Lögrétta

Issue

Lögrétta - 26.01.1910, Page 2

Lögrétta - 26.01.1910, Page 2
18 L0GRJETTA Lðgrjetta kemur út á hrerjum mið- vihudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blðð als á ári. Verð: 1 kr. árg* á Islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Gott nafn og ilt. Siðan ísland fjekk stjórnarskrána 1874 hefur enginn atburður í hinni pólitisku sögu þess vakið jafn mikla athygli í útlöndum eins og álit það, sem hin dansk-íslenska sambandslaga- nefnd samdi vorið 1908 og það laga- frumvarp, er hún fór fram á, að lagt yrði fyrir löggjafaþing beggja land- anna. Símskeyti voru send til allra helstu blaða víðsvegar um heim, og mörg hinna staerri blaða höfðu rit- stjórnargreinar um málið. Greinar þessar voru misjafnar, eins og geta má naerri, því að fæstir hafa þekk- ingu á því máli erlendis, en yfir höfuð má segja, að flestum þótti boð- ið frjálslega fiá Dana hálfu. Sum- um var það ekki ljóst, hvað ísland, þetta litla land norður við íshafið, hefði að gera við fullkomna sjálfstjórn, og eins og eitt af helstu blöðum Banda- ríkjanna sagði: þessar stöðugu kröfur íslands um ,rjettindi" sín yrðu ef til vill einungis skýrðar samkvæmt því náttúrulögmáli, að áfergja færi engan veginn eftir stærð. Þess skal þó getið, að þetta sama blað gerði bragarbót og flutti mjög vingjarn- Iega grein í Islands garð. Það er erfitt fyrir útlendinga að skilja, hvers vegna íslendingar höfn- uðu frumvarpi þessu með þeim rjett- arbótum, sem eigi varð neitað að það gæfi þeim. Og það er sannarlega ekki auðvelt að skýra málið fyrir þeim fáu, sem vilja fá um það að vita, og íslendingi, sem vill landi sínu vel, er óljúft að skýra það mál fyrir útlendingum til hlítar, því að við það þarf hann að segja frá hinu pólitiska ástandi á íslandi síðasta ár. En það er að minni hyggju ófögur saga. Staða fullkominna skilnaðar- manna væri ljós, þó hún sje heimsku- leg; en þeir vafningar og sá yfir- drepskapur, sem hinn núverandi stjórnarflokkur beitti til þess að hindra framgang málsins af persónu- legum hvötum, gat einungis leitt til sigurs hjá pólitiskt óþroskaðri þjóð. Það er leitt að þurfa að játa slíkt fyrir útlendingum, sem fyrirfram hafa heldur lágar hugmyndir um íslendinga, og það er því best að þegja um málið að sinni, og sjá, hvort íslend- ingar ekki sjá sig um hönd og sýna betri greind áður langt um líður. Eins og enginn maður getur lifað og þrifist án þess að njóta virðing- ar eða samkendar meðbræðra sinna, eða að minsta kosti fá að hafa sam- neyti við þá, þannig getur heldur engin þjóð þrifist nema aðrar þjóð- ir veiti henni hið sama sem menn hverjum einstaklingi. Stórþjóðirnar geta staðist megna óvild útlendinga, svo lengi sem styrkleikurinn ræður, en smáþjóðirnar mega vara sig. Þær þjóðir, sem alt gengur á trjefótum hjá innanlands, geta ekki vænst neins samkendarþels hvorki almennings nje heimsblaðanna. í meira en heila öld hafa Pólverjar kveinað hástöfum yfir meðferð þeirri, sem þeir sæta af yfirdrotnurum sínum. Raddirheyr- ast hliðhollar þeim, en heimsblöð- in og útlend ríki veita þeim litla áheyrn. Orsökin til þess er ekki sú, að stórþjóðir eiga f hlut, eða að kvart- anir Pólverja sjeu ekki á rökum bygðar, heldur sú, að meðan þeir voru sjálfstæð þjóð gekk alt í flokka- dráttum hjá þeim, og eiginlega reynd- ust þeir ófærir til sjálfstjórnar. Heims- blöðin taka ekki vel málum Grikkja, því alt gengur og hefur gengið f mesta basli hjá þeim heima fyrir. Sama má segja um Serba, að jeg ekki nefni sum ríkin í Suður- og Mið Ameríku, þar sem eru stöðugar stjórnarbyltingar. Önnur hefur verið skoðun manna á málum Finnlend- inga. Finnar hafa jafnan reynst hyggin og gætin þjóð; pólitisk- ar flokkadeilur áttu sjer þar stað auðvitað, eins og annarstaðar með- al fijálsra þjóða, en þær voru ekki landinu í neinu til vanþrifa; og þegar Rússar þrengdu kosti þeirra, stóðu þeir fastir fyrir og sýndu slíkt þrek, þolinmæði og samtök, að heim- urinn dáðist að þeim. Og hluttekn- ing var þeim sýnd; engri þjóð hef- ur hlotnast sú virðing sem áskorun sú, er send var til Rússakeisara, undir- rituð og borin fram af öllum hinum bestu og frægustu vísinda- og lista- mönnum hins mentaða heims, um að þyrma sjálfstæði þessarar þjóðar. Það hafði að vísu engan beinan árangur. Aftur dregur sortann úr austri yfir Finnland; allur heimurinn fylgist með því sem þar gerist og öll óháð blöð taka einróma málsstað þeirra. Það eru ekki sjen ennþá leikslokin, en falli Finnland, fellur það við góðan orðstír. íslendingar vilja, að aðrar þjóðir viðurkenni sig sem þjóð og hafi kynni af óskum sínum og athöfnum. Það er eðlilegt. Og nýlega hafa þeir gert út mann með nesti og nýja skó — að minsta kosti með margar þúsundir af almennings fje, til að fræða útlendinga og verja landið! Jeg þarf ekki að ræða það mál hjer; jeg hef gert það áður í þessu blaði. Það er auðvitað engan veginn þýð- ingarlaust að segja heiminum, hver sjeu lagaleg rjettindi vor, ef það er gert vel og viturlega. En frsmar öllu er oss áríðandi að geta oss gott nafn sem siðuð þjóð og pólitiskt þroskuð, — að sýna það í verkinu með lagasetningu og góðri stjórn mála vorra. — Allir mentaðir menn bera virðingu fyrir slíku. En það fer fjarri því, að hin núverandi stjórn stuðli að slíku. Um sambandsmálið hef jeg áður getið, en fjármálastjórn- in er ekki síður athuga verð. Setjum svo — ef líkja má úlfald- anum við mýfluguna — að þýska stjórnin hefði skipað rannsóknarnefnd til þess að rannsaka Ríkisbankann þýska og vikið bankastjóra frá völd- um, eða einhver stjórn í stóru landi hefði gert slíkt við aðalbanka lands síns. Afleiðingin hefði verið stór- kostieg „panik" innanlands og utan. Að slíkt skeði ekki á íslandi var því að þakka, að ísland er lítið land og útlönd áttu ekki mjög mikil fjár- skifti við bankann og viti varð kom- ið fyrir almenning heima, að engin hætta væri á ferðum; þetta væri bara pólitiskur leikur af æstum ráðherra. En engin stjórn, sem vill sóma sinn og velferð lands síns, mundi gera slíkt heimskubragð. Hvað mundu út- lendir fjármálamenn segja um slíka aðferð, ef þeim væri skýrt frá henni ? Mundi það auka álit þjóðarinnar í augum útlendinga, að hún ljeti slíkt við gangast? Þá skipar ráðherrann nýjan bankastjóra, sem hefur farið með hinar fjarstæðustu skoðanir um seðlaútgáfu Landsbankans, og þar að auki sýntbankanum opinberlega óvild. í öðrum löndum mundi slíkur maður þykja óhæfur í slíka stöðu. Áður fyr sagði ráðherrann, að „alt mætti segja Dönum"; nú heldur hann auð- sjáanlega, að alt megi bjóða íslend- ingum. Þá er Thoresamningurinn. Allur gangur þess máls mundi þykja í- skyggiiegur í öðrum löndum, sem hefðu þjóðstjórn — að ráðherra gerði samning við fjelag, sem sonur hans er fulltrúi fyrir. Ekki mundu menn þola það, nema órækar sannanir fengjust fyrir ágæti samningsins. Hafa slíkar sannanir verið sýndar? Og svo að lokum stjórnarblaðið ísafold. Jeg hef haft ekki alllítil kynni af blöðum nokkurra útlendra þjóða, en aldrei hefur borið fyrir augu mín annað eins stjórnarblað. í Ameríku eru blöð, sem kölluð eru „The yellow press", eða gulu blöð- in, og eru illræmd. Þau kitla hin- ar lægstu hvatir og fýsnir almúgans, fara með Iýðskrum og níða útlendar þjóðir. Eitt af ytri einkennum þtss- ara blaða eru yfirskriftirnar; þar eru línur af þumlungsháum stöfum, sem eiga að draga að sjer athygli manna og æsa lýðinn. Við þessi blöð má helst líkja ísafold, enda hefur við hana verið maður, sem sjálfsagt þekkir nokkuð til ameríkanskrar blaðamensku. ísafold er sparari á pappírinn en gulu blöðin, því að hún hefur ekki þessa fimbul-titla yfir greinum sfnum. En allar ritstjórnar- greinarnar eru sundurlausar setning- ar og hver setniag grein fyrir sig, en engin samanhangandi hugsana- þráður eða röksemdaleiðsla; alt er gert til að æsa og vekja eftirtekt, en ekki umhugsun eða rólega íhug- un, og alt er efnið eftir þessu. Það lítur helst út fyrir, að þessar grein- sjeu ritaðar af veikum manni, sem hripar setningar milli kveisukastanna, en gleymir samhenginu, og svo lítur það út á pappírnum eins og skáldskapur „symbólista". Þvílík blaðamenska hlýtur að hafa spill- andi áhrif á þjóðina, þótt ekki sje tekið tillit til andatrúarruglsins. Mun það auka álit þjóðarinnar í augum útlendinga, að blað, sem jafnast við verstu blöð útlanda, sje stjórnar- blað íslands? Hvað lengi vilja menn láta það við gangast? íslendingar hafa nú svo frjálslega stjórnarskipun, að það er þeim í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja geta sjer gott nafn eða ilt af stjórn mála sinna. Peregrinus. Ti Skýrsla bankarannsóknarnefndar- innar er ekki enn komin út. Oss hefur eigi gefist kostur á að sjá útá- setningar rannsóknarnefndarinnar. En þrátt fyrir það hefur ráðherrann hvað eftir annað látið »ísafold« auglýsa; ýmislegar sakargiftir gegn oss. Þetta sæmir ef til vill ritstjóra ísa- foldar, en ekki ráðherra íslands. í »ísafold« frá 22. þ. m. eru enn á ný bornar sakir á oss og fyrir þeim borin skýrsla rannsóknarnefnd- ar. Að svo vöxnu máli látum vjer oss nægja að mótmæla þessum sak- aráburði, og sjerstaklega staðhæfing- unni um 400,000 kr. tap bankans, sem er hrein fjarstæða, um leið og vjer einnig mótmælum fastlega öllu atferli stjórnarinnar gagnvart Lands- bankanum og bendum almenningi á hið ósæmilega háttalag, að láta „ísa- fold" á blaðsins ábyrgð birta sakar- giftir gegn oss undir því yfirvarpi, að það sjeu útdrættir úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar, í stað þess að birta skýrsluna sjálfa. Vjer munum á sínum tíma, ef skýrslan nokkru sinni kemur fyrir vor augu, tjá almenningi andsvör vor gegn sakargiftum þeim, sem stjórn og rannsóknarnefnd vill vera þekt fyrir að bera fram í sínu eigin nafni sjer og framkomu sinni til rjettlæt- ingar. Reykjavfk, 24. janúar 1910. Tryggvl Gunnarsson. Elríkur Briem. Krlstján Jónsson. Cook. Enn er mikið um hann talað í út- lendum blöðum og nú mjög á annan hátt en áður var. Meðan honum var trúað af mörgum, tíndu þau blöð, sem fylgdu honum að málum, margt fram til þess að sýna, hver ágætis- maður hann hefði verið írá blautu barns beini. En nú er ekki öðru haldið á lofti um hann en því, sem á að sýna; að hann hafi verið þorp- ari og svikari frá upphafi vega sinna. Ekki vita menn um, hvar hann er nú niður kominn, en kona hans kvað vera einhverstaðar á Spáni, og f Khöfn er enn skrifari hans, Lonsdale, sá er skjölin flutti þangað, og þykist hann vita, hvar Cook sje, en ekki vilja segja það, og eitthvað af vasakver- um Cooks frá norðurförinni hefur hann fengið, síðan dómur var upp kveðinn yfir skjölum Cooks, og af- hent þau háskólanefndinni, sem dæmdi um skjölin. Hann vísar og enn á betri skilríki í skjölum Cooks, sem geymd eiga að vera í Grænlandi og eigi nást fyr en næsta sumar. En enginn leggur nú framar trúnað á slíkt. Það þykir nú einnig fullsann- að, að saga Cooks um för hans upp á Mac-Kinley-fjallið, sem hann ritaði bók um fyrir nokkrum árum, sje ósönn. Danskur maður, Míiller, sem búið hefur á Grænlandi og veitt ríkisversl- un Dana þar forstöðu, segir nú sögu af viðkynningu sinni við dr. Cook fyrir 15 árum. Cook var þá staddur við Grænland á skipi frá Ameríku og margt manna. Hann heimsótti þá Miiller og falaði af honum dýr- indis ábreiður, sem hann sá þar, kvaðst ekki hafa peninga á sjer, en lofaði að senda þá undir eins og hann næði út í skipið, og til bráðabyrgða gaf hann tjekkávísun á banka í Ame- ríku. Ábreiðurnar kostuðu rúmar 2000 kr — En engir peningar komu frá Cook og bankinn neitaði ávísun- inni. Ut úr þessu varð síðan löng rekistefna. Segist Muller hafa varað við Cook, undir eins, er hann frjetti um komu hans úr heimskautsleitinni í haust sem leið, en það var árang- urslaust, enda var saga hans reyndar engin sönnun gegn því, að Cook hefði komist á norðurheimskautið. Friðþjófur Nansen segist aldrei hafa trúað sögu Cooks um heim- skautsfundinn, enda varðist hann allra sagna um það í haust sem leið. Sama hafa Norðmenn eftir Schachle- ton suðurheimskautsfara, er var á ferð í Noregi í haust, skömmu eftir að Cook dvaldi í Khöfn. Það er sagt, að Cook hafi grætt rútnl. V* milj. dollara á leiknum. f ilit, en ekki skýrsla. í 5. tbl. ísafoldar, frá 22. þ. m., er skýrt svo frá, að þá sje lokið við álit bankarannsóknarnefndarinnar. Eftir þessum ummælum blaðsins, ef nokkuð er annars á þeim byggj- andi, verður ekki betur sjeð, en að það sje rjett, sem hermt hefur verið, að engin skýrsla verði birt frá banka- rannsóknarnefndinni um hag Lands- bankans og ástand hans. Blaðið gefur aftur á móti f skyn, að almenningi verði birt álit um bankann, með þvf að það skýrir frá því, að verið sje að prenta fyrnefnt álit bankarannsóknarnefndarinnar. En almenningur á kröfu á að fá skýrslu frá hankarannsóknarnefnd- inni. Bæði hefur ísafold verið látin marglofa henni og eins hafa 5 þing- menn, og þar á meðal annar núver- andi bankastjóri, fyrir rúmum 7 vikum tjáð kunningjum sínum, að skýrsl- unnar væri þá von mjög bráðlega. Það eru brigðir á skýlausum lof- orðum, að birta ekki skýrsluna, því að ekki er það nein skýrsla, þótt birt verði álit um bankann og efna- haS °g ástæður viðskiftamanna hans frá bankarannsóknarnefndinni. Almenningur krefst skýrsht frá bankarannsóknarnefndinni, þ. e. frá- sagnar hennar eða lýsingar á ástæð- um bankans og ástandi, eins og það er í raun og veru, en um álit banka- rannsóknarnefndarinnar hirðir eng- inn. Alit rannsóknarnefndarinnar um skýringar á lögum bankans og reglu- gerð, bankamálum og ástæðum al- mennings, er skift hefur við bank- ann, hefur ekkert sönnunargildi í sjer fólgið og getur ekki á neinn hátt skapað sakir hjá fyrv. bankastjórn nje rjettlætt atferli ráðherrans. í augum allra skynbærra manna hefur álit rannsóknarnefndarinnar um málefni bankans enga þýðingu á móts við álit fyrv. bankastjórnar. Fyrv. forstjórar bankans eru reynd- ir menn og margpróvaðir í þjónustu þings og þjóðar, en rannsóknarnefnd- armennirnir eru ungir menn og lítt þektir. Að bankarannsóknarnefndin hefur pað álit, að fyrv, bankastjórn hafi bakað bankanum fjártjón, er nemi fullum 400,000 kr., sannar hvorki til nje frá um hag bankans. Það eitt hefur þýðingu í því efni, að rannsóknarnefndin geti sýnt, að bankinn hafi beðið svona mikið fjár- tjón og, að fyrv. bankastjórn hafi bak- að honum það. Til þess að geta með nokkrum rjetti sakað fyrv. bankastjórn um tap, sem bankinn kann að bíða á útistandandi skuldum frá hennar tíð, verður að sýna það og sanna, að það sje fyrv. bankastjórn að kenna, en ekki verðfallinu, sem nú hefur orðið á eignum manna, og hnign- andi lánstrausti og lömuðu viðskifta- lífi Iandsmanna, meðal annars fyrir ýmsar stjórnarráðstafanir nýverandi ráðherra, ekki aðeins gagnvart Lands- bankanum, heldur og á öðrum svið- um, — ogheldur ekki fyrir vanrœkslu og óhagsýni núverandi bankastjórnar. Ef rannsóknarnefndin ekki sann- ar álit sitt um sakir á hendur fyrv. bankastjórn, verður ekki betur sjeð, en að það sje með vilja gert, og af ásettu ráði gert, að birta ekki skýrslu heldur álit, til þess að geta staðhceft í stað þess að sanna. Að álit nefndarinnar skýri í mörgu frá því sem í raun og veru er, er ekki að efa, en þess skyldu menn gæta, ef álit þetta verður gefið út, að gera sjer glögga grein fyrir því, sem frá er skýrt sem nokkra, er sje í raun og veru, og þess, sem er ekki annað en álit eða hugarburður nefnd- arinnar. Skýrsla er frásögn um staðreynd (fakta), en álit er ekki annað en kenningar eða staðhæfingar. Frásagnir verða ýmist sannaðar eða hraktar, en álit er altaf álitamál, að svo miklu leyti sem það er ekki hrein fjarstæða. Aðgœtinn. ijafnarstúíenlar. Þeir hafa ekki látið sjer sínar fyrri skyssur að kenningu verða, þeir æst- ari stúdentar hjer i Höfn. Þeir hafa þótst þurfa að fara enn einu sinni á stað og það — eins og stundum áð- ur — án þess að vita til hlítar, hvað það var, sem nú kom þeim til að þjóta upp. Enn hafa þeir þotið á stað eftir ófullkomnum og ónóg- um blaðasögnum. Örsökin er At- lantseyjafjelagsfundurinn 8. des. En sjaldan hefur það eins freklega kom- ið í ljós, hvílíkan sjálfshroka þeir hafa að geyma. Það er ekki nóg með, að þeir þykjast einir vita og skilja alt betur en allir aðrir,— alveg sem Friðrik sjötti sællar minningar; honum líkjast þeir dyggilega — held- ur þykjast þeir og geta gerst ráð- endur þess, hvernig einstakir menn eigi að hegða sjer, í hvaða fjelög* um þeir megi vera og ekki vera, og er þá skörin farin að komast drjúgt upp í bekkinn. Auðvitað skiftir eng- inn sál sjer af því, sem þeir þjóta með, svo að það er sama í rauninni, hvernig þeir Iáta. En það er þó einn hlutur, sem þeir skulu ekki ó- mótmælt hafa leyfi til, og það er, að fara með ófrægingu og rógburð um góðanmálstað. Til þess konar eru þeir ungu menn ofgóðir, eða ættu að þykj- ast vera það. Þótt ungir menn sjeu örgeðja og sprettfjörugir, til þess tekur enginn; manni þykir vænt um fjörið og spriklið. En þegar þeir ætla sjer að fara að ráða lögum og lofum, ófrægja einstaka menn og tje- lög með hinum besta tilgangi, og svífast einskis til þess að gera það, þá er mál til komið, að tala til þeirra eitt alvöruorð og hnekkja þess kon- ar yfirgangi. Og þó er það jafnvel furðumeira, að maður sem Skúli Thor- oddsen leyfir sjer að víta mig og aðra í blaði sínu, án þess að hafa rjetta og fulla hugmynd um, hvað gerst hefur (síðar hefur hann rhað hógværa grein, er stingur í stúf við hitt, og er það þakkar vert). Jeg svara hjer að eins fyrir mig sjálfan. Þar eð hann talar um „afaróheppi- lega framkomu" frá minni hálfu — skal jeg lýsa minni framkomu. Jeg hjelt frumræðu á þessum fundi 8. des., og var efni hennar nokkuð ná- kvæm lýsing og frásaga um það, sem gerst hefur í íslenskri pólitík síðan 1901. Þeir menn á íslandi, sem eru að stagast á því, að Danir þekki svo lítið til skoðana íslend- inga — og er það ekki með öllu á- stæðulaust — ættu að verða himin- [ifandi glaðir, þegar Dönum er boð- jn eða veitt fræðsla, ef hún er rjett; og jeg þori að segja, að mfn var rjett; auðvitað duldi jeg alls ekki nú, fremur en endrarnær, hverja per* sónulega skoðun jeg hef; en hver, sem les mína ræðu, sjer hana full-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.