Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.01.1910, Blaðsíða 4

Lögrétta - 12.01.1910, Blaðsíða 4
12 LÖGRJETTA með heilabúið galtómt að hugsunum, gúlinn fullan af stóiyrðum og hjartað Jjrútið af harmi yfir smekkleysi mann- anna, sem vilja heldur lesa Lögr. en hans eigið blað — það gleypir sögurn- ar og setur þær í blaðið sitt, með þeim formála, sem sögumaðurinn hefur látið fylgja. Svo sjá menn í ísaf., að þetta hafi verið staðhæft um allan bæinn — stundum fúleggjakaup.stundumsímskeyta- stuldir o. fl; o. fl. — Þeir, sem ennþá endast til að lesa ísaf., rekaupp stór augu. »Hef- urðu heyrt þetta, sem gengið hefur um allan bæinn, jafnvel um aðra lands- fjórðunga Iíka?« Þannig spyrhverann- an. En svarið er altaf á einn veg. Enginn hefur heyrt söguna, ekki nokk- ur pál, nema þeir fáu úr lífverðinum, sem höfundurinn hafði náð til frá því að hann bjó æfintýrið til handa barn- inu og þangað til blaðið kom út með þ*ð- Nú vita menn hvernig stendur á sög- unuro. Þær eru æfintýri handa börn- um. Barnfóstra. leirihluta-þmgmaima-fuiidur. Heyrst hefur, að þingmenn meiri- hlutans hafi skotið á fundi fyrra sunnu- dag, til þess að ræða um gæslu- stjóramálið. Sagt er, að Skúli Thor- oddsen hafi haldið þar fram þeim skilningi, eins og hann líka hefur gert í „Þjóðviljanum", að ráðherra hefði ekki vald til þess að hrófla neitt við hinum þingkosnu gæslu- stjórum eftir að nýju bankalögin væru komin í gildi. Sömu skoðun hafði verið haldið fram af Sig. Sigurðs- syni. Hinir höfðu fátt mælt, nema hvað Björn Kristjánsson hafði sagt fram sakargiftir stjórnarinnar á hend- ur fráviknu bankastjórninni, og hafði hann reyndar ekki flaggað með öðru en því einu, að lán væru illa trygð. En það ér víst og augljóst hverjum manni, að um þetta atriði yfirleitt er ransóknarnefnd ráðherra ekki fær að dæma og getur ekki verið það, og nýju bankastjórarnir ekki heldur enn sem komið er. — Annars kvað ekk- ert hafa gerst á fundinum. Ekki ráðið, að hefjast handa gegn stjórn- inni, og ekki heldur hitt, að styðja hana. Dr Jón Þorkeisson hafði ekki verið á fundinum, en síra Jens Pálsson hafði verið þar og þeir 7 meirihlutaþingmenn, sem hjer eru búsettir auk þeirra dr. J. Þ. og Kr. J. Reykjavík. Landnbankinn. Þar er nú sagt, að við sje bætt þremur nýjum starfs- mönnum. Einn er Jón Pálsson, áður verslunarmaður við Brydes-verslun. Hann mun eiga að koma í stað Pjeturs Zóphóníassonar, er sagt hefur upp starfi í bankanum og fer þaðan bráðlega. Annar er Guðmundur Oddgeirsson frá Vestmannaeyjum, með 1800 kr. árslaunum að sögn. Honum er bætt við. Þriðji er Guðm; Jakobsson snikkari, og kvað eiga að sjá um leigu á húseignum bankans. Árslaunin sögð 2300 kr. Friðriki Ólafssyni, sem sjeð hefur um ljós og hitun bankans, hefur verið sagt upp starfinu, enda er hann minni hluta maður, og hefur stjórnarvini aftur verið veitt það. Bæjarstjórnarkosningin. Um hana er nú farið að ræða töluvert í fjelögum í bænum. Tr. Gunnars- son fyrrum bankastjóri verður í kjöri, og án efa kosinn. Sagt er, að tvær konur verði í kjöri, frú Katrín Magn- ússon, sem undanfarið hefur verið í bæjarstjórn, og frk. Ingibjörg H. Bjarnason skólaforstöðukona. Blaðið „Reykjavík“ hefur skift um ritstjóra. Ritstjóri blaðsins er nú Stefán Runólfsson, áður útgefandi „Hauks", en fyrv. ritstjóri þess, Jón Ólafsson, mun einnig rita í það framvegis. Stjórnmálastefna blaðsins er óbreytt. „Pjóðólfur“. Á honum eru nú orðin eigendaskifti og ritstjóraskifti frá áramótunum. Hannes Þorsteins- son hefur kvatt, en Pjetur Zóphónías- son er tekinn við. Jafnframt hefur blaðið algerlega sagt sig úr sveit með stjórnarfylgifiskunum. Ávarp nýja ritstjórans til lesendanna endar með þessum: „Enga dul vil jeg draga á það, að blaðið mun eindreg- ið, en þó með allri sanngirni og gætni, fylgja að málum stjórnarand- stæðingum. Því það þykir mjer sýnt, að stjórn sú, er nú setur að völdum, sje ekki fær um að sitja við stjórn- artaumana". Leiðrjetting. í síðasta tbl. Lögr. átti b að standa undir greininni „Til- trúin til ráðherrans", en ekki undir greininni næst á undan, „Sveinn og Thore". Prjú herbergi og eldhús óskast frá þessum tíma, eða 14. maí næstk., nál. miðbænum. Upplýsingar í Þing- holtsstr. 17. A Haudará fæst nú nýmjólk allan daginn, 18 aura pt., einnig rjómi og undanrenna. Á þilskip. Stýrim. og nokkrir duglegir há- setar geta fengið skiprúm. Góð kjör. Fáið upplýsingar á Lauga* veg- 34 B. [—4 Munið að borga Lögrjettu ÆœjarfijörsKrá Reykjavíkur liggur almenningi til sýnis á bæjarþings- stofunni 9.—22. janúar, hvern virkan dag, kl. 12—4. Kærur sjeu sendar kjörstjórninni sem fyrst, og ekki seinna en fyrir þ. 24. jan. kl. 12 á hádegi. K jörstjómiii. &asæöa-innlasiim. Tveir menn geta fengið að læra að leggja gasæðar í húsum, og að loknu námi fá þeir væntanlega löggildingu bæjarstjórnar sem innlagningamenn. Umsóknir sendist undirrituðum borgarstjóra fyrir 20. þ. m. Borgarstjóri Reykjavíkur, 9. jan. 1910. Páll Einarsson. Kaðlar (tjöruhamps og cocus) frá Mandals Reberbane fást í Timbur- og kolaversl. Reykjavík. ANDERSEN fi JENSEN Overgaden n. Vandet 15. Talsfmi 1650. Kjöbenhavn. Desimal- búða- og- skála- vogir. Austurstr. 17. Laugav. 40. Til þvotta: Prima græn sápa, pundið á 14 aii. Prima brún sápa, pd. á . . 19 — Ekta Lessive Lútarduft, pd. á 20 —- Ektakemiskirsápuspænir.pd.á 35 — Prima Marserillesápa, pd. á . 25 — Prima Salmíakssápa, pd. á . 30 —- K.villafa-Gfalde §ápa, burtnemur bletti, stk. á . . 20 au. Geldasápa (á litað tauý/^pd. á 35 — Handsápur: Stór jurtasápa (*, 3 pd.) stk. á 15 au. Stór tjörusápa (*/3 pd.) stk. á 30 — Stór Karbólsápa (*/3 pd.) stk. á 30 — §chous Barnasápa, (ómissandi á börn), stk. á . 25 aui 3 stk. af ekta fjóíusápu á . 27 — Til bökunar: Florians Eggjaduft (jafngildi 6 eggja) á..............10 au. 3 skamtar Florians búðings- duft á..................27 — 10 au. Vanille-bökunarduft á 8 au. 5 » do. . . . 4 — 3 stórar Vanillestengur á . . 25 — 1 glas með ávaxtalit á . .10 — Möndlu-, sitrón- og vanille- dropar, af 2 stærðum, glas- ið á...............15—30 — Fínasta Livornó-súkkat,pd. á 68 — Ilmef ni: Stór flaska af Brillantine (í hárið) á...............45 au. Ilmefni í lausri vigt, iogröm á 10 — Svartur, brúnn og gulur skó- áburðurí stórum öskjum á 20 au. f minni do. á . . . .12 — 3 dósirafjúnó áburði(ábox- calfskó) á..............27 — Sápuhúsið, Austurstræti 17, Sápubúðin, Laugaveg 40, selur tómar, stórar grænsáputunnur frá...............kr. 1,50—2,00. h|f Sápuhúsið, Sápubúðin, Austurstræti 17. Laugaveg 40. Koncert heldur fiðluleikari (Bsoar dofianson, með aðstoð frk. Kr. Hallgrímsson, næsta þriðjudag, 18. þ. m„ í Iðn- aðarmannahúsinu kl. 8V2 síðfl. Nánar á göluauglýsingnm. Skinnkragi (Boa) hefur tapast í Hafnarstræti. Finnandi skili í Liver- pool, gegn fundariaunum. Oöð íbúð óskast til leigu frá 14. muí næstk. Skrifleg tilboð. T. Fredriksen. Timbur- og kolaverslunin Reykjavík selur als konar árap. Stúlka á Vegamótastíg 1 tekur að sjer að prjóna og sauma. Auglýsingum i „Lög- rjettu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. (Bscar dofíansen á Hotel ísland veitir tilsögn í fíðluspili. 174 _ 175 Örjánn hrópaði við eyra hans: »Nú er úti um alt, Breki! Kastalinn brennur!« »Þvi segirðu það?« sagði Breki. »Vesturhliðin stendur í björtu báli«, svaraði Brjánn. ».Teg get ekki ráðið við það bál!« Brjánn var, eins og hann átti vanda til, kaldur og rólegur, þegar hann sagði þetta. En Breki tók ekki fregninni með sömu ró. »Drottinn og allir himinsins englar varðveiti okkur«, sagði hann. »Hvað eigum við að gera? Jeg lofa Nikulási helga Ijósastiku úr skíru gulli, ef þetta endar vel«. »Lofaðu engu«, sagði Brjánn, »en hlustaðu á mig. Kallaðu alla menn þína ofan af múrunum. Ljúktu svo upp bakdyrunum. Þar eru aðeins tveir menn fyrir og þeim ryðjið þið niður f kastalagröfina. Svo gerið þið árás á* útvirkið. Jafnframt kem jeg út um aðaldyrnar og ræðst á útvirkið að utan. Ef við náum því aftur, þá erum við vissir með að geta varist þaðan, þang- að til við fáum hjálp«. »Þetta er vel ráðið«, svaraði Breki. ».Teg skal gera þetta, og jeg treysti þjer til þess, að svíkja mig ekki, Brjánn«. »Jeg lofa þjer því fastlega, að bregð- ast þjer ekkk, svaraði Brjánn. »En flýttu þjer nú í guðs nafni«. Breki safnaði í flýti mönnum sín- um saman, fór með flokkinn niður að bakdyrum kastalans og opnaði þær þegar. En jafnskjótt og þær voru opnaðar, ruddist svarti riddarinn inn og skeytti því engu, þótt fleiri væru þar fyrir. Tveir af mönnum Breka, sem fremstir voru, fjellu undir eins fyrir exi hans, en hinir hopuðu þá á bak aftur, þótt Breki eggjaði þá fast. »Hundar!« katlaði hann. »Ætlið þið að láta tvo menn verja okkur eina veginn, sem okkur er nú opinn til þess að frelsa lif okkar?« »Það er djöfullinn sjálfur«, sagði gamall hermaður, sem hörfaði aftur á bak undan höggum svarta riddarans. »Þó það aldrei væri nema djöfullinn sjálfur«, sagði Breki, »þá dugar nú ekki að ílýja undan, þvi kastalinn stendur í björtu báli á bak við okkur. Þið eruð bölvaðir aumingjar! Lofið þið mjer þá að komast að; jeg skal fást við þennan mann!« Breki riddari var orðlagður hreysti- maður og hafði marga hildi háð í borgarastríðunum á Englandi, enda varð það harður atgangur, er bardag- inn tókst milli hans og svarta riddar- ans. Þeir áttust við í dyrahvelfingu innan við hakdyr kastalans. Breki barðist með sverði, en hinn með exi. Eftir nokkra viðureign fjekk þó Breki högg í höfuðið svo mikið, að hann fjell endilangur á steingólfið. Með skildinum hafði hann þó að nokkru leyti getað borið höggið af sjer, svo að það varð ekki banahögg. »Gefstu upp, Breki«, sagði svarti riddarinn og taut niður að honum með rýting í hendinni og bjóst til að stinga hann, en það var siður riddaranna, að deyða fallna mótstöðumenn á þann hátt. »Gefstu upp, Breki riddari, án allra skilmála«, endurtók svarti ridd- arinn, »eða jeg geri viðstöðulaust enda á lífi þínu«. »Jeg gefst ekki upp íyrir óþektum sigurvegara«, svaraði Breki lágt. »Segðu nafn þitt, eða gerðu við mig eins og þjer líkar«. Svarti riddarinn hvíslaði einhverju að honum. »Jeg gefst upp —án allra skilmála«, svaraði Breki. Hann talaði enn lágt, en málrómurinn var breyttuE Það var nú eins og hann talaði við yfir- mann sinn. »Farðu þá út í útvirkið«, sagði svarti riddarinn byrstur, »og bíddu þar þang- að til þú færð frá mjer nýja skipun«. »Lofaðu mjer samt fyrst að segja þjer eitt, sem jeg ímynda mjer að þú viljir gjarnan vita«, sagði Breki. »ívar hlújárn liggur hjer særður í kastalan- um og ferst í bálinu, ef honum er þess verða grimmilega hefnt. — Vísaðu mjer á, hvar hann er!« »Farðu upp vindustigann þarna«, svaraði Breki; »þá kemurðu upp í her- bergi hans. — Á jeg annars ekki að fylgja þjer?« spurði hann með auð- mjúkum málróm. »Nei«, svaraði svarti riddarinn. »Farðu út í útvirkið og bíddu mín þar. Jeg treysti þjer ekki, Breki«. Meðan þessu fór fram, sem nú hefur verið lýst, hafði Siðríkur gengið fram ' með flokk manna móti liði Breka. Þegar umsátursmenn sáu í útvirkinu, að dyrnar voru opnaðar, ruddust þeir yfir brúna og inn, og var Prestshúsa- klerkurinn þar fremstur í flokki. Nú sóttu þeir fast fram, svo að menn Breka gátu lítið viðnám veitt; sumir báðu um grið, en flestir flýðu inn í kastalagarðinn. Breki stóð nú á fætur og leit á eftir svarta riddaranum. »Hann segist ekki treysta mjer«, sagði hann við sjálfan sig, og jeg hef heldur ekki verðskuldað transt hans«. Svo tólc hann af sjer hjálminn til merkis um, að hann væri sigraður, greip sverð sitt upp af gólfinu og gekk út í útvirkið. Þar mætti hann fyrst Húnboga og rjetti honum sverðið. Þegar eldurinn íór að breiðast út, gerði hann skjótt vart við sig í her- berginu, sem ívar hlújárn var í, eins og annarstaðar. Rebekka sat þar hjá sjúklingnum, eins og áður segir. Hann hafði vaknað við háreystina frá bar- um, hvernig bardaginn gengi. En brátt fór svo, að hún sá ekkert fyrir reyk, og loks fór herbergið, sem þau voru i, að fyllast af honum, svo að þau sáu, hver hætta var á ferðum«. »Kastalinn er að brenna«, sagði Re- bekka. »Hvað eigum við nú að taka tii bragðs?« »Flýðu, Rebekka, og forðaðu lífinu«, svaraði ívar, »því mjer getur ekkert hjálpað framar«. »Jig flý ekki«, svaraði Rebekka, ekki bjargað«. »Er ívar hlújárn fangi hjer?« spurði svarti riddarinn undrandi. »Ef þið daganum og Rebekka hafði aftur sesl “ iátið sviðna eitt hár á höfði hans, skal við gluggann, til þess að geta sagt hon-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.