Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.01.1911, Blaðsíða 4

Lögrétta - 11.01.1911, Blaðsíða 4
8 L 0 G R J E T TA. Einar Arnórsson lagakennari held- ur næstkomandi 3 sunnudaga í röð fyrirlestra fyrir alþýðufræðslu Stú- dentafjelagsins um þjóðrjettarstöðu íslands. Yeðrið hefur til þessa verið mjög óstöðugt, hvassveður á útsunnar og hvíðarveður öðru hvoru. Snjór er hjer nú dálítill. Vegna illviðra komst ekki flóabáturinn upp til Borgarness fyr en í gær, en átti að fara 3. þ. m. — 13. þ. m. á „Ingólfur" að sækja norðanpóstinn til Borgarness, en koma hans þangað hiýtur úr þessu að drag- ast nokkuð. Heilbrigðisfnlltrúastarfið. Fyrv. heilbrigðisfulltrúi, Júl. Halldórsson læknir, sagði því upp vegna þess, að honum var neitað um 200 kr. launaviðbót á ári. Ýmsir borgarar bæarins vildu ekki missa hann frá starfinu, skutu saman þeim 200 kr., sem ágreiningurinn var um, og skor- uðu á hann, að halda starfinu áfram. Hann ætlaði þá að gera það, og sótti á ný, en kosning bæjarstjórnar lenti þó á öðrum, eins og sjá má í bæjarstjórnarfrjettum hjer í blaðinu. Rúmur múnuður líður nú milli póstskipakoma frá útlöndum. Þetta er orðið úr „vikulegu ferðunum", sem ráðherramálgagnið var svo gleiðmynt um, þegar það skýrði fyrst frá samn- ingunum við Thorefjelagið. Óánægj- an með skip Thorefjelagsins og ferð- ir þess er nú orðin svo almenn, að þingið verður eitthvað að taka þar í taumana. Flugufregn. Hjer í bænum hefur gengið sú fregn, að fundist hafi norður í höfum, í ís, skip, er hvarf fyrir 7 eða 8 árum af Akureyri, með 8 mönnum á. Lögr. hefur spurst fyrir um þetta á Akureyri og fjekk það svar, að fregnin mundi vera vit- leysa. Irikjjel. Reykjavikur: Eftir C. Hauch. Lcikið næstkom. laugar- dag og sunnudag kl. 8 síöd. í Iönaöarmannaliúsinu. Tckiö á móti pöntunum í afgreiöslu fesaföldar. Til leigu óskast eitt herbergi í miðbænum, nálægt útidyrum, með hita, ljósi, ræsting og nokkrum stofu- gögnum. Ritstj. vísar á. Bólíband! Hjer með gefst þeim mönnum til vitundar, sem bækur eiga hjá mjer síðan fyrir Nýjár, að jeg er fluttur á Skólavörðustíg nr. 43 og vinn þar að bókbandi fyrst um sinn. Verk og verð er engu siðra hjá mjer en öðrum bókbindurum þessa bæjar, og vil jeg því vona, að menn kynni sjer það, hvar „eldurinn brennur best“ vetrar- mánuðina. — Lestrarfjeiög og önnur bókasöfnfáþaukostakjörhjá mjer með viðskiftum, sem hvergi fást annar- staðar. Virðingarfylst Hver býður betur? Alls enginn! — Notið því tækifærið! Janúarmánuð sel jeg karlmanns-sólana á kr. 2,00—2,25, sem áður hafa kostað kr. 2,25—2,50, kvenn-sóla á kr. 1,25—1,50, sem áður kostuðu kr. 1,50—1,75. Unglinga- og barna-sólar fara eftir stærðum. Ágætt efni! Tönduö vinna! heldur kappblaup sunnudaglnn 15. janúar kl. ls/4, ef veður og færi leyfa. I. 500 metra: Drengir yngri en 15 ára. II. 500 — do. 15—18 ára. III. 500 — Júníórar (ekki áður verðlaunaðir). IV. 500 — Seniórar (áður verðlaunaðir). Þátttakendur verða að skrifa sig á lista, sem liggur frammi hjá hr. L. Múller í Brauns verslun fyrir kl. H á föstndagskvöld. Jfe lt. Skyldumyndirnar við kapphlaupið um verðiaun hr. Th. Thor- steinssons konsúls fyrir listhlaup, er mun fram fara í næsta mánuði, eru frá nr. 1 til og með nr. 13 (4 fyrstu myndirnar) af hinum aiþjóð- legu myndum. Bók um tilsögn í listhlaupi, með teikningum af skyldu- myndunum, fæst keypt í Brauns verslun, í bókaverslun ísafoldar og úti á svellinu fyrir 40 aura. STJÓRNIN. dar\$ka smjörlilii er be5b Enginn afgreiðir á jafnstnttum tíma og *fi/örn þorstainsson. Klrkjustræti 2. Taisími 33. Netagarn, ágæta tegund, selur Kr. J. Buch. D4F Pá hóksala úti um land, sem vilja selja LjÖðasmá- m uni eftir Sigurð Brciö- fj örö, bið jeg að láta mig vita í vor, hve mikið þeir vilja fá af bók- inni. — Bókin fæst hjá mjer á næsta sumri, Sigurður Erlendsson bóksali. Góð og þrifln stúlka getur fengið vist nú þegar. Hátt kaup. Ritstj. vísar á. Verslnn jísgeirs 6. Gunnlangssonar. Pantið yður sjálfir Fataefni beint frá verksmiðjunni. Mikill sparnaður. Hver maður getur fengið sjer sent burðargjaldsfrítt gegn eftirkröfu 4 mtr. 130 Cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt og grátt ágætlega litað fínullar-klæöi í fallegan og hald- góðan kjól eða útiföt (Spadserdragt) fyrir einar 10 kr. (2,50 pr. ^ mtr.). Eða 3V4 mtr. 135 crn. breitt svart, dökkblátt og grádröfnótt nýtísku- cfní í haldgóð og falleg karimannsföt fyrir einar 14 kr. 50 (aura. Sjeu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá er tekið við þeim aftur. Utanáskr.: Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark. Deltager. Til Udnyttelse af en Fabrikation for Island, hvorpaa kan regnes stort Udbytte, söges en Deltager. Fag- kundskab ikke nödvendig. Billet G Bladets Kontor. dtunóur í „cFram‘, verður næstk. laugardagskvöld ki. 8V2 síðdegis í Goodtemplarahúsinn. Málsliefjandi: Jón Forláksson. Umræðuefni: Útlent fjármagn. BiðjiÖ um tegundírnar „Sóley** „ingólfur" „Hehla"e<5a Jsafolcf Smjörlikið fcesh einungi$ fra : Offo Mönsted h/f. s ^oX Kaupmannahöfn o3/fró$um /0* 1 i Danmörku. - I hríðarveörum klæða menn sig best á þann hátt, að fá sjer mín »impregner- uðu« stormföt. Þau springa ekki í frosti, eru Ijett og þægileg. Stormhettur (til þess að draga niður um höfuðið í illviðrum) eru óánveranlegar á þessum tíma árs. Brauns versl. Hamborg-, Aöalstræti 9. Prentsmiðjan Gutenberg. 54 55 herra Barrymore í Baskervillehöllinni íá hraðskeytið í vikunni, sem leið?« »Jú, pabbi, jeg skilaði því?« »Honum sjálfum í hendur?« spurði jeg. »Nei. Hann var uppi á lofti sjálfur, en konan hans tók við því og lofaði að skila því samstundis«. »Sáuð þjer Barrymore?« »Nei, jeg fór ekki upp á loftið«. »Þjer sáuð hann ekki, en hvernig vitið þjer þá að hann var þarna uppi?« »Konan hans varð þó að vita, hvar liann var«, svaraði faðir drengsins gremjulega. »Hefur hann þá ekki feng- ið skeytið? Sje eitthvað að, verður herra Barrymore að kvarta yfir því sjálfur«. Það sýndist ekki til neins gagns að halda þessu prófi lengur áfram; en það var ljóst, að við höfðum enn þá enga óræka vissu fengið fyrir þvi, hvort Barrymore hefði ekki verið i Lundúnum allan þenna tíma, þrátt fyrir þetta bragð af Holmes. En setj- um nú svo, að það hafi verið, og setj- um einnig, að hann hafi verið seinasti maðurinn, sem sá barón Karl í lifanda lífi, og tyrsti maðurinn, sem var á hælunum á nýja erfingjanum, er hann kom aftur til Englands, hvað sannar það? Var hann verkfæri í annara höndum eða hafði hann sjálfur eitt- hvað illt í hyggju? Hverra hagsmuna von gat hann gert sjer af því að of- sækja Baskerville-ættina? Alt í einu duttu mjer í hug aðvör- unarorðin sterku, sem klypt höfðu verið út úr »Tímanum«. Hafði hann gert það eða gat það hafa verið ein- hver annar, sem steypa vildi áform- um hans? Eina ástæðan, sem hugs- anleg var og barón Hinrik hafði einnig getið upp á, var sú, að Barrymore gæti setið kyrr og lifað við sjálfræði og sæludaga, ef sú tilraun hepnaðist að hræða ættina burtu. En nægileg var sú tilgáta þó ekki til að greiða alla þá flóknu og fimlegu möskva, sem riðnir voru á svikanet það, sem verið var að leggja íyrir hinn unga mann. Holmes hafði einnig sagt það sjálfurs að þetta mál væri erfiðast viðfangs allra þeirra stórmála, sem hann hefði enn þá haft með höndum. Á heimleiðinni um þenna afskekta eyðiveg var jeg að hugsa um, hve feg- inn jeg myndi verða, ef Holmes vin- ur minn yrði nú bráðum svo langt kominn með Lundúnamál sín, að hann gæti komið hingað sjálfur og leyst mig úr öllum þessum mikla vanda og á- byrgð. Á meðan jeg var að hugsa um þetta, heyrði jeg alt í einu þyt, eins og einhver hlypi á eptir mjer, og í sama bili var kallað á mig með nafni. Jeg sneri mjer við og bjóst við að sjá vin minn, Mortimer lækni, en brá heldur í brún, er jeg sá að þetta var ókunnugur maður, sem hljóp á eftir mjer. Maður þessi var lítill vexti og grann- ur, með uppstrokið andlit og nauð- rakað, ljóshærður og kinnfiskasoginn; hann leit út fyrir að vera milli þrí- tugs og fertugs, var gráklæddur með stóran stráhatt á höfði. Dálítið grasa- hylki hjekk um aðra öxl honum og í annari hendinni hjelt hann á grænu fiðrildaneti. »Jeg vona svo góðs, að þjer þykkist ekki við mig, doktor Watson, þó að jeg sýni af mjer þá ósvínnu að ávarpa yður ókunnugan manninn að fyrra bragði«, sagði hann og gekk að mjer lafmóður. »Hjerna úti á heiðunum erum við blátt áfram og hispurslausir og segjum til nafna okkar sjálfir, ef við viljum tala við einhvern, sem þekkir okkur ekki. bað getur raunar vel verið að doktor Mortimer, vinur okkar beggja, hafi getið um mig. Jeg heiti Stapleton og bý í Merripit-hús- unum«. »Það gat jeg raunar giskað á«, svar- aði jeg, »af græna netinu og grasa- hylkinu, því að jeg vissi, að þjer eruð manna fróðastur um dýr og jurtir og leggið mesta kapp á þau vísindi. En hvernig gátuð þjer vitað, hver jeg væri?« »Jeg var inni hjá doktor Mortimer, er þjer genguð fram hjá glugganum, og hann sagði mjer, hver þjer væruð. Jeg tók í mig að ganga á eftir yður, af því að við áttum samleið, og segja til nafns míns sjálfur. Jeg vona að barón Hinrik Baskerville liafi ekki haft neitt illt af ferðalaginu?« »Nei. Hann er við bestu heilsu«. »Við vorum allir á glóðum um að hann myndi ekki vilja staðfestast hjerna af þvi að fyrri eigandinn, barón Karl heitinn, fórsl svo voveiílega. Það er auk þess til of mikils mælst, að nokk- ur megandi maður og viðförull um veröldina skuli flytja sig búferlum hingað og urða sig í fullu fjöri á þess- um útjaðri allrar menningar; en ekki er því að neita, eins og þjer vitið, að ávinningurinn er stórmikill fyrir marg- an hvern einstakan og sveitarfjelagið í heild sinni. — Hann elur þó, vænti jeg, engan hjátrúarbeyg i brjósti sjer, maðurinn sá?« »Nei, ekki hef jeg orðið var við það«. wÞjer hafið þó líklega heyrt söguna um grimma hundinn, dýrið óarga, sem ofsækir þá frændur og hefur orð- ið sumum þeirra að fjörlesti?« »Já, heyrt hef jeg um hann talað«. »Bændurnir eru undur-auðtrúa og hjátrúarfullir hjer i grendinni. Þeir þykjast allir vera boðnir og búnir að sverja þess dýran eið, hvar og hve- nær sem vera skal, að þeir hafi sjeð með eigin augum þess konar dýr eða skrímsl úti á heiðunum«. Það ljek bros um varir hans, en á augunum þóttist jeg sjá, að honum væri alvara. »Sagan um þenna lnmd tók mjög á barón Karl heitinn, enda er jeg í eng- um vafa um, að hún varð orsökin tíl dauða hans«. »Hvernig gat það átt sjer stað?« Allar taugar hans voru orðnar svo veiklaðar, að hvaða hundur, sem hann kom óvörum auga á, gat orðið hans hráður bani. Jeg held að ekki geti

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.