Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.06.1910, Blaðsíða 4

Lögrétta - 15.06.1910, Blaðsíða 4
116 L0GRJETTA. Sassföð ÆeyRjavítíiir mælir með: Lömpum, Suðuáhöldum, seg-]a: Smjör og Margarine þolir ekki lyktina af olíu, síld, osti, kaffi og þvílíku, og getur því aðeins haft lircinan sinckk í sjersölubúðum fyrir smjör. Steikaraofnum, Línboltum o. s. frv. Þar er lika verðið lægst. , cáiÍ sjömanna. Biðjið útgerðarmenn yðar um smjörlíki frá „Kö- benhavns IWCarg-ariiiefabrili44, sem er búið til úr hreinu og ósviknu efni, lítið litað og livítt eins og sauðasmjör. Fæst frá foröalbiiri verksmiðjiinnar á Akureyri og beint frá verksmiðjunni. Áreiðanlegum kaupendum er gefinn gjaldfrestur, sje rnikið keypt í einu. Jón Stefánsson, Akureyri. Einungis af bestu gerð og gæðum. Menn eru beðnir að iíta á sýnishornin á Hverfisgötu 2. Kennarastaða við barnaskóla Reykjavíkur er laus frá 1. okt. næstkom- andi. Árslaun 1000 krónur. Umsóknir sendist fyrir 15. Smjörhúsið Hafnarstræti. Reykjavík. Talsími 223. Hambwrg W. v. Essen & W. Jacoby. (Eigandi Waldemar v. Essen. Stofnað 1869). VöruafgreiSsla. Skipaafgreiðsla. Vátrygging. Meðmæli: Die Deutsche Bank. Til leigu herbergi fyrir einhl. Bóklöðust. ii. Brúkuð íslensk frímerki kaupir með hærra verði en áður Girðing. Á lóðarmörkum gasstöðvarinnar á að reisa vegg úr steinsteypu, högnum steini eða trjegirðingu. Peir, er vilja taka að sjer verkið, geta fengið nánari upplýs- ingar á SRrifsíqfu gassíöé varinnar. ágúst til borgarstjóra, er gefur nánari upplýsingar. Inger Osllimd. Síióíanafnóin. Tilborgar 01 er bragðgott <>”' geymist vel. Cúborgar gosðrykkir, þar íi meðal s j erstaklega Tuborgar Citron Sódavatn og Tuborgar Límonaði, eru hressandi og þægilcgir sumardrykkir. Tímakensla. Þeir, sem óska að fá tímakenslu við barnaskóla Reykjavíkur næsta skólaár, sendi umsóknir um það til borgarstjóra fyrir 15. ágúst næstkomandi. SRólansfnóin. framtalsþiig fyrir Reykjavíkurkaupstað verð- ur haldið í bæjarþingsstofunni hjer þriðjudaginn 21. júní og hefst kl. 12 á hádegi. Bæjarfógetinu í Reykjavík, 7. júní 1910. Jón Magnússon. „Sjómannalíf", saga eftir R. Kipling, sem komið hefur út í Lögr., fæst enn í öllum bókasölubúð- um. — Ágæt saga. Smáauglýsingai* tekur „Lögrjetta" framvegis fyrir lægra verð en áður. En þá verður borgun að fylgja jafnframt yy Auglýsingum í „Lög- rjettu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. Munið ú borga Lögrjettu. dan$ka smjörlihi cr besl. Biðjið um tegundírnar „Sóley’* „Ingólfur’’ „Hehla"eða „Isöfold” Smjörlikið fccst* cinungis fra': \ Offo Mönsfed h/f. > Kaupmnnnohöfn og/író$um i Danmörku. Barnaskölinn. Þeir sem vilja fá ókeypis kennslu fyrir börn yngri en 10 ára í barnaskóla Reykjavíkur næsta skólaár, sendi umsóknir um það til borgarstjóra íyrir 15*. ágúst næstkomandi. Skólanefndin. 234 235 Hann reiddist í svip og varð rauður i andliti. En þó stilti hann sig. »Skógarkonungurinn vill spara vín sitt og vistir við Englandskonung«, sagði hann. »Það er gott. En þegar þú, Hrói höttur, kemur og heimsækir mig í Lundúnum, þá ætla jeg ekki að vera eins sparsamur. — Þetta var samt rjett gert af þjer, fjelagi! Nú skulum við fara á bak og halda á stað. Jeg sá það, að Ivar hlújárn var orðinn óþolinmóður«. Svo kvaddi konungurinn i flýti og hjelt áleiðis til Stóruborgar, og með honum ívar, Gurt og Yambi. Þeir náðu þangað fyrir sólsetur. Stóruborgarvígi var þá ekki eins ram- gert og síðar varð. Það var gert af Engilsöxum. Aðalturninn var vel út búinn til varnar, en útvirki var þar ekkert og ekki annað en einföld trjá- girðing alt í kring. Stór, dökkur sorgarfáni blakti á turn- inum til merkis um dauða húsbónd- ans. Annars var þar ekkert tákn um tign hans og ættgöfgi sýnilegt, þvi skjaldarmerkin, sem Normanna-aðall- inn hafði, voru á þeim dögum nýung og höfðu Engilsaxar ekki tekið þau upp eftir Normönnum. Það var mikið um að vera á Stóru- borg og hafði heimaíólkið í mörgu að snúast. Fjölmenni var þar saman komið og öllum óspart veitt, eins og tíðska var við slík tækifæri. Því auk allra þeirra, sem einhver kynni höfðu haft af hinum látna, var hver maður, sem leið átti fram hjá, boðinn og vel- kominn til þess, að taka þátt í greftr- unargildunum. En þar sem Aðalsteinn hafði verið bæði sjerlega auðugur maður og ættgöfugur, var nú rausnin líka eftir því. Stóraborg stóð á hæð og var nú fjöldi manna á gangi um brekkuna, sem sneri að veginum heim til höfuð- bólsins. Hliðið var opið, erkonungur kom þar að með föruneyti sitt, og engir voru þar varðmenn. Þeir kon- ungur riðu þegar inn. Enga sorg var að sjá á mannfjöldanum þar inni. Á einum stað voru margir matreiðslu- menn önnum kafnir við að steikja uxa- og s^iuða-skrokka; á öðrum stað var verið að opna stórar ölámur, en úr öðrum, sem voru að tæmast, var ölið borið hringinn í kring. Gestirnir gengu að fæðunni og ölinu, og tóku hvorutveggja eftir vild. Þar voru Eng- ilsaxneskir þrælar, hálfnaktir, sem venjulega áttu við þröngan kost að búa, en átu nú og drukku eins og þeir ætluðu að búa að því í heilt missiri á eftir. Borgarar og bændur átu líka og drukku með góðri list; sumir sögðu of lítið malt í ölinu, en aðrir mótmæltu því, og var svo rætt fram og aftur um ölgerðina. Einstöku menn voru þarna af fátækari og óæðri aöli Normanna. Þeir voru auðþektir á því, að þeir voru allir rakaðir á höku og i stuttum kápum. Þeir stóðu í smáhópum til og frá og litu með fyrirlitningai-svip yfir veislusvæðið, en ljetu þó svo lítið að grípa við og við til matarins og vínsins, sem fram var borið. Svona var ástatt þarna á Stóruborg, þegar Ríkharð konung bar þar að garði. Forstöðumaður veislunnar veitli því litla eftirtekt, þótt nýir og nýir gestahópar bættust við, nema ef mis- brestur varð á góðri reglu einhver- staðar. Annars gekk hver maður að því, sem fram var reitt, þar sem hann vildi og óboðinn. Samt veitti forstöðu- maðurinn því þegar eftirtekt, er þeir konungur og ívar komu. Honum fanst hann kannast við andlit ívars, en gat þó ekki komið því fyrir sig, hver maðurinn væri. Á búningnum sá hann, að þeir voru báðir riddarar, en koma slíkra höfðingja var sjald- gæf til útfaragilda Engilsaxa, og hlaut að teljast heiður við hinn látna og skyldmenni hans. Forstöðumaðurinn gekk þvi fram, ruddi gestunum veg gegnum mannþyrpinguna og fylgdi þeim að innganginum tii turnsins. En niðri í garðinum urðu þeir Gurt og Vambi eftir, enda hittu þeir þar íljót- lega fyrir sjer kunningja. LXI. Inngangurinn í hinn mikla turn á Stóruborg var einkennilegur og gamal- dags. Fyrst var gengið upp brattan og þröngan stiga upp í lága hliðar- hvelfingu á sunnanverðum turninum. Þar íyrir neðan voru aðeins fanga- klefar og dimmar múrhvelfingar, en stigar lágu frá hliðhvelfingunni upp i efri herbergi turnsins. Úr hliðhvelfingunni var þeim Rík- harði konungi og ívari fylgt inn í stór- an, hringmyndaðan sal, sem tók yfir allan turninn. Á leiðinni upp stigann dró ívar kápuhött sinn yfir höfuðið, því það hafði verið samkomulag milli þeirra Ríkhaiðs konungs, að ívar skyldi ekki gefa sig til kynna fyrir föður sín- um fyr en konungur gæfi honum hendingu um, að tími væri til þess kominn. Inni í liringsalnum sátu milli tíu og tuttugu menn við stórt horð úr eiki- trje. Það voru helstu höfðingjar Engil- saxa þaðan úr nágrenninu. Alt voru þetta menn á efri árum, því yngri kyn- slóðin hafði, eins og ívar Siðríksson, gengið yfir í sveitir Normannanna. Þessir gömlu menn sátu þarna niður- lútir og hryggir. Þögnin og alvaran þar inni stakk alveg í stúf við ókyrð- ina og gleðina úti. Þegar Ríkharður konungur kom inn, stóð Siðríkur upp, lyfti bikar sínum og bauð hann velkominn. En ekki vissi Siðríkur enn annað um hann en það, sem þeim hafði farið á milli á Hrafnabjörgum. Á sama hátt bauð Siðríkur ívar velkominn. ívar hneigði sig til svars, en sagði ekkert, því hann var hræddur um að málrómurinn kæmi upp um sig. Siðríkur gekk þá til Ríkharðs, rjetti honum höndina og leiddi hann með sjer inn í litla kapellu, sem var holuð

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.