Lögrétta - 10.02.1910, Page 2
28
L0GRJET1 A.
Lögrjetta kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöö viö og við,
minst 60 blöö als á ári. Verö: 4 kr. árg.
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí.
ekki atkvæði vegna þess, að hann
áliti sig ekki hafa rjett til þess að
greiða atkvæði á þessum fundi, þar
sem hann væri að koma af fundin*
um úr Iðnaðarmannahúsinu og hefði
greitt atkvæði þar á móti 3 tillögum.
Á fundinum mættu alls 281 kjós-
andi, og var því tilagan samþ. með
275 atkv. samhljóða.
Þá var borin upp svohljóðandi til-
laga:
(Vantraustsyflrlý8ing til þing-
manna Iteykjavíkur).
„Þingmenn Reykvíkinga o. s. frv„
(sjá síðari tillögu fyrsta fundarins).
Þessi tillaga var samþykt með 271
samhljóða atkvæði, en II greiddu
ekki atkvæði.
Því næst var fundi slitið.
Borgþór Jósefsson.
Karl Nilailásson,
Sv. Sigfússon.
III. kjördeild.
Ár 1910, 8. dag febrúarmánaðar,
var almennur alþingiskjósendafundur
fyrir vesturhluta Reykjavíkurbæjar
vestan lækjar, haldinn í Goodtemplara-
húsinu, til þess að ræða am banka-
málið.
Þess var nákvæmlega gætt, að
ekki greiddu aðrir atkvæði, en kjós-
endur af ofantöldu svæði.
Fundinn setti verkfræðingur Jón
Þorláksson og stakk hann upp á
Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutn-
ingsmanni til fundarstjóra og var
hann samþyktur. Skrifarar voru
kosnir Magnús Einarsson dýralæknir
og Þorv. Þorvarðsson prentsmiðju-
stjóri.
Til máls tók fyrstur bankastjóri
Hannes Hafstein og endaði mál sitt
með því, að lesa upp eftirfarandi til-
lögu til fundarályktunar:
(Krafa um aukaþing).
„Af því að o, s. frv. (sjá tillögu
fyrsta fundarins).
Þá talaði kaupm. Br. H. Bjarna-
son og bar upp ýmsar spurningar
fyrir fyrveraiidi bankastjórn. Svar-
aði þeim fyrv. bankastjóri Tryggvi
Gunnarsson og háyfirdómari Krist-
ján Jónsson.
Fyrnefnd tillaga til fundarályktun-
ar var síðan samþykt með 259 at-
kvæðum gegn 2. Átta greiddu eigi
atkvæði.
Þá taiaði prófessor B M. Ólsen
og bar fram tillögu til fundarálykt-
unar:
(Vantrauslsyflrlýsing til þing«
manna Reykjavíkur).
„Þingmenn Reykvíkinga o. s. frv.,
(samhlj. síðari tillögu fyrsta fundar).
Var hún samþykt með 255 atkv.
gegn 2. Sex greiddu eigi atkv.
Fundi slitið.
Eggert Claessen.
Porvarður Porvarðsson.
Magnús Einrsson.
Þetta er
Áranguriim
af fundahaldinu, og má hann heita
góður. Ákjörskrá eru hjer lúml. 1800,
og nær helmingur þeirra hefur nú
heimtað aukaþing. En þegar frá eru
dregnir allir þeir, sem fjarverandi
eru og gátu því ekki greitt atkvæði
í þetta sinn, þá kemur það fram, að
meir en helmingur allra kjósenda í
bænum hefur mætt á fundunum og
greitt atkvæði með aukaþingskröf-
unni. Meira atkvæðamagn en þetta
er alment ekki heimtað fyrir kröfum,
sem kallað er að bornar sjeu íram
af almennings vilja. Ef þingmenn
bæjarins láta ráðherra eftir þetta ota
sjer fram gegn aukaþingskröfunni,
þá ættu þeir að hafa enn verra af.
Nú hafa þeir haft það upp úr því,
að þeir hafa fengið vantraustsyfirlýs-
ingu frá langtum fleiri kjósendum en
gáfu þeim atkvæði við síðustu kosn-
ingu.
Allir fundirnir fóru mjög skipu-
lega fram og atkvæðagreiðslan á þeim
öllum var svo greinileg, sem íremst
verður á kosið.
Með því að jeg var einn af fundar-
boðendunum til hinna almennu kjós-
endafunda í Goodtemplarahúsinu 6.—
8. þ. m., og talsvert riðinn við undir-
búning og tilhögun fundarhaldanna,
langar mig til að gera grein fyrir
aðdraganda þeirra, sem jeg ætla, að
t'kki sje ófróðlegur fyrir þá, sem
vilja átta sig í því moldviðri af mót-
sögnum um fundahöldin hjer, sem nú
verður þyrlað út um alt, ef að vanda
lætur.
Fyrstu tildrögin voru þau, að fje-
lagið Fram óskaði þess af stjórn
sinni, að hún, annaðhvort ein eða í
sameiningu við aðra, reyndi að fá
þingmenn bæjarins á viðtalsfund við
kjósendur út af bankamálinu. Stjórn
fjelagsins vildi með engu móti stofna
til flokksfundar í þessu skyni, og á-
kvað því fyrst, að reyna að fá 21
tiltekna menn til þess að gangast
fyrir fundarhaldinu, og voru 7 þeirra
stjórnarmenn, 7 þeirra álitnir „mið-
flokksmenn" í málinu, þ. e. menn
úr meiri hlutanum, sem látið höfðu
í Ijósi eða heyrst hafði um, að væru
að einhverju óánægðir með ráðherra
í bankamálinu, og 7 voru Heima-
stjórnarmenn. Af öllum flokkum var
sneitt hjá mönnum, sem — með rjettu
eða röngu — höfðu verið nokkuð
við æsingar kendir. Síðan var leitað
hófanna við þessa menn um það,
hvort þeir viidu gerast fundarboð-
endur, en það fór svo, að þrátt fyr-
ir mjög ítarlegar tilraunir — farið til
margra annara þegar þessir tilteknu
brugðust — lánaðist ekki að (á neinn
stjórnarmann og aðeins sárfáa „mið-
flokksmenn" til þess að lofa, að eiga
nokkurn þátt í fundarboðinu.
Þótt við þannig ekki gætum feng-
ið menn af öllum flokkum til þess
að gerast fundarboðendur og ráða
tilhögun fundanna, vildum við eng-
an veginn gefast upp við það, að
gera fundina jafn-aðgengilega fyrir
alla flokka. Eftir að búið var að
telja kjósendur í hverri götu eftir nú-
gildandi alþingiskjörskrá, var bæn-
um skift í 3 nær jafnstór hverfi, og
töldust þá liðugir 600 kjósendur í
hverju. Síðan var boðað til fundar
fyrir hvert hverfi sjer í lagi, og skyldu
kjósendur vitja aðgöngumiða, sem
hljóðuðu upp á nafn, fyrirfram. Jafn-
óðum og aðgöngumiðarnir voru látn-
ir úti, var gert merki við nafn hvers
kjósanda í kjörskráreftirritinu, og þar
með fengin trygging fyrir því, að
enginn kjósandi gæti fengið fleiri að-
göngumiða en einn. Aðgöngumið-
arnir eru síðan afhentir við inngang-
inn og geymdir, og má því jafnan
eftir á færa sönnur á, að ekki hafi
verið haft neitt rangt við.
Þannig var búið svo tryggilega
um það, sem unt er, að allir kjós-
endur, en engir aðrir, gætu fengið
aðgöngu að fundunum. Atkvæða-
greiðsla var ætlast til að færi fram,
og var :;vo undirbúið, að atkvæða-
greiðsla um eina aðaltillögu gæti
farið fram leynilega — með kúlum.
Stóð til, að afhenda hverjum fund-
armanni eina kúlu um leið og hann
færi inn, og safna þeim síðan í þar
til gerða tvíhólfaða atkvæðakassa,
þegar til atkvæða kæmi um aðaitil-
löguna á fundinum. Annars er lítt
kleiít, eins og menn vita, að telja at-
kvæði, sem greidd eru með handa-
upprjettingu í troðfullum samkomu-
sal, Af þvf, hvernig fundirnir fóru,
þurfti nú ekki að nota þessa aðferð
í þetta sinn.
Á fundinn var síðan boðið alþing-
ismönnum bæjarins, ráðherranum, öll-
um alþingismönnum, sem búsettir eru
í bænum, og svo öllum þeim, sem
við málið voru sjerstaklega riðnir,
bankastjórninni fráviknu, rannsóknar-
nefndarmönnunum og endurskoðend-
um bankans. Öllum mönnum voru
sendir sjerstakir aðgöngumiðar að
palli fundarhússins, og giltu þeir að-
göngumiðar fyrir fundina alla þrjá.
Til fundarhaldanna var valið Good-
templarahúsið. Salurinn þar er 22V*
X11V2 al. eða 259 QJ álnir, auk palls-
ins. Þetta húsnæði töldum við nógu
stórt, með þvf að ætla fundarmönrt-
um að standa; hins vegar er ekkert
húsnæði bæjarins svo stórt eða sæt*
um skipað, að allir þeir, sem vænta
mátti að sæktu slfka fundi, gætu
setið þar. Úr Good-templarahúsinu
höfðu nýlega verið talin um 400
manns (af fundi fjelagsins Fram 24.
nóv.) og voru þó bekkir í mestöllu
húsinu þá, og setið á þeim öllum.
Af upplýsingum, sem kunnar eru að
minsta kosti öllum verkfræðingum,
má og vita, að á 259 ferálnum geta
staðið hæglega 500 manns, og hátt
á 6. hundrað, ef menn þrengja sjer
saman. Við kosningar hjer hafa
aldrei náðst saman meira en um 3/4
kjósenda, og má ganga að því alveg
vísu, að fundi sem þessa sæki ekki
meira en 75—80 af hundraði, þótt
báðir flokkar leggist á eittum að fjöl-
menna. Mátti því ganga að því vísu,
að ekki kæmu fleiri en 450 til 500
manns á hvern fund í mesta lagi.
Húsið var því nógu stórt.
Alt virtist ætla að ganga vel. Að
minsta kosti annar þingmaður kjör-
dæmisins hafði bestu orð um að
mæta, er á það var minst við hann
rjett áður. En deginum áður en
fyrsti fundurinn átti að verða, gefa
þeir þingmennirnir út skjal um það,
að húsnæðið taki ekki nema rúman
þriðjung kjósenda á þrjá fundi saman-
lagða — það er rúma 200 í hvert
sinn, sem vitanlega er alveg ósatt
— og gefa í skyn, að þeir muni
halda fundi úti seinna, ef þess verði
alment óskað. Þessu — um hús-
stærðina — var þegar mótmælt með
rökum. Að morgni næsta dags, þ. e.
sama dag og fyrsti fundurinn átti að
verða, voru svo festar upp auglýs-
ingar um aðra fundi í Iðnó, samtímis
hinum fundunum, fyrir hvert bæjar-
hverfi, og auglýst að alþingismenn
bæjarins ætluðu að mæta þar.
Með þessu bragði tókst að hindra
það í þetta sinn, að haldnir yrðu
skipulegir og almennir kjósendafundir,
sameiginlegir fyrir báða flokka, þar
sem mál það, er fyrir lá, væri rætt
frá báðum hliðum, og atkvæði greidd
að loknum umræðum. Það tókst að
gera hvorutveggju fundina að flokks-
fundum að mestu leyti.
Jeg ætla ekki að leiða neinar getur
um ástæður hinna seinni fundarboð-
enda, til þess að hindra almenna
fundi. Fundarhúsinu er ekki hægt
að bera við. En jeg get sagt þeim,
hvernig þetta verður lagt út af þeim,
sem ekkert þekkja til. Það verður
lagt svo út, sem flokkshatur sje svo
eitrað milli manna hjer í Reykjavík,
að við getum ekki komið saman á
fundi til þess að ræða landsmál, og
það mál, sem skoðanirnar alls ekki
skiftast um eftir pólitiskum flokkum,
eins og þeir eru nú. Ef þetta er
svo, þá er Reykjavík eini staðurinn
á landinu, þar sem hatrið er svo
magnað, og þá er það höfuðstaðnum
til stórkostlegrar minkunar.
Þetta ætti ekki að koma fyrir oftar.
Hjer hefar í fyrsta sinn verið notað
fundasnið, sem er við hæfi Reykja-
vfkur, eins og hún er orðin stór nú.
íbúar höfuðstaðarins mega ekki láta
það sannast um sig, að þeir geti
ekki setið saman á fundum vegna
haturs og ósamlyndis. Pólitisku fje-
lögin hjer ættu framvegis að geta
komið sjer saman um að boða til al-
mennra landsmálafunda með þessu
fyrirkomulagi, sem gafst svo ágæt-
lega á fundunum í Good-templara-
húsinu. Ef þau geta ekki komið sjer
saman um þetta, verða þeir borgarar,
sem meta meir heiður sinn og bæjar-
ins en pólitisk illindi, að takaafþeim
ráðin, sem sameiginlegum kjósenda-
fundum vilja spilla.
Jón þorláksson.
^æstarj ettar ð ömur
um eignarrjett á erfðafestu-
löndum í Reykjavík,
Með símskeyti 8. þ. m. hefur
frjest að hæstirjettur hafi staðfest
dóm landsyfirrjettarlns, uppkveð-
inn 13. mai 190?, i máli milli fyrv,
landlæknis dr. med. J. Jónassens
og bæjarstjórnar Reykjavikur út
af þrætu um eignarrjettinn yfir
túni hans, svo nefndum »Útsuður-
| velli« hjer i hænuni.
Eius og tekið er fram í grein,
er Lögrjetta flutti um málið og
tildrög þess 22. maí 1907, bygði
dr. Jónassen rjett sinn á þvi, að
hann samkvæmt heimildarbrjefi
dags. 11. ágúst 1860, hefði fengið
Útsuðurvöll til fullkominnar eign-
ar af bœnum, aðeins með þeirri
kvöð, að bærinn hafi forkaups-
rjetl, að bærinn hafi rjett til að
útvisa byggingarstæði i túninu og
að kaupandi skuli greiða árlegt
gjald af túninu. Um leið var því
og haldið fram af hendi dr. Jón-
assens, að hinir svo nefndu erfða-
feslueigendur hjer í bænum hefðu
samskonar rjett yfir túnum sinum.
En með áðurnefndum yfirrjett-
ardómi var því slegið föstu, að
nefnt heimildarbrjef fyrir Útsuður-
velli veiti engin rjettindi umfram
þau, er erfðafestueigendur hafi
yfir löndum sínum, en um erfða-
festueigendur var það ákveðið i
dómnum, að þeir hafi lönd sín
aðeins til ræktunai*, og hafi því
eigi kröfu til annars en andvirð-
isins fyrir landíð sem tún.
Fyrir Reykjavikurbæ hefur
framannefndur hæstarjettardómur
— er eins og áður segir hefur
staðfest yfirrjettardóminn — feiki-
mikla þýðingu, því um leið og sú
kenning er nú um aldur og æli
kveðin niður, að erfðafestueig-
endur hafi fullkominn eignarrjett
yfir hinum víðáttumiklu erfða-
festulöndum í úthverfum bæjar-
ins, er því slegið föstu, að bœrinn
eigi lönd þessi að öðru leyli en
þvi, að erfðafeslueigendur hafi þau
til ræktunar.
Af liendi dr. Jónassens flutti
hæstarjettarmálatl.maður Bulow
málið fyrir hæstarjetti, en hæsta-
rjettarmálaílutningsm. Ulf Hansen
fyrir hönd bæjarstjórnarinnar.
Með bæjarstjórnarsamþykt 16.
maí 1907 var yfirrjettarmálaflutn-
ingsmanni Oddi Gíslasyni — er
ílutt hafði málið af hendi bæjar-
ins fyrir yfir- og undirrjetti —
faliö að undirbúa málið, ef það
færi til hæstarjettar. Sumarið
1908 fór Oddur Gíslason til Kaup-
mannahafnar og útvegaði þá í
ferðinni duglegan málaflutnings-
mann til að taka málið; en er
málaflutningsmaðurinn hafði haft
málið til íhugunar, sendi hann
rökstutt álit, þar sem hann sýndi
fram á, að málið mundi eigi geta
unnist og að hann þvi eigi gæti
tekið það að sjer. Málaflutnings-
maður Oddur Gislason útvegaði
þá hr. Ulf Hansen, ljet honurn i
tje nokkrar nýjar upplýsingar í
málinu og sendi honum álitsskjal
það, er áður getur um, ásamt
rökstuddum andmælum gegn áliti
því, er þar kom fram. Auk
þess hefur hann átt við hr. U. H.
tíð brjefaviðskifti um rnálið.
Á fundi bæjarstjórnar 16. maí
1907 var ákveðið að borga hr. O.
Gíslasyni 1000 kr. fyrir flutning
málsins fyrir undir- og yfirrjetti,
500 kr. í viðbót, ef málið færi til
hæstarjettar, en áskilið að hann
þá annaðist þann undirbúning og
leiðbeiningar fyrir málsflutning f
hæstarjetti, sem nauðsynlegur
kynni að verða frá bæjarstjórnar
hálfu.
Halastjarnan.
Á blöðum, sem komu nú í dag
með Sterling, sje jeg, að það er
ekki rjett, sem jeg sagði í grein
minni í síðasta tölublaði „ReykjaJ
vík“, að halastjarna sú, sem sjest
hefur undanfarandi kvöld á vestur-
himninum, sje sú halastjarna, sem
kend er við Halley. Það er alveg
ní halastjarna, áður óþekt, nálægt
þeim stað á himninum, þar sem
Halley’s halastjarnan átti að vera,
að eins nokkru vestar Halley’s hala-
stjarna átti, eftir því sem segir í hinu
inerka tfmariti „Himmel und erde"
(des. 1909), að vera í flska merki f
lok janúarmánaðar, en mjer virtist
stjarnan, Sem sást, vera nokkru vest-
ar, á að giska í vatnsberamerki,
cins og jeg tók fram t greín minni,
"&A1TV1 sem um lengri tíma
i Clill, hafa haftliggjandihjá
mjer myndir og aðra muni, en
ekki vitjað þcirra innan 14. þ.
m„ tilkynnist hjer með, að þeir
verða seldir. Rvík 5. febr. 1910.
Sigurjón úlafsson.
og þótti mjer það nokkuð undarlegt,
ef þetta væri Halley’s stjarnan, enn
hjelt, að henni hefði miðað svona
fljótt áfram vestur á við á leið sinni
að sólu, grunaði ekki, að um aðra
halastjörnu væri að ræða. Þessi
nía halastjarna sást first í Jóhannes-
borg í Suðurafríku 17. janúar um
morguninn eftir sólaruppkomu og
var þá mjög skær. Hún er nú kom-
in fram hjá sólu og er á hraðri ferð
til austurs frá henni og jörðunni út
í himingeiminn, og dofnar Ijós henn-
ar því með degi hverjum. Því er
skiljanlegt, að hún væri langskærust
27. janúar, þegar hún sást hjer first,
enn miklu daufari núna sfðustu dag-
ana. 19. janúar var vorhnútsfjar-
lægð hennar 20 stundir 30 mínútur
og 8 sekúndur, en miðbaugsfjarlægð
til suðurs 17 stig 10 mínútur, og
éinum degi síðar var vorhnútsfjar-
lægðin 20 st. 42 mín. 37 sek., enn
miðbaugsfjarlægð til suðurs 13 stig
57 mínútur, og svarar það því, að
hún væri þá í Steingeitarmerki, og
kemur heim, að hún muni hafa ver-
ið austarlega í Vatnsberamerki 27.
janúar, þegar jeg sá hana first, því
að henni miðar fljótt austur, rúmar
12 mínútur að stundatali, eða 3
lengdargráður að bogatali, á dag, að
því er virðist.
Halley’s halastjarna er ekki enn
sínileg með berum augum, og verð-
ur ekki fir enn í lok aprflmánaðar
eða first í maí, ef hún sjest þá hjer
firir bjartnættinu. Hún verður þá
morgunstjarna og er að leita á aust-
urhimninum firir sólaruppkomu á
morgnana.
Reykjavík 8. febr. 1910.
Bj'órn M. Olsen,
fratiski bankinn.
Kt-ilhouin konsúll neitar, að hann
eigi nokknrn þátt í því máli.
í „Politiken" frá 19. f. m. stendur
svohljóðandi grein:
Frá hr. Brilhouin, sem er vel þekt-
ur í Khöfn, frá þeim tímum, er hann
var konsúll hjer f bænum, og sfðan
fluttist til Reykjavíkur og varð kon-
súll þar, höfum vjer í gær fengið
eftirfarandi símskeyti:
„París 18. jan. 1910.
Jeg sje, að „Stockholms Dagblad"
flytur símskeyti frá Khöfn þess efnis,
að talað sje um stofnun banka á ls-
landi með frönsku fje og að jeg eigi
að vera starfandi milligöngumaður f
þessu fyrirtæki. Jeg bið „Politiken"
að sýna mjer þá vinsemd, að bera
tafarlaust á móti þessum örðrómi,
og er mjer með öllu óskiljanlegt,
hvernig hann er upp kominn; jeg
þekki alls ekkert til slfkra ráðagerða.
Brilhouin".
Stœrd fundarsalanna.
Fundasalirn f Góðtemplarahúsinu
og Iðnaðarmannahúsinu voru mældir
af snikkara nú eftir fundahöldin og
reyndist salurinn f Iðnaðarmanna-
húsinu einum 5 ferálnum stærri að
gólfrými.
Templarasalurinn er 22ll2Xtixh
alin, en Iðnaðarmannasalurinn 20V4
X13 álnir.
Reykjavík.
Dáltt er hjer í bæntlm 3. þ. m.
frú Þorbjörg Jónsdóttir, ekkja sfra
Ólafs Indriðasonar prests á Kolfreyju-
stað (d. 1861) og móðir Jóns Ólafs-
sonar alþm., 80 ára gömul. Hún
andaðist hjá syni sínum, J Ó1, óg
hefur verið hjá honum allan sfðari
hluta æfi sinnar, bæði austan hafs og
vestan.
Jarðarforin fór fram í dag frá dóm*
kirkjunni.