annað, að hún fækkaði svartfuglin- um við Eyjarnar mjög tilfinnanlega. Þeir, sem ekki hafa sjeð fugl veidd- an í þessi net, geta naumast hugsað sjer, hversu fuglinn kvelst þar áður en hann deyr. Þarna liggur fugtinn að mestu í kafi, fjötraður í netinu, ýmist á grúfu, ýmist upp í loft eða á hliðinni, oft með höfuðið beygt í sjó. Þarna berjast þessir aumingjar ef tii vill margar klukkustundir, uns þeir loks ýmist deyja af þreytu eða þeir kafna (drukna), þegar þeir megna ekki lengur að lyfta upp hinu kaf- færða höfði. Það bar heldur ekki svo sjaldan við, að sjá mátti stóran, brúnan fugl sitja á burðunum, sem halda netinu í sundur, teygja sig við og við niður í netið til að höggva í aumingja hjálparlausu fuglana fjötr- uðu. Það var skúmur, sem margir kannast við. Jeg veit ekki, hvort fugl þessi er til fyrir norðan, en hjer var hann ávalt nálægur til þess að auka á kvalir hinna ánetjuðu dýra og með vægðarlausu hæglæti að kroppa það af fuglinum kvikum, sem honum gatst best að. Jeg ætla mjer ekki frekar að lýsa þessari viðbjóðs* egu veiðiaðferð, en vil að eins leyfa mjer að bera upp þessar spurning* ar til alvarlegrar íhugunar hverjum siðuðum manni: Er þessi veiðiaðferð mannúðleg? > Er hún samboðin þeim menningar- tíma, sem vjer lifum á? Er hún ekki gagnstæð þeirri rjett- mætu áskorun, að misþyrma ekki skepnunum? Óg verður þessi aðferð ekki með rjettu heimfærð undir það, sem kall- ast ill meðferð á skepnum? Það þarf sem fyrst að taka fyrir kverkarnar á þessari veiðiaðferð, því að heyrst hefur, að hún sje farin að breiðast út. Sjái þeir menn og þau hjeröð, sem glæpst hafa á þessari veiðiaðferð, ekki sóma sinn í því, að leggja hana þegar niður, þegar búið er að benda á galla hennar og harð- ýðgi, þá liggur ekkert annað nær, en að næsta alþingi taki málið að sjer, banni með lögum þessa veiðiaðferð og kveði á þann veg þennan gamla draug niður að fullu og öllu. Skeggi. í Maiar 2 handa d ö m u m, aðeins nokkrir 2 eftir, sem seljast með ^ 15°/o alslætti i ‘ \ DAGSBRtTN. Mjólk fæst daglega í Bergstaðastræti 20. MT Hanpendur Lög;rjet(n, sem hafa bústaðaskifti, láti vita það á afgreiðslunni, Laugaveg 41, Tals. 74. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talslmi 16. 1ÖÖ 157 sæju, að ekki væri hægt að koma hon- um í sátt við Siðrik«. ívar Ijet sjer þetta vel líka og spurði ekki um fleira. Þjónn Rebekku gaf honum svefnmeðal, og litlu siðar fjell hann í fastan svefn. Næsta morgun var hann sótthitalaus og taldi Rebekka hann þá færan til ferðar með þeim. Hann var lagður í burðarstól og alt gert til þess, að sem best færi um hann. Þó var ferðinni flýtt meira en Rebekku þótti rjett vera vegna sjúklingsins. ísak var ætíð hræddur við ræningja, hafði því litlar viðdvalir á leiðinni og komst brátt á undan þeim Siðríki og Aðal- steini, þótt hann legði ekki á stað frá Ásbæ fyr en mörgum klukkustundum á ettir þeim. Þeir höfðu, eins og áður er frá sagt, haft langa dvöl í Viðúlfs klaustri. En þrátt fyrir áframhaldið, leið ívari vel í burðarstólnum. Svo kom að þvi, að fylgdarmenn ísaks ílúðu frá honum, eins og áður er safet, og Siðrikur tók hann í föru- neyti sitt, svo að þeir lentu báðir sam- an í höndum Breka riddara og sam- særismannanna, sem honum íýlgdu. Burðarstólnum var litil eftirtekt veitt, meðan á árásinni stóð, og nærri lá, að hann væri skilinn eftir. En Breka hafði hugkvæmst, að líta inn í hann, og varð hann eigi lítið hissa, er hann hitti þar fyrir sjúkan mann, og ekki varð undrunin minni, er hann þóttist þekkja þar ívar hlújárn og hinn ját- aði umsvifalaust, að svo væri, sem honum sýndist. Þótt Breki væri ódæll vikingur, kom honum ekki til hugar að vinna ívari neitt mein, er hann hitti hann veikan og verjulausan, og hann ásetti sjer, að segja Reginvaldi ekki heldur frá hon- um, því það vissi Breki, að Reginvald- ur mundi ekki hlífast við að senda hann veg allrar veraldar, til þess að tryggja sjer Hlújárnsljenið, ef hann fengi færi á honum. Breki sagði því tveimur af sveinum sínum að gæta burðarstótsins og láta engan forvitnast um, hvað í honum væri. Efþeiryrðu spurðir um það, áttu þeir að segja, að þetta væri burðarstóll jungfrúrRó- venu og h'efði verið fluttur tómur með þeim Siðríki, en nú væri i honum einn af Breka mönnum, sem særst hefði í viðureigninni. Þegar til Hrafnabjarga- kastalans kom, höfðu sveinar Breka flutt burðarstólinn inn i sjerstakt her- bergi og menn Reginvalds fengu ekki annað að vita, en að það væri einn af sveinum Breka, sem lægi þar sár. Hið sama var Reginvaldi sjálfum sagt. En þegar hann þurtti mannanna við úti á vígveggjunum, sem Breki hafði skipað að gæta burðarstólsins, þá skip- aði hann að flytja sjúklinginn inn til Úlfríðar gömlu. »Jeg læt ekki vopn- aða menn sitja yfir sjúkrasæng«, sagði hann, »þegar mannlaust er á vígveggj- unum. Þú getur gætt sjúklingsins, Úlf- riður, gamla engilsaxneska norn, ef hann þarf gæslu. En hjerna eru bogar og örvar, piltar«, sagði hann við menn Breka, »og farið þið nú út i virkið«. Hermennirnir urðu lausninni fegnir frá sjúklingssænginni og þutu glaðir út það samhengislaust í huga hans. Hann fann til sársauka, þreytu og máttleysis, og við þetta blönduðust óljósar endur- minningar um þung högg, hestaárekst- ur og ryskingar, hróp og vopnabrak. Hann reis upp í rúminu og dró sæng- urtjaldið til hliðar, en við þá hreyfingu fann hann megnan sársauka. Hann leit undrandi í kring um sig og sá, að hann var i stóru og skrautlegu her- bergi, sem var út búið að Austurlanda hætti, svo að honum datt fyrst í hug, að hann væri kominn aftur austur í Pa- lestínu. Þessi hugsun glæddist enn við það, er eitt veggtjaldið var opnað og inn kom stúlka, sem klædd var meira eftir tisku Austurlanda- en Norðurálfu- lcvenna. Á eftir stúlkunnu kom dökk- hærður þjónn, sem einnig var í Austur- landabúningi. Sjúklingurinn ætlaði að yrða á stúlk- una, en hún lagði þá fingur yfir var- irnar og gaf honum með því bendingu úm, að hann mætti ekki tala. Þjónn- inn gekk fram og íletti ofan af þeirri hlið sjúklingsins, sem sárið var á, en Rebekka leit síðan eftir því og sá, að bindið var óhreyft og sárið i góðu lagi. Framkoma hennar var svo upp- gerðarlaus, viðkunnanleg og kvenleg, að hún hratt burt allri undrun yfir því, að svo ung og fögur og sýnilega auðug stúlka skyldi fást við að hjúkra sjúkum manni og binda sár hans, en minti á hinn sanna mannkærleika, er reynir að milda hvern sársauka og bæta úr hverju böli með líknandi starf- semi. Rebekka talaði við gamla þjón- inn, sem fylgdi henni, á hebresku, o^ allar fyrirskipanir hennar voru stuttar, en hann var vanur sjúkrahjúkrun hjá henni og hlýddi orðalaust. Sjúklingurinn skildi ekki hvað húrl sagði, en samt ljet það yndislega í eyr- um hans. Hann spurði einskis meðan á umbúnaðinum stóð, en ljet þau Re- bekku einráð um hann. En þegar honum var lokið og hann sá, að Re- bekka ætlaði út úr herberginu, gat hann ekki stilt sig um að ávarpa hana. »Góða stúlka«, sagði hann á arabisku, því hann hafði lært nokkuð í málinu á Austurlandaferðum sínum, »jeg ætla að biðja þig að segja mjer------«. Rebekka leit við og svaraði brosandi; »Jeg er frá Englandi, herra riddari, og tala sama mál og þú. En þú villist auðvitað á búningnum«. »Göfuga jungfrú«, sagði sjúklingur- inn, en komst ekki lengra, því hún greip undir eins fram í fyrir honum aftur. »Kallaðu mig ekki göfuga, herra riddari«, sagði hún. »Það er best að þú fáir undir eins að vita, að jeg er Gyðingastúlka, dóttir ísaks frá Jórvík, gamals manns, sem þú hefur nýlega veitt góða hjálp, þegar liann var í hættu staddur. Þú ert nú í hans húsi og átt skilið að fá alla þá hjálp, sem þú þarfnast, meðan þú ert sjúkur«. Vera má, að jungfrú Róvenu hefði ekki fundist mikið til um að sjá það, hvernig ívar riddari mændi á Rebekku meðan hún talaði við hann. En ívar hafði sömu óbeitina á Gyðingum, sem

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.