Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.01.1911, Blaðsíða 1

Lögrétta - 25.01.1911, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og inuheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Lauv:aveic 41. Talsimi 74. LOGRJETTA Ri ts tj óri: ÞORSTEINN gíslason Pingholtsstræti 17. Talsimi 182. M 4. Reykjavík 25. janúar 1911. VI. árg. 1. O. O. F. 922719. Forngripasafnið opið Sd., þrd. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—i. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io‘/a —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—2*/a og 5*/a—7. Landsbankinn io'/a—2Va. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 1 mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Lárus Fjeldsted, Y flrrjettarmálafsorslumaður. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 — I 2 og 4—5. Faxallóagufubáturinn „Ingólfur" fer til Borgarness 27. jan. og 5 febr. - - Keflavíkur 20. og 24. jan. - - Garðs 8. febr. - - Hafnarleirs 1. febr. Ráðherrann, ðönsku blöðin og 3saf. Dönsk blöð eru nú komin hingað með skýrslur frá Atlantseyjaíundin- um, sem umtalið varð á um skilnaðar- samþykt Landvarnarfjelagsins hjerna. Þetta var aðaltundur í fjelaginu. Á fundinum hjelt Arne Möller lýðhá- skólastjóri fyrirlestur um „ísland og Danmörk“. Hann er íslandi mjög velviljaður, og hefur Lögr. áður sagt frá grein, sem hann skrifaði í sumar í danskt blað, er hann kom heim úr ferð hjer um landið. Engar nýjar uppástungur eru í því, sem blöðin flytja úr ræðu hans, annað en það, að hann drap á, að gott væri, ef í Danmörku kæmi út tímarit, sem ræddi íslensk mál. Svo tók Schack kapt. til máls. Hann sagði, að íslendingar ættu sök á því ósamkomulagi, sem nú væri milli þeirra og Dana, en Danir ekki. Ef ísand vildi verða sjálfstætt, væri sjer fjarri skapi að ýfast við því; en þetta ætti að ganga sæaiilega til. Tónninn í isiensku stjórnarblöðunum væri ósæmilegar. Gerði svo þá fyrir- spurn til íslenska raðherrans, hvort hann vissi, að Landvarnar- og sjálf- stæðisflokkurinn, sem helst yrði að kallast stjórnarflokkur, hefði sam- þykt fundaralyktun ura skilnað. Ráðherra okkar tók þá til máls, og kemur öllum dönsku blöðunum, sem Lögr. hefur sjeð, saman um, að hann hafi sagt einmitt það, sem áður er fra sagt í símskeytunum hjer í blaðinu. „Riget" byrjar frasögn- ina um ræðu hans með þessum orð- um: „Það er skylda mín að mót- mæla eindregið því, sem síðasti heiðraði ræðumaður sagði". Svo kallar ráðherra framburð Schacks kapt. „staðleysur og vitleysur" og segir, að í þeim sje „ekki snefill af sannleika". Það sje aðeins „lítið brot", sem skilnaðinum fylgi. Segir svo, að „ekki hittist ein einasta rjett umsögn um íslensk mál í dönskum blöðum". Það sje orðinn siður á íslandi að veðja um það, hve stór- um lygum sje hægt að troða í dansk- an almenning, og þetta gangi í hann eins og volgt brauð. Hann kvað Schack kapt. tala af vanþekkingu og kallaði það, sem hann hefði borið ^rami „hrein og bein ósannindi". Schach segir þá, að sjer finnist að raðherrann hefði att að mótmæla Landvarnarfundar-ályktuninni undir eins og hún kom fram í blöðunum. Þá svarar ráðherra, að sjer þyki það leiðinlegt, hve mikið sje úr henni gert þar í Danmörku, en seg- ist geta fullvissað áheyrendurna um, að hugsanir íslensku þjóðarinnar fari f þá átt, að viðhalda sambandinu og styrkja það. Schach segist þá vænta þess, að sjá sem fyrst frá honum mótmæla- yfirlýsingu gegn Landvarnarsamþykt inni. Ráðherra kvað það hreina heimsku, að hugsa sjer að mótmæla öllu mishermi, sem fram kæmi. Á öðrum stað hjer < blaðinu eru ýms af þessum ummælum ráðherra tilfærð orðrjett, skrifuð eftir honum á fundinum um leið og hann talaði þau. En þótt hann gerði lítið úr skilnaðarhreyfingunni á fundinum, er ekkert við það að athuga annað en það, að blað hans hefur mótmælt því hjer heima, að hann hafi sagt á fundinum það, sem hann sagði þar, og, að hann hefur ekki leiðrjett rang- hermi blaðsins enn, eftir að hann kom sjalfur heim. Hitt var fjarstæða hjá honum, að kannast ekki hreinlega við Landvarn- aralyktunina, að hún hefði verið sam- þykt í stjórnmálafjelagi hans, - ■ hversu lítilfjörleg eða marklaus, sem honum annars kann að þykja hún. Hann hlaut að vita, að Schack kapt. sagði þar rjett frá og átti þá að gefa kurteislega og sæmilega skýringu á malinu. En framkoma hans hefur verið alt annað en ráðherraleg, eins og sjá ma á þvf, sem til er fært eftir honum hjer á undan, enda hefur „Riget", sem er höfuðmálgagn dönsku stjórn- arinnar, gefið honum eítirminnilega ráðningu fyrir þá framkomu. ísaf. hefur sagt, að hann hafi ekki verið við þvf búinn, að „koma þarna fram", og má vel vera, að það sje rjett. En sá maður á ekki að vera í ráð- herrastöðu, sem ekki er fær um að komast skammlaust frá öðru eins og þessu. 20. des. gerir »Riget« ummæli raðherra á fundinum, að því er blöð- in snertir, að umræðuefni. Það segir, að eftir þeim að dæma ætti ekki margt að verða fundið að því, sem hans eigið blað, »ísaf.«, beri fram um dönsk eða íslensk mál; þar skyldu menn ætla, að sannleikanum væri ekki hallað. Svo prentar blaðið þýð- ingu af aðalleiðaranum f »ísaf« 22. október í haust, er hefur þessa fyrir- sögn: »Utanför ráðherra, — Ósann- indaþvættingur ínnlimunarmanna í f dönskum blöðum«, og bendir á hana sem dæmi um blaðamenskuna í íslensku stjórnarblöðunum. Þetta segir blaðið, að raðherra muni ætla hinum ómerkilegu og fáfróðu dönsku blöðum að taka sjer til fyrirmyndar og hæðist að. En merkilegast þykir þvf það, að í þessari ísaf -grein sjeu tilfærð innan gæsalappa mörg um- mæli, eins og þau sjeu tekin beint úpp úr dönskum blöðum, segist vita til þess, að meðhaldsmenn ráðherra sumir, og það jafnvel mentaðir menn, hatí trúað því, að þetta, sem ísaf. færir til, hafi virkilega staðið í dönskum blöðum. Svo skorar blað- ið á ráðherra, að benda sjer á, hvar f dönskum blöðum þessi ummæli hafi staðið, segist ekki minnast að hafa sjeð þau annarstaðar en f „ísaf.“. Þessi ísaf.-grein, sem hjer er (um að ræða, ber þess öll merki, að hún sje skrifuð af raðherra sjalfum í K.- höfn og send blaðinu, enda benti Lögr. á það, er hún svaraði henni í haust. Hún er hvorki verri nje betri en aðrar greinar um sömu efni í »lsaf.«. Þ'rá ráðherra komu engin svör upp a það, hvaðan tekin sjeu þau um- mæli eftir dönskum blöðum, sem ísaf. færði til innan gæsalappa, og svo mintist „Riget" aftur á málið 9. þ. m. og er sú grein þýdd hjer í heilu lagi: „Björn Jónsson ráðherra hefur ekki viljað svara spurningu vorri um það, úr hverju af dönsku blöðunum grein sú væri tekin, er vjer þýddum úr „ísaf." og köm þar fram sem endur- tekning, jafnvel að þvf er virtist orð- rjett tilfærsla af því, er átti að hafa staðið í dönskum blöðum af óhemju- legum ósannindum og rógi um ráð- herrann. En þögn er líka svar, og vjer skiljum þá, að svo stöddu, þessa þögn sem viðurkenningu á því, að hin umrædda orðrjetta tilfærsla, er vera átti, hafi verið tilbúningur einn, er aldrei hafi staðið í nokkru dönsku blaði. En þá er málinu illi komið fyrir málgagni ráðherrans sjálfs. Því hvað var það, sem „ísaf." f þessum til- færðu ummælum eftir dönskum blöð- um, sakaði stjórnmálaandstæðinga raðherrans á íslandi um? Þeir voru sakaðir um, að þeir reyndu að vekja mótblástur gegn ráðherranum í dönsk- um blöðum með þvf að fullvissa Dani jafnframt smjaðrandi um, að í sjalfra þeirra augum (mótstöðu- manna ráðherrans á íslandi) væri sjálfstjórnarbaráttu íslendinga aðeins til háðs og athlægis, og að þeir vildu einmitt að íslandi væri stjórnað frá Kaupmannahöfn. Það veit nú hver danskur maður, að svo hugsar eng- inn íslendingur. Og hr. Björn Jóns- son og ritstjóri hans við ísaf. vita það enn betur, að þetta er ekki að- eins hin eitraðasta ásökun, sem hægt er að beina gegn íslenskum stjórn- málamönnum f íslensku blaði, heldur er það lfka algerlega ósatt. Meðal þeirra, sem nú á síðkastið hafa mest gert að því, að mótmæla stjórnmála- stefnu Björns Jónssonar, er forseti hins sameinaða alþingis, Skúli Thor- oddsen ritstjóri, en allir vita, að sá maður er í sjálfstjórnarbaráttu íslands miklu kröfufrekari en Björn Jónsson sjálfur. Og þar sem brjefritari ísaf. einkum mengar Hafsteinsflokkinn með því, að hann vilji að íslandi sje stjórnað frá Kaupmannahöfn, þá vita lfka allir, hve ósönn sú ásökun er, þar sem uppkastið til skipunar um sambandið milli íslands og Dan- merkur, sem Hafstein var formælandi fyrir 1909, jafnvel fór fram á, að taka íslandsraðherrann alveg út úr ríkisráðinu danska, svo að íslenski ráðherrann þyrfti ekki framar að fara við Og við til Kaupm.hafnar. En þegar því er nú svo varið, að öll grein ísaf. — hver svo sem höfund- urinn er — er full af undirferlis- lymsku og ósannindum, sem varla eiga sinn líka1), getur ráðherrann ekki ætlast til þess, að dönsk blöð leiti fyrst og freinst einkum til hans blaðs, er þau vilja fá ábyggilegar upplýsingar um það, sem ísland snertir. Annars er það ekki ætlun vor, að verja allar árásir á hinn íslenska ráð- herra, sem staðið hafa f dönskum blöðum. Margt af því, sem þar hefur staðið, hefur án efa verið yfir- drifið og rangfært. En höfuðsökin er þá ekki hjá dönsku blöðunum, heldur hjá hinum íslensku blöðum sem upplýsingarnar eru teknar eftir. Og þegar íslensku stjórnarblöðin ganga þar á undan, eins og vjer höf- um sýnt að „ísaf." gerir, þá er ekki að kynja, þótt svo væri, að hin ís- lensku blöðin væru ekki sannleiks- vitar öll saman. Samt sem áður er það gersam- lega órjettmætt, er ráðherrann talar um, að í dönskum blöðum finnist ekki ein einasta rjett umsögn um á- standið á íslandi. Mjög mikill hluti af því, sem komist hefur úr íslensk- um blöðum yfir f dönsk blöð, hefur verið rjett. Þannig er um það, er frá hefur verið sagt hverjum dómin- um á fætur öðrum, sem fallið hefur á Björn Jónsson, bæði í undir- og yfirrjetti, f bankamálinu íslenska, og svo það, að meiri hluti alþingis- manna hefur, gegn vilja raðherrans, 1) ». . . af en Perfiditet og Usandfær- dighed, der söger sin Mage«. krafist aukaþings til þess að ræða bankamálið, að þetta er fullkomlega áreiðanlegt, þótt það ef til vill væri þægilegast fyrir ráðherrann, ef hægt væri hjer líka að lýsa þetta ósannindi og svfvirðilegan róg. Og hjer er góð sönnun fyrir því, að allar ís- lenskar lygar ganga þó ekki eins og volgt brauð í danskan almenning, eins og ráðherrann hefur haldið fram, því tilraunir ísaf. til að dylja sann- leikann í þessu efni hafa ekki náð hjer blindum átrúnaði. Þar sem það ennfremur hefur verið tekið upp í dönsk blöð, að á íslandi sje það al- ment álit — og þessu hefur verið haldið fast fram f blaði Skúla Thor- oddsens, „Þjóðviljanum" — að ráð- herrann hafi verið kvaddur til Dan- merkur, og að hann hafi hjer, þótt árangurslaust yrði, gert tilraun til þess að fá alþingi frestað, þá er þess að geta, að vjer höfum ekki orðið þess varir, að ráðherrann hafi alt til þessa skýrt og eindregið neit- að þessum blaðaummælum, er oft hafa komið fram í íslenskum blöð um. En hann gerir það ef til vill sfðar. Það mundi án efa vekja at- hygli hjá þeim mörgu mönnum, sem þvf eru kunnugir — og ef til vill enn meir hjá þeim fáu kunnugu! En meðan ráðherrann sjálfur ger- ir ekki sitt til að koma sannleikan- um heilum og öllum tram í þessum eða öðrum efnum, þá hefur hann engan rjett til að fara stórmensku- orðum eða háðsyrðum um ósannind- in og þekkingarleysið á íslensku á- standi í dönskum blöðum". Reykjavík. Úr fjárlagafrumvarpi stjórnar- innar hefur þó Lögr. frjett það meðal annars, að fjárveitingin til viðskifta- ráðunautsins sje hækkuð upp í 15,000 kr. Borgun á botnvörpungasektar- fjenu til Dana kvað og vera tekin þar upp, eins og áður. Þingmálafundur í Stykkishölmi. Hann var haldinn 10. þ. m. og ílytur „Rvík“ nákvæma skýrslu frá honum á laugard. var. Fundurinn var andstæður þingmanninum og stjórninni, nema í sambandsmálinu, þar marðist fram tillaga þeim í vil með 34 atkv. gegn 31. Samþykt var áskorun til alþingis um að samþykkja breytingar á stjórn- arskránni, mótmælt fjármálastefnu síðasta alþingis, sjerstaklega með til- liti til Thorefjelagsins, og svo með- ferð ráðherra á landsfje, lýst óá- nægju yfir samgöngunum á sjónum, skorað á alþing að fresta bannlögun- um og leggja eigi toll á matvöru nje hækka kaffitoll og sykuitoll. Édi til liskimi' Hafís rak inn á Vestfirði í síð- astliðinni viku almikinn, svo að firði fylti, ísafjörð, Önundarfjörð og Dýrafjörð. En ekki var þetta þjett- ur ís og hafa skip farið í gegnum hann. Þó er sagt, að þrír enskir botnvörpungar hafi tepst um hríð inni á Önundarfirði. í gærkvöld var símað hingað af ísafirði, að þá væri allur ís horfinn. Póstur var þá nýkominn norðan frá Hestseyri og sagði þá frjett, að ís- inn hefði brotið þar bryggju hval- veiðamanna. Frá Seyðisílrði. Þar hafði þing- málafundur verið haldinn nýlega og gengið yfirleitt móti þingmanninum. Samþykt hafði verið, að fá bannlög- in numin úr gildi, og vantraustsyfir- lýsing var samþykt til ráðherra fyrir framkomu hans í bankamálinu með 2/3 greiddra atkvæða. Annars fregn- ir af fundinum óljósar. Úr Norður-Múlasýslu. Fregnir hafa borist hingað, en óljósar þó, af þingmálafundi á Fljótsdalshjeraði, ný afstöðnum, og er sagt, að þar hafi verið samþykt áskorun til alþingis um að sambykkja sambandslagafrumvarp- ið með þeim breiytngum, sem minni- hlutinn fór fram á á sfðasta þingi. Pipálafiiniliir á AkureyrL Hann var boðaður af þingm. Sig Hjörl. fyrir nokkrum kvöldum. En þar reyndist svo, að þingmað- urinn var í miklum minnihluta og gekk allt í móti honum. Hann hröklaðist þá burt af fundínum. Og er samt atti að lialda áfram, heimtaði hann af húsráðanda, að hann bannaði það, með þvi að húsið væri s).r leigt. Voru svo ljósin slökt í fundarsaluum og varð þá ekki meira úr fundinum. En í gærkvöld samþ. bæjarstjórn Akureyrar að gangast fyrir þing- málafundarhaldi nú bráðlega, með þvi að þingmanni væri ekki treyst- andi til þess, eftir því, sem fram var komið. Frá útlönduiu eru nú loks tvö skipin komin, hin fyrstu á þessu ári, með eins dags millibili, »Ingólfur« og »Ceres«. Farþegar þessir: ráð- herra, B. M. Ólsen prófessor, Sv. Björnsson malafl.m., frk. Sigríður Björnsdóttir, Sigurður Guðmundsson mag. art. frá Mjóadal; kaupmenn- irnir Kaaber, H. Bryde og H. S. Hanson, verslunarfulltrúarnir Páll Stef- ánsson og Nielsen, Vilhj. Finsen loft- skeytamaður, Einar Indriðason banka- ritari, Friis-Möller lyljafræðingur. Ráðherra hefur leikið sjer yfir löndin nú síðasta sprettinn, fór frá Khöfn 4. þ. m. til Þýskalands, Hol- lands og Belgíu og þaðan um Eng- lar.d á leið hingað. Stjórnarfrumvörpin eru enn eigi komin í neinna hendur hjer, að sögn, ekki einu sinni þingmanna, enda mun fslenski textinn enn eigi fullbúinn. Nú finst raðherra ekki liggja á að sýna þau fyr en á þinginu. Áhcit og gjaflr til Reykjavíkur- deildar Heilsuhælisfélagsins árið 1910. Frá kennaraskólanum . . . kr. 70,00 — A. Sorvig — 10,00 — Mr. R — 4,00 — ón. stúlku í Reykjavík . — S.00 — sjómanni — 5.oo — ón. í Reykjavík .... — 5.oo — N. N — 2,00 — ónefndum — 10,00 — ónelndum — Þórði Erlendssyni, Hveifis- — 1,00 götu 58 — Sveinb. Sveinssyni, Sveins- — 10,00 koti — 3.00 Reykjavlk 10. Jan. 1911. Eggert Claessen, p. t. gjaldkeri.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.