Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 16.11.1910, Side 3

Lögrétta - 16.11.1910, Side 3
L0GRJETTA. 215 €fnahagsreikningur lanðsbankans 31. ðes. 1999. Af því jeg veit að fleiri muni lesa það, sem blöðin færa, en það, sem kemur frá því opinbera í reiknings- eða skýrslnformi, þá leyfi jeg mjer að senda Lögrjettu útdrátt úr þessum reikningi. Það skal tekið fram, að allur reikningur bankans er, að mjer virðist, mjög glöggur og skýr, eins og vera ber; enda breiðir hann Ijós yfir svo margt, sem um bank- ann var sagt, áður en þessi reikningur kom fram. Það eru óefað fleiri en jeg, þó minna hafi við bankann að sælda, sem gleðjast yfir því, hvað hagur hans er alt annað, bæði glæsilegri og betri, en margan hefði mátt gruna um næstliðin áramót. Til skilningsauka færi jeg töluliði til, eftir skyldleika upphæðanna. Eignir bankans eru taldar þannig: Tölul. I. Ógreidd lán: Fasteignaveðslán, sjálfskuldarábyrgðarlán, handvaðslán, lán gegn ábyrgð sveita- og bæjarfjelaga, reikningslán, akkreditivlán. Til samans eru þessar lánveitingar að upphæð . . kr. 2,555 443' 94 2. Víxlar . kr. 787,357, 71 3. Ávísanir — 109.819, 09; þessir eignaliðir bank- ans eru.......................................— 897,176, 80 4.—10. eignal. eru konungleg ríkisskuldabrjef, önnur er- lend verðbrjef, bankavaxtabrjef 1., 2. og 3. flokks, skuldabrjef Reykjavíkurkaupstaðar, hluta- brjef og skuldabrjef tilh. varasjóði fyrv. spari- sjóðs Rvíkur. Þessir eignaliðir eru til samans — 1,832,690, 50 15. Ýmsar útistandandi skuldir, sem ásamt hinum eru eign bankans...........................—________3,121, 22 Eignir bankans í lánum og verðbrjefum eru þá alls kr. 5,288,432, 46 Aðrar eignir bankans eru: 13.0g 14. Eign hjá útibúinu á Akureyri kr. 628,995,33 — — — - ísafirði . — 586,252,35 _ 1,215,247,68 xx,— 12. Húseignir og lóðir í Reykjavík kr. 104,065,00 Bankabygginginmeðhúsbúnaði — 80,000, OO Húseignir á þá bankinn fyrir.................— 184,065,00 17. Peninga í sjóði á bankinn..................— 159,899, 77 Þannig á bankinn 31. desember 1909 í lánum, ____________________ verðbrjefum, húseignum og peningum alls kr. 6,847,644,91 Á móti þessum eignnm bankans koma skuldir hans, sem felast í eftirgreindu : Tölul. 1. Seðlaskuld bankans við landsjóð kr. 750,000,00 2. Útgefin og seld bankask.brjef — 500,000,00 3. Skuld við Landsmandsbankann í Khöfn....................— 986,138,00 10. Ekki útborgað af innheimtu fje — 2,066, 48 11. Ýmsar skuldir, sem hvíla á bankanum...................— 22,158,27 12. Varasjóður fyrv. sparisjóðs Reykjavíkur................ — 9,722, 61 Þessar upphæðir eru beinar útborganir fyrir bankann og nema samtals....................kr. 2,270,086, 11 Ennnfremur hvílir á bankanum til útborgunar þetta innstæðufje: 4. Innstæðufje á hlaupareikningi kr. 741,073, 65 5. -----í sparisjóði . . — 2,051,215,59 6. -----gegn viðtökuskýr- tein'...........— 582.984,69 _ 3,375,273,93 Þessi upphæð er gleðilega stór, þó hún hvíli á bankanum, því hún er eign landsmanna og hjálpar aðal-driftinni mjög mikið. 15. Er fyrirfram greiddir vextir, og kemur því upp- hæð þessi ekki til útborgunar. Hún er . — 11,490,27 7.—9. Er innieign 1, 2. og 4. flokks veðdeildar bank- ans, og nemur sú upphæð...................— 484,505, 99 Að undanskyldum 15. tölul. koma allar þessar upphæðir fyr og síðar til útborgunar fyrir ________________ bankann, og nema samtals.................kr. 6,141,356, 30 Þegar svo búið er að borga þessa upphæð með eignum bankans, verður eftir til jafnaðar — 706,288, 61 Upphæðin þá söm og eignamegin . . . . kr. 6,847,644, 91 Þannig á bankinn undantekningarlaust samkvæmt ítarlegri rannsókn og nákvæmum reikningi afgangs öllum skuldum kr. 706,288,61. Þessiupp- hæð er ósundurdeilanlega eign bankans, sem ber nafnið „varasjóður bank- ans", og er þessi upphæð orðin svo stór, að furðu gegnir. Það er ástæða fyrir alla að gleðjast yfir því. Þó það geti komið fyrir ár og ár, að gróði bankans ekki geri betur en standast vanskil einstakra viðskiftamanna, þá er eigi að síður ekki um tap að ræða, heldur minni gróða, og svo lengi ekki skerðist höfuðstóll hverrar stofnunar sem er, þá á orðið „tap" sjer ekki stað. Aðalreikningur bankans næstl. ár ber meðal annars með sjer, að töpuð sjálfskuldarábyrgðarlán og víxlar nemur til sainans kr. 15,547,35, en eigi að síður er tilfært undir tölul. 11 b ágóði bankans á árinu, sem reikn- ingslega tilheyrir varasjóði, kr. 54,683,53. Þessu nemur ágóðinn, þegar tapið er að fullu bætt. Þetta nægir til að sýna og sanna, að stofnunin getur grætt, þó ein- stöku skuldir falli eða tapist. Þegar um jafn áríðandi og um leið viðkvæma stofnun er að ræða, sem Landsbankinn okkar er, þá er stór ábyrgðarhluti að leyfa sjer að segja hann tapa, þegar hann er að græða og á stórfje í sjóði. Það mótsetta við að vaxa við vel kveðin orð, er, að minka við illa kveðin orð. Föðurlandsást er náskyld ást og virðingu á þjóðarstofnnunum. Eftir því sem þjóðarstofnarnir þrífast betur og blómgast, þá vex ást og virðing á landinu. Geti maður ekki sjeð stofnanir landsins í vexti og framförum, þá er það gefið, að ást á landinu dvínar. Því er það afar áríðandi skylda hvers manns, ekki einungis að standa í öllum fjárhagslegum skilum við bankann og aðrar þjóðarstofnanir, heldur einnig að ljá þeim liðsyrði og láta þær njóta sannmælis. Annars gerir maður sig sekan í því, að tefja fyrir eðlilegum framförum, rýra álit landsins og deyfa föðurlandsástina. A reikningi yfir tekjur og gjöld bankans næstl. ár sjest meðal annars, að þegar bankinn hefur borgað vexti af öllum sfnum skuldum með vöxtum frá viðskiftavinum, þá hefur hann í afgang, með yfirf. fyrir fram greiddum vöxtum, full 136 þúsund krónur. Þetta sýnir nægilega háa vaxtagreiðslu af útlánuðu fje. Ágóði af sölu fasteigna og nettótekjur af fasteign er kr. 7848,19, og auk ágóða af útibúunum hafa ýmsar tekjur orðið fast að 23 þús. krónur. Alt er þetta gott og blessað. Útgjöldin hefur maður ekki verulegt út á að setja. Kostnaður við rekstur bankans virðist, fljótt á litið, nokkuð mikill, knöpp 50 þúsund krónur. En þegar vel er að gætt, þá er hann mjög eðlilegur. Afloll við sölu bankaskuldabrjefa og verðfall á út- lendum verðbrjefum hefur orðið full 17 þús. kr. Við því má ætfð búast, að það geti komið við fyrir. Að endingu leyfi jeg mjer að fullyrða, að þrátt fyrir alt umtal um bankann, þá stendur hann, samkv. útgefnum reikningi, mjög vel. Og lán- ist núverendi bankastjórn að stjórna honum eins vel og þeirri fráförnu, þá á hann góða framtíð. Stjórni hún honum betur, sem naumlega er gerandi krafa til, þá á hann ágœta framtíð í vændum, og í þeirri von verður maður að lifa, úr því sem nú er komið. Akranesi 12. sept. 1910. Sv. G. £cifur hepni og jlanscti. Kenningar Friðþjófs Nansens pró- fessors um það, að sagnirnar um Ame- ríkufund Leifs hepna sjeu ekki annað en æfintýri, hafa vakið athygli meðal fræðimanna og mótmæli úr mörgum áttum. Nansen hefur lýst skoðun sinni eitthvað á þessa leið: Jeg efast ekki um, að Leifur Eiríks- son hafi verið til. En jeg efast um, að sá rjetti Leifur hafi nokkru sinni komið til Ameríku. Saga Eiríks rauða er, að minni hyggju, skáldsaga, og annað ekki. Einstök atriði eru þar tínd saman úr ýmsum áttum og sett meistaralega saman. Jeg dáist að skáldsögunni eins fyrir það, þótt jeg trúi því ekki, að viðburðirnir sjeu sannir. En það, að þeir sjeu ekki sannir, ræð jeg af því, að einstök atriði falla ekki rjett saman. Þar er sitt tekið úr hverri áttinni, frá Hómer, frá Plútark, úr Mósebókunum og úr æfin- týrum miðaldanna. Jeg hygg, að alt þetta sje komið til íslands frá írlandi; það er margt líkt í íslensku sögunum og gömlum írskum sögnum. Mest er þó tekið frá hinum mikla rithöf- undi 7. aldarinnar, Isidor hisparensis, sem var biskup í Sevillu á Spáni. Hann var sambandsliður milli bók- menta fornaldarinnar og miðaldanna, var lengi mest lesinn allra rithöfunda, og svo mun einnig verið hafa á ís- landi. Sagan um ferð Leifs til Vín- lands er ekki annað en umritun á lýsingu hans á Sælumannaeyjum, er vera áttu langt burtu í vestri. Vín- landshugmyndin er ekki annað en hin eilífa hugarleit mannanna eftir Paradís á jörðu, er átti að vera bygð öndum framliðinna manna. Skræl- ingjarnir eru líkamsgervingar hinna framliðnu, gerðir í skáldskapnum að einskonar hulduverum. Welhaven hefur ort kvæði um hinar helgu eyjar í vestri, þar sem sólin gangi til viðar, og trúin á yfirnáttúrlegar verur á jörð- inni er enn við líði. Það er ekki ennþá einn mannsaldur liðinn síðan menn trúðu í Noregi meira á huldu- fólk en á drottinn. Jeg held að Grænlendingar hafi komið til Ameríku á undan Kolum- busi — þ. e. hinir norsk-íslensku Grænlendingar. Það er sagt frá græn- lensku skipi, sem vant var að sækja trjávið til Ameríku, en eitt sinn fór afvega og lenti til íslands. Þar rit- uðu menn svo söguna um þetta 15 árum síðar. Þar hygg jeg, að sje að ræða um ábyggilega frásögn. Hingað til hafa menn þrætt um, hvort skrælingjarnir, sem um er talað, hafi verið Eskimóar eða Indíánar. Nú má þræta um þetta. „En alt nýtt mætir mótmælum", sagði Nansen. Einar Jönsson og „Ingólfur“. í síðasta tbl. „Ingólfs" — sem ann- ars hefur margt gott að færa — er dálítil grein með yfirskriftinni „Álfu vorrar yngsta land", sem mig langar til að gera athugasemd við. Mjer er kunnugt um það, að Einar Jónsson var ekki ánægður með mynd- ina af Jónasi Hallgrímssyni og Ijet hana frá sjer tnj'ög nauðugur, þó að svo yrði að vera. Myndin hafði ver- ið pöntuð hjá honum sem allra lík- ust mynd þeirri, er gerð var af Jón- asi látnum og allir kannast við. Aðal- yfirsjón Einars var í því fólgin, að hann batt sig um of við þá mynd, að því er andlitið snerti. En þannig vildi nefndin hafa myndina og virt- ist vera mjög ánægð með hana, sbr. „Ingólf" og fleiri blöð frá þeim tím- um. Einar var í fjárþröng og varð því að láta myndina af hendi, þó að honum líkaði hún ekki. Það er því allmikið efamál, hvort Einar eða nefndin eigi að bera ábyrgð á þeirri mynd. Það er ósatt hjá greinarhöf., að myndina hafi þurft að „gera í snatri" og „því enginn kostur þess að leita erlends meistara". Undirbúningur Jónasarmyndarinnar tók tíu ár — frá því Vilhjálmur heitinn Borgfjörð hreyfði því fyrst og byrjað var að safna fje, og þar til myndin var reist. Og 1905 — tveim árum áður en reisa skyldi myndina — fjekk formaður Stúdentafjelagsins, sem þá var Bjarni frá Vogi, fjárlaganefnd alþingis sýnis- horn af myndinni, sem Einar hafði gert, og var í öllu verulegu eins og myndin „hjá læknum". Þá var enn nægur tími til að breyta myndinni, hefði þess verið óskað, eða það feng- ist. Það er einnig ranghermi hjá grein- arhöfundinum, að Fátæklingar (Prole- tarer) Einars hafi verið á sýningu í Khöfn. Þar hafa nokkrar aðrar myndir Einars verið, en ekki þessi. Um það, hvort fela beri Einari að gera mynd af Jóni Sigurðssyni, skal jeg ekki orðlengja. Þar er sá mikli munur á aðstöðu, að til er nú mynd af Jóni, höggvin í marmara, og margar aðrar myndir, bæði málaðar og ljós- myndir, henni til skýringar og upp- fyllingar, en af Jónasi var ekki ann- að til en ljeleg blýantsmynd, gerð af liki hans. Væri það nú ekki ofraun fyrir samvisku íslensku þjóðarinnar, ef útlendum manni væri falið það verk, er svo miklar líkur eru til að leysa. megi vel af hendi, sem er að gera mynd af Jóni Sigurðssyni, en Einar yrði látinn gjalda þess, að hon- um tókst miður vel að gera mynd af Jónasi, eftir engum gögnumf Einar stendur þó útlendingunum jafnfætis að lærdómi í list sinni, og jafnvel greinarhöfundurinn treystir sjer ekki til að neita því, að hann sje lista- maður. Yfirleitt er greinin óvingjarnleg í garð Einars og mjög vanhugsuð. Að endingu verð jeg að dást að þeirri þefvísi, sem greinarhöf. ætlar Reykvikingum, að þeir finni lykt af eirmyndl í grein hans standa þessi orð: „— — eigi er trútt um, þegar gengið er fram hjá ómyndinni hjá lœknum, sem jlestir Reykvíkingar haja fundið lyktina af, að mönnum detti ósjáifrátt í hug-----" o. s. frv. (Leturbreyt. gerð af mjer). Og næst, þegar greinarhöf. þarf á hendingum að halda eftir Jónas Hall- grfmsson, væri viðkunnanlegra, að hann færi rjett með þær. G. M. tir Skagafirdi er skrifað 5. þ. m.: „Tíðin óstöðug frá Mikkaelsmessu til þess hálfum mánuði fyrir vetur: regn, hríð og rosar. Blíða samfelt síðan, þangað til viku af vetri. Gekk þá í norðan- veður: hríð og kulda nokkurn, og lítur nú tíðin næsta vetrarlega út, þó lítill sje snjór, enn sem komið er. Tók illa tunglinu, — og vekur það illar spár hjá gömlum mönnum. Verslun ekki meira en í meðallagi í haust. 19 a. kjötpd. og gærupundið 30 og 32 a. Sláturhús Skagfirðinga, sem er sjálfstæð stofnun, borgaði 4/s alls þess kjöts, er það tók, með pening- um og þótti það koma sjer vel. Kaupmaður Popp á Sauðárkróki keypti nokkur hundruð af sauðum hjer í firðinum í haust. Sendir voru þeir til Hollands. Þeir voru teknir á fæti, og gefnir 13 a. fyrir pd. í IOO—110 pd. þungum sauðum, og 14 a. fyrir pd. í IIO—130 pd. lif- andi vigtar. Sauðir þyngri en 130 pd. ekki teknir. Alt þetta fengu menn í peningum. Það gerir okkur mikinn baga, hversu tregt gengur með útflutning lifandi sauðfjár. Zöllner lætur deildarstjóra segja okkur á vor- in, að hann taki lifandi fje að haust- inu, en seinni part sumars kveður alt af við annan tón. Leiðinlegt að geta ekki haft íslenskan umboðs- mann, vel áreiðanlegan, ytra. — Fóðurbyrgðir alment minni en í fyrra. Grasspretta í sumar lakari en í fyrra og óvíða voru til „fyrningar" í vor.’ . Heyforðabúr er hjer hvergf, en þó óvíða betur fallið til að hafa slíkan forða, en einmitt hjer; heyskapar- uppgrip á sumrum, meir en nægir öll- um þeim, er heyja þurfa, og akfæri ljómandi gott á vetrum. Verkafólks- skortur sýnist og eigi þurfa að standa í vegi. Ætla mætti, að atvinnulitli lýðurinn á Sauðárkróki, yfir sumar- tímann, kysi heldur að vinna að hey- skap, þó fyrir lágt kaup væri, heldur en mæna út á sjóinn aila daga, þeg- ar aflalaust er, — og oft er þar afla- laust. í þessu máli vantar forgöngumann, ötulan og óeigingjarnan framfaramann. Og þau eru mörg málin, sem stranda á h........eigingirninni og smásálar- skapnum. Pólitík er nú lítið á dag- skrá hjeraðsbúa. Frjettin komin um það, að alþing verði háð á rjettum tíma, og gleður það margan góðan dreng, að alt ætlar þó ekki öfugt að ganga undir stjórn hins sýnilega veiklaða ráðgjafa vors. Það má þá búast við þingmálafundum hið fyrsta, °g týgja menn sig sennilega vel til þeirrar stefnu, því greinilega þyrfti nú að „setja þeim fyrir", þingmönn- unum. Heilsufar með lakara móti. Kvef- sótt hefur gengið um fjörðinn fram, og taugaveiki á Sauðárkróki, og er fólk að deyja úr henni hvað af öðru á sjúkrahúsinu. Dáið hefur töluvert af fólki; skal þar fyrst nefna hjeraðslækni okkar, Sigurð Pálsson, er druknaði 13. f. m. í Laxá á Skagaströnd. Er það ekki ofmælt að segja, að mannþann harmi allir Skagfirðingar, sökum drengskap- ar hans í hvívetna, afburða dugnaðar og hepni í læknisstörfum. Eftir hann orti Matthías af snild; auðfundið, að hinn lálni hefur hrifið skáldið góða „af guðs náð". Moldaður var hann 31. f. m., og fylgdi stór sveit manna honum til grafar. Til bráðabirgða er settur læknir kand. Guðm Þorsteinsson. Væntum við Skagfirðingar þess eindregið, að dugandi læknir hreppi hjeraðið, enda varla við að búast, að lítt vanir læknar sæki hingað. Ferðalög afar- erfið, og munu ekki margir leika það eftir Sigurði sál., að vera á ferð stöð- ugt í 3 sólarhringa, án nokkurrar hvíldar, stöðugt líknandi og verm- andi. — — Dáin er fyrir skömmu sæmdar- konan María Hannesdóttir á P'rosta- stöðum, komin yfir nýrætt. Hún var dóttir sr. Hannesar Árnasonar á Ríp Björnssonar Eiríkssonar í Djúpadal. Er sr. Hannes mörgum bókvísum mönnum kunnur fyrir skáldskap sinn og skarpleika. Stóryrtur þótti hann og enginn hófsmaður, síst við öl". X. Frá Grikklandi. Eins og áður hefur verið getið um hjer í blaðinu, tók Venezelos nýlega við stjórnartaumunum á Grikklandi og myndaði nýtt ráðaneyti. 26. f. m. var þjóðfundurinn rofinn. Kosningar til nýs þings eiga að fara fram 28. þ. m. og þingið að koma saman 8. jan. næstk. Sem stendur er útlit fyrir friðsam- lega lausn á Kríteyjarþrætumálinu. Dr. Crippcn. Mál hans hefur endað svo, að hann var dæmdur til dauða, og átti að fullnægja dómnum 8. þ. m. Kærasta hans, frk. Neve, sem með honum var á flóttanum til Ameríku, var sýknuð.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.