Lögrétta - 22.06.1910, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SYEINBJARNARSON
X-áaiiÉsavets: 41«
Talsími 74.
Ritstjóri
fORSTEINN GISLASON
Pingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
M 31.
Reykjavík 23. jtlnl 1910.
V. árg.
Forngripasafnið opið á hvern virkan dag kl.
12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakótsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/z
—12 og 4—5.
Islands banki opinn 10—272 og 572—7-
Landsbankinn io1/^—2x/2. Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
H Th A Thömsen
HAF-NAfiSTR-17-18 1920 2122-KOLAS 12- LÆKJART l-Z
• reykjavik •
Kvennaskólinn i Reykjavik.
Stúlkur þær, er ætla að sækja um inntöku í Kvennaskólann í
Reykjavík næsta vetur, eru beðnar að snúa sjer sem fyrst, skriflega
eða munnlega, til undirritaðrar forstöðukonu skólans og taka jafn-
framt fram, hverrar undirbúningskenslu þær hafa notið og í hvern
hekk þær óska upptöku.
Umsóknir eru bindandi fyrir alt skólaárið frá 1. okt til 14. mai.
Aðeins fermdar stúlkur og siðprúðar geta fengið upptöku í skól-
ann og skulu þær með umsókn sinni senda bólusetningar og heil-
brigðisvottorð frá lækni.
lnntöRuskiIy rði:
Til 1. bekkjar útheimtist einungis góð kunnátta í þvi, er ungl-
ingar eiga að hafa numið til fermingar.
Til 2. bekkjar, að stúlkurnar hafi numið undirstöðuatriði is-
lenskrar tungu, nokkuð í dönsku og lært í reikningi höfuðgreinar í
heilum tölumog brotnum; ennfremurdálítið í íslandssögu og landafræði.
Til 3. bekkjar, að stúlkurnar hafi numið nokkuð meira í öll-
um þeim greinum, er heimtaðar eru til 2. bekkjar, og auk þess lært
að minsta kosti 50 tíma í enskunámsbók G. T. Zoega.
1 4. bekk veitist framhaldskensla í öllum munnlegum greinum,
sem kendar eru í skólanum. En auk þess geta námsstúlkur í þeim
bekk fengið kenslu í ýmsum öðrum greinum, svo sem tungumálum
og hannyrðum, fyrir væga borgun.
Ivenslan í þremur neðri bekkjunum er ókeypis. En í 4. bekk
verða námsmeyjar þær, er ekki voru að öllu leyti námsmeyjar í 3.
bekk síðastliðið ár, að greiða nokkurn kenslueyri, með því að skól-
anum er enn sem komið ókleyft, að veita kensluna alveg ókeypis í
bekk þessum, sakir þröngs efnahags.
Hússtjórnardeild skólans byrjar einnig 1. okt. Námsskeiðin í
þeirri deild eru 2 á ári — frá 1. okt til 30. jan. og frá 1. febr. til 1.
júni. Geta 12 stúlkur verið á hvoru námsskeiði.
Allar námsmeyjar í hússtjórnardeildinni verða að búa í skólan-
um. Mánaðargjald fyrir hverja stúlku er 25 kr., er greiðist fyrir fram.
í skólanum eru alls 30 heimavistir, og geta þannig 18 aðrar
námsmeyjar fengið heimavist gegn 30 kr. gjaldi á mánuði, er einn-
ig greiðist fyrirfram.
Foreldrar eða fjárráðamenn námsstúlkna eru beðnir að sækja
skriflega um heimavistirnar. Stúlkur, sem taka heimavist í skólan-
um, feggi sjer til 4 lök, 3 koddaver og 4 handklæði, er sje merkt
þeirra fulla fangamarki.
Allar umsóknir sjeu komnar til undirritaðrar forstöðukonu skól-
ans fyrir lok ágústmánaðar.
Inntökupróf fyrir nýjar námsmeyjar fer fram í byrjun skóla-
ársins 3—4 okt. þ. á.
Reykjavik 20. júní 1910.
Ingibjörg- 11. Bjarnason.
Baðlyf
best og- ódýrust í verlsunirmi
„Kaupangur",
Faxaflóagufubáturinn „Ingólfur“
fer til Borgarness 27. júní, 5., 10. og
13. júlí.
- - Keflavíkur og Garðs 24. og 29.
júní, 8., 15. og 22. júlí.
- - Voga 25. júní.
- - Eyrarbakka 29. júní.
Lárus Fjeldsted,
YflrrjettarmálafœrslumaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 11—12 og 4—5.
Rúíugler °«er JöNi zoéga,
0681 30 Bankastr. 14.
.-= kaupa hjá Taisími 128.
Hornleikaraflokkur „Heimdalls“
leikur:
Fimtudaginn 23. júní kl. 8—9 e. m.
á Austurvelli:
1. Frölich.: Riberhus Marsch.
2. Leoncavallo: Potpourri afOp.: Bajadser.
3. Fabian Rose: Fairy hill. Vals.
4. Helgason: Islandsk Sang.
5. Kalmann: Kys Rheinlander af Oprt.
Höstmanövre.
6. H. C. Lumby: Champagne-Galop.
7. Drigo: Les Mellions d’arglequin.
8. Nessler: Ung Wernes Farvel.
9. R. Wagner: Matroschor af Op.: Den
flyvende Hollænder.
10. Sveinbjörnsson : Islandsk Lovsang.
Kong Kristian.
Laugardaginn 25. Júní kl. 8—9 e.
m. við ráðherrabústaðinn:
1. Palner: De danske Kadetter. Marsch.
2. Keler Bela: Lystspil Ouverture.
3. Offenback: Barcarole Vals af Op.: Hoff-
manns Æventyr.
4. Jonas Helgason : Sommernat. Islandsk.
5. Valverde: Danse du Paraguay.
6. Frorup: Aarhundredets Viser.
7. Poncin: Petite Tonkinois. Schottische.
8. In Cooland: American Fantasi.
9. Boieldieu: Udtog af Op.: Den hvide
Dame.
10. Sveinbjörnsson: Islandsk Lovsang.
Kong Kristian.
Yerkmannaskór
hvergi jafn-góðir nje ódýrir og í
versluninni
aupang uru.
Fundur
í landsfjelaginu „Þjóðvörn" verður
haldinn í Thomsens-skála við Lækj-
artorg laugardaginn 23. júlí næstk.,
kl. 5V2 síðd., og verður þá
1. lagður fram endurskoðaður árs-
reikningur fjelagsins til úrskurð-
ar og skýrt frá hag þess,
2. kosin stjórn og endurskoðendur.
Fjelagsstjórnin.
Hús brann á Grund í Eyjafirði 17.
þ. m. Það var samkomuhús, er Magn-
úr kaupmaður hafði látið gera, 30 X
14 álnir. Það var óvátrygt og tjónið
metið alt að 6000 kr.
Franskur konsúll í Vestmanna-
eyjum er Halldór Gunnlaugsson læknir
orðinn.
Ríkisððmurinn ðanski.
Símað er frá Khöfn 17. þ. m.:
„Ríkisrjettardómur uppkveðinn.
J. C. Christensen sýknaður, en
S. Berg dæmdur í 1000 kr. sekt“.
Það var, eins og áður hefur
verið sagt i Lögr., talið víst fyrir-
fram, að dómurinn mundi sýkna
J. C. Christensen. Hitt var lík-
legt talið, að S. Berg yrði einnig
sýknaður. En svo hefur þó ekki
orðið. Samt má sektin heita
mjög lítil, þegar litið er til máls-
ins, sem fyrir lá. Berg var inn-
anríkisráðherra þegar Albertisvik-
in urðu uppvís, og það er slæ-
legt eftirlit, sem honum hefur
verið geflð að sök og hann er nú
sektaður fyrir.
Nú mun ekki líða á löngu áð-
ur danska þingið verði kvatt sam-
an og ný stjórn mynduð. Oll
likindi eru til, að það verði J.
C. Christensen, sem hana mynd-
ar. Að minsta kosti er það vist,
að hann er nú sá maður, sem
mestu ræður um dönsk stjórnmál
á næstu árum.
Afmælisdag’iir
Jóns Signrðssonar.
Nú er 99. afmælisdagur Jóns Sig-
urðssonar nýliðinn hjá. 17. júní
næstkomandi vor á 100 ára minn-
ingarhátíð hans að haldast. En því
miður er það ekki hættulaust, að úr
þvi verði þjóðskrípaleikur og lands-
svívirðing í höndum núverandi stjórn-
arflokks. Svo mjög hefur nafn Jóns
Sigurðssonar verið vanbrúkað og sví-
virt af þeim lýð nú á síðustu árum.
Eigi jafnhjegómleg loddarasál ogBjörn
Jónsson að hafa meðgjörð með slíkt,
þá má svo sem nærri geta, hvernig
fer. Ein af mörgum ástæðum fyrir
þvi, að það verður að hreinsa til í
ráðherrasætinu sem allra fyrst, er sú,
að 100 ára minningarhátíð Jóns Sig-
urðssonar má ekki verða að skrípa-
leik; sá dagur má ekki verða bumbu-
sláttardagur hræsni og þjóðlyga.
Flögg voru uppi um allan bæ nú
17. júnf. Um morguninn var lagður
á leiðið fallegur sveigur „frá Heima-
stjórnarfjelaginu „Fram““. En fyrir
kvöldið komu upp götumiðar frá
stjórnarmönnum og var þar auglýst,
að hornablástur yrði við alþingis-
húsið kl. 87* um kvöldið, og svo
gengið þaðan inn að leiði Jóns Sig-
urðssonar, en þar ætlaði Þorsteinn Er-
lingsson að segja eitthvað. En lýð-
skrum og hræsnisraus forsprakka nú-
verandi stjórnarflokks á næstundan-
förnum afmælisdögum J. S. þekti al-
menningur hjer, svo að ekki var
nema örfátt af fólki saman komið
þarna, þegar byrja skyldi gönguna.
Var þá það ráð tekið, að lúðrarnir
voru þeyttir þar í hálftíma, til þess
að reyna að safna mönnum saman.
En treglega gekk það, og voru þeir,
sem komu, mestmegnis unglingar og
kvenfólk. ísaf. segir, að það hafi
verið um 2000 manns. En það var
eigi meira en 7io.—V6 hlut* þe*rrar
tölu. Hópurinn var eins og meðal
líkfylgd, sem gekk á eftir lúðrunum
og flöggunum inn Suðurgötuna. Þeir,
sem heyrðu til Þ. E. suður við leiðið,
sögðu, að nú þætti honum vfst stjórn-
arskútan orðin nokkuð lek, rjeðu það
af ræðu hans. En hún var prentuð
í ísaf. á laugardaginn, og er þar
nægilegur óþefur af henni til þess,
að ráðherra falli hún vel í geð.
Embættispróf á prestaskólanum.
Tveir kandídatar luku embættis-
prófi um helgina síðustu:
Haraldur Jónasson með ll. eink.
63 stigum.
Pórðnr Oddgeirsson með II. eink.
67 stigum.
Verkefni í skriflega prófinu: í skýr-
ing N. Ts.: Matt. XX, 20—28. Trú-
fræði: að gera grein fyrir eðli sakra-
mentanna og áhrifum. Siðiræði: í
hverju er hið siðferðilega valfrelsi
fólgið og hverjar eru þær rangar
skoðanir á valfrelsinu, sem kristin-
dómurinn verður að mótmælaf Kirkju-
saga: Að gefnu yfirliti yfir ásig-
komulag kirkjunnar á 14. og 15.
öld, að segja frá helstu siðbótar-
mönnum á undan siðbót. Prjedik-
unartexta: Matt. XII, 46—50 (H.J.).
Lúk. XVI, 10—13 (Þ. O.).
Próf i forspjallsheimspeki
20. júni.
Bjarni Snæbjörnsson(stud.med.)dável.
Eiríkur Einarsson (stud. jur.) ágætl. -r-
Guðm. Ásbjarnarson (stud.med.) dáv.-s-
Halldór Kristjánsson (stud. med.) vel.
Jónas Jónasson (stud. med) dável -f-
Jónas Stephensen (stud. jur.) dável.
Vigf. Ingvar Sigurðss. (stud. theoi.) dáv.
Áge Meyer Benediclsen.
Svo heitir danskur rithöfundur og
ferðamaður, sem hjer er nú staddur
og ætlar að ferðast um landið í
'sumar. Hann er íslenskur að kyni
í aðra ætt, kominn af Boga Bene-
diktssyni á Staðarfelli. Hann hefur
víða farið; stundaði nám við háskói-
ann í Moskva á Rússlandi; var svo
lengi í ferðalögum: um Rússland,
pólsku löndin, Balkanskagann, Arme-
níu, Kúrdistan, Persíu og Vestur-
indland.
Hann flutti hjer fyrirlestur í Menta-
mannafjelaginu í fyrra kvöld, sagði
frá ferðum sínum hjá Kúrdum og
sýndi skuggamyndir bæði þaðan og
úr Armeníu. Hann segir vel frá og
með miklu fjöri. Kúrdar eru lítt
siðuð en herská hirðingjaþjóð, og er
það miklum torveldleikum bundið, að
ferðast um land þeirra. Margt var
það einkennilegt, er hann sagði frá
háttum þeirra og högum, herskap og
grimdarverkum, bæði í viðureign ætt-
flokkanna þar innbyrðis og svo í
skiftum þeirra við Armeníumenn. —
Á laugardagskvöld næstk. ætlar hann
að halda annan fyrirlestur fyrir al-
menning, í Bárubúð, og talar þá um
Indland undir valdi Breta, og sýnir
skuggamyndir af landi og þjóð. Lögr.
ræður mönnum til að sækja þann
fyrirlestur, þeim sem dönsku skilja,
en nánar mun hann verða auglýstur
með götumiðum.
Ferðum sfnum hjer um landið hag-
ar hr. Meyer Benedictsen svo, að
hann fer hjeðan fyrst austur í Fjóts-
hlíð, þá upp í Hvítársíðu, þaðan
vestur á Snæfellsnes og um Vestfirði
til ísafjarðar, en það er fæðingar-
staður móður hans. Svo fer hann
um Norðurland, til Mývatns og Ás-
byrgis, og þaðan til Austfjarða, ef
tími leyfir.
Síðan ætlar hann, er heim kemur
til Khafnar, að halda fyrirlestra um
ísland á Alþýðuháskólanum í Khöfn.
Frá Skattamálanefhdiimi
hefur það heyrst, að hún væri nú í
þann veginn að ljúka störfum sínum.
Pjetur Jónsson hafði vegna veikinda
ekki getað verið á fundunum fyr en
síðustu dagana.
Það er sagt, að nefndin leggi til
að frestað sje framkvæmd bannlag-
anna og ný almennings-atkvæða-
greiðsla látin fara fram um það mál.
Verði þetta ekki, þá kvað hún leggja
til, að annaðhvort verði víntollstekj-
unum náð með vöruskráatolli eða þá
með auknum tolli á kaffi og sykri.
Lassarus. Þau virðast ekki vera
fljót til að gróa sárin, sem síra Har-
aldur Níelsson fjekk í viðureign sinni
við sannleikann í vetur sem leið, því
hundar stjórnarinnar eru enn að sleikja
þau. Tungurnar hafa komið úr öll-
um áttum: norðan af Akureyri og
jafnvel vestan úr Ameríku. Og þó
var borinn mjúkur og vellyktandi
heimspekismakstur á þetta rjett á
eftir, og manninum hjúkrað svo vel
sem kostur var á.
Aflabrögð eru nú sögð góð bæði
á ísafirði og Eyjafirði.
Smalamndur leiknr á stjórnarliöfð-
Ing'jana. Isaf. flytur þá fregn á laugard.,
að einum af atkvæðasmölum „sjálfstæðis“-
manna frá slðustu kosningum hafi verið
boðnar af minni hluta flokknum 1200 kr.
til þess að fara „aukaþingsáskorunar-
smalaferð“ um 2 stjórnarkjördæmi, og
síðan vlðar um land. — Mörgum mun
nú þykja þarna „ólíklega logið“, bar
sem sagt er, að leitað hafi verið eftir
þessu við launaðan stjórnarfylgifisk, þótt
ummæli Isaf. hins vegar sýni, að hún
álíti smalamenn stjórnarinnar fala hæst-
bjóðanda. En Lögr. veit, af sjerstökum
ástæðum, hvernig á þessari sögu stendur.
Einn af atkvæðasmölum stjórnarinnar,
sem þóttist hafa verið svikinn um kaup,
fór til forsprakka stjómarflokksins ný-
lega, laug 1 þá þeirri sögu, sem Isaf. fer
með, og hafði út úr þeim peninga fyrir
að sitja kyr. Þessa sögu hafði Lögr.
heyrt nokkrum dögum áður en ísaf.
kom út með frásögnina, því smalamaður
sagði kunningjum og frændum sínum frá
bragðinu og þóttist góður af.
Bandaríki Suðurafríku. Fyrsta
sambandsráðaneytið var myndað
þar í vor, er nýi landstjórinn,
Gladstone lávarður, kom suður.
Yfirráðgjafi varð L. Botha fyrv.
Búahershöfðingi. Hann var áður
yfirráðherra í Transwaal og er
nú mikill vinur Englendinga, enda
ber eigi hið minsta á óánægju
með sambandið við England þar
syðra síðan Búastriðinu lauk.
Samlyndið er í öllum greinum
hið besta.