Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.05.1910, Blaðsíða 3

Lögrétta - 14.05.1910, Blaðsíða 3
L0GRJET1 A. 93 En jeg ætla ekki "að trúa því eða geta þess til, að þclta' komi fyrir; það er engin ástæða til að ætla Dönum slíkt að óreyndu; þeir eru nú búnir að ýviðurkenna sjálfstæð- iskröfur okkar, og jafnframt búnir að viðurkenna, hvernig úr verði bætt.j Þeir hafa nú þegar viður- kent það fyrirkomulag á samband- inu, er bæði Danir og íslendingar mega vel við una, og á þann hátt, að heiðri og virðing beggja land- anna væri vel borgið. Og hví skyldu þeir þá kippa að sjer hendinni aftur og taka aðra verri og ófrjálslegri samkomulags- stpfnn iíaanvart okkur en þeir hafa alla vegu, sem mentun og mann- ást eru kunnir. 5. Kosning góðra og ráðvandra manna til að framfylga lögun- um. 6. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarlög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðugleika, þar til vjer höfum borið sigur úr býtum um allan heim. það ætti nú að vera hverjum manni ljóst, hvernig skilja beri þessi grundvallaratriði; þau eru svo glögglega samin. Hið 1. atriðið segir takmark þegar gert? Nei! Það er áreiðan- lega óþarfi að gera sjer slíkar hug- myndir. En ef svo illa og óheppilega skyldi fara, þá sje jeg ekki, að annað sje fyrir hendi, en það, sem jeg hef tekið fram, þótt neyðar- úrræði sje. ^ðjlntningsbannið. Eftir Halldór Jónsson. «* I. Stagl andhanninga. Bannvinir hafa nú um hríð lát- ið að mestu afskiftalaus skeyti þau, er andbanningar hafa verið að senda þeim. Helsti »frumherji« þeirra, hr. Magnús Einarsson dýralæknir, er orðinn svo hreykinn af þessaii þögn bannvina, að hann kann sjer ekkert hóf lengur. Hann hyggur sig og vini sína hafa kveðið þá í kútinn, svo að nú sje þegar kom- inn tími til að dansa og drekka þeirra graföl. En hr. M. E. hælist um alveg að ástæðulausu. Bannvinirnir eru enn með fullu fjöri, glaðir yfir samþykt og staðfestingu bannlag- anna, vongóðir um ágætan árang- ur þeirra og sannfærðir um, að öll skrif og »röksemdir« hr. M. E. og annara andbanninga hafi ver- ið hrakin rækilega og fullkomlega, svo að þau geti ekki vilt neinum heilskygnum manni sýn. En samt sem áður, — af því að hr. M. E. er svo iðinn að stagast á »i-öksemd- um« sínum (hefur nú að undan- förnu fylt nær 6 dálka í þremur tölubl. »ísafoldar«) og þeim hæfi- lega krydduðum með brigslyrðum, virðist nauðsynlegt að svara hon- um dálítið enn á ný. Jeg ætla mjer þó ekki að taka þykkjuna upp fyrir Jóhannes Þor- kelsson á Syðrafjalli, því að hann er fullkomlega einfær um að svara hr. M. E. Jeg ætla heldur ekki að apa það eftir hr. M. E., að nota í röksemda stað brigslyrði um »fáfræði«, »skilningsleysi«, »grunnhygni«, »hugsunarvillur«, »heimsku«, »ferlega fjarstæðu«, »vanþekkingu«, »þráa«, »ílónsku« og »frekju« o. fl. I’esshátlar kjarn- yrði álít jeg að hafi nauðalítið sönnunargildi, — beri fremur vott um slæman málstað og röksemda- skort. II. Takmark templara. Hr. M. E. talar fyrst um »tak- mark templara«, er hann svo einn- ig nefnir »markmið templara«. Það hefur engum templara dottið í hug, svo jeg viti, að neita því, að »takmark« þeirra eða »markmið« sje mjög greinilega og ljóslegasýnt einmitt í »grundvallaratriðum góð- templara«. Þau eru orðrjett þannig: 1. Algerð afneitun allra áfengis- vökva til drykkjar. 2. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. 3. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengis- vökva til drykkjar; forboð sam- kvæmt vilja þjóðarinnar, fram- komnu í rjettu lagaformi, að viðlögðum þeim refsingum, sem svo óheyrilegur glæpur verð- skuldar. 4. Sköpun heilsusamlegs almenn- ingsálits á máli þessu með öt- ulli útbreiðslu sannleikans á eða markmið templara í einni stuttri setningu. Hið 2. og liið 3. atr. útskýra nákvæmara, hver liugsun felist í 1. atriðinu, hvað til þess útheimtist að teljamegi, að takmarkinu, mark- miðinu sje náð. Hið 4. atr. skýrir frá, hvert sje aðalskilyrðið fyrir því, að mögu- legt sje að ná þessu takmarki. Hið 5. atr. skýrir frá, hvað til þess útheimtist, að bannlögin geti náð tilgangi sínum. (í Ameríku, þar sem grundvallaratr. þessi eru samin, kýs þjóðin sjálf embættis- menn sína). Hið 6. alr. er nokkurskonar bráðabyrgðarákvæði, þar sem bent er á, hvaða aðferð beita slculi á meðan verið er að keppa að tak- markinu. Jeg get ekki stillt mig um það í þessu sambandi, að benda á, live viturlega grundvallaratriði þessi eru samin. Því að jafnframt og þau taka svo skýrt fram, hvert sje tak- mark templara, gefa þau um leið glögg fyrirmæli um það, á lwern hátt eigi að ná því. Þau segja semsje: Reynið fyrst að frelsa einstaklinga, fáið þá í bindindi með ykkur, færið svo út kvíarnar, út yfir heil bygðarlög (6. atr.), reynið með ræðum og ritum og upplýsingum að opna augun á allri alþýðu manna og skapa heilsu- samlegt almenningsálit (4. atr.), stöðvið síðan áfengissöluleyfin (2. atr.) og látið loks þjóðina heimta algerð bannlög (3. atr.) og kjósa góða embættismenn til að fram- fylgja þeim (5. atr.), þá er tak- markinu: valgerðri afneitun atlra áfengisvökva til drgkkjara náð, (1. atr.). En af grv.atr. þessum er það ljóst, að hr. M. E. hefur rangt fyrir sjer, þar sem hann segir, að tak- mark templara sje »algert bind- indi«. Nei, takmarkið er langtum gfirgripsmeira, sem sje: algerð af- neitun allra áfengisvökva til drykkj- ar, o: að gera áfengisvökvana sjálfa útlæga úr verslununum, úr veit- ingastöðunum, úr landinu, — reka þá inn í apótekin eins og hvern annan eiturvökva, svo að enginn geti notað þá lengur sem nautnar- drykk. Eg sýndi hr. M. E. fram á þessa villu hans í svari mínu upp á Andvaragrein hans í febrú- armánuði 1909, svo að nú þurfti liann ekki að villast aftur á þessu og draga út af því rangar ályktan- ir, um misskilning templara á markmiði sínu o. s. frv. Það skal tekið fram til skýring- ar, að »áfengisvökva« kalla templ- arar hvern þann vökva, sem hefur átengisálirif á neytendur hans. Þótt bannlögin íslensku af ýms- um praktiskum ástæðum miði við 2l/i°jo drykki, er ekki þar með sagt, að öll templarafjelög skoði svo áfengisríka drykki ósaknæma, óáfenga, og leyfi fjelögum sínum að neyta þeirra, eða álíti takmark- inu samkv. 1. grv.atr. fgllilega náð með íslensku bannlögunum. (Frh.).- Svend Högsbro dáinn. Sv. Högsbro, fyrv. ráðherra í Dan- mörku, dó 5. þ. m., 55 ára gamall. Hann var fyrst atvinnumálaráðherra og síðan dómsmálaráðherra í I. C. Christinsens ráðaneytinu ; var í ráð- herraembætti frá 1905—1909. jjarðstjarnan jVíars. Hjer í blaðinu hefur nýlega verið skýrt frá kenningum Arr- heniusar prófessors í Stokkhólmi um jarðstjörnuna Mars og hve mjög hún vjek frá skoðunum ýmsra annara, því hann kendi, að sá hnöttur hlyti að vera auður og óbygður vegna kulda, ekkert líf gæti haldist þar við. Hann segir, að »skurðirnir« í hnöttinn, sem svo mikið hefur verið um rætt á síðari tímum, sje ekki ann- að en geysimiklar sprungur, sem fyllist Ijósum efnum, er vindarnir feykja. Sá maður, sem fyrst sá þessa svokölluðu skurði, var stjörnufræðingurinn Schiaparelli frá Milanó í Ítalíu. En eftir hann hefur Mars-ransóknunum verið mesthaldiðáfram af enska stjörnu- fræðingnum Lowell, og er það mynd af honum, sem hjer fylgir. Hann kennir, að enn búi lifandi verur á Mars, en að þær eigi við mikla erfiðleika að stríða tií þess að halda uppi lífi sínu, vegna þess að hnötturinn sje að kulna út og þorna upp. Par er ekki annað vatn, segir hann, en það, sem veitt er frá pólunum, og »skurðirnir« eru gerðir af Mars- búum til þeirra vatnsveitinga. I síðastl. mánuði hjelt hann fyrir- lestra um þetta í London, sem mikið hefur verið um rætt, sýndi ljósmyndir, sem hann hafði tekið af Mars og skýrði frá ransóknum sínum. greytiag til bóta. Tilhlaup. Ætíð er það ánægjuefni er menn bæta ráð sitt, eða leiðir finnast betri, en áður hafa farnar verið. Nú er útlit til, að líkkistukransa- ráðleysan geti breyst í betra ráðlag, til góðs fyrir hina eftirlifandi, en þjáðu og þurfandi, er menn læra að nota skrár og skjöldu sjúkrahælanna í stað kransa á kistur hinna látnu. En það er íleira í greftrunarháttum vorra daga, sem virðist gjarnan mega breytast, og úr því þetta efni er nú „komið í móð“ í blöðunum, býst jeg við að sleppa óskemdur, þótt jeg geri önnur atriði greftrunarvenjanna að umtalsefni. Jöfnuður. Mundi ekki mega koma því lagi á að allar líkkistur (íiátin undir hina örendu líkami) væru hafðar eins að útliti? Það er eigi unt, að sjá neina skynsamlega ástæðu til hins mikla íburðar, er oft á sjer stað við skreyt- ing líkkistna, úr því þeim er öllum eins rent ofan í moldargrafir. Hvað sem líður því mannamunar-tildri, sem verið er að basla við í þessu lífi, þá verða allir svo dauðans-jafnir eftir andlátið, að á því sýnist best fara, að líkams-ilátin væru sem líkust fyrir alla, látlaus en lagleg. í stað hins mismunandi iburðar í kisturnar, ættu aðstandendur hinna látnu, sem efni hafa til að kaupa skrautlega og dýra kistu — en mannamunurinn stafar venjulegast af mismunandi efnahag — að láta þann mun koma fram í sjúkrahæla-tillögunum. Þar mundi þess sjá betur merki en í gröfunum. í kaupstöðum, þar sem vagnar eru notaðir til að flytja hina látnu til síðasta hvilustaðar, ættu líkvagnin- um að fylgja laglegar ábreiður (3—4 mismunandi stærðir), til að breiða yfir kisturnar meðan á flutningnum stendur, Það væri viðkunnanlegra, úr því kransaskrautið er úr sögunni — og kistuskrautið óhóflega. Víðtækari breyting væri það, að hætta við að grafa í jörðu. Tillögu um það hefur Guðm. Jónsson, trjesmiður (frá Brennu), komið fram með (í viðræðu), og fellur mjer hún vel í geð; vil því reyna að færa hana í letur. Greftrun framliðinna, eins og hún tíðkast, er í rauninni afar-óviðfeldin, og er það venjan ein, sem gjörir hana þolanlega. Grafara-starfið oft blátt áfram viðbjóðslegt, er um gamla garða er að gjöra; það getur og verið hættulegt fyrir heilsuna: grafist upp sjúkdómakveykjur; auk þess hve viðkunnanlegt það er, eða hitt heldur, að pæla sundur eldri líkami og þeirra leifar. Og svo að sökkva leifum ástvina sinna ofan í þessar jarðholur, og mega búast við, að þeim verði aftur umrótað, að nokkurum árum liðnum. Breytingartillagan er: steinsteypu- grafir ofan jarðar. Grafreitirnir sjeu valdir þar, sem hálent er og harð- lent, helst á klöppum eða klettum, ef þess er kostur. En að öðrum kosti sje jarðvegsyfirborðið, undir grafirnar, grjótlagt. Siðan er gröfin gerð úr steinsteypu, kassinn steyptur í móti og botninn sljettaður með sama efni. Eftir að líkkistan er lögð í þenna steinkassa (steingröf), sje lagt lok (eða fjalir) yfir opið, er nái lítið eitt út á innri barmana1); svo er steinsteypt aðallok yfir, flatt, kjal- myndað eða með öðru lagi eftir vild. Að síðustu er öll gröfin (leiðið) fáguð utan úr sterku steinlímsefni. Þar eftir má mála, áletra eða skreyta eftir vild og efnum eftiriifendanna. Ættingjareiti má afgirða, planta miHi leiðanna (ef jarðvegurinn er gróðrar- hæfur) 0. s. frv., alveg eins og nú er títt. (— Þetta er aðal-hugmynd E. J.). Kostir. Ekki þarf að óttast trúarlega rymmu út af þessari tillögu: Gröf Krists var steinþró. — Grafreitina mætti leggja þar, sem minstur skaði væri að: þar sem moldarlaust væri. í stað þess, að nú er grafið hvað ofan í (ofan á) annað í görðunum, mætti, ef þröngt yrði, byggja grafir hvora ofan á aðra, án þess að róta við líkunum í hinum eldri gröfum. Minnisvarðar stæðu vel á slíkum gröfum, ekki síst, ef þær lægju á klöppum. Öll vinna við greftrunina hreinlegri en nú; leiðin prýðilegri; mætti skola slíkan grafreit eins og skipsþilfar. Ekki þyrfti að hafa girðingu um þá grafreiti, er eigi væru gróðri plant- aðir (en sá siður mætti hverfa; kosta því fremur til skemtigarðs fyrir lif- andi menn). Steinsteypugrafir yrðu víða litlu eða engu dýrari en greftrun gerist nú. Mótbárur, og þær sumar á rökum bygðar, má búast við að rísi gegn þessu fyrir- komulagi. Það yrði ekki jafn-hægt alstaðar, að koma því við. Mundi t. d. upp til sveita vandkvæðumbundið, að hafa til steinlín ætíð, er á þyrfti að halda, til að loka gröfum, þó að grafir nokkrar væru ætíð hafðar til- búnar. 1 kaupstöðum yrði helst tor- veldi á slíku í frostum og illum veðr- um á vetrum. Kynni því oft að mega fresta graflagning um tíma. Hent- ugast væri þá að hafa lík-klefa í is- eða kælihúsum, þar sem þau eru, til að geyma í kisturnar um tíma. En í sveitum yrði að geyma í snjó eða sóknar-likkofa. Annars býst jeg við, ef þrór væru til í grafreitnum, að finna megi ráð til, að þjetta utan að kistunum með einhverju handhægu efni, svo ekki sakaði til þess tíma, að Ijúka mætti frágangi grafanna, þá oft margra í einu í stærri graf- reitum. Brensla. Hjer er gengið fram hjá brensl- unni — sem þó er hin ákjósanlegasta meðferð líka, er enn þekkist — sök- um þess, að brensluofnarnir eru dýrir, og aðferðin því kostnaðarsöm um of, eftir hjerlendum ástæðum. Þessari yfirgerð má vitanlega sleppa, ef steypt er á kistuna; það yrði sterkara — og líkara gamla laginu : að „moka ofan í“, ef viðkunnanlegra þætti. Heimilareitir. Sjálfsagt sýnist, að leyfa slíka stein- grafreiti hvar sem óskað er utan stærri bæja, t. d. fyrir einstök heim- ili í sveitum eða nokkra nágranna- bæi saman. Engin ástæða til, að auka mönnum erfiðleika með því, að flytja dauða langar leiðir og á einn stað fyrir heilar sveitir. En í borg- um og stærri bæjum ættu grafreitir að vera nokkuð fjærri (t. d. fyrir Reykjavík á Eskihlíðarhæðunum, fyrir Hafnarfjörð uppi í hrauni, Selt.nes i Valhúshæðinni 0. s. frv.). Þeir yrðu þá lengur í friði fyrir bygðinni. En í borgum eiga grafreitir engan rjett á sjer. Dæmi. Fyrir 30 árum gekk jeg um Gauta- götu í Khöfn. Þá var þar rifið gam- alt stórhýsi; átti að byggja upp betra. Botninn undir húsinu var grafinn dýpri en áður, og kom þá niður í þjett skipaðan „kirkjugarð": kista við kistu innan um iausra beina kös. Þannig stóð kjallara-holan lengi opin; því (að mig minnir) deila varð um það, milli grunneiganda og borgar- stjórnar, hvorum bæri að kosta „út- för“ hinna framliðnu á ný — eða þess hluta af þeim, sem ekki var þegar búið að flytja burt með kjallara- útgreftinum og fylla með einhverja vilpuna í borginni, Málalok. Svona væri ekki farið með leifarnar af okkur, ef við værum „settir í stein" á einhverjum klettinum úti í högum, þar sem eftirkomendurna sist fýsti að búa meðan þeir lifðu. Og enn virðist jörðin nógu rúm til þess, að hinir framliðnu ættu að geta fengið blett, er þeir mættu hafa í næði, ef skynsamlega væri um búið. Grafarholti, 8. maí 1910. Björn Bjarnarson. Vottorð. Lögr. hefur verið beð- in að birta eftirfarandi vottorð: Forstöðumaðurinn á Geðveikrahælinu á Kleppi 27. apríl 1910. Þar sem jeg hef orðið þess var að þær sögur eru bornar út að yfirhjúkrun- arkona Þóra Jónsdóttir misþyrmi sjúkl- ingunum hjer og sje vond við þá, þá skal jeg taka það fram, að sögur þess- ar eru ekki á neinum rökum bygðar. Sömuleiðis er það algjör ósannindi, að henni hafi verið vikið burt hjeðan. Pórður Sveinsson. Vjer undirrituð, er höfum verið starf»- menn á Geðveikrahælinu á Kleppi, á þeim árum, er Þóra Jónsdóttir var þar yfirhjúkrunarkona, lýsum yfir því að að sögur þær, er bornar eru út þess efnis, að yfirhjúkrunarkonan, Þóra Jóns- dóttir misþyrmi sjúklingum hjer og sje vond við þá, eru með öllu ósannar. Kleppi 29. apríl 1910. Guðjón Jónsson, Sigríður Guðjóns- dóttir, Guðrún Jónsdóttir, Oddný Guð- mundsdóttir, Arnheiður Björnsdóttir, Auð björg Jónsdóttir, Margrjet Guðmunds- dóttir, Þórhildur Eiríksdóttir, Kristín Pálmadóttir, Guðbjörg Sæmundsdóttir, Margrjet Þórðardóttir, Sigríður Eyjólfs- dóttir, Margrjet Guðbrandsdóttir, Anna Runólfsdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Elí- as Elfasson, Jórunn Bjarnadóttir, Þuríð- ur Jónsdóttir, Matthildur Helgadóttir, Nikolaj Hansen, Júdit Ingibjörg Niku- lásdóttir, Jónína Jónsdóttir, Guðmundur Kr. Jónsson, Elenóra Ingvarsdóttir, Er- lendur Þorvaldsson. Frá jalMÉm til fisliaiiia. Hnífsdals snjóflóðið. Ragnar Lundborg ritstjóri í Uppsölum í Svíþjóð hefur sent þeim, sem tjón biðu aí snjóflóðinu, 165 kr., er hann hefur safnað í þessu skyni. Bátstapi í Bolungarvík. Hjer í blaðinu hefur áður verið getið um, að þar fórst bátur á sumar- daginn fyrsta með 3 mönnum. Þeir hjetu Jason Jónsson, Bene- dikt Halldórsson og Björn Björns- son, tveir hinir fyrnafndu kvæntir og áttu börn, en Björn ungur maður. Norskur konsúll á Akureyri er nýskipaður 0. C. Thorarensen lyfsali.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.