Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.02.1911, Blaðsíða 1

Lögrétta - 22.02.1911, Blaðsíða 1
i": Afgreiðslu- og innheinitum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Lauy:ftvetí 41« Talsími 74. r LOGRJETTA Rits tj ó r i: Þorsteinn gíslason Þingholtsstræti 17. Talsimi 132. M 8. Reykjavík 23. lebrúar 1911 VI. At-iar. I. O. O. F. 921729 Forngripasafnið opið Sd., þrd. og fimtud. '• kí. 12—a. Laekning dk. (læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (( Pólthússtr. 14) I. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/s —12 óg 4—5. Islands banki opinn 10—21/. og 5V2—7. Landsbankinn io1/.—21/*- Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. ( mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Lárus Fjeldsted, Yflrrjettarm&lafaBrslumaOur. i Lækjargata 2. Helma kl. 1 1 —12 og 4—5. Faxaflóagufubáturinn „Ingólfur“ fer til Borgarness 24. febr. - Garðs 28. febr. Aðskilnaður ríkis og kirkju. ' L Þegar stórmál eru í aðsigi, þykir mönnum sjálfsagt að ræða þau ítar- lega á mannfundum og í blöðunum. En engin regla er án undantekning- ar, því að jeg fæ ekki betur sjeð, én að öfug aðferð sje notuð við frí- kirkjumálið, eða aðskilnað ríkis og kirkju, enda þótt ekkert annað stór- mál, sem nú er á dagskrá þjóðar- innar, hafi jafnvíðtæk áhrif þegar í stað á hag einstaklinga, heimila og s-lls þjóðfjelagsins, sem það skiln aðarmál. Að vísu var það mál talsvert rætt fyrir 15 — 20 árum í Kirkjublaðinu og nokkru sfðar í Fríkirkjunni, en jeg efiist um, að þær umræður sjeu mönnum í fersku minni nú. Síðustu árin helur þetta mál verið óíjög lítið rætt í blöðunum, og naum- ast mikið á mannfunduin heldur, og jafnvel prestafundirnir, sem ræddu það þó töluvert um aldamótin, virð- ast vera að smáhætta að sinna því, prestastefnan á Hólum minnist t. d. ekki á það. — Sumir geta þess til, að fríkirkjusinnum í prestahóp hafi íækkað drjúgum, þegar Iaunakjör þeirra voru bætt fyrir nokkrum ár- hm> — en því trúi jeg ekki fyr en jeg má til. Og fullur misskiln- ingur mun það vera, að prestarnir telji mikið fyrir aðskilnaði með þögn- inni. Þegar á þessa þögn er litið, mætti ætla, að frfkirkjumálið sje að detta úr sögninni, að minsta kosti um stundarsakir. En þegar litið er á fundarsamþyktir þingmálafunda og enda alþingis sjálfs er þó auðsjeð, að það er öðru nær en svo sje. Raunar er erfitt að ákveða stefnu alþingis í kirkjumálum um þessar mundir. Þar hafa verið knúðar fram æði undirbúningslítið stórbreyt- ingar á kirkjulöggjöfinni, sem hafa ýmist miðað til að festa eða losa samband ríkis og kirkju, og komið því mjög flatt upp á kjóstndur, eins °g t. d. nefskatturinn og varabisk- uparnir. Þó má ætla, að alþing hafi fhugað, hvað það var að gera, er neðri deild samþykti á síðasta þingi nærri einróma, að skora á stjórnina, að undirbúa aðskilnað rfkis og kirkju, ■>— enda þótt stjórnin virðist alveg hafa vanrækt að verða við þeirri áskorun, þvf að jeg get ekki verið því samdóma, að lagafrumvarpið um utanþjóðkirkjumenn, sem stjórnin er með, miði f þá átt. Á hinn bóginn er ekkert vafamál um stefnu þingmálafundanna í þessu máli. Mikill meiri hluti þeirra hefur verið eindreginn með aðskilnaði síð- ustu 2 tða 3 árin, þar sem kirkju- mál hafa annars komið til umræðu, en einkum tóku þó Reykvíkingar af skarið, er þeir samþyktu nýlega, á 4 kjósendafundum í röð, skorinorða aðskilnaðarkröfu með líklega um 1400 atkvæðum gegn 8, eða sama sem í einu hljóði að kalla má; en litlar voru umræðurnar víða hvar, enda var málið ekki tekið fyrir íyr en um miðja nótt á Reykjavíkurfundunum Það er ótrúlegt, að alþing geri ekki þær ráðstafanir í málinu þegar í vetur, að stjórnin verði að taka málið fyrir, hvort sem hún er hlynt frfkirkju eða ekki,— en óskandi væri, að það hrapaði ekki að föstum ákvörðunum fyr en málið er rætt á safnaðafundum og hjeraðafundum um land alt og þjóðinni verði gefinn kostur á að greiða atkvæði um mál- ið líkt og gert var um bannlögin. Blöðin þurfa að ræða málið frá öllum hliðum æsingalaust, og æski- legt er, að þar taki fleiri til mals en prestar annars vegar og andstæðing ar kristindómsins hins vegar, því að þótt þeir 2 flokkar hafi hingað til helst látið til sín heyra um málið, það lítið á það hefur verið minst í blöðunum, snertir málið fleiri, — og vjer megum ekki sitja aðgjörðarlaus- ir, sem hvorugan þann flokk fyllum. Jeg vildi feginn reyna að brjóta ís- inn. Komi þeir á eftir, sem fær- ari eru, leiðrjetti það, sem jeg kann að misskilja og bendi á fleiri atriði, því að ekki býst jeg við að geta bent á nema nokkuð af kostum og ókosturn aðskilnaðarins. II. Fríkirkja eða frjals trúfjelög eru miklu eðlilegri en þjóðkirkjur eða rikiskirkjur, því að trúin er sam- viskumál einstaklingsins, sem rfkið getur ekkert skipað fyrir um og á því ekkert að skifta sjer af, komi trúarfjelögin ekki í bága við almenn borgaraleg lög. — Það ætti að vera óþarfi að fjölyrði frekar um svo ber- sýnilegt mál. Jafnframt er fríkirkjan miklu sann- gjarnari við aðra trúflokka. Hún mundi að vísu reyna að sannfæra aðra um kosti kenninga sinna í ræðu og riti, ef til vill öllu fremur en þjóð- kirkjan, en hún heimtar ekki nein þvingunargjöld af þeim, sem ekki fylgja henni að malum, eða gefa henni fje af frjálsum vilja. — Þjóð- kirkjan hlýtur eftir eðli sínu að taka skatt af andstæðingum sínum, sjóður hennar er brot af landsjóði og verði þar sjóðþurð, bætir landsjóður hall- ann, eða með öðrum orðum: allir borgarar þjóðfjelagsins verða að styðja þjóðkirkjuna, og því óvinsælli sem hún er, því fleiri þvingunarlög þarf hún til að styðjast við, eins og stjórnarfrumvarpið um utanþjóðkirkju- menn, sem alþing hefur nýtekið til meðferðar, ber greinilegan vott um. — Nefskatturinn er látinn ná jafnt til allra, þótt flokksleysingjar utan þjóðkirkjunnar borgi í kenslumála- sjóð. Sje sóknarkirkjan (safnaðar- kirkja) í skuld, verða þeir, sem segja sig úr þjóðkirkjunni, að borga sinn tiltölulega hluta af skuldinni um leið, sem verður oft 10 til 15 kr. á hvern 16 ára mann eða konu, ög getur því orðið sæmilegur skattur á með- alheimili, og ennfremur geta utan- þjóðkirkjumenn ekki fengið prest til neinna prestsverka, ef þeir eru ekki í viðurkendu trúfjelagi. — Það er ekki vel frjálslegt að kristnir menn, sem ekki fylgja lúterskri trú, skuli ekki geta fengið presta þjóðkirkjunn- ar til að skíra börn sín eða jarða heimilisfólk sitt, nema þeir gerist opinberir hræsnarar með því að ganga í trúfjelag, sem þeir eru að ýtnsu andstæðir, — en svona geng- ur það í þjóðkirkju, þrátt fyrir alt frelsisgasprið. Frlkirkjan er liklegri til sigurs fyrir kristindóminn. Við aðskilnaðinn verð- ur einstaklingurinnað velja, hvar hann vill skipa sjer í trúmálum, fórna ein- hverju fyrir trú sína og leggja fram krafta sína henni til stuðnings; hann er laus við svæfandi forráð ríkisins í andlegum efnum og öll þvingunar- lög í trúmálum. — Satt er það, að sumir bera svo lítið traust til kristin- dómsins, að þeir halda að dagar hans sjeu taldir, þegar hann nýtur ekki framar slíkra þvingunarlaga, en jeg er ekki í þeim hóp, enda bendir saga kristninnar í Ameríku á eitthvað annað. „Þetta er nú ef til vill alt gott og blessað, en ókostirnir eru samt margir við aðskilnaðinn, einkum eins og til hagar hjá oss“, segja margir. „Rtkið tekur allar eignir kirkjunnar, og þá verður alt ómögulegt". — Ríkið tekur þær ekki, ef vinir kirkj- unnar beitast fyrir að styðja aðskiln- aðinn, svo mikils má þó kirkjan sín ennþá. En sanngjarnt væri, að eignir kirkjunnar væru allar seldar og and- virði þeirra geymt í landsjóði eða söfnunarsjóði; yrði svo til styrktar öllum kristnum trúfjelögum í land- inu. Enda er hæpið mjög, að ein lútersk fríkirkja myndist þegar um land alt. *>Já» jeg held það væri hæpið“, segja sumir, „heilar sveitir yrðu prest- lausar, ýmist af deyfð eða fátækt; prestar mundu missa atvinnu sína, en erlendir trúboðar fara um land alt og mynda alskonar ringltrú". Ekki hafa þeir mikla trú á árangr- inurn af 900 ára starfi þjóðkirkjunnar, sem svo tala. — En setjum svo, að svo færi, að sumar sveitir yrðu prest- lausar. Væri það af trúleysi, er það hollara, að það komi í Ijós, en felist undir löghelguðum hræsnisvana, — væri það af fátækt, mundu efnaðri söfnuðir styðja þær bráðlega. — Prest- ar mundu fa biðlaun og áhugamenn- irnir halda áfram störfum; þótt hinir ljetu af prestastörfum, væri það lítill skaði. — Þá sje jeg ekki astæðu til að óttast erlendu trúboðana. íslend- ingar eru þeim ekki ókunnugir, og hafa ekki verið þeim sjerlega leiði- tamir hingað til. „Trúarbragðakenslan í skólunum hættir við aðskilnaðinn, og hvað kem- ur í staðinnf" í staðinn kemur meiri rækt við kristindómsfræðslu hjá heimilunum og prestunum, sem nú er sumstaðar vanrækt hjá báðum vegna oftrausts á skólunum. Auk þess hljóta að rísa upp sjálfboðasunnudagaskólar í kaupstöðum, þar semjáhugamennirnir hljóta að hefjast handa. „Ríkið hættir að skifta sjer af mentun presta, og hver sjer þá um hana ?“ Mentun presta er ekki svo afar- eftirsóknarverð nú orðið, þar sem prestlingar skilja ekki einu sinni frum- mál Nýja testamentisins, en læra í þess stað allmikið hrafl af þýskum efasemdum. Þess fróðleiks geta fleiri aflað sjer. En að sjálfsögðu yrði fríkirkjan að koma sjer upp presta- skóla, þegar fram í sækti. „Alt þetta aðskilnaðarskraf er van- hugsað bjá þorra manna, þeir greiða atkvæði með því í hugsunarleysi".— Það er vana-mótbára minni hlut- ans í hvaða máli sem er, enda þótt ósjálfstæðar skoðanir geti verið í báðum flokkum. Og þeir, sem svo mæla, ættu þá að leiðbeina almenn- ingi í þessum efnum, og skrifa gegn aðskilnaðinum í blöðin; annars getur svo farið, að meiri hlutinn knýi malið afram á þann hátt og á þeim tíma, sem síst skyldi. Því satt segja þeir, sem segja: Þetta mál er illa undirbúið frá hálfu safnaðanna". — En það ætti eng- inn að búast við, að ríkið sjái um þann undirbúning. Það verða áhugft- mennirnir sjalfir að gera, og væri ekki óhyggilegt að þeir færu að taka höndurnar úr vösunum. Því að skilnaðurinn er í nánd. Af ásettu ráði hef jeg ekkert tal- að um ástæðurnar til þess, að að- skilnaðar-áhuginn hefur vaxið svo mjög síðustu árin; þær eru bæði gamlar og nýar, bæði hjá prestum og kirkjulöggjöf, bæði kristilegar og ókristilegar, — en áhrifum þeim verð- ur ekki hrundið í öfuga átt úr þessu og því hlýtur aðskilnaðurinn að vera í nánd. 5. G. Söngjjelag stúðenta hjelt samsöng þ. 18. þ. m. í Báru- húsinu, undir stjórn hr. Sigfúsar Ein- arssonar. — Þar var húsfyllir. Jeg hlakkaði til að heyra stúdenta syngja því þeir hafa fleiri skilyrði til söngs, en lítt mentaðir menn. Stúdentasöngsveitir nágrannaþjóða vorra eru heimsfrægar, — jeg gerði því miklar kröfur til söngs íslenskra stúdenta, — kröfur, sem þeir ekki fullnægðu í þetta sinn. Á söngskránni voru aðeins kórlög. Fyrsta lagið var finskt: Terve, Suo- meni maal eftir Emil Genetz. Það er kröftugt lag fyrir stórt kór. Þar kom strax í ljós, að tenórinn var hlutfalls- lega þróttminni en hinar raddirnar. Að öðru leyti var lagið laglega sungið. Þá kom finskt þjóðlag: Liten pilt, mot drömmars möte. Ljómandi lag, með bassasóló, sem ekki naut sín vegna þess, að söngsveitin söng of sterkt undir. Það gat jeg ekki fyrir- gefið. Einsöngvarinn, hr. Pjetur Hall- dórsson, söng þar vel, enda lá lagið vel á hans sviði. Fredmans Epistel nr. 9 (Bellman) tókst illa — erfitt í leirri mynd, sem þeir sungu það, og heimtar góða „præcision". „Abchied von der Mutter" eftir F. Becker fór fremúr vel, nema hvað það lá heldur hátt fyrir einsöngvarann (P. H.). Söngsveitin var kölluð fram og söng iað aftur. Dável tókust: „Neckens polska" (sænskt þjóðlag), „Lotsen'* N. W. Gade) og „Tonarne" (W. Lagerkranz). „Bádn Lát“ (norskt ag), sem Grieg hefur svo snildarlega raddsett, fjell áheyrendunum vel í geð. Söngsveitin var kölluð fram, og söng hún það á ný. Lag eftir söngstjórann: „Þegar morgunsins ljós- geislar ljóma" (Jónas Guðl.) tókst dá- vel. Lög þau, er mjer þótti fremur illa sungin, voru tvö eftir E. Hermes: „Serenade" og „Jágarens drykkes- sáng", og eftir Mozart: „Bald prangt, den Morgen zu verkúnden". Yfirleitt þótti mjer söngsveitin ekki nógu samæfð, í henni ljótar raddir, sem minna hefði mátt bera á, og tenorinn heldur Ktill. En þessa galla býst jeg við að megi laga. Grímur. Eldapýtuví Frakklandi. Franska ríkið hefur einkarjett til þess nð búa til og selja eldspýtur þar í landi, eins og tóbak, svo sem kunnugt er. Af eldspýtnasölunni hefur ríkið haft 28 milj. franka í árstekjur. En nú á sið- kastið hefur þessi tekjugrein farið lækkandi. Því hefur nú verið lagður nýr skattur, frá 2— 20 frnk., á alla þá, er eldfæri eiga, sem komið geta í stað eldspýtnanna, og þeir, sem ekki hafa goldið þennan skatt innan 14 daga frá því, er hann kemur f gildi, eiga að bórga 40 frnk. í sekt. ísland erlendis. Bjarni Thorsteinsson læknir, sonur Steingríms Thorsteinssonar rektors, andaðist í Khöfn 27. f. m. og var jarðsettur þar 1. þ. m. Hann var fæddur 1864 og stúdent frá lærða skólanum hjer í Rvík 1884. Frá því hann sigldi hjeðan til há- skólanáms hefur hann dvalið í Khöfn og hefur lengi verið læknir á Frið- riksbergi. Hann fjekst mikið við vísindalegar sálarfræðisrannsóknir og hafði ritað töluvert um það efni. Segir danskt blað, sem minnist hans dáins og flytur mynd at honum, að fæstir menn þar í Danmörku hafl þekt rit hans, en f þýskum bókment- um um þessi fræði hafi hann verið nafnkunnur orðinn fyrir ransóknir á dáleiðslu og „telepati". — Hann var áður varaformaður og nú sfðast for- maðúr í »Sálfræðisransóknafjelaginu« í Khöfn — „Foreningen til psykisk Forskning" — og hafði mikið starfað fyrir það fjelag. Síra Oddur Y. Gíslason, er lengi hafði verið prestur hjá Islendingum vestan hafs, andaðist í Winnipeg 10. jan. síðastl. úr hjartasjúkdómi. Hann var fæddur 8. apríl 1836, útskrifaðist úr lærða skólanum hjer f Rvík 1858 og af prestaskólanum 1860. Varð prestur að Lundum í Borgarfirði 1875, og þjónaði því prestakalli 3 ár, en sfðan Stað í Grindavík frá 1878 til 1894, en þá fór hann vestur um haf og var lengi prestur í Nýja-Islandi. Síðustu 7 árin hafði hann dvalið f Winnipeg. Kona síra Odds var Anna Vilhjálmsdóttir frá Kirkjuvogi í Höfnum og áttu þau fjölda barna. Kunnastur var síra Oddur hjer heima fyrir afskifti sín af sjómanna- stjettinni og tilraunum hans til þess að koma á hjá henni betri bjargráð- um í sjávarháska en áður voru tíðk- uð. Gaf hann út sjómannablað Um tíma hjer f Reykjavík, sem »Sæbjörg« hjet, og mikið ferðaðist hann um landið til þess að breiða út skoðanir sínar á þessum efnum. B. M. Olsen prófessov. Eftir hann er nýkomin út ritgerð í ritum konungl. danska vísindafjelagsins (7. Række, historisk og -filosofisk Afd. II. r.) um Gunnlaugs sögu Ormstungu, vísindaleg ransókn á sögunni. Það er löng ritgerð, 54 bls. 4to, og verð- úr hennar nanar minst síðar. Reykjavík. Parft fyrirtæki. Alþm. Jón Ól- afsson mælir í síðustu ,,Rvík“ nfijög vel með vjelritunarskrifstofu þeirri, sem vjelritunarkennari frk. Rannveig Þorvarðsdóttir auglýsir á öðrum stað hjer í blaðinu. Hún hefur unnið fyrir Jón árum saman að vjelritun á ýmsum málum. Landsverkfræðingurinn fór nú í morgun upp að Hvanneyri til þess að líta eftir hitaleiðslunni, er lögð hefur verið þar í skólahúsið, og svo upp að brúnni á Norðurá, því þar á að fara að taka til starfa aftur. Hann kemur þó heim undir eins um hæl aftur. Yeðrið. Síðari hluta næstl. viku og fram yfir helgina voru kuldar. Aðfaranótt þriðjudags snjóaði mikið. í gær og dag kyrt veður, heiðskírt og bjart. Frost lítið. Búnaðarþingstendur nú yfir. Full- trúar 11. Úr Múlasýslum vantar annan fulltrúann. , . - t'.i■■■bnu! s ílui-! (•

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.