Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.06.1910, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.06.1910, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON Laugaveg 41. Talsimi 74. Ritstjóri PORSTEINN GISLASON Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M 2T. Reykjavík 1. j »iní 1910. 'V'. árg. I. O. O. F. 915279. Forngripasafnið opið á sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. lo'/a —12 og 4—5. íslands banki opinn 10—272 og 57»—7• Landsbankinn io1/^—2x/v. Bnkstj. við 12 1. Lagaskólinn ók. Ieiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. • MAc. HThAThömsén- HflfNARSTR' I7T8 1920 21-22‘KOLAS i-2-LÆKJART- 1-Z • REYKJAVIK* Láruis FjeldstedU YfilrpjettarmálafærslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—5. Rúíugler °? "f'er» zokga, ---- best að Bankastr. 14. ----■-= kaupa hjá Taisími 128. yíttrxDisajmæli Geirs kaupmanns Zoega. Fjölment samsæti. Stórgjaflr. Mjög tjölment varð heiðurssamsætið, sem Geir kaupmanni Zoega var haldið hjer í bænum 26. f. m., eins og á var minst í síðasta blaði að til stæði. í því sátu 230 manns, karlar og konur. Samsætið var haldið á Hótel Reykjavik. Páll Einarsson borgar- stjóri hafði gengist fyrir því, og hjelt hann aðalræðuna fyrir heiðursgest- inum, mintist á framfarir Reykjavíkur- bæjar á árabilinu frá því að G. Zoega var hjer ungur maður og byrjaði að starfa, og þar til ná, sýndi fram á, hver nytsemdarmaður G. Z. hefði verið bænum með framtakssemi sinni og dugnaði og hve miklar væru menjar hans hjer, einkum í sjávar- útveginum, því þar hefði hann verið brautryðjandi. Hann hefði fyrstur manna byrjað þilskipaútveg hjer við Faxaflóa með skipinu „Fanny" 1866. Þar með hefði hann vísað leið að þeirri auðsuppsprettu, sem bærinn hefði sótt til vöxt og viðgang og mundi sækja framvegis. Færði borg- arstjóri honum fyrir bæjarins hönd þakklæti fyrir langt og merklegt starf, og síðan var drukkið minni heiðursgestsins. Geir Zoéga svaraði og þakkaði ræðuna. Hann Iauk máli sínu með því, að hann rjetti landritara, for- manni Heilsuhælisfjelagsins, skjal, en landritari las síðan skjalið fyrir sam- sætismönnum. Það var gjafabrjef til Heilsuhælisins á Vífilstöðum, þar sem heiðursgesturinn og frú hans gefa hælinu allan húsbúnað í 10 einbýlis- herbergi, og nemur sú gjöf vel 5V2 þús. kr. Gjafabrjefið er svohljóðandi: »Jeg undirskrifaðtir G. Zoéga ásamt konu minni gef hjer með á 80 ára afmœlisdegi minum Heilsuhœlinu á Vífilstöðum húsbúnað allan í pau 10 einbýlisherbergi, sem eru í tjeðu Heilsu- hœli. Húsbúnaður þessi (legubekkir, stölar, skápar, rúmstœði og rúmföt o. fl.) er, að tilhlutun Heilsuhœlisstjórnar- innar og ftjrir milligöngu »Nalionalfor- eningen til Tuberk. Rekœmpclsea í Danmörku keypt hjá Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og koma hingað eígi síöar en í miðfum júlímánuði nœstkom- andi. Húsgögnin eru úr »poleret satinv, og kosta, að pví er Heilsuhœlisstjórnin hef- ur skýrt mjer frá, ca. 5,640 kr. Reykjavík 36. maí 1910. tf. Zoiig'a. Helga ZoSga. Ásta Árnadóttir málari. dugnaði hún hefur komist áfram erlend- is. Nú hefur hún náð því takmarki, sem hún setti sjer. Hún byrj- aði málaranám hjer í Rvík, hjá Berthelsen, tók síðan sveiaspróf í Khöfn fyrir nokkr- um missirum og nú hefur hún lokið meist- araprófinu í Ham- borg. Veru hennar ytra er nánar lýst í aprílblaði „Óðins" síð- astl. ár. Litla dvöl ætlar hún að hafa hjer nú. Hún ætlar að setjast að í K.- höfn og reka þar iðn sína í fjelagi við danska stúlku, Karen Hansen, scm líka er málarameistari. Frk. Ásta hafði hjer í síðastl. viku sýningu á ýmsu, sem hún hefur málað, og er það listavel gert. Myndin, sem hjer fylgir, sýnir hana í málarabúningnum. í síðastl. mánuði kom frk. Ásta Árna- dóttir málari heim hingað frá Hamborg, en þar hafði hún 2. f. m. lokið meistara- prófi í málaraiðn. Hennar hefur verið getið nokkrum sinn- um áður hjer í blað- inu og sagt frá því, með hve frábærum Landritari þakkaði gjöfina fyrir hönd Heilsuhælisfjelagsins. Þar næst fjekk heiðursgesturinn ráðherra í hendur annað gjafaskjal til Heilsuhælisins frá erfingjum Krist- jáns Jónssonar læknis, sem nýlega er dáinn í Clinton í Ameríku. En erf- ingjarnir eru þau hjónin Geir Zoéga og frú hans, sem er systir Kristjáns læknis, síra Halldór Jónsson á Reyni- völlum og Sigurjón Jónsson versl- unarmaður hjer í Reykjavík (hjá G. Z.), sem eru bræður Kristjáns læknis. Með þessu gjafabrjefi er hælinu gef- inn 10 þús. kr. sjóður, og skal vöxt- unum varið til legukostnaðar 1 sjúk. lings. Það gjafabrjef hljóðar svo: Við undirritaðir erfingjar Kristjáns sál. Jónssonar lœknis frá Clinton, Iowo, ánöfnum hjer með kr. 10,000 — tíu pús- und krónur — til stofnunar sjóðs, er vera skal til endurminningar um hann og bera nafn hans. Skal vöxtum af pví fje varið til að borga legukostnað eins sjúklings i berklahœlinu á Vífils- stöðum, — í einbýlisstofn. »Frá pessum degi að telja reiknast Landsbankavextir af fyrnefnda fje, par iil sjálfur höfuðstóliinn verður afhent- ur hlutaðeigendum. Jafnframt áskiljum við okkur á sín- um tíma að setja ýms skilyrði, er nán- ara verði tekin fram í vamtanlegri skipulagsskrá. Reykjavík, 26. maí 1910. Geir Zoega. Helga Zoega. Halldór Jónsson (fyrir mína hönd og konu minnar Kristínar Hermannsdóttur). Sigurjón Jónsson«. Ráðherra las brjefið fyrir samsætis- mönnum og þakkaði gjöfina. Síðan talaði Þórhallur biskup Bjarn- arson fyrir minni konu heiðursgests- ins og barna þeirra, en hann þakk- aði. Kvæði var sungið eftir síra Matth. Jochumsson og eru tvö fyrstu erindin svohijóðandi: Fyrir öll þín afrek háð, æfilanga snild og dáð færir bær og borgarráð bestu þökk í lengd og bráð. Fyrirmynd þeim fósturbý fögur varst, sem lifðir í, sýndir oss, að „honesty" er hin besta „policy". Síðar í samsætinu hjelt Borgþór Jósefsson bæjargjaldkeri ræðu fyrir heiðursgestinum. B. J. hafði komið til hans 19 ára gamall og verið síðan hjá honum við verslun í samfleytt 29 ár. Lýsti hann því, hve vel G. Z. hefði reynst sjer. Á eftir þeirri ræðu las frú Stefanía Guðmundsdóttir leik- kona, kona B. J., upp kvæði eftir Guðm. Magnússon í tveim köflum, „þakklætis- og kveðjuorð" til heiðurs- gestsins frá Borgþ. Jósefssyni. Var gerður mikill rómur að þessu hvoru- tveggja, ræðu B. J. og kvæðaflutn- ingnum. Kvæðið byrjar svo: Þig sem einn af óskasonum ísland heiðrar nú. — Fáir hafa fegri vonum fleytt til lands en þú. Það, sem tindar íslands eygja yfir bláan ver, segl, er vindar hlýir hneygja, heilla óska. þjer. Þetta erindi er tekið úr síðari kafla kvæðisins: Þjer fylgdi blessun bæði á sjó og landi, sem bar til sigurs öll þín miklu störf, því í þeim lifði hreinn oghrekklaus andi, og hugsun, sem var skýr og snjöll og djörf. Það blessar enn þinn bjarta vinnudag sem bjarmi undir fagurt sólarlag. Samsætið fór hið besta fram að öllu öðru en því, sem ráðherra lagði þar til. En mistök hans voru í það skifti án efa eingöngu að kenna klaufaskap og smekkvöntun, svo að hlutaðeigandi menn munu virða þau á betri veg. Ný mynd af G. Z. kemur innan skamms í „Óðni". Riíssland, Japan og Kórea. Það er sagt, að Rússar og Japans- menn hafi nýlega skrifað undir samning þess efnis, að hjálpast að því, að hnekkja valdi Kínverja í Mandsjúríu og Mongólíu. Jafnframt eiga Japanir að hafa fengið viður- kent fullveldi yfir Kóreu. Norðurför Zeppelíns. Það er nú sagt, að loftskip Zeppelíns greifa eigi að leggja á stað í norð- urför í júlí í sumar. Ætlunin er ekki beinlínis sú, að komast á norðurheimskautið, heldur að kanna löndin norðan við Grænland. Ljós 1] Dimmur. Fínasta bindindis-öl. Dndir áfengismarkinu. jaríarjör Játvaríar Vil. Hún fór fram, eins og áður hefur verið getið um hjer í blaðinu, 20. f. m. Þar voru við staddir flest- allir konungar og þjóðhöfðingjar Norðurálfunnar, þar á meðal Friðrik Danakonungur. Gústav Svíakonungur var þar þó ekki, vegna heilsulasleika. Eftir beiðni Bandaríkjastjórnar var Roosewelt fyrv. forseti þar við fyrir hennar hönd. Sem dæmi um það, hve stórkost- leg önnur eins athöfn og þetta er í Englandi, má geta þess, að símað var frá Lundúnum til Khafnar kvöldið áður en jarðarförin fór fram, að þá hafi 200 þús. manna gengið fram hjá líki konungsins, þar sem það stóð á líkbörum (castrum doloris) og þó bíði enn mannþyrping í röð, sem sje 8 enskar mflur á lengd. 50 tonn af blómum er þá sagt að komin sjeu til þess að fylgja kistunni. Daginn, sem jarðarförin fór fram, hætti öll vagnferð um götur þær, sem líkfylgdin átti að fara um, kl. 6 um morguninn. Allar þær götur fyltust af fóiki. Um 5 enskra mílna veg fór líkfylgdin gegnum þjetta mannþyrpingu. Konungarnir fylgdu líkinu ríðandi, og eru þessir tald- ir þar upp: Georg Englands- konungur, Vilhjálmur Þýskalands- keisari, Hákon Noregskonungur, Ge- org Grikkjakonungur, Friðrik Dana- konungur, Alfons Spánarkonungur, Ferdínand Búlgaríukonungur, Manuel Portúgalskonungur, Albert Belgíu- konungur, krónprins Tyrkja, Fashimi prins frá Japan, Franz Ferdinand erki- hertogi af Austurríki, Michael Alex- androwitsch stórfursti frá Rússlandi, hertoginn af Aosta o. s. frv. Þar á eftir fóru 12 vagnar og í þeim Alexandra drotning og dætur þeirra Játvarðar, Mary drotning, keis araekkjan rússneska, Maria Fedor- owna, o. m. fl. Inn í kirkjuna leiddi Georg Eng- landskonungur móður sína næst á eftir kistunni, en þar næst gekk Vilhjálmur Þýskalandskeisari og leiddi Mary Englandsdrotningu. Eignir Mark Twains, sem hann heíur látið eftir sig, eru sagðar miklar, sum blöð segja um 4 milj. kr. Hann hefur arfleitt dóttur sína, sem Clara heitir, að þeim öllum, Hún er gift rússneskum söngfræð- ingi, Gabrilowitsch að nafni. Zalile, yfirráðherra Dana, sem nú er að leggja niður völd. Dönsku kosningarnar. Dönsk blöð segja að kosningar hafi aldrei verið eins vel sóttar í Danmörku og nú. Við kosning- arnar í fyrra greiddu atkv. 71,3 kjösendur af hndr., en nú 75 af af hndr. Um 326 þús. atkv. liöfðu verið greidd í fyrra, en rúml. 347 þús. nú. 35 þingmenn hafa verið kosnir, sem ekki áttu sæti á síðasta þingi. 15 af þeim hafa þó áður verið þingmenn. Þingmaður Færeyinga telst til endurbótaflokksins (J. C. Christen- sens-ílokksins) hvernig sem kosn- ingarnar fara þar, segir »Politik- en«. Effersö og Patursson, sem þar keppa um kosningu, hafa kom- ið sjer saman um, að fylla þann flokk, hvor þeirra sem kosinn verði, »þótt þeir sjeu ósammála um alt annað«, segir blaðið. End- urbótaflokkurinn hefur þá rjettan helming atkv. í þinginu, 57 af 114. Gert er ráð fyrir að J. C. Christensen myndi hið nýja ráða- neyti. Það má sjá á »Politiken« 21.f.m., að hún ætlar, að svo muni verða. Blaðið »Dannebrog« gerir þó ráð fyrir, að það verði Neer- gaard, sem ráðaneytið myndi. Friöarmálafundur stór á að verða í Stokkhólmi í sumar, og koma þar saman 3—400 menn af ýmsum þjóð- um. Það er sagt, að Leo Tolstoj ætli að koma á fundinn,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.