Lögrétta - 04.12.1909, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimlum.:
ARiNBJ. SVEINBJARNARSON
Lauy:ftveu 41.
Talsimi 74.
LOGRJETTA
Ritstjóíl
þorsteinn gislason
Pinghoitsstpœti 17.
Talsimi 178.
Reykjavík 4. desember 1909.
IV. Ar-g-.
Forngripasafnið opið á virkum dögum kl.
11— 12.
Lækning ók í læknask. þrd. og fsd. 12—‘I.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11— 1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 10
—12 og 4—5.
Islands banki optnn 10—2r/i og yji—7.
Landsbankinn io1/.—21/®- Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12— 3 og 5—8.
• MAc
ofí HThAThomsen-
HAÍNARS7R I7 I81920 21Í2-K0WS Í2-IÆKJA8T 12
•REYKJAVIK*
c7o#í?-
Basarinn
er
opnaóur
t
i
Thomsens
íni.
Lárus Fjeldsted.
YflrrjettarmálafœrslumaOur.
Lækjargata 2.
Helma kl. 1 1—12 og 4—5.
Bóka- og pappírsverslun
Arinbj. Svembjarnarsonar
LaugnTeg 41.
Talsími 74.
H
Eftir ákvörðun skiftafundar í
þrotabúi þorsteins veitingamanns
Jónssonar, verður veitingahúsið
»Bifröst« og aðrar húseignir bús-
ins hjer i bænum með lóðarrjett-
indum boðnar upp á þremur
opinberum uppboðum, sem hald-
in verða laugardagana 9., 16. og
23. aprilmánaðar 1910 á hádegi
tvÖ hin fyrstu hjer á skrifstofunni,
en hið síðasta á eignunum sjálf-
um, og seldar hæstbjóðendum, ef
viðunanlegt boð fæst.
Söluskilmálar og grunnleigu-
samningar verða til sýnis á upp-
boðunum.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði,
20. nóv. 1909.
Jóh. Jóhannesson.
Bggert Claessen
yfirrjettarmálaflutnlngsmaður.
Pé8thú8stræti 11. Venjulega heima kl. 10—II
og 4-4. TaWmi tS.
Lesið og skiijið.
er nú í miklum gangi og heldur áfram þennan mánnð át.
Þegar þið komið á BASARINN, þá biðjið um að fá að sjá leikfang, sem
beitir »Ola0i malarinn«; það er vindmylla, sem er útbúin eins og skotmark, og
fylgir með bjrssa og tvær sogörfar; sje skotið i »centrum« hreyfast vindmyllu-vængirnir,
hurðin opnast og malarinn kemur út.
Sniásölubúðir, sniíða- og útskurðarverkfæri frá kr. 0,50—2,00.
Þá er fyrip telpurnar:
DÚKKUR, sem eru svo snotrar, bæði að vexti og klæðnaði, að við treyst-
um okkur ekki til að lýsa því með penna, heldur ráðleggjum öllum, sem vilja eignast
þær, að koina og sjá með eigin augum alla þá fegurð.
í Vefnadarvöru-, Fataefnis-, Skó- og Glervörudeildum
höfum við alls konar vörur, sem eru hæfilegar til JÓL4GJAFA, sjerstaklega
handa fullorðnum.
1111
!
Hver sá, er kaupir fyrir 1,00 kr. í þessum deildum, fær einn feaupbætismiöa. sem
hægt er að nota á tvennan hátt:
1. Með því að leggja hann inn í Nýlenduvörudeild verslunarinnar, ásamt 90
aurum í peningum, og fæst þá i staðinn 1 kr. virði af vörum — afslátturinn verður þá,
að meðtöldum hinum algenga 5°/o seðli, samtals 15%;
2. eða kaupandinn geymir feaupbætismidann þar til hann hefur 15 miða
samtals; getur hann þá skilað þeim til okkar og fær í staðinn ávísun á 6 —sex— ljós-
myndir af honum sjálfum eða þeim, sem hann til nefnir; — myndirnar eru fyllilega
3,00 kr. virði, — afslátturinn, að meðtöldum hinum algenga 5% seðli, verður þá sam-
tals 25%.
í fyrra tilfellinu Fær kaupandinn 15°/o afslátt,
í síðara — — — 25% —
Ilvort viljið þiA beldur ?
Munið eptir!
að Póslspjalda-samkepnin hættir næstk. mdnudag, hl. 8 siöd.
En nú byrjum við á nýrri.
Fyrirkomulagið er nú þetta: að í staðinn fyrir að skrifa á spjöldin eins og áður,
fær hver sá sem kaupir 10 aura póstspjald, tækitæri til að útfylla með lýsingarorði eftir-
farandi setningu:
Hann var...........................maður.
Lýsingarorðið skrifast i eyðuna milli var og maður.
Tækifærin gefast jafnoft og feeypt er.
Verðlaunin eru 15 kr, sem hver sá fær, sem rjett getur, eða skiftast á milli þeirra,
sem rjett geta.
Þetta hættir einnig næstkomandi mánudag kl. 8 siðd.
Frá mjög málsmetandi rosknum
manni, sem engan þátt hefur tekið
f bankadeilunum undanfarna daga,
hefur Lögr. fengið eftirfarandi grein,
sem ætti að geta verið góð leiðbein-
ing fyrir þá, sem ef til vill kynnu
að vera enn í nokkrum vafa um það,
hvort varasjóður Landsb mkans muni
vera nægilega trygður.
larasjóðsdeilan.
Mikið hefur gengið á þennan síð-
asta hálfa mánuð, síðan stjórn Lands-
bankans var rekin frá, og hefur það
ekki verið neinn hægðarleikur fyrir
þá, sem utan við málið standa, að
botna í þvf, hvað það er í raun og
veru, sem á að vera að í Lands-
bankanum. Fregnmiðum og yfirlýs-
ingum hefur rignt niður yfir almenn-
ing, oft mörgum á dag. Fyrst skal
fræga telja auglýsing raðherrans hina
orðlögðu, um afsetning bankastjór-
anna, og er hún raunar einasta em-
bættisskjalið, sem fram hefur komið
í öllu þessu langa stappi. Síðan hafa
blöðin og bankastjórarnir fyrverandi
verið að sækja og verja málið fyrir
almenningi, eins og málaflutnings
menn fyrir dómi; en í stað þess að
skýra malið fyrir dómendunum hef-
ur skæðadrífan víst fremur orðið til
þess, að rugla þá alveg f rfminu
marga hverja, og má vera, að ekki
hafi það jafnan óviljaverk verið.
Til þess að reyna að greiða ofur
lftið úr flækjunni fyrir almenning,
skal hjer stuttlega reift aðaiefni inals-
ins, eins og það er f raun og veru.
Síðasta og öflugasta ástæða ráð-
herrans fyrir þeirri óþyrmilegu til-
tekju, sem bersýnilega hlaut að
höggva svo nærri lánstrausti lands-
ins út á við, að reka svo hastarlega
frá þá menn alla, sem um margra
ara skeið höfðu stýrt bankanum, var
sú staðhæfing rannsóknarnefndarinn-
ar, að varasjóður Landsbankans væri
veðsettur Landmandsbankanum í
Kaupmannahöfn.
Samkvæmt reglugerð bankans á
að kaupa fyrir varasjóðinn arðbær
verðbrjef, og óvefengd skýrsla banka-
stjórnarinnar sýnir, að 26. nóvember
síðastl. átti bankinn alis f arðbærum
verðbrjefum 2,170.900 kr. Það nær
engri átt, að draga hjer frá þær
270,600 kr., sem bankinn á í 3,
flokks verðbrjefum, eins og blaðið
„ísafold" vill gera. Brjef þessi hef-
ur bankinn keypt fyrir innlánsfje sitt,
og sögusögn blaðsins um, að bank-
inn hafi í sumar tekið við 600,000
kr. af landsjóði sem fyrirýram-
greidslu upp í bankavaxtabrjef, er
gersa nlega röng; þar er um inn
lansfje að ræða, annað ekki.
Af nýnefndum verðbrjefaforða
bankans voru 26 nóv. í vörsl-
um Landmandsbankans 816,000 kr.;
hjá stjórnarraðinu, trygging tyrir veð-
deildunum, 703,100 kr., og í sjóði
bank, ns sjálfs lágu frjáls og óbund-
in verðbrjef fyrir 651,800 kr., sem
hin nýja bankastjórn hefur tekið við
og kvittað fyrir. Varasjóður bank-
ans ír í siðasta reikningi hans tal-
inn 636,605 kr. 8 aurar, og sjer
hver maður, að verðbrjefafúlgan,
sem liggur fýrir í bankanum, óbund-
in f alla staði, er meiri, en þeirri
upphæð nemur. Þegar af þessu
mætti það því virðast augljóst hverj-
um heilskygnum dómara, að stað-
hæfing raðherrans og rannsóknar-
nefndarinnar stafar eingöngu af ein-
hverjum herfilegum misskilningi.
Landsbankinn hefur f starfrækslu
sinni, —eins og allflestir aðrir bankar,
þar á meðal sennilega íslandsbanki
líka — við og við bæði selt og keypt
allmikið af arðbærum verðbrjefum,
og hefur það verið gert sumpart til I
þess að útvega lántakendum í veð-
deildinni gjaldeyri fyrir veðdeildar-
brjefin, sumpart til þess að ávaxta
það fje, sem inn hefur verið lagt í
sparisjóð, eða sem innlán. Þetta er
í fylsta máta lögmæt bankastarfsemi,
og er merkileg fyrirmunun, að geta
ekki skilið slíkt. Það hefði verið
sýnu ver ráðið, ef Landsbankinn
hefði varið öllu sparisjóðsfje sínu
eingöngu til víxlakaupa og sjálf-
skuldarábyrgðarlána, því þegar svo
ber undir, að bankinn þarfnast f bili,
um lengra eða skemra skeið, lans
hjá viðskiftabanka sínum í útlöndum,
þá er lítill slægur f víxlum og sjálf-
skuldarábyrgðar-skuldabrjefum til þess
að styrkja lánstraustið. Það, sem
Landsbankinn hefur gert í þessu
efni, er því hið eina rjetta. Þegar
að því kom, að bankinn varð að fá
fje fra útiöndum, til þess að komast
hjá að segja upp innlendum lánum
unnvörpum, þá sendi hann út til sölu
allmikla fúlgu af verðbrjefum sínum,
er keypt voru fyrir innláns- og spari-
sjóðsfje. Að brjefin seldust ekki
þegar í stað, var ef til vill að miklu
leyti að kenna hrottalegri og favís-
legri stjórnmálaframkomu núverandi
stjórnarflokks, sem hefur hnektsöluís-
lenskra verðbrjefa í útlöndum afar-
mikið hin sfðustu árin. En ef þau
hefðu selst, þá hefði að vísu auð-
vitað verðbrjefaforði bankans mink-
að um þá upphæð, en alt um
það hefðu þó veríð ettir heima fyrir
nægilegar verðbrjefabirgðir fyrir vara-
sjóði, frjalsar og óbundnar. Þetta
hlýtur að vera alveg bersýnilegt öll-
um, sem athuga verðbrjefaeign bank-
ans og reikninga, og þess vegna er
gratlegt til þess að vita, fyrir Sakir
velferðar landsins, að þessi leikur
skuli hafa verið hafinn af fáfróð-
um ofurkappsmönnum, gersneyddum
þekkingu a einföldustu bankamalefn-
um.
En þið er eitt atriði sjerstaklega,
sem vekja hlýtur sára gremju hjá
hverjum einlægum ættjarðarvini yfir
ofbaldisverki því, sem ráðhennann
hjer hefur framið.
Með lögum 22. nóvember 1907
var Landsbankanum veitt heimild til
að gefa út og selja bankaskuldabrjef,
alt að 2 miljónum króna, með trygg-
ing í eign bankans og ábyrgð land-
sjóðsins, og af andvirði þessara verð-
brjefa, sem þegar eru seld, er eftir
óborgað bankanum 1 % miljón króna.
Ef ráðherrann hefði haldið sjer í
sketjum, þá hefði þetta fje alt greiðst
bankanum innan árs í lengsta lagi,
og þá hefði öll skuldin til Landmands-
bankans verið fullgreidd og fram yfir
það. Öll verðbrjef bankans, sem þar
eru nú, hefðu þá verið laus úr allri
tryggingargeymslu, hvernig sem henni
nú kann að vera varið, og þá hefði Is-
land sloppið við það áfall, sem nú
hefur skekið frá grunni alla fjárhags-
bygging vora og alþjóð íslands vafa-
laust mun fá að kenna á um langan
aldur.