Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 19.10.1910, Side 2

Lögrétta - 19.10.1910, Side 2
196 L 0 G R J E T TA. Lögrjetta kemur út á hverjum miö- vikudcgi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verö: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Strandgœsla. Oft og víða frá heyrast kvartanir um yfirgang botnvörpunga eða vörpu- togara, og það ekki um skör fram eða að ástæðulausu. Margir sjó- menn eru með sárri grcmju á sjó og landi sjónarvottar að háttalagi þeirra. Óg margir sjómenn hafa óljósa hug- mynd um, hversu mikið tjón vörpu- togarar gera fiskiveiðum íslendinga í mörgum veiðistöðum. En þeir, sem aldrei koma nærri sjónum, hugsa auðvitað lítið um það og veita þvi litla eftirtekt. Það er stórt svæði, sem ioo vörputogarar sópa yfir á einum degi. En hjer við Island eru miklu fleiri en eitt hundrað vörputog- arar meiri part ársins. Þau ógrynni af fiski, sem þeir raka upp aliir til samans á ári, eru ekki skrifuð í okkar bækur Við vitum heldur ekki um þann grúa af fiski, sem þeir flæma af stöðvum sínum með vörpu- drættinum, en það vita sjómenn, að feiknastór svæði með ströndum lands- ins eru aftur og aftur gjöreydd að fiski, og að enginn fiskur fæst þar á grunni, sem botnvörpungar hafa haldið sig á um nokkarn tíma. Svo, til uppfyllingar er eyðilegging frá hendi vörputogara á veiðarfærum ís- lenskra sjómanna oft og mörgum sinnum. Menn ámæla stundum varð- skipinu danska fyrir hjálpar- og að- gerðar-leysi f því, að hindra yfir- ganginn og spillvirkin, en þeir gæta ekki að því, hvað ísland er stórt og hver fádæma víðatta fiskimiðin eru kringum það, þótt ekki sje mælt langt út frá landi. Til strandgæsl- unnar veitti ekkert af fjórum varð- skipum, og dygði jafnvel ekki. Það er Ijett verk að ámæla og vanþakka í því efni; en strandgæslan er erfið og kostnaðarsöm. Það er von að sjómenn kvarti, en hitt er vonleysi, dugleysi og aum- ingjaháttur, að gera ekkert sjálfur að strandgæslunni og sjer til hjálpar. Jeg er þó sannfærður um það, að íslenskir sjómenn geta gert talsvert til varnar atvinnu sinni, ef vilji, vit og áræði er til staðar, einkum síðan vjelabátarnir komu til sögunnar. Hjer í Vestmanneyjum er fengin nokkurra ára reynsla fyrir þessu. Sjómönn- um er ekki vorkunn að sitja um það, að skrifa upp nafn og númer á þeim botnvörpungum, er þeir sjá fiska í landhelgi, og gefa skýrslur um það fyrir rjetti, svo glöggar og greinileg- ar, að ekki sje hægt fyrir sökudólg að komast undan maklegri hegningu, er varðskipið næði í hann. Sjer- staklega er áríðandi að þekkja land- helgistakmörkin og að miða fjöll og örnefni frá þeim stað, sem botn- vörpungur er staðinn að ólöglegri veiði á, til þess, ef þrætt er fyrir, að hægt sje að fara aftur til sama staðar og athuga, hvort staðurinn sje innan eða utan landhelgi. Sumstað- ar hagar líka svo til, að enginn efi getur komist að með framin lögbrot. Það dugar ekki að segja, að einn hafi verið að fiska tiltekinn dag í landhelgi, án gildra sannana, því það er víst, að allir þorparar þræta með- an þeir geta, og lengur. Svo þarf einnig að taka fram í skýrslu, sem gef- in er, hvort heiðskírt veður hafi ver- ið eða dimmviðri og lítil og óglögg landsýn. Botnvörpungar kunna að segja, að þeir hafi óvörum borist inn í landhelgina vegna þess, að þeir hafi ekki sjeð til lands, og fleira kunna þeir snáðar að bera í væng- inn. Þegar menn eru á sjó, er oft inn- an handar að athuga botnvörpunga í landhelgi. Sjáist þeir úr landi, get- ur það kostar talsvert umstang og undirbúning að vitja þeirra, en þess háttar ættu sjómenn ekki að setja fyrir sig. Meira að segja, sjó- menn á vjelarbátum eiga að geta tekið öðru hvoru bötnvörpung, sem er að fiska í landhelgi.og fært hann fyrir !ög og dóm. Nú mun sum- um þykja heldur mikið sagt, og þeir koma með þær viðbárur, að botn- vörpungar sjeu svo miklir fantar, að þeir horfi ekki í það, að drepa menn, sem legðu í slíkt, og fleira yrði til tínt. Það hjálpar ekki að koma með einhverjar hugleysis-grýlur. Gerum ráð fyrir því versta, að einhver yrði drepinn eða meiddur að mun við upp- gönguna á drekann, eða þó öllu held- ur, að manni yrði fótaskortur og hann fjelli í sjóinn. Það væri þó aldrei meira en þegar maður druknar, og er það ekki óvani við ísland, og það stundum fyrir lítinn afla. En jeg er nú ekki hræddur við mannskaða eða manndráp við þvílíkt tækifæri, ef rjett er að farið. Vitanlega eru sum- ir illmenni, en hika munu þeir við að drepa þá, sem kæmust upp til þeirra á skipið, og várla þyrðu þeir heldur að fara með menn í burtu. Alt væri vottfast, sem gert væri. Sími er víða yfir landið og til út- landa, og svo væri varðskipið ef til vill svo nærri, að það gæti skorist í leikinn á nálægum tíma. Jeg segi ekki, að hver sem væri gæti tekið botnvörpung með valdi við fiskiveiðar í landhelgi. En hinu held jeg fram, að menn ættu að vera svo útbúnir, að þeir geti það, því það mögulegt vel útbúnum mönnum undir vissum kringumstæðum. Aðförina þarf að hafa hugsað sjer áður en hún er byrjuð, og talað sig niður á því, hvernig henni skuli hagað frá byrjun til enda. Ekki á að þurfa nema bendingar eða stuttar skipanir frá þeim, sem ræður ferðinni, en hvorki ráðagerðir nje málæði út við skip eða á skipi. Vjelarbátarnir þurfa | að vera 2, heldur vel mentir, með 1 hjer um bil 8—io mönnum hvor. i Á þeim þurfa að vera 3—4 menn, j sem geti nokkurn veginn talað ensku, — auðvitað eru bæði þýskir og franskir botnvörpungar o. fl. þjóða menn hjer við land, en flestir þeirra munu þó skilja ensku, og mest kveð- ur hjer að Englendingum. En svo eiga 1—2 menn að hafa umboð frá yfirvaldi til þess, að taka sekan skip- stjóra fastan og flytja skipið til hafn- ar. Sá, sem hefur umboð til þessa, þarf líka að hafa með sjer einkennis- búning, svo að hann geti jafnframt sýnt, að hann sje sá, sem hafi rjett til að skipa nokkuð. Og til þess að tryggja sig ennþá betur gegn of- beldi, væri vissast að hafa nokkrar skammbyssur. Sá eða þeir, sem ráða fyrir aðförinni, þurfa jafnframt hug og dug að hafa góða greind og gætni, svo þeir stofni engum í voða nje yfirvöldum í vandræði með vitleysu. Til þess að leggja að botn- vörpung úti á rúmsjó 0g fara upp á skipið, þarf bæði lag og nokkuð snarræði, ef þar eru innan borðs þorparar, sem spýta vatni, henda kolamolum eða reiða einhverjar spýtur til höggs. En þess háttar kæki dug- ar ekki að kippa sjer upp við, heldur fara sínu fram og sýna um leið, að menn geti líka haft nokkuð í hönd- um, sem ekki er gott að verða, fyrir, sje því beitt. En skipun sýnilegs yfirvalds mun duga, verði hún gerð skiljanleg hin- um seka, og menn komast upp á annað borð. Gæta verður þess einnig, að brjóta ekki siglingareglur í snúningum við vörputogara, sem og þess, að eiga ekki við atlögu í verulega úfnum sjó. Best er tæki- færið að leggja að skipi á meðan varpan er dregin upp úr botni, því þá halda togararnir kyrru fyrir. Verra er meðan þeir draga vörpuna í botni, því þá geta þeir haft nokk- urra mflna hraða á skipinu. Sfðan vjelarbátar komu hingað til Vestmannaeyja, hafa Vestmanney- ingar tekið nafn og „númer“ af mörg- um botnvörpungum, og náð þess utan og fært nokkra sökudólga hjer í land, sem fengið hafa sín maklegu málagjöld. Að sönnu hafa sýslumenn hjer tvívegis náð að eins nafni og „númeri" þess, er var að fiska í landhelgi, en ekki getað tekið hann; í annað skiftið vegna áræðisleysis, en í hitt skiftið vegna ónógs undir- búnings. Nú varð hann samt hand- samaður 5. þ. m., fluttur í land og dæmdur. Enginn efi er á því, að botnvörpungum stendur hjer jafnvel öllu meiri stuggur af vjelarbátum en nokkurn tíma varðskipinu. Vjelar- bátar eru oft nær en botnvörpunga varir, koma stundum óvörum úr landi í leiðangur, og eru stundum 2—4 í förinni; er þá lítt mögulegt að kom- ast undan, ef rjett er farið að á bát- unum. Að hafa að eins einn sjeistakan bát í veiðistöð til eftirlits vörputog- urum, mundi verða of lítið, ótrygt og svo of dýrt. Hitt mundi hafa meiri árangur, en minni kostnað, að formenn allra báta hefðu eftirlitið í huganum á sjónum; en svo væru aldrei færri en tveir bátar, sem færu beint úr landi í þeim erindum, og þá vel útbúnir. Fyrirhöfn og kostnað ætti að borga vel úr landsjóði, þegar hún ætti sjer stað, því á því er lítill efi, að þó hann fengi sinn styrk ekki að fullu borgaðan beinlínis, — sem þó ætti að verða — þá fengi hann fyrir sitt óbeinlínis, án þess það yrði sýnt með tölustöfum. Allir vita hvað hrýtur að landsjóði af auknum sjávar- afla. Vestm.eyjum í sept. 1910. Sigurður Sigurfinnsson. laeknir. ðruknar. tii. Sigurður Pálsson á Sauðarkróki. Frá þessu hryggilega slysi er sagt á þessa leið: Sigurðar læknis hafði verið vitjað til sjúklings á Skagaströnd af því að veikindi gengu á heimili hjeraðslækn- isins á Blönduósi. Tók Sigurður sjer far á Vestu, sem ætlaði að koma við á Skagaströnd. En sú viðkoma fórst fyrir og fór hann því af skip- inu á Blönduósi og lagði á stað landveg þaðan til Skagastrandar bein- ustu leið. Á þeirri leið er Ytri-Laxá og þar óbrúuð og vaðið vont og tæpt, en mikill vöxtur hafði verið í ánni eftir rigningar. Fylgarmaður var með lækninum og komst hann klaklaust yfir ána. Segir hann, að hestinn hafi hrakið undir lækninum niður af vaðinu í stríðan streng, hnakgjarðirnar sprungið og læknir- inn því losnað við hestinn og drukn- að. En hesturinn komst upp úr ánni mannlaus og hnakklaus. Þetta var um miðjan dag 13. þ. m. Lfkið hafði borist út í sjó og fanst rekið nokkrum dögum síðar óskadd- að og var flutt til Sauðarkróks. Sigurður læknir Pálsson var sonur síra Páls heitins Sigurðssonar, sem var prestur í Gaulverjabæ. Sigurð- ur var rúmlega fertugur, fæddur 24. maí 1869, útskrifaður úr latínuskól- anum 1890 og af læknaskólanum 1894; fjekk veitingu fyrir Skaga- fjarðarlæknishjeraði 8. nóv. 1898, eftir Sæm. Bjarnhjeðinsson núv. holdsveikralæknir, en hafði verið settur læknir þar áður um tíma. Sigurður var duglegur læknir og prýðisvel látinn í hjeraði sínu; yfir höfuð góður drengur og vinsæll. Til að þjóna Sauðarkrókslæknis- hjeraði, þar til það verður veitt, hef- ur verið settur Guðmundur læknir Þorsteinsson, er þjónað hefur Horna- fjarðar-læknishjeraði síðastliðið ár, og var hann nýkominn heim hingað þaðan, en fór norður á leið með Vestu síðastl. sunnudag. Vjelarbátur ferst. Prír menn ilrukna. Vestri frá 10. þ. m. segir svo frá: „29. f.m. varvjelarbáturinn „Harpa", sem hefur haft póstferðir um Breiða- fjörð, í póstferð á Hagabót á Barða- strönd. Þegar báturinn lagði á stað þaðan, rakst hann á sker; Hákon bóndi í Haga hafði bát á floti og ætlaði þegar fram til þeirra, en þá náði báturinn sjer ofan af skerinu aftur og hjelt af stað, en gekk þó ferðin seint, eins og vjelin væri í ólagi, en ekki sá Hákon, að skipverjar gæfu neina bendingu og veitti því þó eft- irtekt. Þegar hann svo sá, hve vjel- arbáturinn gekk seint, lagði hann af stað til þess að vita, hvað að gengi, en þegar hann var kominn V3 af leiðinni, hvarf báturinn alt í einu. Hafði hann þá rekist aftur á sker og annaðhvort hvolfst eða brotnað mjög. Þegar Hákon og menn hans komu þangað sem báturinn sökk, sáu þeir engin vegsummerki. Á bátnum voru 3 menn: Guðni Guðmundsson kaupmaður í Flatey, sem var farþegi á bátnum t þetta sinn, Pjetur Hafliðason frá Svefn- eyjum, formaður bátsins, og Einar Daðason, ættaður úr Skötufirði. Hjörleifur Einarsson prófastur dáinn. Hann dó á heimili sínu hjer í bænum síðastl. fimtudagsmorgun, nær áttræður að aldri. Hafði hann dvalið hjer frá því að hann ljet af prests- skap, fyrir fjórum árum, 1906. Hann var fæddur 27. maí 1831 á Dvergasteini f Seyðisfirði, og var faðir hans, síra Einar HjörleifSson, þá prestur þar, en síðast í Valla- nesi á Fljótsdalshjeraði. Síra Hjör- leifur útskrifaðist úr skóla 1856 og af prestaskólanum 1858, en vígðist til Blöndudalshóla 1860. Síðan fjekk hann Goðdali 1870 og Undirfell í Vatnsdal 1876. Þar var hann prest- ur til 1906, er hann fjekk lausn og fluttist hingað til Reykjavíkur. Hann var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Guðlaugu Eyjólfsdóttur, misti hann 1884. Þeirra synir eru þeir Einar skáld og Sigurður ritstjóri á Akureyri. Þriðji bróðirinn, síra Jósef, er dáinn fyrir nokkrum árum. En síðari konan er Björg Einarsdóttir frá Mælifelli í Skagafirði, og lifir hún mann sinn ásamt tveimur börn- um þeirra, Tryggva og Guðlaugu. Síra Hjörleifur var merkur prestur og vel metinn. Ásgrímur Jonsson málari. Ný málverk. Ásgrímur málari hefur verið austur í Skaftafellssýslu í sumar, er nýkom- inn þaðan hingað til bæjarins og verður hjer í vetur. Meðal þess, sem hann hefur málað þar eystra í sumar, er stór mynd af Öræfajökli, sjeðum úr Landbrotinu. Sjest á myndinni yfir svæði af Land- brotinu, yfir Skaftárós og svo jök- ullinn í baksýn. Myndin er falleg og glæsileg, lfkt og Heklu-myndin, sem Ásgrímur sýndi hjer síðastliðið vor. Þó er þessi mynd miklu minni. Margar myndir hefur hann gert af Lómagnúp og svæðinu þar um kring; eina af Hverfisfljóti, þar sem það kemur ofan af hálendinu, aðra af fossaföllum í Skaftá, þriðju af bæn- um á Núpi, þar eystra, og svæðinu þar umhverfis o. s. frv. — fjölda mynda, stærri og smærri, er sýna einstaka staði eða útsjóii yfir víð landsvæði þar til og frá. Frá Vestmannaeyjum hefur hann enn nýjar myndir, þar á meðal eina allstóra, sem heitir „Vornótt". Hvergi hjer á landi segir hann að sjeu aðrar eins tilbreytingar af litskrauti og í Vestmannaeyjum. Þar sje reyndar votviðrasamt og sjaldan kyrt, — en þegar veður sje þar gott, þá sjeu þær óvíðjafnanlegar að þessu leyti. Nú er Ásgrímur að búa niður ýms- ar af myndum sínum, er hann sendir til Kristjaníu og eiga að sýnast þar í vetur. Þangað sendir og Þórarinn Þorláksson málari myndir, þar á meðal „Áning", sem áður hefur verið minst á hjer í blaðinu. En meðal mynda þeirra, sem Asgrímur sendir, er bæði Heklumyndin stóra og Öræfajökuls- myndin, sem getið er um hjer á undan. Setur hann 3000 kr. verð á Heklumyndina, en 1000 kr. verð á hina. Heklumyndin hefur verið geymd hjer í þinghúsinu í sumar. Ásgrímur sendi hana ekki til Khafnar í vor, eins og sagt var að til stæði, þegar getið var um myndina hjer í blað- inu þá. Verölaun ór Ræktunarsjóði. Af vöxtum Ræktunarsjóðsins 1909 veitti stjórnarráðið 6. Október eftirnefnd- um 49 mönnum þessi verðlaun fyrir unnar jarðabætur: 200 kr. fjekk: Magnús Gíslason, Frostastöðum, Skagafj.s. 150kr. fjekk: Sigurjón Jónsson, Ós- landi, sömu sýslu. 125 kr. fjekk: Hjálmar Þorgilsson, Hofi, sömu sýslu. 100 kr. fengn: Þorsteinn Davíðsson, Arnbjargarlæk, Mýras., Vigdís Jónsdótt- ir, Deildartungu, Borgfj.s. og Bjarni Arason, Grýtubakka, Þingeyjars. 75 kr. fengn: Einar Árnason, Holti, Skaftafs., Einar Árnason, Miðey, Rang- árvs., Guðmundur Jónsson, Baugstöðum, Árness., Eggert Finnsson, Meðalfelli, Kjósars., Jón Pálsson, Fljótstungu, Mýras., Jón Guðmundsson, Skarði, Dalas., Ragúel Olafsson, Guðlaugsvík, Strandas., Kristófer Jónsson, Litlu-Seilu (Brautar- holti), Skagafjs., Stefán Stefánsson, Hlöð- um, Eyjafjs., og Guttormur Einarsson, Ósi, sömu sýslu. öO kr. fengu: Friðrik Björnsson, Litlu-Hólum, Skaptaf.s., Vigfús Gunn- arsson, Flögu, sömu sýslu, Bárður Bergs- son, Eyvindarhólum, Rangarvs., Albert Á. Eyvindsson, Skipagerði, sömu sýslu, Jón Bárðarson, Drangshlíðardal, sömu sýslu, Kristinn Jónsson, Hömrum,Árness., Guðjón Finnsson, Reykjanesi, sömu sýslu, Guðmundur Snorrason, Læk, sömu sýslu, Gísli Pálsson, Kakkarhjáleigu, sömu sýslu, Ingvi Þorsteinsson, Snæfoksstöð- um, sömu sýslu, Jens Pálsson, Görðum, Gullbrs., Bjargmundur Guðmundsson, Bakka, sömu sýslu, Jón Halldórsson, Káranesi, Kjósars., Ólafur Stefánsson, Kalmannstungu, Mýras., Guðmundur Sig- urðsson, Helgavatni, sömu sýslu, Sveinn Torfason, Hafþórsstöðum, sömu sýslu, Steingrímur Andrrjsson, Gljúfurá, sömu sýslu, Sigurður Magnússon, Stóra-Fjalli, sömu sýslu, Þorsteinn Bjarnason, Hurðar- baki, Borgarfj.s., Sveinn Finsson, Kolls- stöðum, Dalas., Pétur Hjálmtýsson, Hörðubóli, sömu sýslu, Guðbrandur Jóns- son, Spákelsstöðum, sömu sýslu, Sigur- björn Bergþórsson, Svarfhóli, sömu sýslu, Andrjes Magnússon.Kolbeinsá, Strandas., Björn Guðmundsson, Örlygsstöðum, Húnavs., Halldór Jóhannsson, Vöglum, Skagafj.s., Jósafat Guðmundsson, Krossa- nest, sömu sýslu, Jóhann Helgason, Syðra-Laugalandi, Eyjafj.s., Jónas Jóns- son, Lundarbrekku, Þingeyjars., Björn Björnsson, Laufási, sömu sýslu, Gísli Helgason, Skógargerði, N.-Múlas., og Gísli Þorvarðsson, Papey, S.-Múlas. Afsakanir ráölierra. Ný- komin dönsk blöð sýna, að þar sem ráðherra hefur lýst yfir, að hann væri óviðriðinn „bankaráðagerðirnar", eins og símskeytið segir í síðasta blaði, þá er þar að eins átt við „enska málið“, en ekki „Franska bankann". Þetta „enska mál" er þá víða umtalað í enskum blöðum og sá, er símskeytið sendi, hefur það eitt í buganum. Hins vegar hefur ráðherra skýrt frá, að hann hafi verið við riðinn „Franska banka" málið, en bætir því við, að það sje nú fyrir löngu út úr sögunni. Sýslumaðurinn og hreppstjórinn, sem enski botnvörpungurinn hvarf með til hafs úr Breiðafirði, eins og frá var sagt í síðasta blaði, eru nú komnir fram í Hull. Þaðan símaði danski konsúllinn stjórnarráðinu síð- astl. miðvikudagskvöld og sagði því tíðindin. Fór því sem vænta mátti, að ekkert mein var þeim gert af botnvörpumönnum annað en burt- flutningurinn. En hvernig lýkur nú þessu máli? Það er mjög svo eftirtekta vert, hver hegning skipstjóranum verður gerð í Englandi fyrir þetta brot.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.