Lögrétta - 22.02.1910, Blaðsíða 2
40
L 0.G R J E T T A
Lögrjetta kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöö við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg.
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí.
Ole Bull,
’-rrvr'
hinn heimsfrægi norski fiðluleikari,
átti IOO ára afmæli 5. þ. m. Hann
er dáinn fyrir nær 30 árum, dó 17.
ág. 1880. En orðstír hans lifir enn,
og þessa IOO ára afmælis er víða
minst. Ole Bull var upp alinn í
Bergen, en frægð sína hlaut hann á
ferðum víða um lönd. Síðari hluta
æfi sinnar var hann lengstum í Am-
eríku. Einu sinni ætlaði hann að
stofna þar norska nýlendu með sjer-
stöku stjórnarfyrirkomulagi, en þetta
mistókst og hafði hann þó varið al-
eigu sinni til þess að koma þeirri
hugmynd fram. En honum grædd-
ist fljótt fje aftur. Á hverju ári hafði
hann komið heim til Noregs, þótt
hann væri búsettur í Ameríku, og bú-
stað átti hánn skamt frá Bergen,
sem heitir Lysöen. Þar dó hann.
Peary
norðurfari kvað ætla að koma til
Norðurálfunnar nú í vor og heldur
þá fyrirlestra, meðal annars í Berlín.
Ef til vill er búist við, að hann komi
til Khafnar. Nú efar enginn lengur,
að hann sje sá maður, sem fyrstur
hafi fundið norðurpólinn.
Símað er frá Khöfn í gærkvöld,
að háskólinn í Khöfn eigi að dæma
um skjöl Pearys frá heimskautsför-
inni í sumar, líklega til þess að sýna
mismuninn á þeim og skjölum Cooks.
<3r rililtlaii cl.
Síðustu útlend blöð eru full af frá-
sögnum frá Grikklandi og ófriðar-
horfum milii Grikkja og Tyrkja.
Ný stjórn er nú komin á fót í
Grikklandi, og er Dragoumis yfirráð
gjafi, en hann heyrir til Rhallis-
flokknum, er vel þótti koma fram,
út á við þann stutta tíma, sem hann
var við völd árið sem leið. Drago-
umis hefur verið einn af forgangs-
mönnunum fyrir því, að kalla saman
þjóðfundinn. Þektasti maðurinn í
stjórninni nýju með Dragoumis er
Zorba hershöfðingi, aðalhöfðingi her-
mannaflokksins, sem öllu hefur viljað
ráða undanfarandi. Hann er hermála-
ráðherra. í hermannaflokknum hefur
verið megn sundrung nú á síðkastið,
en Zorba bar þar hærra hlut. Um
Dragoumis er það sagt, að hann sje
konungsveldismaður, vinveittur kon-
ungsættinni og vilji ekki lýðveldi.
Einn ai helstu ioringjum Krítey-
inga, Venezelos, hefur setið í Aþenu
nú í vetur, og eggjar Grikki fast, að
gefa Tyrkjum ekki eftir, kallar það
klaufaskap og hugleysi, að þeir hafi
ekki náð Krítey meðan stóð á stjórn-
arbyltingunni í Tyrklandi.
Nýi stórvesírinn í Tyrklandi, Hakki
pasja, er fæddur og upp alinn á
Krítey og lætur sjer mjög ant um,
að Tyrk r missi ekki til fulls ráð yfir
eynni.
Stjórnarskrá - jiingræði
og
valðrán.
í stjórnarskrá vorri, eins og í
stjórnarskrám alment nú á tím-
um, er valdinu þrískift, í lög-
gjafarvald, /ramkvœmdarvald og
dómsvald.
Löggjafarvaldið er hjá konungi
og Alþingi í sameiningu.
Framlwœmdarvaldið er hjá
konungi einum, en hann lætur
ráðherra (og aðra embættismenn)
framkvæma það fyrir sína hönd.
Dómsvaldið er hjá dómendum.
Þingræði er sú regla, að kon-
ungur taki sjer þann einn mann
fyrir ráðherra, sem hefur traust
og fylgi meiri hluta löggjafarþings-
ins, og haldi honum að eins svo
lengi, sem hann nýtur þessa
trausts og stjórnar í samræmi við
vilja þingsins.
Verksvið Alþingis er þannig
aðallega löggjafarvaldið, en því er
jafnframt i sjálfri stjórnarskránni
veitt injög víðtækt ejlirlitsvald og
rannsóknarvald (21. gr. stj.skr.),
og þar af leiðandi kosningarvald
(o: vald til að skipa menn til
starfa — 26. gr.), og úrskurðar-
vald á landsreikningunum (sem
það framkvæmir í lagaformi).
Með ýmsum öðrum lögum er
þinginu ennfremur veitt ejtirliis-
vald og kosningarvald (skipunar-
vald til starfa), og má þar minna
á vald þingsins til að skipa (kjósa)
gœslustjóra iyrir Landsbankann
og annan endurskoðunarmann
við bankann. (Svipað er með
menn í bankaráð ísl.banka o. s.
frv.). Eins kýs það gfirskoðunar-
menn landsreikninganna.
Alt þetta eftirlitsvald (og valdið
til að kjósa menn til að jram-
lwœma það) er þinginu veitt til
[tess, að það geti, sjálfstætt og
stjórninni óháð, haft eftirlit með
því, að lögum sje fylgt, og með
landstjórninni sjálfri, hversu hún
fari með vald sitt, og ýmist til að
lita eftir, hversu beitt sje valdi
því sem þingið hefur veitt ein-
hverri stofnun (ísl.banki), eða
stofnun, sem er landsins eign,
þótt sjálfstæð sje að ýmsu leyti
(Landsbankinn). Landsbankan-
um er aðallega (og nú nær ein-
göngu) stjórnað af framkvæmd-
arstjóra (nú framkvæmdarstjór-
um), sem landstjórnin skipar.
Því kýs Alþingi gæslustjóra,
sem liafa skulu eflirlit með starfs-
manni, (starfsmönnum) lands-
stjórnarinnar og með afskiftum
ráðherra sjálfs af bankanum, og
skýra þinginu, sem hefur kosið
J)á, frá því sem þeim þykir til-
efni til.
IJað er auðsætt af þessu, að til
er ætlasf, að lögjafarvaldinu sje
hjer trygt eftirlit með framkvæmd-
arvaldinu og starfsmönnum þess.
Sje þessu valdi kipt úr höndum
þingsins og landsstjórnin hrifsi
það til sín, þá er þingið þar með
rænt valdi sinu, og alt eftirlit að
engu gert.
Því að ekki bætir úr því sá
skrípaleikur að landstjórnin fari
sjálf að hafa eftirlit með sjálfri
sjer!!!
Hvað er nú það sem ráðherra
hefur að hafst gagnvart Alþingi í
framkomu sinni í vetur i banka-
málinu?
Hann hefur, eigi að eins án
allrar lagaheimiklar og að forn-
spurðu þinginu, heldur þvertofan
í skýr og ótvíræð ákvæði laganna
(frá síðasta þingi, er hann sjálfur
hefur undirskrifað) svift Alþingi
eftirlitsmönnuni þess við Lands-
bankann — gæslusljórunum.
Með þessu hefur ráðherra brotið
eina helstu frumregtu stjórnar-
skrárinnar, hann liefur brolið
gildandi lög (nýju bankalögin)
og hann hefur brolið þingrœðis-
regluna, með því að brjóta á bak
aftur vilja og kosningu Alþingis,
— hrækt framan í þingið.
En hann heíur gert meira.
Hann hefur tekið sjer í hönd það
vald, sem hann hafði rænt frá
þinginu, og skipað sjálfur alveg
ólöglega gœslustjóra!
Og hann hefur gert enn meira.
Eftir að háyfirdómari Kristján
Jónsson hefur fengið úrskurð
dómara (,fógeta konungs‘) fyrir
þvi, að hann sem löglega kosinn
gœslustjóri af Alþingis hálfu eigi
aðgang að því að rœkja störf sín
og skgldur í bankanum, ólilýðn-
ast ráðherra dóinsvaldinn, brýtur
einnig það á bak aftur og virðir það
að vettugi, en heldur áfram viku
eftir viku, mánuð eftir mánuð, að
skipa nýja, ólöglega gæslustjóra,
og misbeitir valdi sinu yfir fram-
kvæmdarstjórum bankans til að
banna þeim að hlýða úrskurði
dómarans, banna þeim að viður-
kenna Kr. J. sem gæslustjóra.
I’að veit þó ráðherra, sem hvert
»barn í lögum« veit, að slíkir
dóms-úrskurðir »fógeta konungs«
eru það rjetthærri en aðrir dóm-
ar, sem áfrýja má, að fógetaúr-
skurðum ber að hlgða skilgrðis-
laust, þótt áfrýað sje, uns þeim er
hrundið með œðra dómí.
Að hlýða ekki, það er uppreisn
gegn lögum og landsrjetti.
Það er fallegt — eða hitt þó
heldur! — að sjá þann mann,
sem á að gæta lands laga og rjett-
ar og ganga sjálfur á undan öðr-
um í löghlýðni, gera sig sekan
um slíkt — kenna mönnum með
eftirdæmi sínu að virða að vett-
ugi, fyrirlíta, lögin, og skapa
þannig óstjórn i landinu.
Hann rænir hjer valdi dóm-
stólanna og hrifsar það sjer í
hönd.
Og á áttuiula þúsund króna
hefur hann borgað fyrir banka-
rannsókn sína (og það verður
væntanlega meira fje enn, sem i
þá bít fer), og þetla fje hefur
bankinn verið látinn borga sumt,
en mikinn part af því landssjóð-
ur. — Ekki hafði þó ráðherra
leilað eins eyris fjárveitingar til
þessa af Alþingi, þó að það væri
saman komið og ætti setu meðan
hann skipaði rannsóknarneínd
þessa.
Eins og ráðherra þessi hefur í
öðrum efnum brotið fyrirmæli
fjárlaganna, eins hefur hann hjer
greitt fje í heimildarleysi.
Hann hefur í þessu máli brotið
frumregtur stjórnarskrárinnar,
brotið lög landsins, þar á meðal
fjárlögin, svijt Alþingi eftirlitsrjetti
sínum, brolið á bak aftur og
einskisvirt dómsvaldið, og öllu
þessu valdi hefur hann rænl sjer
í hönd.
Þessu verður ekki með rökum
á móti mælt. Þetta er óhrekjandi.
Hvað á nú að gera, til að varð-
veita rjett Alþingis og þjóðarinnar
og halda uppi lögum landsins?
Hvað á að gera til að brjóta á
bak aftur þetta rússneska einveldi?
Hjer er ekki um neitt flokks-
mál að ræða. Öllum landsmönn-
um, sem opin hafa augun og
fullan skilning á, livað hjer er
að gerast og hvað hjer er í húfi,
hlýtur að vera jafnhugað um það,
að varðveita rjett Alþingis og frelsi
þjóðarinnar gegn alræðisvaldi og
ólögum.
Það verða stundum gloppur í
lögum þjóðanna. Þannig er sagt
um Sólon, er hann samdi Aþen-
ingum lög, að hann hafi gleymt
að ákveða nokkra sjerstaka refs-
ingu fyrir móðurmorð. Þegar
hann var spurður að, hvcrnig á
þessu stæði, svaraði hann, aðsjer
kæmi ekki til hugar að nokkur
maður drýgði svo svívirðilegan
glæp.
Eitthvað líkt yrði um svör hjá
oss íslendingum, ef spurt yrði,
því vjer hefðum enga ráðstöfun
gert í stjórnarlögum vorum, til
að gera þjóðinni auðið að taka í
taumana, ef vjer fengum einhvern-
tima ráðherra, sem eftir hætti
manna í þjóðveldum Mið-Ame-
ríku færi að gera sjálfan sig að
alræðismanni og taka sjer einum
löggjafurvald, fjárveitingarvald,
eftirlitsvald með sjálfum sjer og
æðsta dómsvald og rænti þessu
öllu úr höndum þeirra, sem lögin
liafa það á hendur falið.
Hjer er langt milli reglulegra
Alþinga, og einráður ráðherra
getur gert það enn lengra með
því að fresta reglulegu Alþingi.
Eftir gömlu sjórnarskránni gat
hann þetta aðeins um tiltölulega
stutlantíma,þvíað þingið skal skyl-
irðislaust koma saman það ár, sem
þvi er ætlað [á hverju oddatölu-
árij. Þá var reglul. samkomu-
tími þingsins 1. Júlí — á byrjuð-
um síðari hluta ársins. En nú
er hann 15. Febr., þegar að eins
sex vikur eru af árinu liðnar, og
ráðherra gelur frestað tímanum
t. d. fram í Nóvember eða Des-
ember.
Og menn vita nú, að núver.
ráðh. fastrjeð i þinglok að fresta
samkomu næsta Alþingis 2xh til
3 mánuði.
Eiga menn þá að sitja ráða-
lausir, þinglausir á þriðja ár,
hversu miklar óhæfur sem ráð-
herra kynni að hafast að mán-
aðarlega eða daglega?
Það er gloppa í lögum vorum,
að ekki skuli vera einhver ákvæði,
er geri þjóðinni auðið að taka í
taumana.
Vjer verðum að reyna fyrst það
ráð, að meiri hluti allra þing-
manna skori á ráðherra að sjá
um, að kvatt verði til aukaþings.
Það ætti að mega treysta þvi,
að slikur þjóðræðisgarpur yrði
að sjálfsögðu þegar við ósk meiri
hluta þingmanna. Og til þess
viljum vjer í lengstu lög trúa
honum.
En auðvitað má búast við, eítir
málgagni hans að dæma og eftir
öðru framferði hans, að hann
skegti engu vilja meiri hluta
þingmanna; — i hans augum virðist
engir vera Jiingmenn, nema þeir
sem beint vilja honum fylgja.
En virði hann þessa áskorun
að engu (og hann fær hana áður en
mjög langt líður), þá verður þessi
meiri hluti þingmanna að snúa
sjer til konungs, senda t. d. tvo
menn (sinn úr hvorum ílokki) á
fund hans með umboð meiri hluta
allra Alþingismanna, og tjá hon-
um, hversu ráðherra einskisvirði
vilja meiri hluta þingmanna,
hverju gerræði hann beiti, og hver
þörf sje á, að Alþingi komi
saman.
Konungur hefur í öllu sýnt, að
hann vill stjórna oss eftir þing-
ræðisreglum, og því má treysla
því, að er hann sjer vilja meiri
hluta fulltrúa þjóðarinnar, muni
liann sjá um, að kvatt verði til
aukaþings.
Það er auðvitað, að konungur
getur ekki tekið, má ekki taka
til greina áskoranir frá kjósend-
um beina leið, áskoranir, sein
aldrei geta verið eins formleg
trygging fyrir þjóðarvilja eins og
kosningarnar til þings. Kjósendur
verða Jiví að snúa sjer til þing-
manna sinna, og þeir að bera
málið fram til konungs; hann á
að stjórna i samræmi við þingið,
fulltrúa þjóðarinnar. En jafnvist
sýnist hitt, að hann muni þá telja
sjer ljúft og skylt að taka til greina
vilja meiri hluta þjóðfulltrúanna.
Því fremur sem hjer er svo
langt milli þinga, að vandræði
geta að orðið, ef stórkostleg mis-
föll koma fyrir eins og nú.
Vjer værum annars varnarlaus
þjóð gegn öllu gerræði ráðherra
full tvö ár.
Þessa aðferð verðum vjer að
hafa. Henni megum vjer von-
andi treysta.
Hún er i alla staði lögleg og
sæmileg og — sigurvœnleg.
Jón Ólafsson, alþm.
Viðskiftaráðanauturlnn. Símað
er frá Khöfn í gærkvöld: „Afton-
bladet" í Stokkhólmi átelur samband
Bjarna frá Vogi við norska mál-
þjarksmenn".
Lögrjetta og Thore-
fjelagið.
Framkvæmdastjóri Thoretjelagsins,
hr. Th. E. Tulinius, tilkynti ritstj.
Lögr. í haust, sem leið, að hann
ætlaði að lögsækja hann út af um-
mælum í grein í 48. tbl. blaðsins
með yfirskriftinni: Thorefjelagssamn-
ingurinn, og vildi hr. Th. E. T. lesa
út úr þeirri grein áskorun til ís-
lenskra kaupmanna um, að hafa sam-
tök í þá átt, að flytja ekkert með
skipum Thorefjelagsins.
Nokkru síðar kom sáttakæra frá
umboðsmanni fjelagsins, Sveini Björns-
syni málaflm. En þegar á sáttafund
kom, sýndi það sig, að Sveinn hafði
ekkert umboð í höndum til þess að
mæta þar. Ritstjóri Lögr. neitaði
því að semja nokkuð við hann um
málið.
Nú leið og beið fram í febrúar.
Þá kom aftur sáttakæra, en nú hafði
afgreiðslumaður Thorefjelagsins hjer,
hr. Sig. Guðmundsson, fengið um-
boð til að mæta á sáttafundi. Var
þar 8. þ. m. undirskrifuð svohljóð-
andi sætt:
„Kærði Iofar að greiða 100 kr. til
Heilsuhælisins á Vífilsstöðum fyrir 1.
sept. 1910 og að lýsa því yfir í ein-
hverju næsta tölublaði Lögrjettu, að
tilgangur hans með þeim ummælum,
sem talin eru móðgandi fyrir Thore-
fjelagið í grein með yfirskrift: „Thore-
fjelagssamningurinn" í 4. árg. tölu-
bl. 48. blaðsins Lögrjettu, hafi alls
eigi verið sá, að spilla á neinn hátt
fvrir Thorefjelaginu, heldur hafi þau
snert aðgerðir og framkomu lands-
stjórnarinnar".
Ritstjóri Lögr. telur ummælin, sem
ákært var fyrir, á engan hátt sak-
næm. En þar sem ekki var farið
fram á annað en lítilsháttar fjárfram-
lag til Heilsuhælisins á Vífilsstöðum,
kunni hann ekki við að neita sáttum.
Yfir hinu hefur hann lýst í Lögr.
fyrir Iöngu, að ætlun blaðsins með
því, sem það hefur um Thoresamn-
inginn sagt, sje engan veginn sá, að
vinna Thorefjdaginu skaða nje fram-
kvæmdarstjóra þess, heldur eingöngu
hitt, að sýna almenningi, hvílíka ó-
hæfu ráðherra hefur í frammi haft
í þeirri samningsgerð, og munu þó
ekki öll kurl komin þar til grafar
ennþá.
Nú á ritstjóri Lögr. eftir að lög-
sækja framkvæmdastjóra Thorefje-
lagsins fyrir meiðandi ummæli ígrein,
sem hann birti nokkru fyrir síðastl.
áramót í flestum blöðum hjerálandi.
En gerðir munu framkvæmdastjóran-
um þar sömu kostir og hann gerði
ritstj. Lögr. í málinu, sem hjer hefur
verið talað um, þ. e.: að hann borgi
álíka upphæð til Heilsuhælisins á
Vífilsstöðum.
Kosningarnar i Englandi.
Fyrir kosningarnar hafði Asquiths-
stjórnin 334 atkv. meirihluta í enska
þinginu. Stjórnin sigraði við kosn-
ingarnar, en er miklu veikari eltir en
áður. Nú hefur hún 120—130 atkv.
meiri hluta.
670 þingmenn eiga sæti í neðri
málstolunni. Af þeim eru nú vinstri-
menn kosnir, eða stjórnarmenn, 273,
en hægri menn 271. írski flokkur-
inn hefur um 80 atkv. og verkmanna-
flokkurinn um 40 atkv. Úr fáeinum
kjördæmunum var ófrjett um úrslit-
in, er síðustu blöð komu írá útlönd-
um. En þau kosningaúrslit geta
ekki breytt aðal-úrslitunum. Stjórn-
in verður að styðjast við írska flokk-
inn til þess að koma fram málum
sínum í þinginu.
„Vesta“ hefur fengið illa ferð nú
kringum landið' Hún kom til ísa-
fjarðar í gærkvöldi. Marga daga
hafði hún legið á Hólmavík á Stein-
grímsfirði í blindhríð.
Með „Vestu" er póstur hingað frá
útlöndum, sem kominn hefði verið
hingað fyrir löngu, ef þess væri gætt,
að láta ekki allan póst í fyrstaskip-
ið, sem hingað fer áleiðis, þótt það
taki á sig krók kringum alt land, en
önnur skip fari hingað beina leið
rjett á eftir.