Lögrétta - 10.02.1910, Page 3
L0GRJETTA
29
Innkaup á útlendum varningi, gegn fyrirfram greiðslu
og sölu á isl. afurðum, annast fljótt og vel
Um Bjarna frá Vogi sagði ráð-
herra það, að umkvörtun hefði kom-
ið fra utanríkisraðherranum um fram-
komu hans í Noregi í haust, oghefði
hann þá tjað utanríkisráðherranum,
að viðskiftaráðanauturinn ætti ekki
að fást við stjórnmálarekstur utan
ríkis.
A. Guðmundsson,
Commercial Street,
Leith.
IjSrnuilegar frjettir.
Frammistaða ráðherra út á við.
Sambandslagasamningarnir ger-
samlega eyðilagðir.
Ráðherra látinn lofa dönsku stjórninni fjár-
greiðslu þvert ofan i fjárlögin, — fjárgreiðslu,
er hann sjálfur gekst fyrir að meiri hluti
alþingis synjaði um.
Símað er frá Khöfn. 4. febr.:
Zahle skýrir þjóðþinginu frá, að
stjórnin álíti sambandslagafruni-
varpið fallið úr sögunni. Óskar
ekki neinnar bregtingar á rjeitar-
stöðu íslands.
Rikissjóður fœr aftur (2/3) botn-
vörpungasektanna.
íslands-ráðherra íullyrðir, að
Voga-Djarni hafi engin pólitisk
erindi. Lofar að kalla hann liciin,
é/ hann sje að tala um stjórnmál.
; Af skeytinu verður ekki annað sjeð,
en allar samningatilraunir um sam-
bandsmálið sjeu nú drepnar.
Þetta er árangurinn af frammistöðu
ráðherra út á við.
Ljótur og leiðuv árangur af illu
ráðlagi.
Þetta, sem hjer fer á undan, er
fregnmiði, sem Lögr., Rvík og Þjóð-
ólfur festu upp á laugardagsmorgun-
inn og vakti mikla athygli. ísaf.
týsti y>alt þettav. á laugardaginn vstór-
feldustn lygar eða útúrsnúninga«
°g sagði það »búið iil fgrir Fram-
fundina nœstu daga«. Einnig sagði
hún, að símað hefði verið til Khafn-
ar þegar í stað, til þess að fá hið
rjetta að vita, og að „fregnmiði kæmi
út undir eins og svarið kæmi frá
Khöfn".
Svarið kom, en fregnmiðinn aldrei,
Ráðherra lýsti því yfir á mánudags-
fundinum í Iðnaðarmannahúsinu, að
hann hefði fengið svarið, og varð að
játa þar, að öll atriðin þrjú f sím-
skeytisfregn minnihlutablaðanna væru
rjett.
Verst fyrir hann er það, að yfir-
lýsing hans bar það með sjer, að
hann hlaut að hafa vitað það, þegar
felað hans lýsti fregnirnar „stórfvld-
ustu lygar", að þær voru sannar.
Óhugsandi virðist það vera, að
ritstj. ísaf. hafi sett mótmælin og
lygabrigslyrðin í blaðið, án þess að
spyrja föður sinn, því fregnirnar voru
þess eðlis, að minsta kosti tvö at-
riðin, að enginn annar en ráðherra
gat borið vitni um þau.
Hvað segja menn um annað eins
og þetta: að ráðherrablaðið lýsir það
»lygar«, sem raðherrann tveimur dög-
um síðar verður að jata, að hann
hafi vitað vera satt?
Eru allir flokksmenn hans ánægð-
ir með aðra eins framkomu?
Um sambandslagafrumvarp síðasta
þings sagði hann það, að hann hefði
hvorki getað fengið dönsku stjórn-
ina nje nokkurn þingmann danskan
til þess að leggja það fyrir ríkisþing-
ið, alstaðað hefði kveðið við, að
uppkast sambandslaganefndarinnar
væri „langsamlega" það mesta, sem
fáanlegt væri. Þetta hafði hann eft-
ir núverandi forsætisráðherra meðal
annara.
Miklar vöflur voru að honum, þeg-
ar hann mintist á botnvörpungasekt-
arfjeð. Hann jataði, að hann hefði
lofað, að reyna að koma því máli í
lag aftur, að ríkissjóður fengi sem
svaraði */3 hlutum sektarfjárins úr
landsjóði, en kvaðst þó ekki hafa
ætlað að borga það að alþingi forn-
spurðu. Hann sagði H. Hafstein hafa
gert um þetta samning, áður en hann
(H. H.) hefði lagt málið fyrir þingið.
En hjer í blaðinumótmælir H. H þessu
og verður þá augljóst, að ráðherra
hefur, þegar hann heyrði, hve mikið
flokksmenn hans sumir lögðu upp úr
þessu atriði, gripið til þess ráðs, að
reyna að klóra sig út úr því með ó-
sannindum.
Ráðherrann
Út af skýrslu, sem ráðherra Björn
Jónsson hefur gefið á fundum stjórn-
arsinna í Iðnaðarmannahúsinu undan-
farin kvöld, um einhverja leynisamn-
inga af minni hálfu við fjárlaganefnd
fólkshingsins í Danmörku, lýsi jeg
því hjer með yfir, að ummæli rað-
herrans um þetta efni eru helber ó-
sannindi. Jeg hef alls engan samn-
ing gert um f>etta éfni sem ráðherra,
hvorki við fjárlaganefndina nje aðra.
En vorið 1905 kom til stjórnarráðs-
ins brjef frá forsætisráðherra J. C.
Christensen, þar sem hann skýrði
frá, að fjárlaganefnd fólksþingsins
hefði farið fram á, að sektirnar fyrir
landheigisbrot rynnu í ríkissjóð, þar
sem ríkissjóðurinn kostaði eftirlitið ;
taldi forsætisráðherrann það sann-
gjarna kröfu, að 2/3 af tekjum land-
sjóðs af brotum þessum, og 2/3 af
andvirði upptæks afla og veiðarfæra
rynnu í ríkissjóð, og æskti þess,
að þessi málaleitun væri lögð
fyrir alþingi, er næst kærni saman.
Jeg sendi skjal þetta til fjárlaga-
nefndar alþingis 1905, og við 3. um-
ræðu í n. þ. var samþykt, með sam-
hljóða 19 atkvæðum, að bæta þeim
ákvæðum aftan við 18. grein fjár-
laganna, að upphæð, sem svavaðí
2/3 af sektunum, og andvirði aila og
veiðarfæra, skyldi gaeiðast í ríkis-
sjóð. — 20. okt. voru fjárlögin stað-
fest, og 26. okt. 1905 tilkynti jeg
forsætisráðherranum, að samkvæmt
tilmælunum í ofannefndu brjefi hans
hefði þetta ákvæði, sem tilfært var
orðrjett, verið tekið upp í fjárlögin.
13m aðra samninga en þetta er
alls ekki að ræða. Allur annar sögu-
burður hr. Björns Jónssonar er ó-
sannur.
En auðvitað er það eðlilegt, að
fjárlaganefnd þjóðþingsins og forsæt-
isráðherrann skildu þetta svo, að
þetta væri bindandi samkomulag
milli þings Dana annars vegar og al-
þingis íslendinga hins vegar, þar sem
ákvæðið kom fram sem sam-
þykki á málaleitun af Dana hálfu,
enda datt hvorki þinginu nje mjer í
hng, að þetta ætti að eins að vera
bráðabyrgðafyrirkomulag. Þess vegna
var gengið út frá því sem sjálfsögðu
i fjarlagafrumvarpi því, er jeg lagði
fyrir alþingi 1907, að ríkissjóður ætti
að fá þennan hluta sektanna, og hafði
alþingi ekkert við það að athuga. Á-
kvæðið stóð óbreytt í þeim fjárlög-
um mótmælalaust, og í fjárlagafrum-
varpi því, er jeg lagði fyrir alþingi
1909, var auðvitað gengið út frá
þessu sama, að þetta væri afgert mál.
Það var herra Björn Jónsson, sem
þrátt fyrir mótmæli af minni hálfu
knúði það fram á þinginu í fyrra,
að felt var burt ákvæði þetta, og
hlaut honum þó að vera fullkunnugt
um það, er gerst hafði; ekki var það
svo litið, sem hann hafði fjargviðr-
ast um það í ísafold, eftir þing 1905,
og í alþingistíðindunum gat hann
rifjað alt, er að þessu lýtur, upp fyrir
sjer, ef hann hefði áiitið það ómaks
vert og ekki verið búinn að einsetja
sjer, að sýna í þessu atriði hugrekki
sitt og djarfmannlega framkomu
gagnvart Dönum; en það hefur farið
svo, að þegar til Danmerkur kom,
og hann átti að standa við þetta
hreystiverk sitt, þá hefur honum
þótt það ráð vænlegast, að afsaka
sig gagnvart hinum nýju embættis-
bræðrum sinum með því, að skella
skuldinni á vanþekking sína, látast
ekkert vita um málið, og kenna
mjer um.
Ummæli, sem höfð eru eftir J. C.
Christensen fyrv. forsætisráðherra, á
fundi í Atlantseyjafjelaginu eru ann-
aðhvort ónákvæmt eftir höfð, eða þá
að þetta hefur eitthvað skolast í minni
hans. Ef hann hefur talað um samn-
ing, getur hann ekki hafa átt við
annað en samþykki alþingis á mála-
leitan hans 1905 og tilkynning mína
til hans um það. Því ekki getur það
samningur kallast, að jeg fyrir þing
1905 lofaði honum, að koma fram
með þessa tillögu sem breytingartill.
við fjárlögin, af því að fjárlagafrv.
stjórnarinnar var þá, er málaleitun
hans kom, tilbúið, og jeg vildi ekki
leggja fram sjerstakt lagafrv. um
þetta.
Jeg vil ráða herra Birni Jónssyni
til þess, að taka fram í stjórnarráð-
inu skjöl þau og skilríki, er að þessu
lúta, og láta svo lítið að kannast
við yfirsjón sína, og biðja bæði mig
og aðra forláts á þessari dæmalausu
frammistöðu hans, að bera fram ský-
laus ósannindi á opinberum fundum
um það, sem hann hefur í hendi
sinni að ransaka hvern dag, er hann
vill,
Hvergi á bygðu bóli mun það tal-
in sæmileg aðferð af ráðherra, að
nota sjer slík ráð til þess að afsaka
sig í svipinn og útvega sjer trausts-
yfiiiýsingar hjá jábræðrum sínum.
Reykjavík 10. febr. 1910.
II. Hafstein.
Fundir sljórnarmanna
í Iðnaðarmannahúsinu, sem blásið var
saman, til þess að spilla kjósenda-
fundum í Templarahúsinu, eru tóm
markleysa, að því er allar atkvæða-
greiðslur snertir. Þar var ekkert
skeytt um kjördeildaskiftinguna, og
fjöldi sömu manna greiddi þar at-
kvæði fund eftir fund. — Fundar-
stjóri á öllum fundunum var síraOl.
Ólafsson fríkirkjuprestur, en hann
hefur ekki staðfest með undirskrift
fundarskýrslur þær, sem ísaf. flytur
í dag.
Nánari frásögn bíður næsta blaðs.
Næsta blað Lögr. á laugard.
Með »Botniu« h. 14. þ.
m., fæ jeg mjög mikið af
hinum
alþektu
ágætn,
ódýru
Munið að á þeim er ætið
best kaup hjá
cJes SEimson.
ffiy* Auglýsingum í „Lög-
rjettu“ tekur rrtstjórinn við
eða prentsmiðjan.
Smáauglýsingar tekur
„Lögrjetta" framvegis fyrir lægra verð
en áður. En þá verður borgun að
fylgja jafnframt
188
vaeri ekki nema rjett, að jeg lemdi þig gef jeg þjer Íaúsnargjaldið, sem Gyð-
sjálfan með bryntröllinu«. ingurinn verður dæmdur til að borga«.
»Reyndu það, kunningi«, sagði ridd- Svo mælti prestur og leit hróðugur
arinn. »Þau högg fengirðu borguð á riddarann. En höggið, sem riddar-
með svo háum rentum, að Gyðingnum inn rjetti honum, var svo mikið, að
þarna hefur aldrei komið til hugar, að prestur fjell flatur til jarðar. Allir,
heimta þær hærri«. sem á horfðu, stóðu eins og steini
»Við skulum sjá tik, sagði munk- lostnir, en munkurinn reis á fætur og
unrm. var enga gremju nje reiði á honum
»Ertu orðinn alveg vitlaus, munkur?« hægt að sjá.
kallaði toringinn. »Ætlarðu að fara í »Þú slærð ógætilega, kunningi«, sagði
íifiildi hjerna hja dómtrjenu?« hann, »þvi jeg þakka fyrir, að þú skulir
»Pað er ekkert riírildi«, sagði ridd- ekki hafa kjálkabrotið mig. En hjer
árinn. »Pað ei ekkeit annað en vin- er nú hönd mín til merkis um, að jeg
gjarnlegt samtal. — Sláðu mig nú, játa mig sigraðan. Nú skulum við
kunningi, ef þú þorir, og gættu þín láta alla ósætt okkar i milli niður falla,
svo vel, þegar jeg slæ til þín á eftir«. en fara að ákveða lausnargjald Gyð-
»Þú treystir auðvitað á járnpottinn, ingsins, úr þvi að hann ætlar ekki að
sem þú hefur á kollinum«, svaraði skifta um trú«.
munkurinn. »En vara skaltu þig samt; »Munkurinn virðist hafa mist trúna
undir skal jeg hafa þig, jafnvel þó þú á það, að hanu hafi snúið'Gyðingnum,
sjert sjáliur Golíat«. siðan hann fjekk höggið«, sagði einn
Munkurinn fletti erminni á hægri af þeim, sem við voru.
handleggnum upp fyrir olboga og sló »Hvað þykist þú, þrælmennið, geta
til íiddaians svo fast, að nægt hefði lalað um trúmál?« svaraði munkur-
Verið til að jaiðvarpa mörgum uxa. inn. »Þá finst mjer nú flestir sótraft-
En riddarinn stóð fastur tyrir eins og ar vera á sjó dregnir, ef þú ferð að
klettur. Þeir, sem í kring stóðu, æptu, leggja orð í belg um slíkt. — En það
því flestir þektu þeir at eiginni raun get jeg sagt ykkur, piltar mínir, að ef
högg munkSins og höfðu orðið fyrir jeg hefði verið alveg ódrukkinn, þá
þeim bæði i gamni og alvöru«. hefði jeg staðist högg riddarans. Og ef
»Nú er komið að þjer, prestur«, sagði þú hefur framar orð á þessu, þá skaltu
riddarinn og dró handskann af sjer. fá að finna, að höggin frá mjer verða
»Þó jeg hefði verju á höfðinu, skaljeg jafnþung eftir sem áður.
enga hafa á hendinni. En stattu nú »Hægir nú allir!« sagði foringinn.
fast fyril’«. »Og þú, Gyðingur, skalt nú fara að
»Hjerna!« svaraði munkurinn. »Ef hugsa um borgunina á lausnargjald*
* þú getur hreyft mig úr sporum, þá inu. Það þarf víst ekki að minna þig
185
þá bið jeg þig að eiga þetta til mínn- nokkur hluti tekinn frá, er skyldi
ingar um hreystiverk þin i gærdag — renna í sameiginlegan sjóð, og enn
og et svo skyldi fara. að þú lendir ein- einn hlutinn var tekinn frá handa
hvern tíma í vandræðum i skógum ekkjum og börnum þeirra, sem fallið
hjer i nágrenninu, sem ekki er óhugs- höfðu i bardaganum, eða til þess að
anlegt, þá blástu þrisvar í hórnið, svona, kaupa fyrir messusöngva eftir þá,
eins og jeg geri nú: Hall-la-lió! Það sem enga nána venslamenn áttu eftir-
má vel vera, að vinir sjeu þá nálægir, lifandi. Atganginum var svo skift milli
sem skilji það og komi til hjálpar«. skógarmannanna eftir metorðum og
Hann setti enn hornið á nninn sjer framgöngu. Kæmi upp þræta um
og bljes aftur og aftur, þangað til ridd- skiftin, skar Húnbogi úr, og ljetu allir
arinn hafði lært merkið. sjer úrskurði hans vel lynda, enda
»Jeg þakka gjöíina«, sagði riddarinn, voru þeir ætíð svo óhlutdrægir og
og betri hjálp get jeg ekki kosið mjer rjettlátir, sem fremst mátti verða.
en frá þjer og bogmöiinum þínum, Svarti riddarinn undraðist það mjög,
hvernig sem á stæði«. Siðan bljes hann hve þessir lögbrotamenn voru hlýðnir
i hornið svo hátt, að drundi við i skóg- lögum þeim og reglum, sem þeir höfðu
inum. sett sjer sjálfir, og hversu sanngjarn-
»Vel hlásið!« sagði Húnbogi. »Jeg er lega þeim lögum var beitt.
viss um, að þú ert ekki siður vanur Nú tók hver útlaganna sinn hluta af
veiðum en bardögum! Takið nú vel herfanginu, en fjehirðir flokksins tók
eftir þvi, fjelagar, hvernig hann blæs. með sjer fjóra menn og flutti það, sem
Þegar þið heyrið þennan blástur, þá sameiginlegt var, á óhultan stað. Hluti
vitið þið, að það er riddarinn með kirkjunnar lá einn eftir óhreyfður.
hengilásinn, sem kallar, og hver, sem »Þess vildi jeg óska«, sagði Hún-
heyrir það og ekki flýtir sjer til þess bogi, »að við fengjum sem fyrst góð
að veita honum lið, hann skal vera tíðindi af munkinum okkar. Það er
rækur úr fjelagsskap okkar«. óvenjulegt, að hann vanti, þegar matur
»Lengi lifi höfðingi okkar!« hrópuðu er i aðra hönd, eða deila á herfangi.
bogmennirnir, »og lengi liíi svarti ridd- Og nú er það hans skylda, að taka
arinn með hengilásinn! Betur að hann hjer við tíund kirkjunnar, en þá er
fengi sem fyrst að reyna, hve ant okk- hann hvergi nærri. Líka hefði jeg
ur er um að geta veitt honum lið!« þurft aðsloðar hans við, til þess að
Nú fór Húnbogi að skifta hertang- taka sæmilega á móti einum kirkj-
inu, og gerði það með aðdáanlegustu unnar manni, sem nú er fangi okkar
óhlutdrægni. Tíundi hluti alls var og bíður hjer skamt írá. Jeg er orð-
lagður lil hliðar handa kirkjunni og inn hræddur um prestinn okkar«.
til góðgerðafyrirtækja, Siðan var enn »Það þætti mjer leiðinlegt, ef hann