Lögrétta - 10.02.1910, Page 1
Aígreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON
LauaaveK 41.
Talsími 74.
LOGRJETTA
Ritstj órl
þorsteinn gislason
Ringholtsstræti 17.
Talsimi 178.
M 8.
Reykjavík ÍO. íebriíar 101O.
V. ílr>«
I. O. O. F. 91248V2.
Forngripasafnið opið á sunnud., þriðjud. og
fimtud. kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. ( mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 10V2
—12 og 4-5.
Islands banki opinn 10—2V. og 57=—7■
Landsbankinn io1/.—2V*. Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. (
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
• vAc
Qy- HThAThömsen-
MAFNARSTR-1718 1920 2122-KOIAS 1-2- LÆKJART l-Z
•REYKJAVIK*
hefur mest og best úrval
af alls konar
fataefnum.
Frá 1. febrúar 1910stjórnar
Reinholð ^niersen
deildinni, en allirþekkja hann
svo vel, að nafn hans er næg
trygging fyrir því, að allur
saumaskapur sje vandaður,
og að fötin fari vel.
Lárus Fjeldsted,
Yflrrjettarmálafíerslumaöur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 1 1 —12 og 4—5.
+
Páll Melsteð
sagnfræðingur.
Hann dó í gær, 9. þ. m., kl. milli
9 og 10 árd., 97 ára gamall, fædd-
ur 13. nóv. 1812.
Hann var, eins og geta má nærri,
orðinn mjög lasburða nú síðustu
missirin. Sjónin var farin hin síð-
ustu árin og heyrninni mjög hnignað.
En minni og rænu hafði hann til
hins síðasta.
Páll Melsteð var af göfugum ætt-
urn kominn, sonur Páls Melsteðs amt-
manns og Onnu Sigríðar Stefáns-
dóttur amtanns Thorarensens. 16
ára gamall fór hann í Bessastaða-
skóla og útskrifaðist þaðan 1834.
Þá fór hann á háskólann í Khöfn
og stundaði þar nám í 6 ár. Náms-
grein hans var lögfræði, einsoglang-
flestra íslenskra stúdenta við háskól-
ann um þetta leyti. Konráð Gísla-
son var t. d. á þessum árum lög-
fræðisnemi, sömuleiðis Jónas Hall-
grímsson', En hjá þeim báðum, og
eins Páli Melsteð, munu lögfræðis-
bækurnar lengstum hafa hvílt sig, en
aðrar komið í þeirra stað. Hugur
Páls hneigðist að sagnfræði, skáld-
ritum og söng. Hann hafði góða
rödd og varð vel að sjer í söngfræði.
Hin ísl. sálmalög, sem raddsett eru
eftir danska tónskáldið Weyse, eru
sungin fyrir honum af Páli Melsteð.
Ettir 6 ára veru í Khöfn hjelt Páll
heim aftur, án þess að taka embætt-
ispróf. Það var 1840. Sama ár
kvæntist hann Jórunni dóttur Isleifs
Einarssonar háyfirdómara og setti bú
á Brekku á Álftanesi. Þar var hann
4 ár. Þá brann hús hans þar og
beið hann við það mikið eignatjón,
misti meðal annars allar bækur sín-
ar og handrit. Hann flutti þá til
Reykjavíkur og bjó þar næstu 4
árin. Þá gekst hann fyrir stofnun
blaðs, sem skýrt var „Reykjavíkur-
póstur" og kom út árið 1846—49;
átti Páll mikinn þátt í ritstjórn blaðs-
ins. En út úr innbyrðis ósamlyndi
milli útgefanda þess blaðs, varð Páll
frumkvöðull að stofnun „Þjóðólfs"
1848, og var það Páll, sem rjeði
nafni blaðsins. En þetta ár var hann
settur sýslumaður í Árnessýslu, og
árið eftir í Snæfellsnessýslu, og gegndi
hann því embætti til 1854. Þau ár
bjó hann í Bjarnarhöfn. 1855 hjelt
hann til Khafnar og dvaldi þar það
ár og næsta ár, las lá dönsk lög og
tók próf í þeim 28. janúar 1857.
1858 var hann settur sýslumaður í
Gullbringu- og Kjósarsýslu og gegndi
því embætti til 1862. Þau ár bjó
hann í Reykjavík og svo altaf síðan.
1862 varð hann málaflutningsmaður
við Landsyfirrjettinn og var það til
1886. Jafnfrarnt var hann tímakenn-
ari við Latínuskólann frá 1866—1885,
en þá veitti alþing honum föst laun
til þess að kenna sögu við skólann.
Var hann þar kennari til 1893, um
haustið. í viðurkenningarskyni fyrir
langt og þarft starf voru honum þá
veitt föst árleg eftirlaun úr landsjóði.
Konu sína, Jórunni Isleifsdóttur,
misti Páll 1858, en kvæntist aftur
árið eftir Thoru dóttur Gríms amt-
manns Jónssonar og lifir hún mann
sinn. Hún er fædd 18. des. 1823.
Þau hjón eru stofnendur fyrsta kvenna-
skólans. hjer á landi, og var minst
á þá stofnun hjer í blaðinu síðast-
liðið haust.
Þetta eru margbreytt störf. Páll
Melsteð hefur verið bóndi, blaða-
maður, sýslumaður, málaflutnings-
maður og skólalennari. Auk þeirra
blaða, sem þegar eru nefnd, „Reykja-
víkurpóstsins" og „Þjóðólfs", hefur
hann átt þátt í útgáfu og ritstjórn
tveggja blaða, „íslendings", 1860—
63, og „Víkverja" ; var hann ritstjóri
þess blaðs,i873—74.
Sýslumannsstörfum hefur hann
gegnt samtal í 12 ár, málaflutnings-
störfum í 24 ár og kennarastörfum
við Latínuskólann í 27 ár. Þrisvar
hefur hann verið þingmaður Snæ-
fellinga, fyrst 1851 og síðan 1859
og 1860.
En nú er eítir að minnast á aðal-
starf hans, það starf, sem lengst
heldur nafni hans uppi; það er sagna-
ritununin. Eins og áður er getið,
hneigðist hugur hans snemma að
sagnafræði. Skömmu eftir að hann
kom firá háskólanum, meðan hann
bjó á Brekku á Álftanesi, skrifaði
hann fyrsta sagnarit sitt. Það er
„Ágrip af merkisviðburðum mann-
kynssögunnar", að miklu leyti þýtt
eftir söguágripi A. Kofods. Þessi
bók kom út á sjálfs hans kostnað,
prentuð í Viðey, 1844. Er það hið
fyrsta ágrip af almenri mannkyns-
sögu, sem gefið er út á íslensku. Á
Brekku var hann einnig farinn að
safna til alþýðlegs ágrips af sögu Is-
lands, og hafði ritað nokkuð af því,
en handritið fórst, eins og fleira, í
brunanum.
Þegar Páll kom heim frá Khöfn í
síðara skiftið og var sestur um kyrt
í Reykjavík, tók hann að rita hina
stóru Mannkynssögu sína. Kom
Fornaldarsagan út 1864, en Miðalda-
sagan 1866. Nýja sagan byrjaði að
koma ut 1868 og kom svo út í heft-
um smátt og smátt til 1887. Bók-
mentafjelagið kostaði útgafuna áallri
Mannkynssögunni. Auk þess kom
út eftir Pál 1879 „Ágrip af almenri
veraldarsögu", og 1891 „Norðurlanda-
saga", stór bók. Það er síðasta rit
hans og af mörgum talið hið besta.
Sagnarit Páls Melsteðs eru, eins
og hann hefur sjálfur tekið fram, al-
þýðleg fræðirit fremur en vísindarit.
Hann hefur ekki átt aðgang að
frumuppsprettum sagnavísindanna, en
stuðst við nýjustu rit og uppgötvan-
ir erlendra sagnarannsóknarmanna.
Markmið hans hefur verið, að rita
til fróðleiks og skemtunar íslenskri
alþýðu, og þessu tvennu fullnægja rit
hans svo vel, sem fremst má verða.
Frásögnin er svo laðandi og lýsing-
arnar á einstökum mönnum og við-
burðum svo listavel gerðar, að menn
Frá tildrögum og undirbúningi
þessara fundahalda, sem frá er skýrt
hjer á eftir, segir Jón verkfræð
ingur Þorláksson í grein á öðrum
stað hjer í blaðinu.
Til fundanna var boðað með aug-
lýsingum í Þjóðólfi, á föstudaginn,
og Reykjavík og ísafold, á laugar-
daginn, en auk þess með gatna-
auglýsingum. Forsprökkum stjórnar-
liðsins var illa við fundahöldin, eins
og sjá má af frásögn Jóns Þorláks-
sonar, og mun fæstum dyljast ástæð-
an, — sú, að þeir töldu sjer vísan ósig-
ur. Með auglýsingum á gatnahornum
reyndu þingmenn bæjarins á laugar-
daginn, að aftra mönnum frá að sækja
fundina, og sama kom fram í ráð-
herrablaðinu, er út kom þá um dag-
inn. Þingmennirnir lofuðu þvi í aug-
lýsingu sinni, að kveðja til fundar
síðar, ef þess yrði alment óskað,
„undir berum himni". En fljótt munu
þeir hafa orðið þess áskynja, að bæj-
armenn litu á þetta eins og undan-
brögð og þótti það bera vott um, að
þingmennirnir vildu komast hjá því,
að kjósendurnir næðu tökum á þeim
á almennum fundum. Líka var það
opinbert, að fjöldi manna sótti að-
göngumiða að Templarahússfundinum
á laugardaginn.
Nokkrir forsprakkar úr stjórnarlið-
inu komu þá saman á laugardags-
kvöldið, og árangurinn af þeim fundi
varð sá, að þeir skyldu láta sína;
menn boða til annara kjósendafunda
jafnhliða Templarahúsfundunum, til
þess að draga úr aðsókninni þangað
og tvístra kjósendunum. Gatnaaúg-
lýsingar um þessa nýju fundi komu
upp á sunnudagsmorguninn, og voru
undir þeim nöfn 50 manna. Til gyll-
ingar og aðdrátta var það auglýst,
að þarna ætluðu þingmennirnir að
koma, ráðherrann og ransóknarnefnd-
in. Þessir fundir voru boðaðir í Iðn-
aðarmannahúsinu. Þar átti að leika
á sunnudagskvöldið, en þá ræður
Indriði Einarsson skrifstofustjóri þar
húsi, Einn leikandinn hafði þá verið
látinn veikjast, svo að ekkert var því
til fyrirstöðu, að húsið fengist. En
frá þessum fundahöldum stjórnar-
manna verður annars nánar skýrt á
öðrum stað hjer í blaðinu.
Auðvitað drógu þau töluvert úr að-
sókn á kjósendafundina í Templara-
húsinu, og má sjá það á því meðal
annars, að þar greiddu á hverju |
sækja ekki einasta fróðleik í sagna-
rit hans, heldur lesa þau upp aftur
og aftur eins og bestu skemtibækur.
Þetta hefur brotið þeim braut til al-
mennings eyrna og skapuð vinsæld-
ir þeirra. Án þessa hefðu þau að-
eins verið lesin af einstökum fróð-
leiksmönnum og þá ekki náð til-
gangi sínum nema að hálfu leyti.
Að máli og stíl eru þau fullkomin
fýrirmynd, enda er Páll einn úr flokki
málhreinsunarmanna 19. aldarinnar.
Jeg hef heyrt sagt, að á meðan hann
ritaði Mannkynssögu sína, hafi hann
lesið Njálu á hverjum vetri, til þess
að hafa málið og stílinn þar ætíð í
fersku minni.
kvöldi eigi allfáir menn atkvæði gegn
þeim tillögum, sem þar voru bornar
upp, en þeir menn mundu án efa
ella hafa greitt atkvæði á Templara-
hússfundunum með þeim tillögum,
sem þar voru bornar fram. Mætti
því reyndar að rjettu lagi telja þau
atkvæði með atkvæðum þeim, sem
greidd voru í Templarahúsinu með
aukaþingskröfu og vantraustsyfirlýs-
ingu til þingmannanna.
En þrátt fyrir þessa sprengingar-
tilraun, var aðsóknin svo mikil, að
aukaþingskrafan er samþykt með 852
atkv, og vantraustsyfirlýsing til þing-
mannanna með 839 atkv., eins og
fundarskýrslurnar sýna, sem hjer eru
prentaðar á eftir:
1. kjördeild.
Ár 1910 hinn 6. febrúar kl. 8 e.
h. var haldinn almennur kjósenda-
fundur út af bankamálinuí Goodtempl-
arahúsinu hjeríbænum. Til fundarins
hafði verið boðað af samtals 31 borg-
ara bæjarins. Á fundinn voru boð-
aðir allir alþingiskjósendur, sem búa
í Þingholtum að meðtöldu Banka-
stræti, Skólavörðustíg, Njálsgötu og
Grettisgötu. Þeim einum var hleypt
inn á fundinn, sem heima eiga á
þessu svæði, og sannað höfðu rjett
sinn sem alþingiskjósendur til að fá
aðgöngumiða að fundinum, og voru
þeir samtals 322. að tölu, er þannig
sóttu fundinn. Enn fremur hafði
ráðherra og þeim þingmönnum, er
hjer eru búsettir, verið boðið á fund-
inn, sömul. endurskoðendum Lands-
bankans og hinni fráviknu banka-
stjórn og loks ritstjórum blaðanna.
Jón Jónsson alþingismaður bauð
fundarmenn velkomna og skýrði frá
tildrögum fundarins.
Því næst var kosinn fundarstjóri
Guðmundur Björnsson landlæknir;
setti hann fundinn með nokkrum orð-
um, brýndi fyrir mönnum fundarsköp
og kvaddi þá Sighvat Bjarnason
bankastjóra og Thor Jensen kaup-
mann til fundarskrifara.
Þá tók til máls Lárus Bjarnason
lagaskólastjóri. Talaði hann um frá-
vikning bankastjórnarinnar og afleið-
ingar hennar svo og um skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar í bankamálinu. í
lok ræðu sinnar bar hann tram svo
hljóðandi tillögu: .
(Krafa um aukaþing).
y>A/ því nú er eigi lögleg gœslu-
stjórn star/andi í Landsbankan-
um; af því að óröskuðum úr-
skurði dómsvaldsins er ekki hlgtt,
og af því að Alþingi eitt hefnr
vald til að heimta öll skjöl og
skilriki í bankamálinu og til að
koma bankanum í löglegt lag, þá
krefjast alþingiskjósendur í Regkja-
vík þess, að kvatt sje sem allra
fgrst til aukaþings, er haldið verði
svo þjótt sem auðið er í sumar«..
Fleiri tóku eigi til máls, og var
því tillagan borin undir atkvæði, og
hún samþykt rneð 318 samhljóða at-
kvæðum. Þrír fundarmenn greiddu
eigi atkvæði, auk fundarstjóra.
Jón Ólafsson alþingismaður tók þá
til máls og leiddi athygli fundarins
að því, hve óheppilega þingmenn
bæjarins hefðu komið fram, að því
er þetta fundarhald snerti. — Var
síðan borin upp svohljóðandi tillaga
frá Pjetri Zóphóníassyni ritstjóra :
(Vantraustsyfirlýsing til þing-
manna Reybjavíkur).
yyPingmenn Reykvíkinga hafa
reynst ófáanlegir til að boða til
almenns kjósendafnndar út af
bankamálinu. Peir hafa heldur
ekki verið fáanlegir tit að sœkja
fundi vora, og þeir hafa nú síð-
ast í dag gerst samsekir í lilraun
til að spilla öllum fundahöldum;
þetta er ósœmilegt athœfi þing-
manna gagnvart kjósendum,og þvl
lýsum vjer hjer með óánœgju og
fullu vantrausti á þingmönnum
vorum, og skorum á þá, að leggja
tafarlaust niður þingmenskua.
Tillagan var samþykt með 313
samhljóða atkvæðum; 4 fundarmenn
greiddu eigi atkvæði og 4 voru gengn-
ir af fundi áður en atkvæðagreiðsla
fór fram um þessa tillögu.
Fleiri mál voru eigi rædd á fund-
inum.
Fundi slitið.
G. Björnsson.
Sighv. Bjarnason.
Th. Jensen.
II. k.jördeild.
2. alm. kjósendatundur fyrir kjós-
endur úr Austurbænum, norðan
Laugavegar að honum meðtöldum,
var haldinn samkv. fundarboði, í
Goodtemplarahúsinu mánudaginn 7.
febrúar 1910, kl. 8 síðd.
Þess var nákvæmlega gætt, að
ekki mættu aðrir á fundinum en
kjósendur af ofantöldu svæði bæjar-
ins.
Fyrir hönd fundarboðendanna setti
Jón alþm. Jónsson frá Múla fundinn,
skýrði frá tildrögum hans og tilgangi,
tilraunum fundarboðenda til þess að
fá ráðherra, þingmenn bæjarins o. fl.
til þess að mæta á fundinum, og
ennfremur frá tiiraunum nánustu stjórn-
arliða til þess að koma fundarhaldi
þessu á ringulreið. Loks stakk hann
upp á bæjargjaldkera Borgþóri Jósefs-
syni fyrir fundarstjóra, og var það
samþykt með lófaklappi.
Fundarstjóri tilnefndi þá Svein Sig-
fússon kaupmann og Karl verslunar-
stjóra Nikulásson skrifara fundarins,
og var það einnig samþykt.
Þá tók til máls Jón Ólafsson al-
þingismaður; talaði hann langt og
snjalt erindi um bankamálið, og bar
að lokum upp þessa tillögu:
(Krafa um aukaþing).
„Af því að o. s. frv. (sjá til. fyrsta
fundarins).
Honum var þökkuð ræða hans
með lófaklappi.
Með því að ekki báðu fleiri um
orðið, var tillagan borin upp til at-
kvæða, og hún samþykt í einu hljóði.
7 greiddu ekki atkvæði, og skýrði
einn þeirra frá því, að hann greiddi
Kjósendafundir í Reykjavík
M kjósendur krefjast aukajiiiigs.
Þingmenn Reykvíkinga fá vantrausts
yfirlýsingu.