Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.12.1910, Blaðsíða 2

Lögrétta - 07.12.1910, Blaðsíða 2
226 L0G RJ ETTA. O afsláttur 0 af Vetrarhöttum fyrir Dömur og Telpur, og Linum Herra-Höttum. 2 0 afsláttur 0 af Skinnvöru, Sjölum, Borðteppum. afsláttur af VETRARKÁPUM fyrir Konur, Karla og Börn. DRENGJA KARLMANNA ; [fötum. 10 0 afsláttur O af af allri VEFNAÐARVÖRU og öllu ööi*Uf sem fæst í verslunnni. Ekkert uudauskiliö. Þó er afsláttur ekki gefinn, ef keypt er fyrir minna en kr. 2,00. Þetta er ekkers skrum — reyniðf VANDAÐAR NÝJAR . . . V0rur, DAGSBBDN, HVERFISD0TD 4. MJÖG LÁGT VERÐ eftir gæðum. lanðsreikningurinn jyrir 1908. Tckjnhalli talinn í stað stór- mikils tekju-afgangs. Nú loks, I. desember 1910, er birtur í Lögbirtingablaðinu lands- reikningurinn fyrir árið ipoS. Reikningurinn fyrir síðara ár þess fjárhagstímabils, 1909, er enn ókom- inn og ekki fullgerður að sögn. Það er eigi tilgangurinn að þessi þessu sinni, að gagnrýna einstök at- riði reikningsins. Jeg vil að eins leiða athygli að einu, sem ekki mun verða látið liggja í láginni af »finans-« spekingum ísafoldarliðsins, ef að lík- indum lætur. Þrátt fyrir það, að fjárlögin fyrir fjárhagstímabilið 1908 —1909 gera eigi ráð fyrir nema 25,512 króna tekjuhalla á báðum árunum samtals, og þrátt fyrir það, að fyrverandi stjórn og meiri hluti hafa haft tekju- áætlunina svo hóflega og gætilega, að tekjurnar hafa á árinu 1908 orðið 444.316 krónur umfram áætlun, þá kemur samt út í reikningnum fyrir árið 1908 tekjuhalli, sem nemur 136.450 krónum fyrir það ár eitt. Hvernig getur þessu vikið viðf Er það ráðlag, er það fjárstjórnl munu „finans-“vitringarnir segja á þingmálafundum og í blaðagreinum sínum. En gæti menn nánar að, er ráðn- ing gátunnar ofur auðfundin. í fjárlögunum fyrir fjárhagstíma- bilið 1908—1909 er meðal hinna á- ætluðu tekna talið 500,000 króna lán samkvæmt heimildarlögunum frá 19. desbr. 1903, sem alþingi 1907 ákvað (við 7. gr. fjárlaganna) að taka til greiðslu kostnaðar við arðsöm fyrirtæki (ritsímalagningar innanlands) sem sumpart var búið að framkvæma, sumpart átti að framkvæma á fjár- hagstímabilinu. Gjöldin skiftust eftir fjárlögunum þannig niður á árin, að á fyrra árið, 1908, komu 1.653.618 kr-, en á sfðara árið að eins 1.194.- 424 kr. Af hinum eiginlegu tekjum, sem áætlaðar voru auk lántökunnar, kom á fyrra árið 1.157.765 kr., en á síðara árið 1.164.765 kr. Hinn eiginlegi tekjuhalli, sem að með- töldu því, er þingið ætlaðist til að greitt væri með lántöku, nam þannig 525.512 kr.; skiftist því þannig nið- ur á árin, að af honum kom á árið 1908 kr. 495.853,00, en á síðara árið, 1909, aðeins kr. 29.659,00. Það ligg- ur því í augum uppi, að lántakan var aðallega ætluð til útgjalda fyrra ársins, enda var skuldabrjefið fyrir láninu útgefið og undirskrifað þegar þáverandi ráðherra kom til Kaupm.- hafnar í desember 1908, og var upp- hæðinni ráðstafað upp í viðskiftaskuld landssjóðs við aðalfjehirslu Dana. En eins og nú gefur á að líta, þegar reikningurinn fyrir 1908 loks kemur fyrir dagsins ljós, útbúinn eftir langa mæðu og stranga af hinni nýju stjórn, koma þessar 500.000 krón. alls ekki tillekna í honum, og kvað ástæðan vera sú, að upphæðin hafi vegna dráttar á hinum dönsku fjár- málaskrifstofum eigi verið bókfærð til útgjalda þar fyrr en 2. jan. 1909. Allir heilskygnir menn hljóta þó að sjá, að þetta þurfti alls ekki að vera því til fyrirstöðu, að lánið væri talið í Landsreikningum íslands með árinu 1908, eins og skuldabrjefið til sagði, sjerstaklega þar sem það er alkunn- ugt, að reikningum landsins er hald- ið opnum fram í apríllok, og fjöld- inn allur af greiðslum, bæði f lands- sjóð og úr honum, sem ekki hafa farið fram fyrr en í apríl 1909, eru þó taldar sem tekjur eða gjöld fyrir árið 1908 í þessum reikningi, sem hjer er um að ræða. í öllu falli hefði verið sjálfsögð ráðvendnis- skylda, að geta um þetta í athuga- semd við reikninginn. Þetta marg-umtalaða hálfrar milj- ónar kr. lán, sem „fínans"-vitringar ísafoldar stöðugt eru að fimbulfamba um, að orðið hafi að eyðslufje bjá fyrv. ráðherra H. Hafstein, er því ekki einu sinni komið til inntektar í landsreikningnum fyrir seinasta árið, sem hann hafði stjórnina á hendi, og hver maður, sem kann að leggja saman og draga frá, getur sjeð, að svo framarlega sem þessar 500.000 krónur hefðu verið taldur tekjumegin eins og vera bar eftir fjárlögunum, þá hefði alls ekki verið neinn tekjuhalli, heldur tekju-afgangur, að upphæð 363.550 krónur. Þessi upphæð hefur verið óeydd af láninu í ársbyrjun 1909. Hvort hr. Björn Jónsson hefur gert hana að »eyðslufje«, eftir að hann tók við 1. aprfl til sællar minningar, það sýnir væntanlega reikningurinn fyrir 1909, ef hann nokkurn tíma kemur. Eftir því, sem áður er frá skýrt um skifting gjaldannaá ártjárhagstímabils- ins, verður ekki að óreyndu gert ráð fyrir öðru, en að mjög mikill tekju- afgangur hafi hlotið að verða við lok ársins 1909. Og þá held jeg „fínans"-vitringarnir fái nú eitthvað til að tala um. Hvílík fjárstjórn hjá Birni I Dýrðin, Dýrðin I En þessi reikningsuppgerð, að sleppa 500.000 kr. lánsupphæðinni, sem þó stöðugt er verið að telja sem uppgengið eydslufje, úr tekjuhlið reikningsins 1908, hún gerir enn meira að verkum heldur en það eitt, að fá „fínans-“snillingum ísafoldar augnablikstæki í hendur til þess, að kasta ösku eða »allehaande« í augu almennings. Hún gerir einnig það að verkum, að skýrslan um peninga- forða landssjóðs 31. desbr. 1908, sem prentuð er með reikningnum, verður villandi, því skuldin við aðal- fjehirslu er þar talin hálfri miljón hærri, heldur en hún í verunni var, þegar lánsupphæðin var komin upp í hana. Og þar við bætist, að ekki verður betur sjeð en að 200,000 kr., sem sendar voru hjeðan heiman að fyrir árslokin 1908, til greiðslu upp í viðskiftaskuldina, sjeu heldur ekki teknar til greina í peningaforðaskýrsl- unni á neinn hátt. Qrikkland. Það er sagt, að meðal stjórnarfarsbreytinga, sem Vene- zelosarstjórnin vill koma fram, sje sú ein, að gera þingið, sem áður hefur verið ein málstofa, að tveimur, og skuli kosið til hinnar nýju mál- stofu eftir sjerstökum reglum og eigi oftar en sjötta hvert ár, en kjörgengi til hennar eigi að vera bundið við 45 ára aldur. Portúgal. Um miðjan síðastl. mánuð hafði lýðveldið nýja fengið viðurkenningu allra ríkja. Skilnaður. Á fundi, sem Landvarnarfjelagið hjelt hjer fyrir skömmu, var samþykt svohljóðandi tillaga: „Fundurinn telur ákveðna skiln- aðarsteýnu þá rjettu stefnu í sjálf- stæðismáli þjóðarinnar, og að Islend- ingurn berí því, einstökum mönnum, flokkum og fjelögum, er við stjórn- mál eða landsmál fást, að vinna ein- dregið að viðgangi hennar og efling hvers þess, er miðar til að skilnaðar- takmarkinu verði sem fyrst náð". Það varð mörgum að orði, þegar þeir heyrðu sagt frá þessari samþykt, að „þarna hefðu þeir þá loksins tekið upp hreina stefnuskrá". En aðrir sögðu, að „þetta væri ekki annað en framhald skrípaleiksins gamla". Landvarnarfjelagið er nú eina stjórn- málafjelag ráðherraliðsins. í því er þinglið hans hjer í bænum og ná- grenninu.Björn Kristjánsson, síra Jens, dr. Jón Þorkelsson, M. Blöndahl, Ari og Benedikt. Ennfremur Indriði Ein- arsson skrifstofustjóri, báðir synir Björns ráðherra og yfir höfuð allir helstu stjórnmálafylgifiskar hans hjer. Hvort Skúli er í fjelaginu, veit Lögr. ekki. Eins og menn muna, sagði ráð- herra Dönum í fyrra, að ekki væru nema tveir skilnaðarmenn í sínum flokki og ljet á sjer skilja, að þeir væru þar hafðir að athlægi. Jafnframt lofaði hann, að vinna á móti skilnaði. En hvað segir hann Dönum nú? Er svo að skilja, að fjelagið geri þessa ályktun í samráði við ráðherra sinn og fyrir forgöngu þingmana hans, er álíta verður að hafi einhver ráð og áhrif í eina stjórnmálafjelagi flokksins. Eða er hugsunin sú hjá fjelaginu, að sparka frá sjer ráðherranum, þing- mönnum hans og þýmönnum öll- um, með tillögunni? Hvorki fjelagið, þingmennirnin nje blöð flokksins hafa enn gefið skýr- ingu á þessu. En hja því verður þó varla komist til lengdar. Samileikur. Spekingar heimsins sperra stjel og spangóla’ um sannleik við jarðarbúa. En æðstur sannleikur, vittu vel, er versta lygin, sem allir trúa. Gestur. IP1 JÓLA BASAR með mörgum fallegum og smekklegum Jólagjöfum er nú opinn i VERSLUNINNI DAGSBRÚN HVERFISG. 4. Ákæra Guðm. Hannessonar á Sjálfstæðisflokkinn. Svar til ísafoldar. (Frh.). Jeg verð að biðja lesendur afsökunar á villu, sem komst að í ógáti um daginn. Jeg sagði þá: „Sú upphæð, er til þess þarf, (að ávaxta og afborga símalánið, sem H. H. tók fyrir landssjóðinn) er um 45 þús. kr. árlega í 15 ár". Þetta er ekki alls kostar rjett, því að upphæð sú, er borga þarf þessi árin, er talsvert hærri, en fer síðan lækkandi, og verður miklu lægri síðustu árin. Þetta ár er hún, samkv. fjárlögunum, kr. 53-333 33.1 °g næsta ár 52.000,00. eg tók þessar 45 þús. kr. eftir ísa- tcld, satt að segja, og gerði ráð yrir, að hún mundi fara rjett með þetta. Jeg játa, að það var slæm ógætni, sem mig henti, er jeg gerði mjer í hugarlund, að ísaf. færi rjett með. Að framan hef jeg sýnt, að vörn- in gegn ákærum G. H. er einber staðieysa, að þvf leyti sem ísaf. reynir að velta sökinni yfir á Hannes Haf- stein og Heimastjórnarflokkinn. Hver einasti sanngjarn maður, sem nennir að athuga malavöxtu, verður að sanna þetta með mjer. ísaf. lætur sjer held- ur ekki nægja með, að reyna að skella skuldinni á mótstöðuflokkinn. Hún leitast líka við að sýna fram á, í svarinu til G. H., að flokkurinn hafi ekki farið öðru vísi en vel og vitur- lega með fje landssjóðs á síðasta þingi, og að hann hafi ekki rofið loforð sín um gætni Og sparsemi í fjármálunum. Líklega svarar G. H. þessu sjálfur og sýnir fram á, að hann hafi haft rjett að mæla í ákærum sínum gegn floknum. „Aldrei er góð vísa of oft kveðin", og vil jeg því líka „leggja orð í belg" um þetta efni. Hef jeg reynt til að athuga sem vandlegast framkomu og aðgerðir síðasta þings í fjármálunum. En þær aðgerðir eru auðvitað verk meiri hlutans, stjórnar- flokksins, er rjeð því sem öðru á þinginu. Mun jeg setja hjer nokkrar athugasemdir og bendingar um það efni. En áður en lengra er farið, vil jeg gera þá almennu athugasemd, að jeg tel það galla á landsreikningunum hingað til, að ekki er færður reglu- legur eignareikningur, eins og sjálf- sagt er talið að gera í öllum versl- unum, fjelögum, og yfirleitt hvervetna, þar sem um stærri reikningsfærslu er að gera. Hefði þetta vcrið gert að undanförnu, mundi það hafa skýrt sjón ýmsra í þeim efnum, og von- andi komið í veg fyrir sumar stór- fjarstæðurnar, sem sagðar hafa verið á sfðari árum um meðferð og ástand landsfjárins. Jeg vil ekki geta þess til, að allar þær vitleysur hafi verið sagðar gegn betri vitund, heldur ætla jeg þær að miklu leyti sprotnar af fáfræði og skilningsleysi. — En í því er aftur hið óaðgengilega form landsreikningsins eflaust sök að all- miklu leyti. Væri þetta gert, yrði þar tilfært sem eignir (aktiva) landsins ekki aðeins jarðir og hús þau, er land- sjóðurinn á, og skuldabrjef viðlaga- sjóðsins, heldur og margt fleira, t. d. vegir og brýr, sem landsjóður hefur gera látið, og ekki hafa verið afhent hjeruðum, vitarnir með byggingum og símarnir. Slíkur reikningur mundi skýra sjón manna á landsjóðnum og því, sem honum er varið til; menn mundu þá aðgæta það, fremur en þeir gera nú, að svo er með landsjóðinn sem aðra, er eitthvað eiga, að eign- unum er allmisjafnt háttað, t. d. að sumar bera alls engan arð, en aðrar aftur á móti gefa af sjer meira eða minna, og um leið mundu menn átta sig nokkuð á því, hvað af út- gjöldum landsjóðs væri rjettnefnt eyðslufje og hvað ekki, að það er ekki rjett að nefna það eyðslufje, sem myndar tilsvarandi eignir (aktiva). Þetta getur hver maður gert sjer Ijóst, með því, að athuga sinn eigin hag. Jeg vil beina því til landstjórnar- innar, að hún láti framvegis semja eignareikning á þann hátt, sem hjer hefur verið bent á. Fjármálastefnu núverandi stjórnar- flokks má marka af fjárlögum þeim, er hann samþykti á síðasta þingi, og af meðferð fjárlaganna á þinginu. Af þessu og engu öðru verður sjeð fjármálastefna flokksins. — Fjármála- stefnuráðherranshefur borið sjálfri sjer vitni í mörgu síðan er þingi sleit, og má vera, aðjeg fái færi að minnast á það síðar. En hver er þá fjármálastefna flokks- ins, eins og hún kemur fram í með- ferð fjárlaganna og fjárlögunum sjálf- um ? — Kemur þar fram nokkur ný sparnaðarstefna, eða eru ákærur G. H. um eyðslusemi og fyrirhyggju- leysi flokksins á rökum bygðar? — Hefur flokkurinn efnt loforð sín við kjósendur, eða hefur hann rofið þau? í fjárlagafrumv., sem H. H. lagði fyrir þingið, voru útgjöldin áætluð kr. 2,961,004,30, en í fjárlögunum — 2,994,440,33. Þaðerkr. 334,36,03 hœrri en H. H. hafði gert ráð fyrir. Að vísu er þetta engin afarupphæð; en hún bendir ekki í sparnaðaráttina. Ef við nú tökum útgjaldagreinir fjárlaganna hverja fyrir sig, þá sjá- um við, að margar þeirra hafa hækk- að til mikilla muna, en aðeins ein hefur lækkað svo um munar. Þær greinar, sem hækkað hafa til muna, eru: 12. gr. (Læknaskipun) hefur hækk- að um nærri 15 þús. kr. 14. gr. (Kirkju. og kenslumál) um 29 þús. J5- Sr- (Vísindi og bókmentir) um 23 þús. 16. gr. (Verkleg fyrirtæki) um 44 þús. En sú eina útgjaldagrein, sem lækkað hefur svo nokkru nemi við meðferð þingsins, er 13. greinin. Hjer er það þá, sem við finnum vott um „sparnað" hjá hinum ráðandi flokki, og nú skulum við aðgæta, í hverju þessi „sparnaður" kemur fram. Þarna flnnum við nýju fjármálastefnuna. J3- gr- l^rlaganna er, eins og kunnugt er, um útgjöldin til sam- göngumála. Þau mál hafa að und- anförnu tekið vel V3 af öllum út- gjöldum landsjóðsins. Grein þessi skiftist í 5 útgjaldaliði: Póstmál, veg- ir og brýr, gufuskipaferðir, símar, og vitar. Talsverður eðlismunur er á þessum útgjöldum. Það fje, sem var- ið er til póstmála, myndar enga verulega eign (aktiva), nema áhöld þau, sem notuð eru; en landsjóður fær það fje, er hann leggur út, end- urborgað með tekjum af póstferðun- um,. Árið 1908 fjekk landsjóðurinn um 3V2 þús. kr. minna í tekjur at póstferðunum, cn það, sem hann

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.