Lögrétta - 02.03.1910, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
45
ínnkaup á útleiidum varningi, gegn fyrirfram greiðslu
og sölu á ísl. afurðum, annast fljótt og vel
A. Guðinundsson,
2. Comnievcial Street, Leith.
Tundarmenn sampyktú pá tillögu og
sameinuðu sig um hana. Það varð þó
ekki. Tillaga Gísla Sveinssonar kom
fyrst fram og var þvi borin fyrst undir
atkvæði. Var hún samþykt með 14 at-
kvæðum gegn 8, en nokkrir greiddu
ekki atkvæði. Voru þá hinar tillög-
urnar ekki bornar undir atkvæði, en
þeir, er voru þeim fjdgjandi, lýstu yfir,
að þeir [væru samþvkkir fyrslu tillög-
unni, það sem hún næði.
Hvað gerir alþingU
er sú spurning, sem fyrir flestum ís-
lendingum hjer vakir um þessar mund-
ir. Ætlar meiri hlutinn að fara að
dæmi Bjarna frá Vogi, láta Björntroða
sjer ofan í vasa sinn — eða ætlar hann
að sýna að hann eigi menn á meðal
sín, samviskusama og sjálfstæða, óháða
öllu nema sannfæringu sinni.
Höfn ’9/2 1910.
Hrafn.
Aukaþing-ið.
Misskilningur leiðrjettur.
hverra hluta vegna, að þing sje
haldið.
Grein ísaf. um þetta síðastl.
laugardag er stórheimskuleg. Þar
er talað um konung okkar eins
og hann væri íslandi jafnóvið-
komandi og Noregskonungar voru
því á þjóðveldistímanum. Þetta
er líklega ritað afbarnaskap tóm-
um og heimsku, og væri ekki af-
skifta vert, ef það stæði ekki í
blaði, sem ráðherrann er yfirrit-
stjóri að. En þar er það óhæfa,
sem getur aðeins haft illar aíleið-
ingar.
Yflrlýsing.
í síðasta tbl. Lögrjettu, 22. þ.
m., er vikið að því, að jeg muni
hafa skrifað grein þá, sem út kom
í ísafold 15. jan. þ. á. og sem und-
irskrifuð er með orðinu »Pastor«.
Út af þessu lýsi jeg yfir því, að
jeg hef ekki skrifað grein þessa.
Yfirlýsingu þessa leyfi jeg mjer,
að hiðja yður, herra ritstjóri, að
taka í næsta blað Lögrjettu.
Rvík, 26. Febr. 1910.
Ó 1 a f u r Ó 1 a f s s o n
Það hefur kveðið við hjá mörg-
um, þegar unr aukaþingskröfuna
hefur verið að ræða: ráðherr-
ann kallar ekki aukaþing saman,
hversu margir þingmenn sem á
hann skora til þess, og ekki þótt
mikill meiri hluti allra kjósenda
í landinu heimti það.
Þetta er nú orðið almenna trú-
in á þjóðræðishugmyndir hans.
En fram á það var sýnt í síð-
asta tbl. Lögr., í grein J. 01. alþm.,
að meiri liluti þingmanna á aðra
leið opna til þess að fá að koma
löglega saman á alþingi, ef ráð-
herra kæmi til hugar að ætla að
varna honum þess. Það er sú
leið, að snúa sjer til konungs með
kröfuna.
Lögr. hefur orðið þess mis-
skilnings vör hjá einstöku manni,
að sú aðferð sje ekki vel tilhlýði-
leg, að kveðja konungsvaldið til
þessa máls. En þetta er hin
mesta firra og annað ekki. Það
hlýtur hver maður að sjá, sem
alvarlega hugsar út í það mál.
Hjer er um það að ræða, er
ráðherrann hefur bersýnilega feng-
ið meiri hluta alþingis á móti sjer,
hvort hann eða það eigi þá að
beygja sig.
Það getur ekki komið til nokk-
urra rnála, að hann eigi að kom-
ast upp með að svara sem svo:
Jeg þarf ekkert tillit til ykkar að
taka fyr en þið eruð löglega
kvaddir saman til þings, en jeg
ætla mjer ekki að kalla ykkur
saman fyr en mjer sjálfum þykir
tími til þess kominn. Jeg þykist
vita, að þið ætlið að koma sam-
an til þess að kasla mjer frá stýr-
inu, en þið fáið ekki að koma
saman. Jeg gegni því ekki.
Finst mönnum, að meiri hluti
þingmanna ætti að láta sjer nægja
með svona svör frá ráðherranum?
Lögr. I)ýst ekki við, að margir
svari þvi játandi.
En löglega leiðin út úr vand-
ræðunum er þá sú, að snúa sjer
til konungsins og tjá honum,
hvernig áslatt sje. Það er hann,
sem valið hefur ráðherrann, með
samkomulagi við þingið, og hann
á, eftir þingræðisreglunni, ekki að
halda honum lengur en ráðherr-
ann hefur traust meiri hlutaþess.
Að leita til konungs, ef svo
stendur á sem hjer er gert ráð
fyrir, er því í fylsta samræmi við
þingræðisreglurnar, en hitt er
þeim gersamlcga andstætt, að ráð-
herra geti varnað þinginu að koma
saman, ef meiri hluti þingmanna
telur það hráðnauðsynlegt ein-
Fríkirkjuprestur.
Aths. Gild er hún og góö í alla
staði þessi yfirlýsing síra Olafs Olafs-
sonar, enda skýrði hann ritstjóra Lögr.
munnlega frá því, að hann stæði alveg
utan við hina pólitisku þrætu nú; það,
að hann hefði stýrt fundunum í Iðn-
aðarmannaliúsinu nýlega, væri liin
eina hluttaka, sem hann hefði átt í
þesskonar málum nú lengi. — Hjer
með er þá prófum lokið i Lögr. í
þessu »pastors«-greinar-máli og er gott
að vita, að þeir prestar þrír, sem al-
menningur hefði helst getað leiðst til
að eigna greinina, eru allir sýknir saka,
enda mun nú mega telja það víst, að
enginn prestur hafi skrifað hana. En
jafnvíst er hitt, að eftir þetta þykist
fæslir þurfa að vera i nokkrum efaum,
hverjum eigna beri greinina. Ilún
verður efalaust úr þessu eignuð ráð-
herranum. En þá skellur eigi aðeins
á honum ámæliö fyrir ósómann, sem
greinin flytur, heldur einnig fyrir hitt,
að hafa læðst með skarnkögglana und-
ir kápulöf presta sinna, til þess að
kasta þeim þaðan i hlóra við þá.
Falleg gjöf.
Sigurður bóksali Erlendson, sem
ferðast hefur um alt land um 2—3
áratugi, selt bækur og alstaðar kynt
sig að góðu einu, hefur, þó eigna-
lítill sje, gamall og slitinn, sýnt þá
rausn af sjer, að hann hefur gefið
Heilsuhælinu á Vífilsstöðum húseign
sína nr. 26 á Laugavegi, ásamt stórri
og ágætri )óð, sem á þeim stað hlýt-
ur að vera mikils virði. Hann hef-
ur frá nýári afhent Heilsuhælinu þessa
eign til fullra umráða, svo að það
tekur alla leigu af henni, en svarar
auðvitað hins vegar öllum sköttum
Og skyldum af henni, svo og af-
borgun og vöxtum af veðdeildarláni
(eigi háu). Gefandinn hefur bústað
sinn i húsinu sína lífstíð. 011 er
eignin virt á 7,500 kr. Margir hafa
tekið vel í það, að styðja og styrkja
Heilsuhælið, og marga fagra gjöf
hefur það fengið, en þetta er óefað
langfallegasta gjöfin; að aldraður og
slitinn maður skuli þannig gefa svo
að segja aleigu sína, er svo stórkost-
legt, en um leið svo virðingarvert,
að það verður varla komið orðum
yfir það. Ætti þetta sannarlega að
vera þeim til fyrirmyndar, sem betur
mega og lítið eða ekkert hafa látið
af hendi rakna til þess að styrkja
þetta þarflegasta og eitt hið líknar-
mesta fyrirtæki, sem þjóðin hefur
haft með höndum. Vel sje Sigurði
Erlendssyni fyrir gjöfina, heill hon-
um, þeim góða og göfuga manni, fyr-
ir hjartagæsku hans.
K
Leyndarmál.
Hr. ritstjóri!
Mjer er ómögulegt að þegja yfir einu
leyndarmáli, sem jeg hef komist að. Jeg
ætla því að opinbera yður það.
Þegar bankarannsóknarnefndin samdi
hið mjög umrædda „mat“ sitt á efnahag
lántakenda og ábyrgðarmanna lána og
víxla bankans o. s. frv., þá hafði hún
þessa reiknings-aðferð:
Ef Jón, Páll, Sigurður og Guðmundur
voru ábyrgðarmenn að iooo kr. ábyrgð-
arláni Tómasar, þá reiknaði hún á þenn-
an hátt:
Tómas skuldar...............1000 kr.
Jón (sem sjálfskuldaráb.maður) 1000 —
Páll ----„----------- 1000 —
Sigurður--------„----------- 1000 —
Guðmundur-------„----------- 1000 —
Þar eru 5 menn og skulda 5000 kr.
Á þennan hátt er það fengið út, sem
stendur neðarlega á bls. 17 1 skýrslunni,
að 580 manns skulduðu „til samans
bankanum o: 1,900,000 krónur 1 sjálf-
skuldarábyrgðarlánum og reikningslán-
um, að mestu gegn sjálfskuldarábyrgð og
víxlum".
Ekki er nú að furða, þótt hægt sje að
mála upp háar tölur, þegar þessari reikn-
ingsaðferð er beitt.
Á sama hátt fær hún það út, sem hún
segir á bls. 19 í „skýrslunni", að „c.
1,380,000 kr. komi á rúma 460 skuldu-
nauta, sem allir eru í I. og II. flokki".
Nú fer mönnum ef til vill að verða
það Ijóst, hvers vegna og með hverju
móti nefndin fær út 400,000 kr. tapið.
Hún lagði stærri lánin til grundvall-
ar, lán yfir 500 kr., því að oftast er
það reglan, að því hærri sem lánin eru,
því fleiri eru ábyrgðarmenn þeirra. Og
það er að sjálfsögðu Ijettara að fá út
stóru tölurnar, þegar full upphæð hinna
stærri lána er skrifuð sem skuld hjá
hverjum einasta ábyrgðarmanni — og
þeir eru margir, stundum svo tugum
skiftir að stærstu lánunum.
Jeg hygg að mörgum muni ganga bet-
ur að fá rjettan skilning á niðurstöðu
nefndarinnar, þá er þetta leyndarmál
hefur verið opinberað.
Opinskár.
Bæjarstjórnarkosningin,
í „Þjóðviljanum" frá 17. febr. rakst
jeg á athugasemd við grein mína í
„Lögr." um bæjarstjórnarkosninguna
frá einni nefndarkonunni.
Jeg er hissa á því, hve mikinn gust
frúin gerir út af þessu meinlausa
greinarkorni.
Frúin vill ekki kannast við það,
að nefndin eigi sök á því, hvernig
kosningin fór, og gefur jafnvel í skyn,
að orsökin til þess hafi verið lítið fylgi
við frk. I. H. Bjarnason. Það eitt ber
nægilega vott um það, að slælega
hefur verið unnið fyrir listann af
hálfu nefndarinnar, ef hún hefur ekki
orðið þess vör að frk. I. H. Bjarnason
hafði mest fylgi af konunum. Mjer
er það kunnugt, af eigin reynd og
umsögn nokkurra kvenna, sem reyndu
til að afla listanum fylgis, að almenn
óánægjavar yfir því, að frk. I. H. B. var
ekki efst á honum. Að hún óskaði
þess, að frú K. Magnússon væri ofar,
gat jeg vel skilið. En nefndin átti
ekki að taka það til greina, heldur
aðeins hugsa um það, hvað sigur-
vænlegast var fyrir listann. Þetta
bis nefndarinnar, að vilja endilega
setja frú K. Magnússon efsta af því,
að hún hafi verið ein meðal þeirra
kvenna, sem fyrst hefði gefið kost á
sjer í bæjarstjórnina, er blátt áfram
barnalegt, —eins og það væri nokk-
ur Bjarmalandsför, þó konur færu í
bæjarstjórn. Það hefði orðið skringi-
leg bæjarstjórnarkosning núna, ef svo
hefði viljað til, að við hefðum allar
dregist út, og hefðum svo allar vilj-
að komast á stólana aftur; þá hefði
nefndin orðið að setja upp ekki færri
en fjóra lista til þess að hver okkar
fengi umbun fyrir að „brjóta ísinn".
Jeg hef aldrei sagt, að nefndin hafi
gert gustukaverk á frú K. Magnússon.
Jeg held miklu fremur, að hún hafi
gert það gagnstæða. Frú K. M. er
að maklegleikum mikils virt kona og
hefði eflaust ekki mist neitt af virð-
ing sinni, þó hún hefði ekki staðið
efst á kvennalistanum í þetta sinn.
Ekki hafði jeg hugsað, að frú Th.
Thoroddsen yrði til þess að halda
uppi vörn fyrir tombóluhaldið hjerna,
og bágt á jeg með að trúa því, að
hún fái almenningsdóm fyrir því, að
Hknarstarfsemi felist í því, að flytja
aura fátæklingsins úr eins vasa í
annars. Tomhólurnar og „Bíó" með
sínum „bumbu- og trumbu-slætti eiga
sammerkt í því, að hvíla eins og
mara á þessu bæjarfjelagi.
Reykjavík 21. febr. 1910.
Gudrún Bj'órnsdóttir.
Reykjavík.
Ávextir
og
kálmeti
nýkomið í »LIVERPOOL« t. d.:
F.pli. ágæt,
Appelsínur, 2 ieg.,
Hvítkál,
Glulrödder.
Rödbeder,
Sellery.
spanskui’ Laukur,
og margt fleira,
alt best og ódýrast í
„Liverpool".
Sími 43. Sími 43.
Lengi í vistinni. Gömul kona
hjer í bænum, Bóletta Finnbogadótt-
ir að nafni, er búin að vera 58 ár í
sömu vistinni, að kalla má. Hún er
nú hjá Júl. Hafsteen fv. amtmanni
óg hefur verið þar í 29 ár, en áður
var hún búin að vera 29 ár hjá Jóh.
Hafsteen föður hans. — Bóletta várð
áttræð 25. febr. síðastliðin. Hún er
ern og hress enn þá og lítur út fyr-
ir að vera miklu yngri.
Trúlofuð eru Jósef Magnússon
trjesmiður og frk. Guðrún Guðmunds-
dóttir.
Glímusamkoma, sem auglýst var
3. þ. m., verður ekki haldin á rjett-
um tíma vegna veikinda. Henni er
frestað. Ágóðanum af henni átti að
verja, og verður varið, þegar til kem-
ur, til þess að jafna tap, sem varð
af þjóðhátíðarhaldinu hjer í sumar
sem leið. Þá var, eins og menn
muna, ílt veður, og hátíðin var lítið
sótt. — En öfugt fyrirkomulag er
það, að einstakir menn, og það ein-
mitt rnennirnir, sem öll fyrirhöfnin
lendir á, beri skaða af þjóðhátíðar-
haldinu, þegar það mishepnast. Væri
ekki rjettast, að bæjarstjórnin hefði
veg og vanda af þvl hátíðahaldi?
Aðkomandi eru hjer nú staddir:
Guðjón Guðlaugsson kaupfjelagsstjóri
frá Hólmavík, Guðm Hannesson lögfr
og K. Olgeirsson verslunarstjóri frá
Isafirði.
Brauns-bikarinn vann Sigurjón
Pjetursson í skautakapphlaupunum á
laugardaginn og sunnudaginn var.
Frá útlöndum eru nýkomnir P.
J. Thorsteinsson kaupm., E. Hjör-
leifsson skáld o. fl.
Prestskosningin fór hjer fram,
eins og til stóð, á laugardaginn var.
Enginn af 6 umsækjendum naði lög-
skipuðum atkvæðafjölda til kosning-
ar og kemur því veitingin til stjórn-
arinnar kasta. Á kjörskrá voru
3283, en 1244 greiddu atkv. Þar af
voru þó 31 ógilt. Hin skiftust þann
ig á umsækjendur: Bjarni Jónsson
frá Mýrarholti fjekk 489, Þorsteinn
Briem 404, Bjarni Hjaltested 169,
Bjarni Þorsteinsson X24, Kristinn
Dantelsson 17 og Böðvar Bjarnason
10.
Leiðbeining. Jeg vil benda al-
menningi, sem þarf að leita á náðir
Brynjólfs Björnssonar tannlæknis á,
að gera það ekki á sunnudegi. Hinn
20. t. m. fór jeg með konu mína
til hans, sem hafði kvalist af tann-
pínu undanfarna nótt. Við fórum
beina leið í biðstofu hans og biðum
þar röskan lh klt., en þá var okkur
sagt, að læknirinn væri ekki heima;
hann væri farinn út að ríða og tæki
ekki á móti sjúklingum á sunnudegi.
Svo kvöddum við og fórum. En
þegar við gengum fyrir húshornið,
sáum við lækninn ganga á undan
okkur með beisli í annari hendinni,
ekki að minni hyggju til að hjalpa
veikum, heldur til að ríða út að
gamni sínu.
Þegar jeg fer að hugsa um þetta
betur, þá dettur mjer í hug fjelags-
skírteini Brynjólfs Björnssonar, er jeg
sá hanga í biðstofu hans. Þar standa
þessi einkar fallegu orð: „Berið hver
annars byrðar". Það er virðingarvert,
að hugsa svona, en virðingarverðara
væri, að breyta eftir því.
Helgi Gíslason.
Aths.: Auövitað er hr. Br. Björns-
syni heimilt rúrn í blaöinu fyrir svar.
Annars má geta'pess. aö pað eru of
pungar kröfur til lækna, að ætlast til,
að peir sjeu hverja stund við látnir, er
kallað er til peirra.
R i t s t j.
Hvítabandið heldur kvöldskemt-
un á laugard. kemur í húsi K. F.
4 lierbergi ei’ii til leigu hjá
Árna Nikulássyni rakara.
Tímarit kaiipfjelat>aniia. III.
árs síðasta hefti, og
Borgir, ný skáldsaga eftir J ó n
Trausta, nýkomið til
Sigurðar Jónssonar, bókb.
Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim,
sem tóku þótt i jarðarför dóttur okkar, Ás-
laugar Margrjetar, og á annan hátt hafa sýnt
okkur hluttekningu i sorg okkar.
Thorborg Guðlaugsson. Jónas Guðlaugsson.
U. M. og verður þar meðal annars
sýning á myndum.
Leikhúsið. Það er góður leikur,
sem nú er verið að sýna þar, og
yfirleitt vel með hann farið. Hann
er eftir rússneska stjórnarbyltinga-
manninn Stepníak og heitir „Sinna-
skifti". Á hann verður nánar minst
síðar.
Brjefið frá Khöfn, sem prentað
er hjer i blaðinu, skyldu menn
lesa og sjá hvernig ísl. stú-
deutar þar lita á »rostann« í í’áð-
hei’ra okkar við Dani, sem ísaf.
var nýlega að þjdxjast af. Annars
er ekki svo að skilja, að Lögr.
vilji gera hvert orð i þessu fjör-
lega og skemtilega bi’jefi að sínu.
Ráðherra. Handbragð hans er
auðþekt á fremstu grein íaf. á laug-
ard. var. þar eru menn meðal ann-
ars beðnir að ljá ekki eyru „þeim,
sem fordæma hinn þjóðrækna, þjóð-
nýta og ráðsnjalla afreksmann, er nú
skipar (hjer) raðherrasætið". — Björn
Jónsson hefur alla tíð smekkleysingi
verið, og gustukaverk væri það, ef
einhver kunningi hans benti honum á,
að best væri að stofna nýtt embætti
handa einhverjum, til þess að lesa
yfir greinar hans, áður en þær eru
prentaðar, svo að hann verði ekki
að jafnaði til athlægis fyrir önnur
eins gullkorn og þetta.
tsland erlendis.
Kristján Iónsson læknlr frá Ármóti,
sem lengi hefur verið i Klinton í
Bandarikjunum, andaðist par aðfara-
nótt síðastl. sunnudags. Andlátsfregnin
var simuð hingað mági hans, Geir
kanpmanni Zoega.
Kristján læknir var tæddur 14. nóv.
1862, varð stúdent 1884 og útskrifaðist
af læknaskólanum hjer 1888. Fór pá
á fæðingarstofnun i Khöfn, en gerðist
skömmu síðar læknir á útflutninga-
skipi og var pað i 2 ár. Að peim tíma
liðnum settist hann um kyrt i Ame-
ríku, og hefur í 18—19 ár verið læknir
í Klinton. Hefur hann verið par nú
alllengi yfirlæknir á sjúkrahúsi, verið
vel metinn og haft á höndum ýms
trúnaðarstörf. Til Islands hefur hann
ekki komið síðan hann fór hjeðan,
fyrir rúmum 20 árum.
Kristján heitinn var rnjög vel látinn
af peim, er pektu hann hjer heima,
áður en hann fór vestur.
iim til Mimi
Háinn er 19. f. m. síra Brynj-
ólfur Gunnarsson prestur á Stað
i Grindavík, rúml. sextugur.
Símaslit. I gær og í dag hefur
síminn verið slitinn, svo að hvorki
hetur náðst til Seyðisfjarðar nje
ísafjarðar.