Lögrétta - 27.04.1910, Blaðsíða 4
82
L0GHJET1A.
versl. KAUPANGUR
nægar birgA
CD
=3
CL
5*T
CD
Lindarg. 41, — Talsími 244.
Með síðustu skipum hefir versl. íengið mikið
aí alskonar nauðsynjavörum, þar á meðal Kexið,
sem allir vilja borða og afbragðsgóðar H.artöflnr.
Foðurmjöl er hvergi jafn gott.
Verkinannaskónnin þarf ekki að lýsa. —
Nokkur pör eftir. Miklar birgðir með næsta skipi.
íl'ar. — Sterkar. — Fallegar og ódýrar.
Ennfremur hefir verslunin ávalt mikið til aí
ísl. vörum svo sem norðlensku Saudakjöti,
liætu og Mmjöri. Núna sem stendur nýtt og
gott Minjör.
Saltineti allskonar.
Svciíamcnn og BorgarBúar!
Munið eftir að sneiða ekki hjá versluninni
Kaupangur.
>
a*
CD
Cf)
co
o-
Qk
<
o:
CD
3
"3"
Jarðræktarfjelag Rvikur
heldur
Aukafund
laugardaginn 30. april kl. S'h um kvöldið í Bárubuð.
Fnndarefni:
B æ j arlandið.
Málshefjandi: Þ ó r h a 11 u r B j a r n a r s o n .
H ænsnaræk t.
Málshefjandi: Einar Finnsson.
hefur nýlega fengið farm af alls-
konar timbri til húsabygginga og
annara trjesmíða. Von á öðrurn
farmi daglega.
Hvergi ódýrara timbur
eftir gæðum,
Enn fremurfæst: Hurðir, vand-
aðar, af ýmsum stærðum, t. d. 1°X
3° til 1°8''X3°8" á kr. 7,50—9,50.
Hurðirnar eru kvistlakkaðar og
grunnmálaðar. Gerikti, Gólflistar,
Loftlistar, Kilstöð og margar aðrar
tegundir. Allskonar karmaefni.
Gler. Cement. Utan- og Innan-
húss-pappi. Þakjárn og allskonar
naglar verður til síðar.
W. v. Fssen & W. Jacoby.
(Eigandi Waidemar v. Essen. Stofnað 1869).
Vöruafgreiðsla. Skipaafgreiðsla. Vátrygging.
Meðmæli: Die Deutsche Bank.
Brúkuð íslensk frimerkl
kaupir með hærra verði en áður
Inger Ostlund.
íil almennings!
Athygli manna skal vakin á því, að
jeg undirritaður hef nú tækifæri til þess,
að bjóða almenningi að leysa af hendi
allskonar járnsmíðar. Hef jeg á boð-
stólum allskonar járn til húsbygginga og
leysi þesskonar járnsmfðar svo vel af
hendi og ódýrt, að menn eiga ekki kost
á, að fá jafngóð kjör annarstaðar. Jeg
heí miklar birgðir af járni fyrir hendi,
en það, sem ekki er fyrir hendi, verður
útvegað svo fljótt sem kostur er á. Öll
stærri smíði verða tekin á „akkorð",
ef óskað er, og vinna öll verður fljótt og
vel af hendi leyst. Jeg ráðlegg mönn-
um að reyna þetta, og munti þeir, sem
eitt sinn hafa byrjað á viðskiftum við
mig, ekki leita annara. Af sjerstökum
smíðum vil jeg benda á járngrindur og
hlið.
Til sveitamanna!
Jeg vil benda sveitamönnum sjerstak-
lega á, að jeg býð þeim hestajárn smíð-
uð úr stáli, sem eru mjög hentug, end-
ingargóð og ódýr, einkum í stærri kaup-
um og sjeu þau pöntuð < tíma. Enn
fremur alt smíði, er sveitamenn þarfnast.
Páll Magnússon.
Bergstaðastræti 2. Reykjavik.
Stór ábúð, 3 stórar stofur,
kamers og eldliús lil leigufrá 14.
maí. Ritstj. ávísar.
Blómlaukar.
(Bekoníuknollar) allir litir. Verð
frá 0,15—0,50 aura stykkið. Einn-
ig mjög mikið af Blómsturfræi er
nú nýkomið á Laugareg 12.
Sveinlaug Ilenediktsdóttir.
4—0 herbepgi til leigu, með
eldhúsi og kjallara. Arni Niku-
lásson rakari.
Tvö liepbepg-i og eldhús ósk-
til leigu 14. maí. Uppl. í Ranka-
stræti 6.
Eikkistuefni
og £ i k k i s t u r.
H/f »Völundur« selur niðnrsagaA
og útheflað efni í fótalausar lík-
kistur fyrir.........kr. 9,50
Samansettar, fótal. líkkistur » 12,50
------líkkistur á fótum » 14,50
Verðið er miðað við 3 al. lengd.
Litun frá kr. 1,50. Skreyting
eftir því sem óskað er.
£eikfjelag Reykjaviknr:
ímyriduaar-
veikiri.
Leikið í Iðnaðarmannahús-
inu Sunnudaginn l.maí, kl.
8V2 síðdegis.
í síðasía æiiui.
Tekið á móti pöntunum á aðgöngu-
miðum í afgr. ísaf.
*
H/f »Völundur« selur húsgögn úr
furu með því verði sem hjer segir:
Konunóður, ósamsettar, kr. 12,00
----samsettar » 15,50
----sams., málaðar, » 19,00
Borð, ómáluð, . . . frá » 4,00
— máluð ... » » 5,50
»Buffet«, ómáluð,. . » » 25,00
— málað.tækifæriskaup,» 50,00
Servantar, ómál.og mál.,frá » 10,00
Fataskápar, málaðir,. » » 14,00
Rúmstæði . . frá kr. 8,00—20,00
Bókahyllur..............kr. 2,50
Bókaskápar, ameríkst fyrirkom ulag:
---úr eik, liyllan kr. 8,00
----úr mahogni, » . » 12,00
Ferðakoffort, máluð, kr. 5,00—5,50
Eldhúströppur, sem breyta
má í stól . . . . kr. 6,00
Skrifborð, máluð ...» 20,00
----með skápum . » 30,00
Búrskápar, málaðir, . . » 8,00
Borðstofustólar, úr birki, 6 kr.—6,50
Enn fremur eru allskonar önn-
ur húsgögn smíðuð eftir pontun úr
öllum algengum viðartegundum og
af hvaða gerð sem óskað er.
Komiö og skodid þ.'ió, sem
til ep fyripiigg j andi i
vepksmiðju fjelagsin» við
Klappapstíg\
ætíð ódýrastar, hjá
cJas SEimsen.
ÍJ5-€3"€3”E3"£3”£3"€3"£i,€3”£3—S3—S3"€3-£3-C3”S3—€S"€3"0-fj3
ð
ViQlliigar.
BEST og jafnframl ódýrast ({)
úrval í bænum. T
„M i r a n d a“ er besti
vindill, sem til landsins (jj
ílytst.
Fæst hvergi nema hjá
jes
■€3-€3i
214
215
þú látir ekki misþyrma mjer í nærveru
þinni. Það er ósæmilegt, að rudda-
fengnir menn sjeu látnir rifa fötin aí
ungri stúlku. En jeg skal hlýða þjer;
þú ert elsti og æðsti maðurinn hjer
inni, og eftir skipun þinni tek jeg af
mjer andlitsblæjuna«.
Hún sagði þetta blátt áfram, en samt
var svo djúp hrygð i málrómnum, að
nærri lá að stórmeistarinn viknaði.
Svo kastaði hún blæjunni frá andliti
sínu. Það var eins og undrun slæi
yfir allan mannsöfnuðinn. Fyrststóðu
menn hljóðir, svo lutu þeir hvíslandi
hver að öðrum, sem frammi i salnum
voru, en yngri riddararnir litu þegj-
andi hver til annars. Enginn vafi er
á því, að flestir hugsuðu eitt og hið
sama: að þessi stúlka þyrfti ekki að
beita töfrabrögðum til þess að mönn-
um litist á hana, heldur væri fegurð
hennar besta atsökun Brjáns. Aki
Snjólfssön gekk til dyranna. »Lofið
þið mjer að komast burt«, sagði hann
við dyraverðina. »Jeg þoli ekki að sjá
hana og vita mig ef til vill meðsekan
í dauða hennar«.
»Þú hefur ekki sagt annað en það,
sem satt er, og það getur ekkert spilt
fyrir mjer, veslings maður«, sagði Be-
bekka, er hún heyrði til Áka frammi
við dyrnar. »En gerðu það fyrir mig,
að láta ekki svona; mjerer engin hjálp
í því. Frelsaðu heldur sjálfan þig og
farðu heim til þin«.
Dyraverðirnir kendu í brjósti um
Áka og voru líka hræddir við hávað-
ann, sem hann vakti. Þeir ætluðu
því að skjóta honum út. En hann
vildi þá með engu móti fara, lofaði að
þegja og fjekk svo leyfi til að vera
inni. Hermennirnir tveir, sem Har-
aldur hafði lofað að tala við, voru nú
kallaðir fram. Báðir voru þeir sam-
viskulaus fúlmenni. En þó var eins
og þeim rynni til ryfja, að sjá stúlk-
una þarna algerlega varnarlausa, og
það kom hik á þá, þegar á átti að
herða. Þetta sá Haraldur og leit hvasl
til þeirra. En meira þurfti ckki tit
þess að þeir næðu sjer aftur. Þeir
skýrðu nú frá ýmsum atvikum, sem
þeir ætluðust til að snertu þetta mál,
og það með svo mikilli nákvæmni, að
hverjum óvilhöllum dómara mundi
hafa þótt slíkt grunsamlegt. Sumt í
írásögn þeirra var uppspuni frá rótum,
en sumt hafði við einhver atvik að
styðjast, og var það alt mjögsmámuna-
legt, en borið fram með svo mildum
ýkjum og áherslum og svo illviljaður
skilningur lagður í hverl smáatvik, að
nú á dögum heíði slíkt verið nóg
til þess, að gera framburðinn einskis
verðan. En þá var vanþekkingin svo
mikil og hjátrúin svo rótgróin, að
annað eins þótti nægt til sakfellingar.
Það hefði mátt skifta ásökununum,
sem fram voru bornar, í tvo flokka.
í öðrum hetðu þá orðið þær, sem voru
dínskis verðar, í hinum þær, sem ekk-
er vit var i. í fyrri flokknum má t. d.
telja sögur um það, að menn hefðu
heyrt Rebekku tala lágt við sjálfa sig
á tungumáli, sem enginn hefði skilið;
að hún hefði heyrst syngja fjörleg lög
við kvæði á óþektu máii og með rðdd,
sem laðaði menn til að hlusta eftir,
þótt þeir ekkert skildu; að hún hefði
sjest horfa fast upp i himininn og tala
hljótt við sjálfa sig, eins og hún bygg-
ist við svari; að hún gengi öðruvísi
ldædd en annað kvenfólk og að leynd-
ardómsfull tákn væru fólgin i ýmsum
sniðum, sem væru á klæðum hennar;
að hún bæri hringa með dulrúnum á,
og að í andlitsblæju hennar væru saum-
aðir stafir, sem væru undarlegir að
gerð.
Á þessar og því líkar sakargiftir hlust-
uðu menn með mestu alvöru, og þær
vöktu sterkan grun um, að Rebekka
hlyti að standa í sambandi við ein-
hverjar leyndardómsfullar verur. Ef
hjer hefði verið að ræða um gamla og
óásjálega kerlingu, þá hefðu þessar
sakargiftir verið meira en nóg til þess,
að allir hcfðu heimtað, að hún væri
dæmd fyrir galdra, enda þött hún hefði
verið kristin.
Stórmeistarinn spurði nú Rebekku
með hátíðlegum málróm, hvað hún
hefði fram að færa sjer til varnar, og
ljet hana jafnframt vita, að sakirnar
væru nægar til þess, að kveðinn vrði
upp yfir henni dauðadómur.
»Jeg veit það«, svaraði hún, »að
mjer væri til einskis að ákalla með-
aumkvun þína, stórmeistari, enda væri
það svo auðvirðilegt, að jeg gæti ekki
fengið mig til þess«. Rödd hennar
skalf af grátekka, þegar hún sagði
þetta. »Jeg veit það lika«, sagði hún,
»að ekki er til neins að reyna að sýna
þjer fram á, að sá guð, sem við lil-
biðjum, bæði þú og jeg, getur ekki verið
mjer reiður fyrir það, að jeghef hjálp-
að með Jækningum sjúkum og særðum
mönnurn, eigi aðeins úr mínum trú-
arflokki, heldur einnig' mönnum úr
öðrum trúarílokkum. Það mundi líka
vera mjer ónýtt, að færa það fram
mjer til rjettlætingar, að margt af því,
sem þessir menn liafa sakað mig um,
á sjer engan stað og getur engan stað
átt sjer. Jeg bið drottinn að fyrirgefa
þeim. En jeg veit, að mjer muni til
einskis vera að neita, úr því að þú
getur lagt trúnað á annað eins«. Síð-
an sneri hún sjer að Brjáni frá Bósa-
giljum og sagði með föstum málrómi:
»Til þín sný jeg mjer, Brjánn riddari!
þú hetur sömu trú og þeir, sem ákæra
mig, og þínum orðum hlýtur að vera
hjer betur trúað en mínum. Nú spyr
jeg, hvað þú segir um þessar sakar-
giftii’, hvort þú álitir þær ekki rangar
og lognar!«
Eftir þetta varð þögn í salnum um
stund. Allir litu til Brjáns. En hann
þagði líka.
»Svaraðu«, sagði Rebekka; »ef þú
ert maður, þá svaraðu! Jeg særi þig
við riddaraheiður þinn og við alt, sem
þjer er heilagt, að þú svarir. Geturðu
lýst yfir, að þú álítir sakargiftirnar
gegn mjer sannar?«
»Svaraðu henni, bróðir!« sagði stór-
meistarinn.
Brjánn virlist vera í vandræðum
staddur og var úfinn á svip. Hann
starði á Rebekku. »Miðinn, miðinn!«