Lögrétta - 20.07.1910, Blaðsíða 3
L0GRJET1 A.
135
ur borgarstjóra jafnframt nú, er út-
sjeð þykir um, að leið sú, er valin
var síðastl. haust, muni leiða til
nokkurs árangurs, að kæra hr. Bril-
louin fyrir lögregludómaranum sam-
kv. heimild í I. gr. laga nr. 20, 2.
okt 1891, til sekta, eftir opnu brjefi
29. maí 1839, 3. gr, E., sbr. 32.gr.
byggingarsamþyktar Reykjavíkur 7.
sept. 1903 og til niðurrifs á hesthúsi
því eða vagnhúsi, er hr. B. bygði f.
á. á lóð sinni í óleyfi byggingar-
nefndar og bæjarstjórnar". — Með
þessari ályktun var svarað fyrirspurn
frá stjórnarráðinu frá 8. júní.
Skorað á hafnarnefnd, að semja
frumv. til nýrrar hafnarreglugerðar.
Skógræktarfjelagi Reykjavfkur veitt-
ar 200 kr. styrkur af bæjarsjóði þ.
á., eins og áður.
Leiðrjett alþingis-aukakjörskrá sam-
kv. kærum.
Þorkell Þ. Clementz vjelfræðingur
löggiltur gasinnlagningarmaður.
Hallgrími Þorsteinssyni og fjelog-
um hans lánaðir lúðrar bæjarins fyrst
um sinn til 1. júlí 1911.
Þessar brunabótav. samþyktar: á
húsi Stgr. Guðmundssonar o. fl. við
Bergst.str. 1276 kr. og Jóns Þor-
steinssonar við Laugaveg nr. 76
6777 kr.
Enskur lárarður hefur verið hjer
síðastliðna daga á skemtiskipi. Hann
heitir Brassey og skip hans Sun-
beam (Sólargeislinn). Hjeðan fer
hann til Grænlans og þaðan suður
með Ameríku.
Landsímastjórinn er á eftirlits-
ferð, fór hjeðan austur sunnanlands,
en kemur aftur norðanlands.
Lamllæknir kom heim úr eftirlits-
ferð sinni á laugardaginn var, hafði
þá farið alt, sem hann ætlaði sjer
að fara, en orðið fljótari en hann
ráðgerði, þegar hann fór að heiman.
Þegnskylduvinnan.
Þá er komin út í ísafold öll rit-
gerð hr. S. S., sem er framhald og
endurtekning á Andvaragrein fyrv.
þm. Húnv. Herm. J. og þingsálykt-
unar tillögu frá 1903 um þegnskyldu-
vinnuna. En hvað sem ofaná kann
að verða, f framtíð, er hjer eins og
oft reynist „að sínum augum lítur
hver á silfrið". Þegar mál þetta
kom inn á þingið, haíði það lítinn
byr, nema hjá nefndum þm. Húnv,-
og þm. Borgfirðinga, enda er það
eðlilegt, að slíkt nýmæli afli sjer ekki
þings og þjóðar fylgis í einu vet-
fangi.
Kostir þeir, sem verulegir og í-
myndaðir eru við þegnskylduvinnuna,
munu fyllilega taldir í ummælum
þeirra herra Herm.J. og S S., en ann-
markanna minna getið; þó hygg jeg,
að háttv. greinarhöf. tali hlutdrægn-
islaust, frá sínu sjónarmiði. Sjálfur
segist hann hafa heyrt ýmsar raddir,
sem telji hugmyndina lítt framkvæm-
anlega. Auðvitað mundi þegnskyldu-
kvöðin framkvæmanleg, en eigi nema
með þvingun, — eigi nema með því,
að löggjafarvaldið misbeitti yfirráð-
um sfnum í ýmsum tilfellum.
Báðum framangreindum mönnum
ætti að vera vel kunnugt um stað-
háttu, vinnukraft og atvinnuvegi lands-
ins. En ef að þeir líta frekar í
kringum sig, hljóta þeir að sjá ýms
heimili, bæði við sjávarsíðuna og til
sveita, sem um svonefndan bjargræð-
istíma væru annaðhvort svift aðstoð
sinni, eða þeim bakað mjög mikið
óhagræði þann tíma, sem vinnuskyld-
an væri Ieyst af hendi. En þótt
svarið væri, að þetta væri eigi lang-
ur tfmi, og því eigi tilfinnanlegur
fyrir hvern einstakan, þá er þess að
gæta, að fjöldamargir eru þeir með-
al alþýðumanna stjettar, sem engan
dag mega missa frá framfærslustörf-
um sínum, enda yrði þetta í raun
og veru hinn þyngsti skattur, sem
enn hefur lagður verið á þjóðina.
Hafi persónugjald til prests og
kirkju, sem á eðlilegum grundvelli er
bygt, illa þokkast hjá fátækum fjöl-
skyldumönnum, þá mundu þeir eigi
síður finna ástæðu til að kvarta yfir
þessu. Jeg þekki mörg heimili, bæði
til sveita og í sjávarþorpum, þar sem
aðalvinnukraftarnir eru 1 til 3 piltar
á aldursskylda skeiðinu, hjá aldur-
hnignum foreldrum, og í sumum til-
fellum þó með fjölskyldu. Hvernig
ættu nú slíkir húsbændur að missa
þann vinnukraft frá heimilisþörfum,
gras- og garðrækt, hirðingu búpen-
ings, heyönnum o. fl., einmitt um
aðalannatímann, frá maí til október.
Eða þá fátækir húsráðendur við sjó,
að missa sonu sína eða vinnumenn
frá því að afla viðurværis af sjónum,
fara í kaupavinnu o. s. frv., en fá
svo æskumennina á framfærslu tóm-
henta frá sumrinu ? Foreldrar mundu
veita sonum sínum viðtöku, ef ástæð-
ur leyfðu. En öðru máli væri að
gegna með aðra vandalausa vinnu-
pilta á skyldualdrinum. Þegar fram í
sækti, mundu þeir lenda í vandræð-
um með sjálfa sig, vitandi það, að
engum húsbónda mundi aetta í hug
að ráða þá til sín fyrir vinnumenn
með kvöðinni, sem á þeim hvíldi.
Sama er að segja um fátæka
námssveina, sem ýmist einstæðir eða
hjá fátækum foreldrum verða að
ljetta undir með sumarvinnu sinni.
En ekki síst mundi þetta koma ó-
þægilega niður á ýmsum sveinuro,
sem með samningi væru búnir að
mynda og tryggja sjer iífsstöðu við
nám um ákveðið árabil, eða einhverja
atvinnugrein.
Það virðist því lýsa gallaðri hug-
sjón, sem hr. Herm. J. segir á þingi
1903, B. d., bls. 1124: „Enþað er
aðgætandi, að á þann flokk manna,
sem hjer ræðir um, koma venjulega
engin bein útgjöld til landsjóðs, og
þó er hann að jafnaði færari um að
bera gjöld en fátækir fjölskyldu-
menn". En þess ber að gæta, að
einmitt þannig löguð skyldukvöð á
þennan flokk manna hvílir með öllum
þungan sínum beinlínis eða óbeinlínis
á húsbændunuum.
Það er talað um, að þetta eigi að
koma fyrir nerskyldukvöðina annar-
staðar og, að þegnskylduvinnan eigi
að verða einskonar skóli. En erum
við ekki nægilega birgir fyrir af
slíkum kenslukröftum, þar sem eru
allir okkar búnaðarráðunautar, mann-
virkjafræðingar, búfræðiskandidatar,
bændaskólamenn og búfræðingar?
Verkstjórar og skipstjórar munu
eigi að jafnaði þurfa að kvarta und-
an óhlýðni undirmanna sinna; sama
er að segja um húsbændur og aðra
vinnuveitendur, sem breyta sam-
viskusamlega við þjóna sína. En þó
út af beri háttprýði og reglusemi
einstaklinganna, yfir- og undirmanna,
þegar þeir eru lausir frá störfum sín-
um, hygg jeg að eins mundi verða
fyrir þeim, sem leystu þegnskyldu-
vinnuna af hendi, í 4—10 vikur, að
þeir flyttu ekki undantekningarlaust
heim með sjer óaðfinnanlega reglu-
semi og prúðmensku í hvívetna.
Að samvinna æskumannannamynd-
aði þjóðlegri hugsunarhátt, samhygð
og hollar skoðanir á borgaralegri
stöðu og í landsmálum, skyldu menn
ekki gera sjer ofmiklar vonir um;
en vitanlega yrði það teningskast;
alt undir leiðtogunum komið, og svo
því, hvaða skoðanir væru mest ríkj-
andi hjá þeim námssveinum, sem
andlega yfirburði hefðu. Því mikil
sannindi felast í því: „Segðu mjer
með hverjum þú dvelur, þá skal jeg
segja, hver þú ert“.
En svo jeg komi að hinni hag-
færilegu hlið þegnskylduvinnunnar,
gengi það þó í mikið rjettari stefnu
að hún væri int af hendi innan sýslu,
bæja eða hreppa, þar sem hver
vinnuskyldur er búsettur, eins og 3.
liður þingsál.till. fer fram á; enekki
varið til vegalagningar fyrir landsjóð,
eins og þm. Bf. vildi, nje til jarða-
bóta, ræktunar eða vegavinnu í af-
skcktum landsfjórðungum, án tillits
til þess, hvar þegnskyldi á heimilis-
fang; því auk þess sem það í fleiri
tilfellum mundi baka umkomulitlum
mönnum tilfinnanlega tímaeyðslu og
ferðakostnað, sem enn hefur hvergi
verið gert ráð fyrir, þá nálgast það
fyrirkomulag ekki eins mikið þjóð-
ræknishugmyndina, eins og hitt, ef
menn sæju ávöxt iðju sinnar í verkl.
framförum innan þess fjelags eða
bygðarlags, sem þeir lifðu nánast
fyrir og endurminningar lífsbarátt-
unnar væru mest tengdar við; með
þeirri stefnu innrættust einnig skil-
yrðin fyrir því, hver aðferðin á þeim
eða þeim staðnum væri hagkvæm-
ust til að „klæða landið". — Ekki
kaupstaðarbúanum að rækta og prýða
sáðreit eða blett við húsið sitt, þó
hann lærði að leggja veg uppi á
Möðrudalsöræfum; einum að girða
fyrir afbrot af vatna- eða sjávar-
gangi, þótt honum lærðist að græða
sandfok, eða öðrum að koma á varp-
landi, þótt hann kyntist samsetning
og notkun áburðar o. s. frv., en sitt
þjenar til hvers, og alt þarf að mið-
ast við að auka framleiðslu lands og
sjávar, hvort heldur starfað er fyrir
eigin framsóknarhvöt eða fyrir boð-
skap laganna; enda er það að taka
frá þeim, sem ekki hefur, og gefa
þeim, sem hefur, að heimta af fá-
tækri stjett alþýðumanna, að hlaupa
undir bagga með verksvið landsjóðs,
en spila jafnhliða út úr honum fje
til óeðlilegra eftirlauna og bitlinga til
ýmsra manna.
Hvað upplýsist nú, að hyggilegast
kann að verða í umræddu augna-
miði, fæst útkljáð, er málið kemur
til umsagnar almennings, því án þess
að þjóðin fái það til ítarlegrar með-
ferðar, verður framkvæmd hugsjónar-
innar ofraun með öllu.
Þorsteinn Jónsson.
Úr Skagafirði.
Hr. Albert Kristjánsson á Páfa-
stöðum hefur í 20. tbl. Norðurlands
frætt lesendur þess á því, með meiru
miður ábyggilegu, að við Staðar-
hreppsmenn, sem mættir vorum á
fundinum á Reynistað 1. janúar og
kosningarrjett höfðum, hefðum skýrt
látið það í ljósi, að við værum á
móti aukaþingi, en hefðum þó kosið
sem fulltrúa fyrir hreppinn Jón Jóns-
son hreppstjóra á Hafsteinsstöðum
og Árna son hans frá Vík, — sem
báðir mæltu með aukaþingi —, til
þess að mæta á fundi á Sauðár-
krók, sem þingmenn okkar boðuðu
til 8. janúar. Mætti því álíta
okkur fremur fábjána en menn með
fullu viti, ef sögn oddvita hreppsins
væri sönn. En sannleikurinn er sá,
að hann í fundarbyrjun tók að sjer
að fræða okkur um málefni það, sem
þá var á dagskrá, nfl. aðfarir ráð-
herrans gagnvart stjórn Landsbank-
ans 22. nóv. síðast!., og rjettmæti
þeirra aðgerða, eftir ásökunum þeim,
sem bornar hefðu verið á banka-
stjórnina og hann sagði, að hún hefði
ekki getað hreinsað sig af, og bygði
þessar staðhæfingar sínar á óyggjandi
rökum, sem voru teknar eftir ísafoldl
Þetta þótti nokkrum mönnum, ásamt
oddvita, full sönnun fyrir rjettmæti
burtreksturs bankastjórnarinnar, sögðu
að víðar mundi ástæða að líta eftir, og
aukaþing mundi vera óþarft. Til
frekari sönnunar máli sínu las odd-
vitinn upp nokkrar greinar úr lögum
frá síðasta þingi, er hann áleit að
ráðherrann hefði bygt á gerðir sínar
22. nóv. Á þessu mun oddvitinn
byggja sögu sína í Norðurlandi. —
Þá gerði einn fundarmanna þá at-
hugasemd við ræðu oddvita, að lög
þessi, sem hann vitnaði til, ættu alls
ekki við málið, og þess utan hefðu
þau ekki verið komin f gildi, þegar
burtrekstur bankastjórnarinnar átti sjer
stað, sagði að fundarstjórinn skoðaði
málið frá einni hlið sem fullsannað,
en tæki ekki til greina svör verjend-
anna, sem væru á betri rökum bygð
en ákærurnar, og sýndi, að ísaf. hafði
ekki skýrt rjett frá. Við þær at-
hugasemdir, sem gerðar voru við
röksemdaleiðslur oddvitans, snerist
mörgum hugur, og kusu því af fullu
ráði og af fúsum vilja þá feðga, Jón
hreppstjóra á Hafsteinsstöðum og
son hans Árna skólastjóra í Vík,
sem báðir mæltu með aukaþingi, til
þess að mæta sem fulltrúa fyrir hrepp-
“inn á fundinum á Sauðárkrók 8. jan.
Þessari athugasemd bið jeg ritstj.
Lögr. að Ijá rúm í blaði sínu.
í júní 1910.
Einn af þeim, sem mætti á fundinnm
á Reynislað 1. janúav.
Scliiaparelli, einn af frægustu
stjarnfræðingum síðari tíma, er ný-
lega dáinn. Hann var ítalskur, fædd-
ur 1835, og vann sjer heimsfrægð
fyrir rannsóknir á halastjörnum og
stjörnuhröpum, og þó einkum sfðar
fyrir rannsóknir á jarðstjörnunni Mars.
Hann uppgötvaði fyrstur manna hina
svonefndu „Mars-skurði", sem svo
mikið er nú um talað, og á athug-
unum hans cru síðari rannsóknir
bygðar. ________
Clemenceau, fyrv. yfirráðherra
Frakka, er í sumar á fyrirlestraferð
í Argentínu og Brasilíu. Hann hefur
gert samning um að halda 12 fyrir-
lestra og á að fá 10 þúsund franka
fyrir hvern um sig.
til þess að vera hólmgöngumann sinn«,
svaraði stórmeistarinn. »Þó hefði jeg
heldur kosið, að þú hefðir verið bet-
ur undir bardagann búinn. Þú hefur
altaf verið óvinur reglu okkar, en samt
vildi jeg, að þú hefðir staðið að öllu
eins að vígi og mótstöðumaður þinn«.
»En jeg vil herjast eins og jeg er nú
hingað kominn«, sagði ívar. »Hjer á
að falla guðs dómur, og hans vernd
fel jeg mig, Rebekka«, sagði hann og
reið að stólnum, sem Rebekka sat ú.
»Samþykkir þú það ekki, að jeg sje
hólmgöngumaður þinn?«
»Jú, jeg samþykki það, — jeg sam-
þykki það«, svaraði Rebekkameðklökk-
um málrómi. »Himininn hefur sent
þig«. En svo hugsaði hún sig um og
sagði: »Nei, jeg samþykki það ekki —
þvi þú ert sár og sjúkur enn þá. Þú
mátt ekki berjast við hann. — Því ættir
þú að vera að ganga í opinn dauðann?«
En þegar hún sagði þetta, var ívar
kominn á sinn stað á vellinum and-
spænis Brjáni, hafði lokað hjálmgrimu
sinni og tekið við burtstönginni. Brjánn
gerði eins. En skjaldsveinn hans hafði
orð á því á eftir, að Brjánn hefði
verið fölur i andliti allan daginn, en
þegar hann hefði lokað hjálmgrímu
sinni, hefði andlit hans verið eldrautt.
Nú hrópaði kallarinn þrisvar sinn-
um: »Gerið skyldu ykkar, hraustu
riddarar!« Eftir þriðja kallið gekk
hann burt af sviðinu og lil áhorfenda-
bekkja, en sagði um leið, að ef nokk-
ur diríðist að trufla hardagann með
hrópi eða á anoan hátt, þá yrðihegnt
fyrir það. Stórmeistarinn hafði haldið
á hólmgönguveði Rebekku, handskan-
um, en kastaði honum nú fram á völl-
inn og hrópaði: »Áfram!«
Um leið kvað við bumbusláttur og
riddararnir geystust hver möti öðrum
fram á völlinn. Allir höfðu þótst sjá
það fyrir, að hestur ívars hlújárns
mundi ekki slandast atlögu Brjáns, er
sal á völdum hesti, og að bæði ívar
og hestur hans mundu falla. Þetta varð
líka. En þótt allir sæju, að stöng ív-
ars hitti einnig Brján, þá kom mönn-
um það á óvart, er þeir sáu Brján
einnig riða í söðlinum, missa istöðin
og falla til jarðar.
ívar losnaði lljótt við hestinn, reis á
lætur, dró sverð sitt og gekk að mót-
stöðumanninum. En Bi jánn lá kyr.
ívar stje þá á brjóst hans, lagði sverðs-
oddinum fyrir kverk hans og sagði
honum að gefast upp, eða deyja þeg-
ar. En Brjánn svaraði engu.
»Dreptu hann ekki, herra riddari,
án þess að unna honum skrifta og
syndalausnar«, kallaði stórmeistarinn.
»Dreptu ekki bæði líkama og sál! Yið
viðurkennum, að hann sje sigraður«.
Síðan gekk stórmeistarinn niður á
hólmgönguvöllinn og bað menn að taka
hjálminn af Brjáni. * Það var gert. En
augu Brjáns voru lokuð og andlitið alt
dökkrautt. Allir, sem við voru, horfðu
undrandi á hann. Loks opnaði hann aug-
un hægt, en þau voru starandi og sljó.
Roðinn hvarf smátt og smátt af and-
liti lians og litur dauðans færðistyfirþað.
Brjánn var ekki særður, en hann dó.
hræðslu að sjá á andliti hennar, en
það var alvarlegt og lýsti bæði kjarki
og trausti á guði.
Á eftir þessum hóp kom enn fjöldi
fólks, sem á einhvern hátt var við
klaustrið riðið. Alt gekk það með
krosslagða handleggi og leit til jarðar.
Alt þetta lið gekk hægt út frá
klaustrinu og upp á við til heræfmga-
svæðisins, fór síðan i hring um það
innan grinda og nam svo staðar, er
hringferðinni var lokið. Allir, sem rið-
andi voru, fóru þar af baki, nema bar-
dagamaður reglunnar, og voru hestarn-
ir leiddir út fyrir girðinguna. Rebekka
var selt á svartan stól, sem stóð við
bálköstinn. Þegar hún leit á viðbún-
aðinn þar, sáu menn að hún bliknaði
og að hryllingur fór um hana. Hún
lokaði augunum og hefur þá án efa
beðið til guðs, þótt ekkert segði hún
svo hátt, að heyrast mætti. Eftir litla
stund opnaði hún augun aftur og leit
þá með öruggu augnaráði á bálköst-
inn, eins og hún vildi átta sig á, hvern-
ig útbúnaðurinn væri. Svo sneri hún
sjer hægt við og horfði i aðra átt.
Stórmeistarinn gekk til sætis sínsog
eins gerðu riddararnir. Siðan hófst
trumbusláttur, og var með honum gel'-
ið til kynna, að dómurinn væri settur.
Þegar trumburnar þögnuðu, gekk Har-
aldur, forstöðumaðurklaustursins, fram
og lagði handska Rebekku, sem var
hólmgönguvcðið, við fætur stórmeist-
arans.
»Hrausti herra og æruverði faðir«,
mælti Haraldur; »hjer er nú kominn
Brjánn riddari frá Bósagiljum, einii af
forvígismönnum Musterisreglunnar, til
þess að taka á móti hólmgönguveði
því, sem jeg nú legg hjer við fætur
þina, en um leið og hann leltur við
þvi, skuldbindur hann sig til þess, að
gera skyldu sina i bardaganum i dag
og sýna með framgöngu sinni, að Gyð-
ingastúlka sú, sem hjer bíður and-
spænis okkur, Rebekka ísaksdóttir að
nafni, hafi verðskuldað þann dóm,
sem yfir henni er feldur samkvæmt
lögum hinnar helgu Musterisreglu, en
dómurinn hljóðar umliflátfyrirgaldra
— og er nú Brjánn riddari hingað
kominn, eins og jeg þegar hef sagt,
til þess að berjast riddaralega og heið-
arlega fyrir regluna, ef það er sam-
kvæmt þínum góða viljaa.
»Hefur hann svarið, að hólmgangan
sje rjettmæt og heiðarleg frá hans hlið?«
sagði stórmeistarinn. »Komið hingað
með krossinn og eiðstafinn«.
»Herra riddari og hæstæruverði fað-
ir«, svaraði Har?tdur og bar ótt á;
»Brjánn bróðir hefur þegar svario páo
frammi fyrir Konráði munki, að ákæra
sin sje rjett, og á annan hátt ber ekki
að taka eið af lionum, þar sem liinn
málsaðilinn er vantrúaður og gelur af
þeirri ástæðu ekki unnið eið«.
Þessa afsökun tók stórmeistarinn
gilda, og ljetti Haraldi mikið við það,
þvi hann hafði sjeð það fyrir, að ó-
gerningur muudi vera, að fá Brján til
þess að sverja, og þá fundið upp þetta
ráð, til þess að komist y.rði hjá því,
Stórmeistarinn skipaði þá, að mála-