Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.12.1909, Blaðsíða 1

Lögrétta - 04.12.1909, Blaðsíða 1
Sjerprentun úr Lögrjettu. (Keninr í blaðinu miðTikudaginn $. þ. m.). Meðferð ráðherrans og blaðs hans á lánstrausti voru. Þegar ráðherra skipaði i vor nefndina til að rannsaka liag lands- bankans, varð einum manni að orði í mín eyru: »Þessi stjórnarathöfn ráðherrans er likust því, að klaufalegur og harðhentur ólækningafróður maður færi að krafla í opið sár á sjúk- um líkama. Viðskifta- og fjárhags- lif vort er sjúkt, og þessi ráðstöf- un er banatilræði við það«. — Þá var alþingi saman komið, og munu þingmenn yfirleitt hafa litið á þetta líkum augum og kunningi minn sá, er jeg hef orðin eftir. Þingmenn knúðu ráðherra til að koma fram með opinberar yfirlýs- ingar, til að draga úr þeim skað- legu áhrifum, er nefndarskipunin lilaut að hafa á traust bankans, og þar með landsins alls og lands- manna, meðal þeirra þjóða, er við skiftum við. Vaið þá mörgum að orði, að mikil hepni hefði það verið, að þingmenn voru hjer stadd- ir, til þess að taka tafarlaust í strenginn. — Rannsóknarnefndin tók til starfa, og fóru litlar sögur af starfi henn- ar, og leið svo fram um miðjan júní. Þá segir ráðherra Tryggva Gunnarssyni upp bankastjórastöð- unni; vakti það enn talsverðan ó- róa og mæltist alinent mjög illa fyrir. Traustið á bankanum lam- aðist þó ekki mjög við þann at- burð, því að flestum mun liafa skilist, að hjer mundi vera fremur að ræða um persónulegar ástæður, en það, að Tryggva væri vikið frá sökum nokkurs ólags á stjórn bankans. — Að áliðnu sumri fór einn nefnd- armanna, Ólafur kennari Daníels- son, sinna erinda til útlanda, og s\o barst sú fregn út, og þótti góð tíðindi, að sjálfur formaður nefndarinnar, Indriði skrifstofu- stjóri Einarsson, væri hættur störf- um. Var það skilið svo af góðum mönum, að nú mundi raúnsóknar- starfinu lokið, og almælt, að Ind- riði hefði eigi, vegna samvisku sinnar, viljað fást lengur við það starf, sem hann var kominn að raun um að var bæði ónýtt og óþarft. En sú kyrðin varð ekki langæ. Ráðherra skipaði 2 nýja menn í nefndina í stað þeirra Ófafs og Indriða, og kallaði Karl sýslumann Einarsson, er hafði verið 3. maður i nefndinni, hingað frá embætti sinu í Vestmannaeyjum, til þess að taka aftur sæti í nefndinni sem formaður hennar. Ráðherra fálm- aði þar á ný með sínum stirðtæku höndum í ógróið sárið á sjúkum viðskiftalíkamanum. — Ýmsar dylgjur bárust út um uppgötvanir þessarar nýju nefndar. Þær dyigjur áttu upptök sín hjá fylgifiskum ráðherrans, því tjáir ekki að neita, og allar miðuðu þær til að veikja álit bankans, og meiða með því lánstraust íslands, þótt sá hafi líklega ekki verið tilgangur þeirra, er komu dylgjunum af stað. Og svo kemur 22. nóv. Þá kastar fyrst tólfunum. — Þá gaf ráðherra út »Tilkynning- una«, sem allir kannast við. En alburðir þeir, er þá urðu, að því er snertir meðferð ráðherra á lánstraustinu, eru þessir: 1. Gæslustjórarnir eru trúnað- armenn alþingis; þeir eru gerðir tortryggilegir bæði með sjálfri þeirri athöfn, að reka þá frá starfi, og með því að bera á þá mjög þungar sakir. Þeir hafa háðir mætt í Danmörk sem forsetar alþingis; en það er stærsta trausts- og virð- ingarstaða, sem alþingi skipar menn í. Hvaða áhrif mun það hafa haft á álit vort, þar á meðal ekki síst lánstraust vort í útlöndum, er ráð- herraiin sjálfur »tilkynnir« að »ráð- stöfun þessi (broltreksturinn) sje nauðsynleg og óumflýjanleg eftir því, sem fram er komið fiá rann- sóknarnefnd Landsbankans«. 2. Ráðherra lýsir yfir því í »til- kynningunni«, að hann hafi leitað aðstoðar fyrirfram bæði ulan lands og innan til að styðja bankann, og gefur þar með ótvírætt í skyn, að hann sje ekki fær um að standa af ramleika sjálfs sín einum. — Hver áhrif þetta hlýtur að hafa á lánstraustið, þarf engrar skýr- ingar við. Enda er reynsla þegar fengin fyrir þeim áhrifum. 3. Ráðherra símar samstundis allar þessar ráðstafanir sínar um alt land, og jafnframt til þeirra landa, þar sem viðskifti vor eru mest, rjett eins og það væri lífs- nauðsyn, að láta allan heim þegar vita, að þjóðhanki íslands væri á heljarþröminni og að forstöðumenn hans, virðuleguslu menn þjóðar- innar væru fullkomnir misendis- menn, ef ekki annað verra. 4. í sæti hinna brottreknu trún- aðarmanna þingsins setur ráðherra 2 unga og lítið þekta menn, þá sömu, sem unnið höfðu að því, að leita uppi sakir á bankasljórnina. Auk þess, sem sú ráðstöfun getur varla skoðast öðru vísi en sem storkun til þingsins, þá vona jeg að óhætt sje að segja það, án þess að meiða hlutaðeigendur, að ekki mundu landsinenn treysta þeim til að rjetta við hag bankans, ef þess hefði verið þörf. Þetta er því sömuleiðis til að veikja traustið á bankanum. — Siðan »Tilkynningin« kom út, hefur »ísafold«, blað ráðherra, hald- ið áfram að vinna að þvi, að veikja traust bankans og meiða með því lánstraust landsins og landsmanna. Jafnóðum og kenningar hennar hafa verið hraktar, hefur hún komið með aðrar nýjar, og allar hafa þær stefnt að hinu sama, að fá menn til að trúa því, að bankinn væri í hinu mesta ólagi, væri í verulegri I liættu. Hjer er dálítið sýnishorn af ummælum hennar um þessi efni. Á laugardaginn var segir hún: ». . . Bankavaxtabrjef bankans sjálfs eru vafalaust ógjaldgeng vara í þá skuld« (þ. e. sem trygging fyrir varasjóði). »Þau eru allmjög fjarri því, að vera verðbrjef, er á skömmum tíma má koma i peninga. Þau eru og liafa verið heldur torseld«. »Betra, hugsa sumir« [hverjir?] »að láta bankann fara um koll heldur en að athuga ástand hans í tíma og reyna* að rjetta hann við, reyna að lækna sjúldinginne.** »Með nógri stillingu, ráðd ild og /yrirhyggju má vel koma bankanum á upprjetta ftvtur ajlurtt* »Dýrt getur það orðið landsbú- um« (að bæta tjón bankans). . . . »Það getur orðið framt að 10 kr. skatti á hvert mannsbarn í land- inu, ef greiða skal alt i einu. Sama sem 50 kr. á hvert meðalheimili... « »Hjer er karlmensku þörf, hug- prýði og stillingar. . . .« Þessi sýnishorn úr ráðherrablað- inu nægja til að sýna það glögg- lega, að verið er að telja mönnum trú um, að verðbrjef bankans sjeu vandræðapappirar, að sumir telji ráðlegast að gefa bankann upp sem gjaldþrota, að hann sje sjúk- lingur, sem þó megi reyna að lækna, að hann sje fallinn, liggi flatur, þótt ekki sje vonlaust um að koma hon- um á »upprjetta fætur aftur«, að landsmenn megi þó búast við stór- tjóni, máske svo sem 10 kr. á »hvert mannsbarn í landinu«. Það er engum blöðum um það að íletta, að ef einhver annar en blað ráðherrans, sem er sjálfsagð- ur verndari bankans, hefði borið þetta fram opinberlega, þá hefði hann umsvifalaust verið dreginn fyrir lög og dóm, og orðið að greiða bankanum stórfje i skaðabætur fyrir lánstraustsspjöll, þar sem all- ur þessi áburður á Landsbankann er gersamlega tilliœfulaus. Menn segja oft við börn, þegar þeirn verður að gera eitthvert stórt glappaskot: »Er þjer sjálfrátt?« — Er það nokkur furða, þótt menn taki svo til orða nú? Svona er þessu varið og mun ekki þurfa frekari skýringa, ef menn að eins vilja hafa fyrir því að hugsa um það. í meira en hálft ár hefur meðferð ráðherrans á Lands- bankanum jafnt og stöðugt orðið til þesss að lama hið veika láns- traust þessa fátæka lands og gera þar með erfiðleika í öllum viðskift- um miklu meiri en ella hefði verið, og var þó. síst á þá erfiðleika bæt- andi. — Að lokk augunum fyrir þessum sannleika, gerir ilt verra. Flestum öðrum en íslendingum mundi vera fyrir löngu nóg boðið, mundi þykja full raun fengin þess, að Björn Jónsson er ekki ráðherra- starfinu vaxinn. En hann ertóm- látur enn þá Mörlandinn. J. * Undirstrykaö af ísafold. ** Undirstrykaö af mjer. Ofurmagn skriðdýrsháttarins. Lengra er ekki unt að komast í hundslegum undirlægjuskap gagnvart öllu útlendu og gegndarlausum hroka og fyrirlitningu fyrir öllu íslensku en það, að ganga að því sem sjálfsögðm fyrir fram, að útlendingurinn hljóti altaf að hafa á rjettu að standa, en tslendingurinn að flónskast eða ljúga, hvert skifti, sem eitthvað ber á milli. Björn Jónsson ljet digurbarkalega. yfir því í hinu alræmda afstetningar- skjali sínu til stjórnar Landsbankans,. að hann mundi taka Landsbankann undir sina verndarvængi, svo að hann steytti ekki fót sinn við steini, utan- lands nje innan. Svo kemur það upp úr kafinu, að- forstjóri danskrar peningastofnunar,. sem Landsbankinn hefur haft öll við- skifti við utanlands, hefur fengið beygf af aðförum raðherra gegn bankanum og gerir tilkall til tryggingar-rjett- inda, sem Landsbankastjórnm frá- farna ekki viðurkennir, yfir verðbrjef- um Landsbankans, sem hann hefur undir höndum. Hvað gerir svo „verndari" Lands- bankans? Mundi hann ekki reyna að styðja nú skjólstæðingínn, eða að minsta kosti lata hann njóta vitna sinna? Allir bankastjórarnir neita þvl hik- laust, að bankavaxtabrjefin sjeu sett Landmandsbankanum að veði. Bæk- ur bankans sýna, að bankavaxta- brjefin eru bókfærð sem geymstu- fje; sendibrjefin eru til, bæði þau, sem bankastjórnin hjer skrifaði, þeg- ar hún sendi bankavaxtabrjefin til sölu, og brjef fra Landmandsbank- anum um það, að þau sjeu fyrst um sinn tekin til geymslu. En danski bankinn? Nú, hann lítur svo á, forstjóri hans, að hann hafi brjefin til fryggingar viðskiftum bankanna. Raðherrann þarf því ekki framar vitnanna við. Auðvitað hefurgeheime- etatsráðið á rjettu að standa, og meira en það I Hvað er að marka íslenska menn og íslensk skilríki gagnvart á- liti útlends manns? En ekki nóg með það. Ráðherra þykir ekki nógu gott fyrir útlenda bankann þetta, sem geheimeetatsraðið kallar „trygging". — Sussu, sussu, neil Það er miklu meira, — það er „handveð" I segir ráðherrann. Ög bankastjórarnir sæta afarkostum fyrir að hafa sett brjefin að handveði, og svo fyrir þá ósvífni, að halda fram öðru en Kaupmannahafnarskrifstofa ráðherrans hefur eftir geheimeetats- raðinu. Þarna gat ráðherra komið því við, að sýna sínar bliðari tilfinningar með dálitlu rófudingli framan í Danskinn — meðan hann er að lumbra á land- anum og misþyrma áliti og lánstrausti þess lands, sem hann befur skaðað manna mest. Gutenberg — r9()'.I.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.