Lögrétta

Issue

Lögrétta - 19.10.1910, Page 3

Lögrétta - 19.10.1910, Page 3
L0GRJETTA. 197 Stjórnarbyitingin í Portugal Konungshöllin í Lissabon. Glimusköla heldur glímufjelagið „Ármann" á komandi vetri; þar verður drengjum frá 12—16 ára gefinn kostur á að nema íslenska glímu. Skólinn hefst i. nóv. næstk. og stendur til 15. apríl 1911. Ákveðið gjald fyrir allan tímann kr. 1,50. Þeir, sem æskja inntöku í þennan skóla, gefi sig fram við undirritaða fyrir 25. þessa mánaðar. Reykjavík 15. október 1910. Hallgríniur Benediktsson. Guðm. Sigurjónsson. Sigurjón Pjetursson. Hinn nýi lýðveldisforseti í Portú- gal hefur skýtt utanríkisráðherra Braga forseti. Dana, Ahlefeldt-Laurvigen, frá bylt- ingunni með svohljóðandi símskeyti, dags. í Lissabon kvöldið 5. oki.: „Þjóðin og herinn hafa rjett í þessu afnumið konungsvaldið og lýst Portú- gal lýðveldi samkvæmt óskutn, er menn hafa lengi búið yfir. Gleðinni yfir þessu er ekki hægt að lýsa. Það hefur verið mynduð bráðabyrgða- stjórn og er hún svo skipuð: Forseti: Theophilo Braga; innanríkisráðherra: José d’ Almeida; hermálaráðherra: Xavier Barretó óberst; dómsmála- ráðherra: Alfonso Costa; flotamála- ráðherra og nýlendumálaráðherra: Aze- vedo Gomes; utanrikismálaráðherra: Bernadino Machado; verknaðarmála- ráðherra: AntonioLuiz Gomes. Stjórn- in hefur með samhug allra borgara trygt almennan frið og reglu. Sífelt streyma að, utan úr hjeruðunum, yfir- lýsingar um, að stofnun lýðveldisins sje tekið nteð hinni mestu gleði. Theophilo Braga forseti". Svo hljóðandi er þá hin opinbera tilkynning um lýðveldismyndunina út á við. En til hersins og flotans í Portúgal birti forsetinn síðar sama kvöldið svohljóðandi ávarp: „Bráðabyrgðastjórn hins portú- giska lýðveldis sendir kveðju sína liðsmönnum hersins og flotans, sem í sameiningu við þjóðina hafa stofn- að þjóðveldið til heilla og hamingju fyrir alt föðurlandið. Þar sem nú þjóðveldið er stofnað til heilla fyrir alla þjóðina, treystir stjórnin á föð- urlandsást allra og væntir þess, að þeir foringjar úr hernum og flotan- um, sem enn eigi hafa átt þátt í byltingunni, komi saman á aðalstöðv- unum og heiti þar hinni nýju stjórn hylli og trygðum. Meðan á þessu stendur verða allar hersveitir bylt- ingarmanna að vera á stöðvum sín- um til varnar og tryggingar lýð- veldinu. Carvalhals hershöfðingja er fengin í hendur yfirstjórn setuliðsins í Lissabon". Til alþjóðar f Portúgal birti nýja stjórnin svohljóðandi ávarp: „Portúgalsmenn! Þjóðin, herinn og flotinn hafa lýst yfir stofnun lýð- veldisins. Konungsættin Braganza, sem glæpsamlega og með ásetningi hefur spilt þjóðfriði f Iandinu, er fyrir fult og alt út rekin frá Portú- gal. Þessi atburður er vottur um djarfleik og hreysti þjóðarinnar og fyllir hjörtu allra föðurlandsvina með fögnuði. Þessi dagur gerir fyrir fult og alt enda á þrældómi þessa lands. Brennandi þrá borgar- anna eftir frjálsu stjórnarfyrirkomu- lagi er nú fullnægt, og þessi stund bætir oss að fullu alt umliðið erfiði og allar umliðnar raunir. Látum þessa stund verða upphaf að flekk- lausu siðvendnis- og rjettlætistíma- bili; látum þetta eina: „Fyrir þjóð- ina“ verða undirstöðu stjórnmála- stefnuskrár vorrar, og látum mannúð gegn þeim sigruðu verða undirstöðu siðferðisstefnuskrár vorrar. Borgarar! I Látið eitt áhugamál fylla hugi yðar: föðurlandið, og eina ósk: samlyndi. Lýðvsldið treystir því, að þjóðin vilji halda uppi reglu og virðingu fyrir því, sem rjett er, að hún sje fús til að leggja alt í sölurnar fyrir hið sameiginlega áhugamál, frelsið, og að hún vinni með ást og áhuga fyrir hinu portúgalska lýðveldi". Uppreisnin í Lissabon. Ut um heiminn bárust ekki fregnir af byltingunni í Lissabon fyr en 5. þ. m, því að frjettaþræðirnir voru skornir sundur. En uppreisnin var ráðin kvöldið 3. þ. m. og hófst næstu nótt. Kl. i1/* um nóttina gáfu upp- reisnarmenn merki með 21 fallbyssu- skoti. Almenningur þusti þá á fætur og út, til þess að vita, hvað um væri að vera, og eftir litla stund var alt á ringulreið um götur borgarinnar. Lögregluliðið kom til, en uppreisnar- menn vörðust því með sprengikúlum. Svo var herlið kallað til. En nokk- uð af því gekk þegar í flokk með uppreisnarmönnum. Nú varð mann- fall töluvert og margir særðust. Uppreisnarmenn reistu vígi í stræt- unum og sendu liðsflokka í ýmsar áttir, suma til að ná yfirhönd yfir brúm og götum til og frá, þar sem nauðsynlegt þótti, en aðra til að ná frjettaþráðastöðvunum og sjá um, að ekkert bærist út þaðan. Þessi bardagi stóð alla nóttina, næsta dag og næstu nótt, alls 32 klukkustundir. Um daginn, 4. þ. m., komu ýmsir herflokkar úr ná- grenninu við Lissabon til borgarinn- ar °!g Sengu ýmist í lið með upp- reisnarmönnum eða konungsmönnum. Sem dæmi um það, hvernig til hafi gengið, er það sagt, að í einni fót- gönguliðsdeild var hjer um bil jafn- margt af hvorum um sig, konungs- mönnum og uppreisnarmönnum. SIó í bardaga milli þeirra, og í honum fjellu ýmsir af foringjunum, þar á meða) yfirforinginn, og margt liðs- manna. Viðureigninni lauk svo, að uppreisnarmenn urðu ofan á, og gengu þá konungsmenn, sem uppi stóðu, í lið með þeim. Líkt var víðar. Hermennirnir brutu upp vopna- búrið og fengu borgurunum vopn í hendur. Þegar leið fram á þriðjudaginn, 4. þ. m., var auðsjeð, hverjir sigra mundu. Þá voru herskip, sem á höfninni lágu, farin að skjóta á kon- ungshöllina, en fjöldi borgarinanna fór um göturnar í fylgd með her- flokkum uppreisnarmanna og söng þjóðsöng Frakka, „Marseillaisen". Altaf gengu fleiri og fleiri í lið með uppreisnarmönnum. Þeir. unnu götu eftir götu og fánar þeirra komu upp víðar og víðar í bænum, þartil alt var á þeirra valdi. Flótti konungs. Það var dulið fyrstu dagana, hvað orðið hefði af Manuel konungi. Sum- ar fregnir sögðu hann flúinn til Eng- lands. En síðar kom það upp, að hann hefði flúið til Gibraltar, og er það sögn síðustu útlendra blaða, sem hingað hafa komið, að hann sje þar, og eins móðir hans. Þegar skotið var á konungshöllina, á þriðjudaginn, höfðu þau konungur og móðir hans forðað sjer þaðan. Fregnirnar sögðu fyrst, að þau hefðu forðað sjer út á herskip frá Brasilíu, sem á höfninni lá, og haft þaðan hjálp á fióttanum frá konungshöll- inni, og það með vitorði uppreisnar- manna, því þeir hefðu helst kosið, að konungur flýði Svo var sagt, að þau hefðu komist á enskt herskip. Er ekki gott að sjá, hvað rjett er í öllum þeim sögum. En víst mun það, að til Gibraltar komu þau á lystiskútu konungs, sem „Amelie“ heitir, og voru þá þar með til fylgd- ar tvö ensk herskip. Englendingar höfðu tekið Manúel konungi með virktum í Gibraltar. Það er sagt, að yfirforingi her- liðsins, sem varði konungshöllina, hafi skotið sig sjálfur, er hann sá, að hann varð að gefa upp vörnina. í Manúel konungur. liði hans höfðu verið menn, sem opn- uðu uppreisnarmönnum aðgang að henni. England og Portiígal. Það er sagt, að stjórnarbyltingin hafi lengi verið í undirbúningi, enda gengu fregnir um það aftur og aftur í sumar, að Manúel konungur væri í þann veginn að afsala sjer konung- dómi og mundi þá Portúgal verða lýðveldi. Nú er það sagt, að snemma í ágúst hafi lýðveldismenn í Portúgal sent tvo af foringjum sínum til Lund- úna, og hafi þeir skýrt ensku stjórn- inni frá, að það stæði til, að kon- ungsvaldið yrði afnumið í Portúgal og í þess stað myndað Iýðveldi, en jafnframt fullvissað hana um, að þrátt fyrir það yrði samband Portúgals við England óbreytt frá því, sem áður hefði verið. Þeir höfðu fengið góð svör, að sambandið væri gert milli þjóðanna, og það breytti engu í af- stöðu Englands til Portúgals, þótt Portúgal breytti stjórnarfyrirkomu- lagi sfnu. Portúgal er fjárhagslega háð Eng- landi og England hefur eftirlit með nýlendum þess í öðrum heimsálfum. Það er sagt, að eftir samningum milli Englands og Portúgals frá 5. des. 1900 hafi England trygt sjer forkaupsrjett að nýlendunum, ef Portú- gal yrði að láta þær af höndum. Það var almenn spurning, er fyrst bárust fregnir af uppreisninni, hvort England mundi ekki taka þar í taum- ana. En, eins og áður er sagt, ganga þær sögur, að uppreisnarmenn hafi leitað hófanna hjá ensku stjórn- inni áður en þeir lögðu út í bylting- una og skuldbuudið sig til að halda alla samninga við England hvað sem í skærist. istandið í Portúgal. Þingið í Porúgal er klofið í marga smáflokka, en tala þingmanna er 155. Aðalflokkarnir eru vinstrimenn og hægrimenn, eða framfaramenn og íhaldsmennn (regeneradores). Svo eru lýðveldismenn o. s. frv. Það var áður kunnugt, að flestir af foringjunum í sjólíðinu væru lýð- veldismenn. Sjö lýðveldismenn sátu á þingi sem fulltrúar fyrir Lissabon. Af þeim var einn foringi úr sjólið- inu, en 5 voru prófessorar. Það er sagt, að flestir vísindamenn landsins hafi verið lýðveldismenn. 3. þ. m> var einn af foringjum lýðveldismanna, frægur læknir, Bombardo, myrtur af af herforingja, og var klerkaflokkn- um gefin sök á morðinu. Þetta dráp er sagt hafa flýtt fyrir uppreisninni og byltingunni. Það eru hinar betur megandi stjett- ir manna, sem gengist hafa fyrir byltingunni. Hin stóru verslunarhús í Lissabon höfðu haft samtök gegn konungsvaldinu, er haft eftir einum af foringjum lýðveldismanna, sem var í París, þegar uppreisnin hófst. Or- sök stjórnarbyltingarinnar er fyrst og fremst talin hin dæmalausa óreiða, sem verið hafði á peningamálum ríkisins mannsaldur eftir mannsaldur. Almenningur í Portúgal er sagður mjög fáfróður. Kosningarrjettur er bundinn þar við 21 árs aldur, við lágt skattgjald, og svo við það, að hlutaðeigandi kunni að lesa og skrifa. En hið síðasta ákvæði úti- lokar fjöldann frá kosningarrjett- inum. Almenningur er fátækur og landið illa ræktað. Af rækt- uðu landi eru 40°/o graslendi og 23% akurlendi; hitt eru ávaxtagarð- ar, skógar, vínlönd og jurtagarðar. r/3 hluti landsbúa býr í borgum. Margir lifa á fiskiveiðum. Málm- tekja er ekki mikil, og er þó landið ríkt af málmum. Eftir konungsmorðið 1908 var mynduð samsteypustjórn af ýmsum flokkum þingsins og var hertoginn af Amaral þar aðalmaðurinn. En þeirri stjórn var steypt 22. des. 1908 og komu þá hægrimenn til valda. 7. apríl 1909 tók vinstrimaður við stjórninni, en rúmum mánuði síðar, 13. maí, mynda hægrimenn aftur stjórn. 22. des. kemur aftur vinstri maður til valda og sat til 25. júní í ár. Þá tók við annar af sama flokki, Teixeira de Sousa, og var hann við völd þar til nú, er bylt- ingin gerði enda á valdadögum hans. Manúel konungur hafði viljað áfsala sjer völdum í júní í sumar, en vinstri menn rjeðu því þá, að hann gerði það ekki. 1 ágúst í sumar fóru fram nýjar kosningar og fjekk stjórnar- flokkurinn þar meiri hluta og hann ekki lítinn. Lýðveldismenn höfðu áður átt aðeins 7 sæti á þinginu, en náðu nú 14. Þingið var sett 23. sept. og í hásætisræðu konungsins var þá lofað mörgum og miklum framfarafyrirtækjum. Svo var fund- um þingsins frestað, eftir konungs- úrskurði, til áramóta. Klerkaveldi er mikið í Portúgal og hafði móðir konungsins verið því mjög vinveitt, en hún rjeði miklu. Sousa-stjórnin hafði reynt að reisa rönd við því, en ekkert tekist í þá átt. Nú er sagt, að fyrir höndum sje hörð barátta milli nýju lýðveldis- stjórnarinnar og klerkaveldisins. Kveðja # til Agústs Bjarnason. Frá Halldóri Jónssyni. Jeg get haft kveðju þessa stutta. Ritsmíði h. útv. er nauða ómerkileg. Það er vandi gutlara og gortara, sem verða undir í deilum, að þeir rangfæra orð og snúa út úr og þykj- ast svo vera menn að meira. Krydda svo stílinn með brigslyrðum um mót- stöðumanninn og lofi um sjálfa sig. Þetta eru hentug vopn að grípa til, þegar ástæður eru þrotnar. Takmark templara er orðin stað- reynd. Aðflutningsbann er orðið að lögum. Allar hártoganir h. útv. um stefnuskrá og takmörk templara eru einber hjegómi. Dylgjur hans og gort, hvort sem heldur er um þekking sína á rann- sóknum próf. Kraepelins eða annað, kemur engum á óvart, sem farinn er dálítið að þekkja h. útv. Og heldur ekki kemur mönnum á óvart gorgeirinn sá, að þykjast geta knjesett alla visindamenn, jafnvel próf. Kraepelin, með öllum þeim sæg af vísindamönnum ýmsra landa, sem komist hafa að sömu niðurstöðu sem hann um áhrif áfengis á sál og lík- ama mannsins. En hitt keraur víst mörgum á ó- vart, að ástvinir áfengisins eigi í fór- um sínum einhverja „nafnkunna vís- indamenn", sem komist hafi að gagn- stæðri niðurstöðu við próf. Kraepelin. Því að ef þessir „nafnkunnu" væru í sannleika til, þá mundu ástvinirnir vera búnir að flagga með þeim fyrir löngu. H. útv. þykir líka vissara að lauma þessu út „svona í trúnaði". Annars kemur skaðsemi eða ekki skaðsemi „hófdrykkjunnar" áfengis- málinu nauða-lítið við; hefur ef til vill teóretiska þýðingu en enga praktiska þýðingu. Enda hefur h. útv. ekki þorað enn að skýra (defi- nera), hvað hann meinar með „hóf- drykkju". Kveinstafir hans út af því, hve hraparlega hann komst í mótsögn við sjálfan sig út af fýsnunum og áfengisnautninni, hræra alls ekki hjarta mitt til meðaumkunar. Og fátækleg er hjá honum greiningin á áfenginu og áfengisnautninni, og hár- toganirnar út af því, þar sem allur heimurinn veit það og skilur það, að það er áfengisnautnin, áfengi not- að til drykk/ar, sem bindindismenn berjast á móti. Jeg hafði sannað það, að bann- lögin væru ekki nauðungarlög í neinni 'þeirri merkingu, sem andbanningar stagast á. Og jeg sýndi Ijóslega fram á, að ef nokkur lög væru nauð- ungarlög í þeirri merkingu, sem h. útv. var að bögglast með, þá væru það tollgœslulög allra mentaþjóð- anna. Þetta hefur h. útv. ekki getað hrakið. En þá finnur hann upp annað úr- ræði. Hann rangfærir orð mín, skrökv- ar því upp, að jeg tali um tolllög. Þegar jeg segi: „Þetta er svo strákslekt, að hann ætti að sár- skammast sín fyrir það“, þá viðhef jeg hans eigin orð. Svona er hans ritháttur. H. útv. hælir sjer fyrir það og ýmsum fjelagsbræðrum sínum —- að þeir sjeu „reglumenn á vín“. Það er eins og hann óttist, að ritsmíð hans muni gefa mönnum aðra skoð- un á honum. Áð öðru leyti kemur þetta sjálfshól hans ekkert .málinu við. Og það er ekkert aðalatriði í vor- um augurn, bannvina, að einstakir menn sjeu frammi fyrir almenningi að berja sjer á brjóst og segja: „Guð, jeg þakka þjer, að jeg er ekki eins og aðrir menn, óhófsmenn, fýsnaþrælar, drykkjurútar, eða eins og þessir bannsettu bindindsmenn. Jeg er reglumaður á vín og drekk ekki meira en svo, aðjegget „sjálf- ur leitt sjálfan mig“. Hitt álítum vjer aðalatriðið, að áfengisdrykkjan hverfi, að áfengið sje rekið með lögum inn í lyfjabúðirn- ar á sama hátt sem ópíurn, morfín, kókaín o. fl. eiturtegundir hafa verið þangað reknar með lögum. Sje það ekki óhæfileg skerðing á valfrelsi, að geta ekki fengið þær eiturtegundir til drykkjar, an læknis- forskriftar, þá hlýtur sama regla að gilda um áfengiseitrið. Vjer þolum ekki, að „ákveðin klíka manna" veiti lengur áfengiseitrinu um landið, haldi mönnum með „kapp- girni sinni og ofstæki" í afengis- fjötrum, sem baka fjölda af með- bræðrum vorum fjártjón, heilsutjón, líftjón, og saklausum konum og börn- um alls konar hörmung og eymd. Oss sárnar sú saurgun manneðlis- ins, að ineta meira nokkur staup af

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.