Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.05.1910, Blaðsíða 1

Lögrétta - 25.05.1910, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON Laugare^ 41. Talsími 74. Ritstjóri RORSTEINN GISLASON Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M 26. Reykjayík 35. maí 1910. 'V'. árg. I. O. O. F. 915279. Forngripasafnið opið á sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (( Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/* —12 og 4—5. Islands bankt opinn 10—2x/a og 5//2—7. Landsbankinn io1/^—2‘/a. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. HWNARSTRI7I8 1920 2U2-KOLAS 1-2-L£KJARTlZ • REYtOAVIK* aura pd. kostar plöntvifeiti er feit norðlensk dilliakeefa Stór, nýorpin íslensk egg Talsimi 284. H. A. Fjeldsted Austurstræti 17. J5 K M Lárus Fjeldsted, Yflrpjettarmálafœrslumaður. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—5. Rúðugler og kítti er _______________best að * ZOEGA, Bankastr. 14. Talsími 128. Til Seyðisfjarðar með »Botníu« 11. júní með 10 daga dvöl þar. Til Akureyrar með »Egil« 23. s. m. með 15 daga dvöl þar. Til Isafjarðar með »Flora« 9. júlí með 8 daga dvöl þar. Kem til Reykjavíkur aftur 21. júlí. — Það er áríðandi, að sjúk- lingarnir komi sem fyi'st á hvern dvalarstað, ef til skurðlækninga kæmi. A. Fjeldsted. verður 80 ára á morgun (26. maí). Hann er fæddur 26. maí i830oger elstur karlmaður í Reykjavík, þeirra, er bornir eru og barnfæddir hjer í bæ*). Og hjer hefur hann allan sinn aldur átt heimilisfang. — En hann er ekki aðeins elsti, heldur einnig einhver allra merkasti borgari bæjarins, fyrir margra hluta sakir. Atorka hans og framtakssemi hefur verið óvenju mikil og um langt skeið hefur hann verið einhver mesti at- vinnurekandi í bænum. Eins og kunnugt er, var hann á sínum tíma frumkvöðull og aðalfor- kólfur þilskipaútgerðarinnar hjer við Faxaflóa, og það er mikið fyrirhyggju hans og elju að þakka, að atvinnu- vegur þessi er orðinn það.sem hann er. Með fyrirmyndardugnaði sínum hefur G. Z. á ýmsan hátt átt stóran þátt, beinlínis og óbeinlínis, í vexti og viðgangi þessa bæjarfjelags. G. Z. er enn hinn ernasti og má heita í fullu fjöri, þó svona gamall sje orðinn. — Tvíkvæntur er hann. Fyrri konu sína, Guðrúnu Sveins- dóttur, misti hann fyrir milli 20 og 30 árum. Þeirra dóttir er Kristjana, kona Th. Thorsteinsons kaupmanns hjer í bænum. Síðari kona Geirs er Helga Jónsdóttir frá Ármóti í Árnessýslu, systir Kristjáns Jóns- sonar læknis, sem nýlátinn er í Vest- urheimi. Þau eiga 4 börn á lífi. Reykvíkingar halda G. Z. og konu hans mjög fjölment heiðurssamsæti á morgun. Elst innfæddra kvennmanna er frú María Einarsdóttir í Vinaminni, 83 ára að aldri. Heilsuhælið á Vífilsstöðum þarf 'T viiinulconiir frá 20. júlí næstk. Pær stúlkur, sem um þau störf vilja sækja, snúi sjer til fröken Valgerðar Steinsen, Veltusundi 1. ZhorcfjelagiÓ kært. Ekbert kælirúm í neinu milli- landaskipi þess, sem til Reykjavíkur kemur. Nú fyrir fáum dögum var kært yfir því til stjórnarráðsins, að kæli- rúm væri ekki í neinu af þeim milli- landaskipum Thorefjelagsins, sem hingað koma til Reykjavíkur. Kær- andinn var Sigurður Fjeldsted á Ferjubakka í Borgarfirði. Hann kom hingað suður til þess að semja um útflutning á laxi í kælirúmaskipun- um, hafði í vetur bygt íshús uppi við Hvítá, og var það ætlun bænda, sem laxveiðar stunda þar upp- frá, að koma laxinum nýum á út- lendan markað. En Sigurður fjekk þau svör hjer á afgreiðslu fjelagsins, að kælirúm væri ekki til í neinu af skipum þess, sem færi milli Reykjavíkur og útlanda í sumar. Honum var sagt, að kælirúmsmilli- landaskip fjelagins væri „Ingólfur", en hann fer milli Khafnar og austur- lands og Norðausturlands, lengst vestur á Sauðarkrók, en kemur að- eins einu sinni á árinu til Reykja- víkur, og er sú ferð um garð gengin (í miðjum apríl). Sigurði fanst nú, að með öðru eins ráðlagi og þessu, hlyti fjelagið að hafa brotið samning sinn við landstjórnina og kærði því til stjórn- arráðsins, eins og áður segir. En ekki er það komið fram enn, hver árangur þeirrar kæru verður. Götin eru svo mörg og stór á Thoresamn- ingnum, að Tulinius mun í lengstu lög sigla þar í gegnum án þess að stranda. Ráðherra veit auðvitað hvorki upp nje niður í neinu af þessu; hefur víst ekki látið skoða neitt af skip- unum og trúir ef til vill öllu, sem umboðsmaður fjelagsins hjer, Sveinn sonur hans, lætur ísaf. segja um skipin og samninginn. Peary hjelt 4. þ. m. fyrirlestur í kgl. landfræðisfjelaginu í London um för sína til Norðurheimskauts- ins. Fjöldi manna var þar við. Eftir fyrirlesturinn var honum veitt gullmedalía frá fjelaginu og Bart- lett kapteini, sem með honum var, silfurmedalía. Peary sagðist liafa tekið margar dýptarmælingar á leið sinni til heimskautsins, er landfræðingum mundi þykja merkilegar. Margar mælingar kvaðst hann hafa gert meðan hann var við heimskautið til þess að fullvissa sig um, hvar hann væri staddur. Úr þrautum sínum í þessari síðustu ferð gerði hann mjög lítið, í samanburði við fyrri ferðir sínar. Um dr. Cook vill hann ekkert tala. Reikninguriim mótmælir ráðherra og rannsóknarnefnd. Yarasjóður liefur aukist um 70 þús. br. síðastl. ár. Nú er reikningur Landsbankans fyrir síðastliðið ár saminn og er hann birtur á öðrum stað hjer í blaðinu. Þetta er nær mánuði eftir lögákveðinn tíma; reikningurinn sýn- ist hafa staðið í bankastjórunum. Reikningurinn ber með sjer, að tap á víxlum og ábyrgðarlánum síðastl. ár er um 15,000 (fimtán þús- und) krónur, einar 15,000 kr. Minna má á það, að hin fyrverandi banka- stjórn hafði í reikningnum fyrir árið 1908 yfirfært fyrir væntanlegu tapi 20,000 kr., er felst í 13. skuldalið efnahagsreikningsins 1908. £r það 5000 kr. meira en tapast hefur. Þar sem nú bankastjórarnir í reikn- ingi sínum eigi geta talið tap bank- ans meira en þetta (15 þús. kr.), þá er þar með fengin óvefengjanleg sönnun fyrir því, að rannsóknar- nefndin hefur farið með ósatt mál, ráðherrann farið með ósatt mál og ísafold farið með ósatt mál, er öll þessi virðulega þrenning sagði í vet- ur tap bankans full 400 þús. kr. Þessi ósannindi símaði ráðherra út um alt land, og til Danmerkur, og kom þeim þar enda í 2 eða 3 al- menningsblöð. Landsbankareikningurinn telur vara- sjóð bankans fullar 706 þús. kr. Hefur hann aukist um 70 þús. kr. síðasta stjórnarár fyrverandi banka- stjórnar. Bendir það á, að hún hafi farið sæmilega með efni bankans. En nú kemur það, sem einkenni- legast er í öllum reikningnum. Þvert ofan í lög og reglugerð bankans þrískiftir bankastjórnin varasjóðnum og leggur 385 þús. kr. af honum móts við áætlað tap á útistandandi skuldum á nœstu árum. Þetta stendur svo í reikningnum: „Áætl- að fyrir tapi á útistandandi skuldum á næstu árum kr. 385,000“. Þessi „næstu ár“ — eru það 5 ár, eða 10 ár, eða 15 ár eða 50 ár? verður manni ósjálfrátt að spyrja. Og nú er það sýnt með óvefengjanlegu sönnunargagni, sjálfum bankareikn- ingnum, að alt tal rannsóknarnefnd- ar og ráðherra um hið mikla „tap" bankans er ekki annað en spádóm- ar og getgátur, eins og fyrverandi bankastjórn segir í „Andsvörum og athugasemdum" (bls. 44). Jeg trúi því mjög vel, að bankastjórnin, sem nú er, geti látið bankann tapa langt utn meira en 385 þús. kr., en það er gleðilegt að sjá það af reikningi hennar, að hún treystir sjer eigi til að láta hann tapa hærri upphæð. G. Roosewelt. Honum var mjög vel fagnað í Kristjaníu, eins og lög gera ráð fyrir, er hann kom þangað til þess að þakka fyrir friðarverðlaun Nóbels- sjóðsins. Meðal annars var hann gerður heiðursdoktor við háskólann í Kristjaníu. Ræðuna, sem birt er á öðrum stað hjer í blaðinu, hjelt hann á Þjóðleikhúsinu í Kristjaníu. í annari ræðu, sem hann hjelt þar í veislu hjá konungi, mintist hann á fornnorrænar bókmentir og kvaðst vera þeim kunnugur. Mest kvað hann sjer þykja varið í Heimskringlu Snorra. Frá Kristjaníu hjelt hann til Stokk hólms og þaðan til Berlínar. Nú mun hann vera í Englandi. Ymislegt í ræðum hans báðum, sem birtar eru hjer í blaðinu, gæti verið íhugunarefni hjer á landi, eins og nú er komið hjer stjórnarfarinu. Lögrjetta svarar fyrir ráðherrann. Hr. Jón Ólafsson alþm. hefur í blaðinu Reykjavík verið að spyrja ráðherra ýmsra spurninga, sem snerta stjórnarstörf hans og almenningur á heimtingu á, að svarað sje afdrátt- arlaust og rjett. En illa þykir mönn- um ganga að toga svörin út úr ráð- herra. Það vill nú svo til, að Lögr. getur svarað einni af þessum spurn- ingum fyrir ráðherrann. En svarið er á þessa leið: Hr. Jóni Bergsveinssyni sýldar- matsmanni á Akureyri og, að. því er kunnugir segja, systursyni Björns Jónssonar ráðherra hafa verið borg- aðar úr landsjóði til ferðalags er- lendis 1536 — fimtán hundruð þrjá- tíu og sex — kr. Þar af munu 600 kr. vera löglega veittar honum, en hitt, 936 kr., hefur hann fengið án þess að nokkur lagaheimild sje til fyrir þeirri greiðslu úr landsjóðnum. Þær 600 kr., sem löglega eru veitt- ar, eru teknar af 800 kr. fjárveiting- unni í Fjáraukalögum f. 1908 og 1909 (6. gr.) til utanfarar tveggja manna til þess að kynna sjer verk- un á síld. Jón „systursonur" hefur fengið 600 kr. af þeirri upphæð, en Siglufjarðarmaðarinn, sem lögin ætl- ast til að fái helminginn, varð að gera sig ánægðan með 200 kr. Af greinum þeim, sem hr. J. Bergsveinsson hefur skrifað um þetta Ibflð fyrir betri familíu fæst til leigu frá 1. október, einnig geta einhleypir fengið bestu herbergi frá sama tíma og tvö herbergi strax. Upplýsingar í Vesturgötu 32. Trjáplðntur af ýmsum tegund- um fást þessa viku í Gróðrarstöð- inni. mál í Rvík og ísaf., er næst að ætla, að hann hafi ekki vitað, að þeir peningar, sem hann fjekk hjeð- an, væru teknir úr landsjóði, heldur haldið, að þeir væru gjöf frá „móð- urbróðurnum". En á þessa meðfetð ráðherra á landsfje mætti síðar minnast. Reykjavík. ítalsknr myndasmiðnr, Ettora Archhinti að nafni, er nýlega kom- inn hingað og dvelur hjer um tíma. Jón Jónsson alþm. frá Múla kom heim á sunnud. var frá Aust- fjörðum. Hjónaband. í fyrra dag kvæntist Kr. Ó. Þorgrímsson konsúll ekkju- frú Magneu Johannesen. Brillonin Frakkakonsúll var ný- lega dæmdur í 100 kr. sekt og 25 kr. málskostnað í undirrjetti fyrir meiðyrði um JónJensson yfirdómara, er konsúllinn hafði haft í brjefi til hans, og voru meiðyrðin um leið dæmd dauð og ómerk. Manualát. Nylega er dáinn Magn- ús dbrm. Brynjólfsson á Disjum á Álftanesi, um nírætt. Merkur mað- ur. Jarðarförin fer fram næstk. föstu- dag. Einnig er nýlega dáinn merkis- bóndinn Jón Ólafsson á Sveinsstöð- um í Húnavatnssýslu, 74 ára gam- all. Hann hafði búið á Sveinstöð- um um 30 ár, en nú býr þar eftir hann einn af sonum hans, Magnús. Annar sonur hans er Halldór vjela- stjóri á Alafossi, en hinn þriðji Böðvar stud. júr. í Reykjavík. Zahlerádaneytid hefur beð- ist lausnar, segir símskeyti frá Khöfn í dag.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.