Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 20.04.1910, Síða 3

Lögrétta - 20.04.1910, Síða 3
L0 GR J ETTA. r,' ^ffbyrgð blaðanna, Því verður ekki neitað, að niiklar framfarir hafa orðið á íslandi á síð- ari tímum, en þó verður engan veg- inn sagt, að þær hafi farir hamför- um. Samt lítur helst út fyrir, að þær hafi farið hraðar en svo, að allir hafi áttað sig eða viljað átta sig á þeim. Þar til má nefna blaðamensk- una. Framan af voru íslensku blöðin fá og lítilfjörleg, og varð varla sagt, að vilji eða skoðun almennings kæmi þar skýrt fram, og fyrir því var lítið tillit tekið til blaðanna, einkum þó af þeim útlendingum, sem líklegast var að veittu þeim nokkra eftirtekt, — sem sje Dönum. Á síðustu tveim áratugum hefur blöðum bæði fjölgað og þau stækkað, og því má ætla, að nú beri þau betur vitni um skoðanir og óskir þjóðarinnar, og það má víst telja, að áhrif þeirra hafi aukist innan- lands; og sú breyting hefur líka orðið á, að hinir pólitisku bandamenn vorir, Danir, líta nú svo á, sem blöðin sýni þjóðarviljann og jafnframt beini hon- um, og því láta þeir sig nú nokkru skifta, hvað blöðin segia, og dönsku blöðin skýra einatt fra því, sem ger- ist á íslandi, og frá því, sem kemur fram í íslenskum blöðum, hvort sem það er gott eða ilt. Þó gera dönsku blöðin ekki eins mikið í þessu efni og blöð mundu gera í öðru landi, þar sem svipað pólitiskt samband á sjer stað, eins og milli Danmerkur og íslands. En þetta fer sjálfsagt vaxandi með tímanum, og það má gleðja oss. Það er þessi breyting, sem sumir virðast ekki hafa áttað sig á. Áður gátu menn sagt eitt við Eyrarsund og annað við Faxaflóa eða Eyjafjörð, og slíkri ósamkvæmni var lítill gaum- ur gefinn. En síðan íslensku blöð- unum óx fiskur um hrygg, samgöng- ur milli landanna urðu betri, og eink- um síðan ritsíminn var lagður, kemst brátt upp urn þann mann, er „hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri", eftir því hvar hann er staddur. ís- lensku blöðin eru ekki lengur fyrir íslendinga eina; þau eru, eins og blöð um allan heim, brunnur, sem allir geta ausið úr, er skilja mál blaðanna. íslenskum blaðamönnum dugar ekki að kvarta og kveina yfir því, að það sje borið til útlanda, sem þeir láta koma í blöðum sínum; það ætti öllu heldur að gleðja þá, en það ætti líka að kenna þeim að segja ekkert það, sem þeir ekki vilja eða geta staðið við, hvar sem er. Ábyrgðar- tilfinning blaðamannanna verður að vera sívakandi, og abyrgðin vex að sama skapi og útbreiðsla blaðsins vex. En varkárust verða þau blöð að vera, og mest er ábyrgð þeirra, sem annaðhvort opinberlega eru stjórnarblöð eða á allra vitorði hafa náið samband við stjórn landsins. Og það er sannast að segja, að flest stjórnarblöð útlandanna fara varlega og gætlilega með mál, er snerta út- lendar þjóðir, eða samband og við- skifti lands síns við erlenda menn; framar öllu með þau mál, sem varða líf og tilveru hverrar þjóðar — fjár- málin. Það má tilfæra hjer eitt dæmi um, hve viðkvæmar þjóðirnar (stjórnir þeirra) eru, þegar um fjárhag þeirra er að ræða. Fyrir nokkrum árum vildi Rússastjórn taka stórt lán, og sneri sjer auðvitað til Frakklands þar að lútandi. Franski sendiherrann í St. Pjetursborg, M. Bompard, skýrði stjórn sinni leynilega fra því, að fjár- mál Rússa væru ekki í góðu horfi og fjárhagur landsmanna ekki glæsi- legur, og rjeði Frökkum heldur fra láninu. Stjórn Rússa komst að þessu, og þótt sendiherrann hefði sagt sann- leikann, krafðist hún þess, að sendi- herrann væri kallaður heim og annar sendur í hans stað, og var það auð- vitað gert. Að líkindum hefði sjer- hver stjórn hagað sjer líkt og Rússa- stjórn undir svipuðum kringumstæð- um. En hvar mundi það stjórnarblað vera, er hrópaði út um borg og bæ, innland og útlönd, að fjármál lands- ins væru í ólagi og fjárhagur lands- manna hörmulegur? Utlendingur mundi verða að leita lengi, og sjálísagt árangur-Blaust, að slíku blaði. En ef hann kynni ís- lensku og ljeti sjer detta i hug að leita til íslands, þa mundi hann finna slíkt stjornarblað Það mundi þykja kynlegt að finna stjórnarblað, er gerði það að kappsmáli, að sýna og sanna fyrir Pjetri og Páli, innlendum mönn- um sem útlendum, að aðalfjárstofnun landsins hefði verið að því komin, að fara á höfuðið og að lántakendur stofnunarinnaf, þ. e. meginþorri lands- manna, væru svo fátækir, að þeir gætu ekki staðið í skilum. Þetta hefur stjórnarblaðið „ísafold" gert og gerir stöðugt. Ef frásögn blaðsins er sönn, hlýtur ástandið á íslandi að vera alt annað en glæsilegt, og það mætti ætla, að stjórnarblaðið færi ekki með fleipur í svo alvarlegu máli. „Á hverju byggir blaðið þessar stað- hæfingar?" spyr útlendingurinn. Á ransókn þriggja unglinga, sem aldrei hafa með fjármal farið og enga reynslu hafa í því efni; með því einu verður spurningunni svarað, Ekki skal leggja dóm á það hjer, hvort athugavert hafi verið eitthvað við stjórn Landsbankans, eða hvort tjón hans er svo mikið, sem stjórnin segir. íslendingar ættu að geta sagt um það, þegar þeir sjá sókn og vörn í máhnu. £n ef stjórnin hefur þurft að kippa fjármalum landsins í lag, þa hefur hún sannarlega farið ein- kennilega að raði sínu, að berja það blakalt afram og láta sjer ant um að sannfæra alla um, að fjármalin sjeu í mesta ólagi; þetta hefði getað, og getur ef til vill ennþá, eyðilagt lans traust landsins og landsmanna. Að- ferð stjórnarinnar, eða stjórnarblaðs- ins, ma helst líkja við aðferð læknis, sem vill lækna sjúkdóminn með því að drepa sjúklinginn! íslenskir blaðamenn verða að muna það, að það, sem þeir láta blöð sín flytja, getur jafnan komist í útlend blöð, og því ættu þeir að varast að fara með fleipur, er geti spilt stöðu íslands gagnvart útlöndum. Hjer er auðvitað ekkiátt við stjórnmálaskoðan- ir einstak'iinga, því að hverjum ætti að vera það frjalst, að lata uppi álit sitt, hvort sem er á íslandi eða í Dan- mörku; það leiðir af þeirri breytingu, sem nú er orðin á blöðunum íslensku, að eklci er hægt að segja Dönum, að íslendingar sjeu sammála um sam- bandsmalið eða önnur mikilsverð mál, ef þeir eru það ekki í raunogveru; slík tvöfeldni og gaspur um „dansk- an róg og íslenskan ódrengskap", sem stjórnarblaðið hefur verið að bera fram, sýnir, að ritstjórn blaðsins annaðhvort skilur ekki eða vill ekki skilja breytingar þær, er orðið hafa frá því sem fyr var. Prentfrelsið er, eins og allir vita, tvíeggjað sverð. Það munu ávalt veratilmenn, sem mis- beita því, en hinir gætnari og sam- viskusamari blaðamenn munu bæta syndir bræðra sinna, halda uppi sóma blaðamenskunnar og rjettlæta prent- frelsið. Því er haldið fram af öllum fremstu blaðamönnum vorra tíma, að blaða- menn eigi að helga sig starfi sínu, en ekki að berjast fyrir upphefð sjálfs síns, því að ef þeir geri það, hætti þeir að vinna gagn með blaði sínu. En framar öllu ættu þó blaðamenn, ef þeir komast i háa, pólitiska stöðu, að gæta þess, að ekki má stjórna landi og þjóð eins og það væri blaða- kontór, Peregrinus. Reykjavik. Thor E. Tulinius, ftamkvæmdar- stjóri Thorefjelagsins, hefur verið hjer nú rúml. viku tíma. Hann kvað fara aftur með „Sterling" næst. Bjarni Jónsaon cand. jur., sem verið hefur bæjarfógetafulltrúi á Seyðis- firði nú undanfarin ár, er alkominn hingað til Reykjavíkur; er á skrif- stofu hjá Garðari Gíslasyni kaupm. Guðsþjónusta í dómkirkjunni á morgun (sumard. fyrsta) kl. 6 siðd. Síra Fr. Friðriksson prjedikar. Frá útlönduni komu í nótt með „Yestu" : Lund lyfsali og frú hans, Ól. Steinbach tannlæknir, Sv. Björns- son málafl.m., Jón Stefánsson, áður rrfesrtj,, frá Akuroyri, Ásgeir Finnboga- son gullnemi frá Ameríku, tveir lýð- haskólamenn íslenskir, úr Norður- landi, og tveir þýskir ierðameun. Mislingar álíta læknarnir að nú sjeu komnir hingað til bæjarins. Með »Vestu« kom veikur maður, Ásgeir Finnbogason, og skoðaði hjeraðslæknir hann úti á skipi, en ílutti hann svo upp á sjúkra- hús. Þar skoðuðu hann fleiri læknar og voru í efa um, hver sjúkdómurinn væri, en komust að þeirri niðurstöðu, að hann mundi vera mislingaveiki. Maðurinn kom frá New York, hefur verið lengi í Ameríku og er brjóstveikur fyrir. Flateyrarlæknishjerað sagði ísaf. fyrir nokkru veitt Halld. Stefanssyni lækni. Raðherra mun þa hafa undir- skritað tillögu til konungs um veit- inguna, haldið, að þar með væri em- bættið veitt og fleygt frjettinni i blað sitt. En svo mun honum hafa verið bent á, að þetta væri ekki veiting á embættinu, og urðu þá þau undur, að ísaf. var látin leiðrjetta ranghermi sitt, því það hefur ekki komið fyrir aður svo menn muni. Aðrir halda að raðherra hafi fleygt fregninni í blaðið til að blíðka Skúla, því H. S. er tengdasonur hans. Liklega (ær nú H S. embættið áður langt um liður. „Eljan“ strandar við Noreg. Um miðja siðastl. viku strandaði gufuskipið „Eljan", sem verið hefur í föium hjer við land, skamt frá Bergen i Noregi. Þó er sagt, að hún hafi lítið skemst og för hennar tefjist ekki lengi. Yörur í henni kvað vera óskemdar. Hvað er siiiinleilíui'V Þannig ætti „Templar" að spyrja, áður en hann hleypur um landið með slúður og hvik- sögur um náungann, sem lítill eða eng- inn fótur er fyrir, eins og t. d. i 6. tbl. hans, með fyrirsögninni: „Kaffihúsið Hekla". Þar segir hann meðal annars, að hafi verið ball 19. f. m. Það eina er satt, en ekki að þar hafi verið 50 manns, heldur aðeins 30, sem alt var siðlegt og gott fólk, en ekki með neitt fyllirí eða gauragang, enda ekki víndropi veittur á staðnum, eins og ballfólkið getur um borið, þó »Templar« vilji gefa það í skyn, með fleiri ósannindum. En sann- leikurinn er sá, að kl. 1*/» um nóttina, þegar sumt af fólkinu var að fara,ruld- ust 6 menn fullir inn hjá dyraverði, utan af götunni, sem hann fjekk ekki ráðið við, og þeir einir gerðu uppistand og gleðispjöll. En tilhæfulaus ósannindi eru það, að húsfreyja hafi á nokkurn hátt meiðst af þeirra völdum, því hún kom þar ekki nálægt, heldur ljet strax sækja nætur- verðina, sem komu samstundis og ráktl alt út, án nokkurs mótþróa, þó „Templar" vilji gera svo litið úr lögreglunni, að hún hafi ekki ráðið við neitt. Og sfðustu ósannindin í greininni eru, að nágrann- ar hafi kært yfir ónæði frá kaffihúsi þessu; þeir vilja engir við það kannast, og leyfi jeg mjer hjer með að segja það helber ósannindi. Ólina P. Olafsdóllir. Úr Skagajirði. í 10. tölubl. Isafoldar þ. á. er ritsmíð með yfirskriftinni »Sauðárkróksfundúr- inn 8. janúar þ. á.« og undir hana er skrifað »Skagfirðíngur« ; en að ætt Og mannkostum er höf. ekki Skagfirðingur. Rithöfundur þessi er mjög merkilegur með sjálfan sig, og skrifar »vjer«, þeg- ar hann talar um sig einan; á því vel við að nefna hann »vjera«, þar sem hjer verður minst á hann. Jeg vil hjer f fáum orðum gera nokkr- ar athugasemdir við frásagnir hans og framkomu í hvívetna, sjerstaklega f þessu atriði, því jeg þekki manninn mjög vel, eins og flestir Skagfirðingar. Það er þá fyrst, að til fundarins á Reynistað á ný- ársdag varboðað af oddv. í Staðarhreppi, Albert ICristjánssyni á Páfastöðum, eftir áskorun þingmanna okkar, og átti eng- inn nema hann einn þar hlut að. Átta menn, sem höfðu kosningarrjett, vortt þar mættir og margt annara manna, setn máttrelsi hðfðu. Fimdarstjðri var kos- inn oddvitinn sjálfur og reyndi hann að skýra málin, sem takast áttu fyrir á fundi þessum, svo ítarlega setn kostur var á svo allir fundarmenn gætu skilið, hvað hjer væri um að vera, og eftir nokkrar um- ræður kom hann með þá tillögu, »að senda skyldi ráðherranum vel orðaðar aðfinningar á gerðum hans«, sem allir skildu, að ætti að þýða van- traustsyfirlýsing, og svo vel rökstuddi hann þessa tillögu sína, að hún fjekk flest atkvæði og var bókuð í fundargerð- inni. Því næst ljet hann kosningu fara fram til þess að kjósa tvo fulltrúa fyrir hreppinn til að mæta á Sauðarkróks- fundinum 8. janúar og fengum við Árni 1 Vík 6 atkvæði hvor, sem báðir vorum þó með aukaþingi, og á því var að sjá, að fundarmenn væru með aukaþinginu. Askorun sú, er »vjerinn« segir að hafi verið send frá Seiluhreppi til fundarins á Sauðarkróki 8. janúar, er skjal þess efnis, að Seiluhreppsbúar útnefni síra Hallgrím Thorlacius til þess að mæta á Sauðarkróksfundinum sem fulltrúa fyrir hreppinn. Undir þessu skjali stóðu 16 nöfn, en sá, sem framvísaði því, gat þess, að hann gæti bætt við einu nafni í viðbót. Með þetta skjal hafði verið farið bæja í milli 1 nokkra daga til þess að fá undirskriftir, eins og gert var þegar verið var að smala undirskriftum móti símalagningunni um árið. En þetta skjal varðveitti höfundurinn frá því að verða snúið saman í flösku- tappa áður en það komst á sinn fyrir- hugaða staðll Það var þvf lesið upp á Sauðarkróksfundinum. Við umræðurn- ar kom það í ljós, að 5 af þeim, sem undir skjalið höfðu skrifað, voru af ýms- um ástæðum lausir við að hafa kosn- ingarrjett, og ósannað var, hvernig nokkur nöfn hefðu á það komist. Það vakti því mikla eftirtekt og umræður. Skjal þetta, ásamt fundargerðunum úr hreppunum, var Iesið upp á fundinum. En þess skal getið, að úr nokkrum hreppum að austanverðu voru engar fundargerðir lagðar fram; var því ó- kunnugt, hvað á þeim fundum hafði fram fariðl! Þessi ofantaldi »vjeri« var inni á fundinum, þegar upplesturinn fór fram ; hefur hann því móti betri vitund logið að ísafold. í umræddri rit- smfð hjá »vjeranum« eru staðlausir sleggjudómar og viðbjóðslegur sleikju- skapur, eins og siðspiltum og heimsk- um mönnum er títt að hafa. Það er lfka siður hans, að ráðast frekast á þá sveitunga sína, sem fáfróðastir eru í almennum málum, og leiða þá með ósannindum og öfgum frá sann- leikanum og brúka þá svo sem verk- færi til þess, er hann ætlar sjer. Sjálf- ur hefur hann þá svo í háði fyrir fá- fræðina, þegar hann talar við þá, sem hann er verkfæri fyrir. Sannleika og sannfæringu hefur hann í litlum met- um hjá sjálfum sjer, og jafntryggur leiðtogi lýðsins er hann og vindaský. Illmálgur á bak, en smjaðrar upp í eyrun. Efþað er meining »vjerans«, að land- stjórn vor taki til greina það, sem hann er að laumast með í blöðin af ósann- indarugli, þá er hætt við að honum skjátlist. Hafsteinsstöðum á vorinngöngudaginn. Jón Jónsson. Góð stofa fyrir einhleypa er til leigu á Smiðjustíg 7, niðri, strax, eða frá 14. maí. BÖKADPPBOB Uppboð á bókum Hallgríms sáluga Sveinssonar biskups verður haldið í Good-Templarahúsinu hinn 36. og 3"7. þ, m. Skrá yfir bækurnar verður til sýnis á afgreiðslu ísa- foldar dagana á undan uppboðinu. Nánar á götuauglýs- ingum síðar. um „Sundbikar íslands“, cr Ungmennafjelag Reykjavíkur hefur gefið til heiðurs mesta sundmanni íslands, verður þreytt við Sundskálann í Reykjavík 14. ág. þ. árs kl. 12 á hádegi (í fyrsta sinn). Peir, er keppa vilja um bikarinn, gefi sig fram við einhvern af oss undirrituðum fyrir 10. ág. þ. árs. Reykjavík 20. april 1910 f. hönd U. M. F. R. Ásg. Ásgeirsson. Gnðra. Sigurjónsson. Magnús Tómússon. ölafur Magnússon. Sigurjón Pjetursson. dan$ka smjörlihi cr be5h Biðjið um \egund\rnar „Sóley „ ingólfur ” „Hehla " eða „Isafold" Smjörlihið fce$Y cinungi^ fra : \ Offo Mönsted h/f. ^X Kaupmannahöfn ogRrósixm '?X i Danmörhu. Eignin Hof i Reykjavik (tilheyrandi dánarbúi sira Lárusar Halldórssonar), nýtt vandað hús, 14x12 al., með fjósi og ldöðu, stórum, göðum kálgarði og túni á 6 dagsláttur, — fæst til kaups eða leigu i vor með tækifæriskjörum. Inndæll sumarbústaður. Lysthafendur geta valið um, hvort þeir kjósa alla eignina, eða nokkurn hluta hennar. Semja má við Sig'urbjöm Á. Gtúlason, Ási, Reykjavik, Prentstnrðjan Gnteaberg.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.